Louis van Gaal hefur verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Manchester United, aðstoðarmenn hans, þeir Albert Stuivenberg, Frans Hoek og Max Reckers fylgja Van Gaal út um dyrnar. Manchester United hefur staðfest þetta.
https://twitter.com/ManUtd/status/734829127602167810
Ed Woodward segir
I would like to thank Louis and his staff for their excellent work in the past two years culminating in winning a record-equalling 12th FA Cup for the club (and securing him a title in four different countries). He has behaved with great professionalism and dignity throughout his time here. He leaves us with a legacy of having given several young players the confidence to show their ability on the highest stage. Everyone at the club wishes him all the best in the future.“
Sagt er að ákvörðun um nýjan stjóra verði tilkynnt fljótlega
United birtir einnig yfirlýsingu frá Van Gaal þar sem hann segir m.a.:
I am immensely proud to have helped United win the FA Cup for the 12th time in the club’s history. I have been privileged during my management career to have won 20 trophies but winning the FA Cup, which is steeped in so much history, will always be one of the most special achievements of my career.
I am very disappointed to be unable to complete our intended three-year plan. I believe that the foundations are firmly in place to enable the club to move forward and achieve even greater success.
Finally, my special thanks go to Sir Alex Ferguson and Sir Bobby Charlton for always making me and my family feel so welcome throughout my time as Manchester United manager.
Svo virðist sem að Louis van Gaal hafi fengið fregnirnar í gær frá Ed Woodward og dagurinn í dag hafi farið í það að ganga frá lausum endum.
https://twitter.com/TelegraphDucker/status/734833763100831744
Fréttirnar láku út í morgun en raunar var fastlega gert ráð fyrir því að dagurinn í dag yrði sá síðasti í stjóratíð United eftir að allir helstu miðlar Bretlands greindi frá því um helgina að Jose Mourinho myndi taka við United.
Craig Norwood sem lesendur þessarar síðu ættu að þekkja tístir svo um að gengið verði frá ráðningu Mourinho á næstu 2 dögum. Norwood starfar sem ljósmyndari fyrir félagið og tístir ekki oft en þegar hann gerir það er alltaf kjöt á beinunum.
https://twitter.com/CraigNorwood/status/734831416417112064
Skv. fréttum fær Van Gaal fimm milljónir punda í starfslokasamning, sem er einn milljarður króna, plús eða mínus. Hann var staddur á æfingarsvæði United í morgun ásamt lögfræðingi, líklega til þess að semja um starfslokasamninginn eða ganga frá öllum pappírum og svona.
Óvíst er með stöðu Ryan Giggs en fregnir herma að honum verði boðin þjálfarastaða undir stjórn Mourinho. ESPN greinir frá því að Giggs sé að alvarlega að íhuga það að yfirgefa félagið en eins og flestir vita var planið með ráðningu Louis van Gaal upphaflega það að Giggs myndi sjálfur taka við eftir næsta tímabil.
Í raun þarf ekki að koma á óvart að Louis van Gaal hætti og Mourinho taki við. Þetta var verst geymda leyndarmál fótboltans frá áramótum og nánast orðið óumflýjanlegt. Ítarleg grein Daniel Taylor, yfirmann knattspyrnuumfjöllunar á The Guardian varpar svo ljósi á það hvernig Louis van Gaal var gjörsamlega búinn að missa klefann.
https://twitter.com/dtguardian/status/734496983726096384
FA-bikarinn var vissulega kærkominn og Louis van Gaal hefur að mörgu leyti gert ágæta hluti með þetta United-lið. En þegar öllu er á botninn hvolft er 5. sæti í deild og það að komast ekki áfram úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar í sögulega léttum riðli er dauðasynd sé maður knattspyrnustjóri Manchester United. Það er ekkert flóknara en það.
Við hér á Rauðu djöflunum þökkum Louis van Gaal fyrir framlag sitt en bjóðum á sama tíma Jose Mourinho velkominn til starfa.
Halldór Marteinsson says
Magnaður dagur. Maður er búinn að vera að bíða eftir þessu, sérstaklega í dag, með vaxandi spennuhnút í maganum. Svo dettur þetta inn og maður er hálf ráðvilltur, einhvern veginn, af spennufalli. Þetta eru ansi blendnar tilfinningar en samt er ég mun meira spenntur en stressaður fyrir þessu.
