Samkvæmt Raphael Honigstein sem er mjög traustverðugur þegar kemur að skúbbi úr þýska boltanum þá eiga Dortmund og United að vera nánast búin að ganga frá félagaskiptum armenska landsliðsmannsins Henrikh Mkhitaryan til Old Trafford. Mkhitaryan sem er 27 ára getur leikið hvort sem er á miðjunni eða á hægri vængnum.
https://twitter.com/honigstein/status/747142471126294529
Þetta er ansi góðar fréttir ef allt gengur upp en Sky Sports greinir frá því sama. Fyrir var United búið að ganga frá kaupum á Eric Bailly, ungum varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar, frá Villarreal. Einnig er búist við að eitthvað muni skýrast með Zlatan Ibrahimovic á næstu dögum.
Hér að neðan má sjá myndband af helstu frammistöðum Henrikh Mkhitaryan frá liðnu tímabili. Þetta er spennandi leikmaður sem getur spilað nánast hvar sem er svo lengi sem það sé ekki fyrir aftan miðjulínuna. Hann átti frábært tímabil á afstaðinni leiktíð og var m.a. valinn leikmaður ársins í Bundesligunni af leikmönnum deildarinnar.
Halldór Marteinsson says
Frábært. Líst vel á þennan gaur. Fljótur, flinkur og áræðinn gutti sem getur bæði ógnað marki sjálfur og verið duglegur að mata framherjana. Hlýtur að vera aðallega hugsaður hægra megin hjá United en gaman að sjá hvað hann virðist eiga auðvelt með að spila á báðum köntum og í holunni.
Rauðhaus says
Frábær leikmaður, vonandi klárast þetta hratt og vel. Held þó að það sé rangt að hann hafi verið valinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar, sbr. t.d. http://www.bbc.com/sport/football/36433443
Runar P says
Það besta við Móra er hvað hann hefur sterkt „Buying Power“ hann hefur örugglega 100x ef ekki 1000x betra álit en Moyes eða Van Galinn, þarft ekkert að senda Edda Viðarvörn í eitt né neitt.. ;)
Bjarni says
Flott að fá armena í liðið, eru ástríðufullir og kappsamir. Hann verður örugglega fljótur að bræða hjörtu stuðningsmanna.
Bjarni says
Signa Ragga Sig strax Móri, klassa miđvörđur sem okkur vantar