Eric Bailly kemur til United!
https://twitter.com/ManUtd/status/740513578441150465
Ekki er búið að ganga frá atvinnuleyfinu en það ætti að ganga, hann er fastamaður í landsliði Fílabeinsstrandarinnar
Mourinho segir:
Eric is a young central defender with great natural talent. He has progressed well to date and has the potential to become one of the best around.
„We look forward to working with him to help nurture that raw talent and fulfil his potential. Eric is at the right club to continue his development.
Miðað við slúðrið er kaupverðið 25 milljónir punda og eins og venjulega einhverjar bónusgreiðslur að auki.
Þegar fyrstu fréttir fóru að berast af áhuga United á Eric Bailly ætla ég að leyfa mér að efast um að margir hafi vitað hver í ósköpunum þessi maður var. Og það er ekki nema von.
Eric Bailly er 22 ára gamall Fílabeinsstrendingur sem leikið hefur á Spáni frá því hann var fimmtán ára. Reyndar gekk honum hægt að fá atvinnuleyfi þannig það var ekki fyrr hann var 18 ára að hann lék sinn fyrsta leik fyrir B lið Espanyol. Reyndar notaði hann þá nafnið Eric Bertrand en breytti nafninu síðar í móðurnafn sitt, eins og United hetja sem við þurfum varla að taka fram hver[footnote]en gerum það samt, Ryan Giggs[/footnote]. Bailly lék 21 leik fyrir fyrir B liðið, kom inn á sem varamaður í leik aðalliðs Espanyol í október 2014 og 9. nóvember ar hann í fyrsta sinní byrjunarliði, gegn Villareal. Hann lék aðeins þrjá leiki í viðbót fyrir Espanyol áður en hann fór í Afríkukeppni landsliða með Fílabeinsströndinni. Hann byrjaði alla leiki Fílabeinsstrandarinnar og þegar hann skoraði mark í vítakeppni í sigri Fílabeinsstrandarinnar í úrslitaleik keppninnar á móti Ghana þann 7. febrúar var hann búinn að vera formlega leikmaður Villareal í 9 daga.
Síðan þá hefur Bailly leikið 35 leiki fyrir Villareal. Hann yfirleitt verið fastamaður í liðinu en þó var eitthvað um róteringar í liðinu og hann lék t.a.m. ekki seinni undanúrslitaleik Villareal gegn Liverpool í Evrópudeildinni.
Bailly er stór og sterkur varnarmaður og vílar víst ekki fyrir sér að tækla, enda var hann nokkuð duglegur í fyrra að safna gulum spjöldum, sérstaklega framan af leiktíð. Hugsanlega vantar eitthvað aðeins upp á tæknina hjá honum, samkvæmt fréttum en hann hefur enn möguleika á að bæta það upp
En það er ljóst að José Mourinho hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði og beðið eftir *staðfest*, hann hefur verið að skoða hvaða leikmenn hann þyrfti að hóa í ef kallið kæmi frá United. Eric Bailly eru Mourinho kaup, ekki nokkur vafi á því. Við bjóðum Eric Bailly velkominn á Old Trafford.
Kjartan says
Þetta var fljótt að gerast, ekki eitthvað sem maður er vanur að sjá hjá Woodward & co.
Runar says
Var ekkert sérstaklega hrifinn af því að fá Móra, en hann er sigurvegari og alveg pottþétt reynslu ríkari eftir síðasta tímabil. Verður gaman að sjá Stórveldið lifnað aftur við og dóminera Evrópu boltann næstu 10árin.
P.s. virkilega sterkur leikur að semja við Carrick, gott fyrir móralinn í liðinu.
Kristjan says
Skora á Rauðudjöflana að skella í sjóðheita leik sýrslu eftir Portúgal Ísland :D