Hugsanir mínar eru þó hjá sjúkraþjálfurum félagsins núna, þeir hljóta að vera farnir að svitna rækilega :P
Halldór Marteinsson says
Og já, þessi yfirlýsing frá van Gaal er virkilega classy. Þrátt fyrir allt sem hefur gerst á hans stjóratíð þá getur hann allavega yfirgefið félagið á jákvæðum nótum. Ég fíla það.
Robbi Mich says
Mjög svekkjandi niðurstaða, en óumflýjanleg eins og tímabilið þróaðist. Maður bjóst við meira.af LVG því ég held að enginn efist um knattspyrnusnilli hans og þekkingu. Þegar upp er staðið þá má sjá fullt jákvætt við starf hans sem væntanlegur knattspyrnustjóri mun án efa geta byggt ofan á og notað, eða það ætla ég að vona.
Auðunn says
Já já kemur ekki á óvart þótt þetta sé ekki beint óskastaða, það er engin óskastaða að vera með fjóra þjálfara á 6 árum í þessari deild. Það gengur upp á Spáni hjá real og Barca en ekki í ensku deildinni. Gífurlega kostnaðarsamt, allt of mikil leikmanna og aðstoðarmannavelta, enginn stöðuleiki og endalaus óviss.
Þetta setur ósjálfkrafa á stað allskonar pælingar, hverjir fara og koma, hvað verður um marga unga leikmenn sem hafa verið að fá sénsinn og verður Móri rekinn ef hann nær svo ekki meistaradeildarsæti? Er það bara það sem koma skal frá United, reka menn ef þeir ná ekki topp 4 strax? Hvernig á að vera hægt að vinna við svoleiðis aðstæður og byggja upp til framtíðar?
Halda menn virkilega að Móri (eða hver annar) fái eitthvað öðruvísi meðferð frá stuðningsmönnum ef árangur næst ekki strax og United spilar ekki blússandi sóknarbolta í hverjum leik?
Ég er ansi hræddur við að grátkórinn verði orðin hávær fyrir jól ef liðið verður ekki smollið saman á þeim tíma.
Magnús Þór says
@Auðunn: Það er ekki bara árangurinn sem hefur verið lélegur. Spilamennskan var ömurleg frá fyrsta leik.
Audunn says
@Magnús Þór . Ég átta mig alveg á því.
Ég átta mig einnig á því að lið sem Mourinho hefur stjórnað eru ekki þekkt fyrir blússandi sóknarbolta né skemmtilegri knattspyrnu.
Halldór Marteinsson says
Algeng mýta en liðin hans Móra skora oftar en ekki flest mörkin. Markametið í La Liga yfir eitt tímabil er 121 mark, það var liðið hans Móra sem skoraði þau mörk. Einmitt sama tímabil og Real Madrid varð fyrst allra liða í La Liga til að ná 100 stigum á einu tímabili. Frábær grein á skysports.com um þetta sem heitir „Is Jose Mourinho really a defensive coach who doesn’t trust youth?“ Mæli með henni.
Málið með Mourinho er að hann er alveg til í að vera eins negatífur og þarf ef það hentar gegn andstæðingnum. Ferguson átti það alveg líka til, sérstaklega í Evrópu. Að spila mönnum eins og Fletcher eða Park taktískt bara til að loka á andstæðinginn (eða Welbeck, for that matter). Mourinho tekur þetta vissulega lengra en þetta er samt svipuð pæling og hjá Fergie oft.
Stefán says
Lítið að frétta í þessum pistli nema copy/paste af 433.
Væri gaman að fá ýtarlegar skoðanir frá greinahöfundum og fyrst ég er að gagnrýna, hvar er „Notification/mailbox fyrir hvern aðila hérna inná ?
Eða amk email þegar einhver svarar manni :)
Allavega það eru margar ástæður afhverju þetta eru góðar fréttir að Van Gaal sé farinn.
Hann átti ágætis season á seinasta ári og mér leist bara ágætlega á hann, þrátt fyrir að vera nýr og erfitt sé að dæma kauða.
En öll þessi mistök sem honum tókst að gera á þessu tímabili auk þess að selja hálft liðið og eyða 200m í leikmenn og ætlast til að fá results strax er klárlega stór ástæða þess að hann þurfti að fara.
