Stór dagur í dag í sögu Manchester United og ákveðin vatnaskil. Á sama degi og staðfest er að sjálfur lávarður félagsins, leikjahæsti og sigursælasti leikmaður í sögu Manchester United, Ryan Giggs yfirgefi félagið, 29 árum eftir að hann gekk til liðs við félagið, gerist þetta:
https://twitter.com/ManUtd/status/748919107441954816
Manchester, welcome to Zlatan
Auðvitað var þetta bara tímaspursmál eftir að Zlatan sjálfur tilkynnti um ákvörðun sína í gær. Í raun var frekar fyndið að sjá viðbrögð Manchester United við tilkynningunni. Við tók algjör þögn, það var ekki einu sinni ýtt á like eða retweet takkann á tísti Zlatan. Bara algjör þögn hjá félagi sem tístir iðulega á 20 mínútna fresti. Maður gett rétt ímyndað sér neyðarfundinn sem fór í gang í samfélagsmiðladeild United. En þetta var einhvern veginn við hæfi. Zlatan er ekki kynntur til leiks hjá félaginu, Zlatan kynnir félagið.
Formsatriðin eru einföld. Eins árs samningur, frjáls sala frá PSG og Zlatan fær líklega svívirðilegar upphæðir í laun fyrir þjónustu sína. Skiljanlega var hann nokkuð kátur í viðtali við MUTV rétt í þessu.
https://twitter.com/ManUtd/status/748932820077154309
Á vefsíðu United er þessi klassíska frétt þar sem Zlatan segist vera ánægður með að koma til United, Mourinho segist vera ánægður með að fá Zlatan og á Twitter má sjá að stuðningsmenn United eru að missa sig.
Skiljanlega. Zlatan er súperstjarna, stærri en íþróttin á marga vegu. Leikmaður sem maður elskar að hata og hatar að elska. Hann er ekki allra en hæfileikar hans inn á knattspyrnuvellinum eru óumdeilanlegir og á margan hátt minnir koma hans til United mjög á komu Eric Cantona til United á sínum tíma. Báðir yndislega hæfileikaríkir, listamenn með boltann en óstýrilátir innan sem utan vallar. Leikmenn sem láta ekki bjóða sér hvað sem er. Sigurvegarar.
Það er afar auðvelt að sjá af hverju Mourinho lagði áherslu á fá Zlatan. Þeir félagar náðu fáránlega vel saman hjá Inter á sínum tíma og ef það er einhver sem getur temprað þetta ofurstóra ego í Zlatan er það Mourinho. Hættan við Zlatan er sú að hann verði of stór fyrir félagið. Hann er þó kominn á þann aldur, 34 ára, að eitthvað segi mér að hann slaki aðeins á því og einbeiti sér að spilamennskunni, líkt og hann gerði á síðasta tímabili með PSG.
Að sama vonar maður að kaupin á Zlatan þýði eitt:
Marcus Rashford fái að blómstra
Miðað við allt sem skrifað hefur verið í sumar lagði Mourinho áherslu á að næla í framherja, skiljanlega enda mátti alveg bæta við toppklassa manni þar miðað við öfuga þróun Rooney í öllum skilningi þessara orða. Við erum með Rashford sem er eitt mesta efni í heiminum í dag en hann er þó svo ungur að það væri fífldirska að ætlast til þess að hann gæti leitt línuna í vetur. Með því að fá Zlatan, í stað t.d. Lukaku eða yngri framherja, fær Rashford pottþétt fullt af mínútum í vetur auk þess sem að hann fær tækifæri til þess að læra af einum hæfileikaríkasta fótboltamanni allra tíma. Allur fjölmiðlafókusinn fer af Rashford yfir á Zlatan sem minnkar pressuna á okkar manni.
Að minnsta kosti vonar maður að það sé hugsunin. Auðvitað er árangur Mourinho í því að ala upp yngri leikmenn ekki sá besti en mér þykir kaupin á Zlatan benda til þess að Rashford sé klárlega í kollinum og framtíðarplönum Mourinho.
Að öðru leyti meikar það algjört sens að fá Zlatan sem er nýbúinn með eitt af sínum allra bestu tímabilum í Frakklandi með PSG þar sem hann skoraði 52 mörk í 56 leikjum. 52 mörk í 56 leikjum. Manchester United skoraði 49 mörk í deildinni á síðasta tímabili.
Það þarf ekki að eyða miklum orðum um hvað Zlatan kemur inn í leik United enda búið að skrifa allt sem þarf að skrifa um Zlatan í gegnum tíðina. Ég vil þó enda þetta á að benda á tvær frábærar greinar um Zlatan og United.
Sú fyrri er eftir Andrew Gibney á The Set Pieces og fjallar um hvernig Zlatan breytti hugarfari sínu og leik fyrir síðasta tímabil í Frakklandi. Þetta er frábær lesning sem gerir mann virkilega bjartsýnan á að Zlatan muni sýna allar sínar bestu hliðar hjá United á næsta tímabili.
https://twitter.com/Gibney_A/status/748538105859313669
Sú síðari er eftir Gabriel Marcotti og er mjög heiðarleg og góð yfirferð yfir hvað Zlatan mun gera fyrir United og hvað það þýðir að vera með leikmann eins og Zlatan fremstan í flokki. Marcotti fer vel yfir þetta og bendir á nokkra neikvæða punkta sem eiga fyllilega rétt á sér. En þegar öllu er á botninn hvolft stendur þetta þó eftir:
But there is an inescapable fact: There will be a guy bigger, stronger and more talented — far more talented in most cases — than anybody else on the field at the top of the United formation.
Þetta er kjarni málsins. Zlatan Ibrahimovic er leikmaður Manchester United. Veislan er að byrja.
Runar P says
Held að mín fyrsta ManUtd treyja verði „Zlatan“ treyja ;)
Cantona no 7 says
Alger snilld.
Velkominn Zlatan
Lúftpanzer says
Risastór fengur. Stórkostlegt! Hann verður örugglega enginn fermingardrengur en þetta er algjör lottóvinningur fyrir ensku deildina að hafa svona leikmann í henni í ár. Pep, Mourinho, Klopp allir að þjálfa lið í henni.. hver segir að þetta sé ekki stæðsta deild í heimi?
Ég segi það sama og Rúnar, ég hef ekki keypt treyju síðan ég var unglingur, ég mun svo sannarlega kaupa eina með kung Zlatan.
United skítur peningum og allt tal erkifjenda okkar um brjálæðislega peningasóun á 34 ára leikmanni er hlægileg. Klúbburinn hefur algjörlega efni á þessu, jafnvel þó Zlatan myndi ‘floppa’ fótboltalega. United á eftir að koma út úr þessum eins árs samning og frjálsu sölu í plús. Ég segi og skrifa – hann á eftir að toppa treyju sölunna á næsta tímabili.
Rúnar Þór says
spurning hvort maður ætti að kaupa treyju merkta Zlatan eða Ibrahimovic :D