Aldrei þessu vant er þó ekki spilað í Úrvalsdeildinni yfir páskanna vegna landsleikja. Í tilefni þess skelltum við í þennan spikfeita páskalesefnispakk og vonum við að það dugi yfir páskana. Við óskum lesendum okkar nær og fjær gleðilegra páska.
Á síðunni
- Við tókum upp 21. þátt af podkastinu okkar þar sem umræðuefnið var að mestu framtíð Louis van Gaal.
- Ég vildi líka tala um framtíð Louis van Gaal og skrifaði smá pistil um það fyrir helgi.
- Okkar maður í Basel hringdi inn ansi safaríka sögu um hvað? Jú, auðvitað framtíð Louis van Gaal.
Marcus Rashford
- Nicky Butt segir að það sé allt of snemmt að velja Marcus Rashford í enska landsliðið.
- Jonathan Wilson ræðir um frammistöðu Rashford gegn Manchester City.
- Fyrrum United-leikmaðurinn Danny Webber segir svo að Rashford eigi mikið inni.
- J.J. Bull hjá The Telegraph reynir að finna svar við spurningunni hvort að Rashford sé í raun og veru bara skrambi góður eða ekki?
https://vine.co/v/idTi0BwhIw2
Smá slúður
- Zlatan er orðaður við United.
- Og Juan Mata vill endilega fá Zlatan til United.
- United er orðað við Thiago Maia, miðjumann Santos FC.
- United er sagt vilja kaupa Pierre-Emerick Aubameyang, einn heitasta framherja Evrópu um þessar mundir.
Louis van Gaal/Jose Mourinho/Ryan Giggs
- United? Slæmt gengi? Nei, ekki samkvæmt Louis van Gaal.
- Telegraph fer yfir 10 undarlegustu ákvarðarnir LvG, þær innihalda mikið af framherjum.
- Leikspeki Louis van Gaal virkar vel gegn stóru liðunum en liðinu skortir einstaklingsgæði til að brjóta niður minni liðin.
- Blaðamenn Manchester Evening News og Independent velta fyrir sér afhverju Louis van Gaal er ekki í neinu kynningarefni fyrir ferðina til Kína næsta sumar.
- Blaðamenn Telegraph leggja sinn dóm á það hvort að Louis van Gaal eigi að halda áfram eða fara nái hann fjórða sætinu fyrir rest.
- United þarf að sýna metnað þegar Louis van Gaal hættir, hvenær svo sem það verður.
- Patrick Kluivert er kannski ekki alveg hlutlaus en hann segir að Louis van Gaal verðskuldi meiri virðingu en Mourinho og Guardiola.
- Og meira frá Kluivert. Hann segir að Jose Mourinho muni alveg nota uppalda leikmenn, svo lengi sem þeir séu nógu góðir.
- Sumir telja Mourinho og Manchester United passa saman eins og flís við rass.
- Og fjölmargir miðlar pikkuðu upp frétt El Pais um að Mourinho sé búinn að skrifa undir einhversskonar samning hjá United.
- Mourinho vill að United ráði Andrea Berta sem yfirmann knattspyrnumála hjá hjá United. Hann er einn af mönnunum á bakvið upprisu Atletico Madrid undanfarin ár.
- Mourinho er einnig búinn að teikna upp lista yfir þá leikmenn sem hann vill fá til United. Harry Kane er efstur á óskalistanum.
- Independent á Írlandi fer yfir röð atburða sem blaðið telur vera merki um að Ryan Giggs sé alvarlega að þrýsta á það að hann taki við af Louis van Gaal.
- Og er þetta einkaviðtal eitt af því sem nefnt er til sögunnar en frá því að Giggs tók við sem aðstoðarþjálfari Louis van Gaal hefur hann að mestu hafnað öllum beiðnum um viðtöl.
https://vine.co/v/idE1MWp2eFe
Hitt, þetta og ýmislegt annað
- Independent skoðar hvort að United eigi séns á fjórða sætinu.
- Það sama gerir Guardian.
- Nemanja Vidic ræddi við BBC um ferilinn.
- Hann er einnig orðinn einn af sendiherrum United og við bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur.
- Talandi um fyrrum varnartröll, Jaap Stam dreymir um að snúa aftur til United sem þjálfari.
- Nicky Butt settist niður með blaðamönnum og segir að United sé feti framar en öll lið í Englandi hvað varðar uppalda leikmenn.
- Squawka skoðar hvernig Cantona, Roy Keane og fleiri United-legend myndu umbreyta liði Louis van Gaal.
- Rene Meulensteen segir að Sir Alex væri óánægður með núverandi hóp United leikmanna.
- Liðin í Úrvalsdeildinni eru í viðræðum við neðri deildirnar um að u21-lið Úrvalsdeildarliðanna fái að taka þátt í Framrúðubikarnum góða sem Guðjón Þórðarsvon vann eitt sinn með Stoke
Fréttir af leikmönnum United
- Wayne Rooney býst við að snúa aftur eftir meiðsli eftir landsleikjahléið sem nú stendur yfir.
- United vinnur mun fleiri leiki þegar Schneiderlin er í byrjunarliðinu.
- Wayne Rooney ætti að halda miklu fleiri ræður yfir leikmannahópnum miðað við þetta.
- Bastian Schweinsteiger meiddi sig á æfingu með þýska landsliðinu og verður líklega frá út tímabilið.
- Michael Carrick er vongóður um að fá nýjan samning hjá United. Núverandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.
- Daley Blind segist vera miðjumaður en er sáttur við að vera í miðverðinum.
- Michael Cox/Zonal Marking fer yfir það hversu mikinn þátt Juan Mata og David Silva hafa átt í umbreytingu á leikstíl toppliðanna í deildinni undanfarin ár.
- Meiðsli Luke Shaw höfðu massív áhrif á tímabilið hjá United.
Runar says
Man Crush – Það er ekki annað hægt en að verða pínu mjúkur þegar maður les svona fréttir.. http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/manchester-united-news-nemanja-vidic-return-ambassadorial-role-a6948326.html
What a Man!