Þú getur ekki bara keypt nýtt lið og ætlast til þess að fá results, ég er ekki sáttur að hann seldi Hernandez, Nani, Rafael og alla þessa gaura.
Depay var allan tímann fáranleg kaup að mínu mati og ég var aldrei til í þetta, við eigum að ala okkar leikmenn upp.
Endalaust hægt að krifja þessi endalausu fáranlegu mistök sem hann gerði, kjánalegt attitude og hroki sem hann hefur ekki efni á þegar hann er að spila leiðinlegasta fótbolta á jarðríki.
En auðvitað má gaurinn eiga það að hann gafst ekki upp, rétt náði bikar með heppni og neyddist til að spila ungum gaurum (Which happens to be one of Man Utd philosophies, sem mikið er búið að drulla yfir).
Hann fór mjög illa með leikmenn og seldi marga góða, suma true reds eins og Nani og Rafael og fékk bara vitleysinga inn með ekkert hjarta fyrir félaginu, bara peningagræðgi.
Woodward mætti fylgja Van Gaal til Portugals..
Björn Friðgeir says
Stefán: Vinsamlegast dragðu til baka ásakanir um ritstuld.
Takk
kv
Björn Friðgeir
óli says
Van Gaal á sinn sess í knattspyrnusögunni en hann er einfaldlega löngu kominn fram yfir síðasta söludag. Hjá Ajax hafði hann eitthvað fram að færa í fræðunum og fyrir það verður hans minnst. Eftir aldamótin stendur einfaldlega fátt upp úr hjá honum fyrir utan glæsilegan titil með AZ í Hollandi.
Að ráða Van Gaal í dag er eins og að ráða Kjartan Másson eða Njál Eiðsson, nú eða Guðjón Þórðarson sem ég held óendanlega mikið upp á, en verð að horfast í augu við það að í dag starfar hann sem rútubílstjóri. Að sama skapi finnst mér Van Gaal hinn ágætasti kall, en ég horfist líka í augu við það að hans tími er liðinn.
Vertu sæll, Gaalni félagi.
Pillinn says
Ég verð að segja að mér finnst menn gagnrýna Gaal aðeins of mikið. Hann sé með of mikinn hroka sem hann á ekki inni. Þetta er maður sem hefur verið meistari í 3 löndum, bikarmeistari í 4, unnið CL miklu fleiri titla og gert frábæra hluti gegnum tíðina. Hann hefur gefið mjög mörgum frábærum leikmönnum sinn fyrsta séns. Kom Hollendingum í undanúrslit HM á ótrúlega hátt fyrir einungis 2 árum síðan. Hann hefur unnið allt og gert allt þessi maður og á alveg inni þennan hroka. Finnst ekki boðlegt að líkja honum við Guðjón Þórðarson, með fullri virðingu fyrir Guðjóni.
Það er hins vegar alveg í lagi að gagnrýna hann og það hef ég gert. Hann spilaði oft á tíðum gríðarlega leiðinlegan bolta í ár og var orðið þannig að maður nennti varla að horfa á Utd spila. Það er mjög slæmt.
Hann neitaði að breyta um spilamennsku að fara svolítið ,,gung-ho“ í leikjunum, sem maður saknar. Utd ,,kláraði“ eiginlega aldrei leiki undir honum, það er skora nokkur mörk þannig að Utd þurfti ekki að verjast til dauða fram á síðustu mínútu.
En ég er ennþá á því að þetta hafi ekki allt verið mistök, þessi 2 ár. Finnst eins og leikmenn ættu að verða klárari í fótbolta eftir þetta og það mun vonandi nýtast næsta þjálfara. Eins komu upp ungir leikmenn sem ég vona að haldi áfram að fá að blómstra, eins og Rashford, Fosu-Mensha og Brothwick-Jackson sem ég vona að Mourinho gefi séns.
Ég dreg ekki dul á að ég vil ekki Mourinho þarna inn heldur vill ég Giggs. Hins vegar er alveg ljóst að Mourinho kemur inn og þá bara vonandi stendur hann sig vel og ég mun styðja hann og liðið og vonast eftir skemmtilegri tíma en þetta tímabil hefur verið.
Þakka Lois van Gaal fyrir starfið fyrir okkar klúbb og ég er vona að eftir nokkur ár sjáum við að hann skilaði bara nokkuð öflugu búi.