https://twitter.com/ManUtd/status/736112790130151425
Mourinho skrifar undir þriggja ára samning með framlengingarmöguleika og segir.
To become Manchester United manager is a special honour in the game. It is a club known and admired throughout the world. There is a mystique and a romance about it which no other club can match.
„I have always felt an affinity with Old Trafford; it has hosted some important memories for me in my career and I have always enjoyed a rapport with the United fans. I’m looking forward to being their manager and enjoying their magnificent support in the coming years.
Ed Woodward er ekkert að draga úr því
José is quite simply the best manager in the game today.
Við erum spenntir fyrir sumrinu!
Uppfært:
Fyrsta viðtalið við MUTV.
Runar says
Ég vona bara að hann þoli blauta veðrið og kuldan fyrir norðan.. Tveir ólíkir heimar að búa þarna upp í rassgati og búa í London!
óli says
Hjartað missti úr slag þegar ég sá þessa mynd. Augnablik sem ég hef beðið eftir í þrjú ár.
óli says
Líka orðið nokkuð ljóst að baráttan á Englandi mun verða blóðugri en nokkru sinni fyrr með Mourinho, Guardiola, Wenger, Pochettino, Klopp, Conte og síðast en ekki síst Ranieri :)
Audunn says
Gott mál.. en ég er alls ekki spenntur fyrir Willian. Vona að það slúður sé bara bull.
Jón Þór Baldvinsson says
Vá, sumarið verður geðveikt fyrir okkur. Ekki nóg með að strákarnir okkar séu að fara að evrópukeppnast heldur verður endalausar fréttir af öllum leikmönnunum sem við ætlum að versla. Svo fáum við eflaust eitt eftirminnilegasta tímabilið síðan SAF yfirgaf stöðuna. Þetta verður sko eitthvað.
Cantona no 7 says
Frábært að fá nú aftur alvöru knattspyrnustjóra.
Mourinho er sigurvegari eins og Sir Alex.
Það verður gaman að fylgjast með hvaða menn hann kaupir í sumar.
Hann verður einnig að láta nokkra fara sem virðast ekki skilja að þeir
eru hjá stærsta fótoltaklúbbi í heimi .
G G M U
Pétur says
Frábært að fá svona winner til man utd. G G M U
Heiðar says
Kostir
Mourinho hefur unnið eitthvað hjá öllum síðustu klúbbum sem hann hefur stýrt. Hann er fæddur sigurvegari og í grunninn líklega besti starfandi stjóri heims.
Mourinho lokkar auðveldlega til sín góða leikmenn.
Mourinho hendir „drasli“ umsvifalaust úr liðinu
Mourinho er góður vinur Sir Alex. Það hjálpar (staðfest).
Gallar
Ungir strákar sem við erum öll orðin spennt fyrir gætu þurft að horfa á braut. Fonsuh-Mensah og Borthwick-Jackson góð dæmi. Mourinho er ekki mikill akademíumaður.
Mourinho seldi Mata frá Chelsea. Ólíklegt að hann verði í framtíðarplönum Man.Utd…. eða hvað?
Mourinho er oft aðeins of hrokafullur. Vonum að atvikið með sjúkraþjálfarann hjá Chelsea muni ekki eiga sér hliðstæðu innan herbúða Man.Utd. Slíkt athæfi mun valda því að leikmenn verða fljótir að snúast gegn honum.
Í heildina séð —- Svakalega spennandi ráðning og klárlega það mest spennandi sem hefur gerst hjá okkar mönnum síðan Sir Alex Ferguson hætti!
Halldór Marteinsson says
Ég held, og vona innilega, að Mourinho hafi lært heilmikið af öllu þessu drama í kringum Evu og læknateymið í Chelsea. Hann kom sannarlega ekki vel út úr því. Mögulega hafði hann einhvern punkt þarna í grunninn sem hann vann síðan gjörsamlega kolrangt út úr, kannski var hann bara í tómu tjóni frá byrjun, hann hlýtur allavega að hafa áttað sig á því að þessi framkoma var í fyrsta lagi bjánaskapur og í öðru lagi hafði ekki ekki jákvæð áhrif á liðið.
Annars er ég sammála óla #3, þetta er suddaleg upptalning á gæðastjórum sem verða í ensku deildinni næsta vetur. Þvílík djöfulsins veisla! Svo má bæta við stjórum rétt fyrir neðan eins og Koeman og Bilic sem eru nett góðir. Og jafnvel henda inn old school fautum eins og Pulis og Allardyce sem munu ekkert leggjast niður fyrir neinum. Ég er eiginlega nett farinn að hlakka til að sjá t.d. Pep þurfa að díla við Pulis
Karl Gardars says
Þetta er spennandi. Þegar SAF hætti þá er Móri sá sem maður horfði hvað mest til. Hann fór til Chelsky og klúðrið með Evu og klefann á stamford mokuðu yfir þá óra hjá manni.
Móri hefur verið besti kosturinn í stöðunni núna en margir málsmetandi menn á erlendum miðlum tala um hann sem skammtímalausn. Hvað svo sem er til í því þá erum við komin með flottan stjóra og karakter á hliðarlínuna. Hann hefur aðdráttarafl en getur verið tvíeggja sverð og sýnir okkur þessa ástríðu sem við flest viljum sjà.
Að því sögðu þá ætla ég persónulega að standa áfram á jörðinni og sjá hvað setur. Góðir hlutir gerast hægt (þó betri hlutir gerist vissulega hratt) en mér finnst menn vera full kopite-legir í bjartsýniskastinu sínu hér sem annars staðar þessa stundina og èg velti fyrir mér hvort sami harmagráturinn hefjist eftir fyrstu leiktíð ef titillinn endar ekki á Trafford…