Jæja, var eitthvað að gerast á Old Trafford? Nei, svo sem ekki. Nema bara það að José Mourinho var kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri Manchester United.
Svo var auðvitað hlaðið í blaðamannafund og þar kom ýmislegt skemmtilegt fram hjá okkar ágæta stjóra. Hér er brot af því besta en okkar maður er klár í slaginn.
Difficult to describe Man United. It’s not a dream job, it’s reality. But that reality is that it’s a job everyone wants and few get the chance to have. I know the expectations and my responsibility. I know the legacy. I know the history. I feel well prepared and stable, very motivated.
Mourinho góðum gír að venju og gat ekki stillt sig um að skjóta létt á forvera sinn í starfi Louis van Gaal.
I was never good hiding behind words or philosophies. I am more aggressive in my approach. I don’t want to say ‘let’s get back in the Champions League, do well in the Europa League’, I prefer to be more aggressive and say we should try to win.
Mourinho einnig spurður árangur sinn varðandi að koma yngri leikmönnum upp í aðalliðið. Margir hafa nefnt það sem hans helsta akkílesarhæl og segja það ekki hæfa stjóra United að ala ekki upp unga leikmenn enda sé það hornsteinn félagsins og það sem skeri félagið frá öðrum sambærilegum félögum á Englandi. Við skulum sjá hvað Mourinho hafði að segja um það:
Er ég sá eini sem sér nett skot á Louis van Gaal þarna í restina?
Allavega, Mourinho ræddi einnig um leikmannamál og sagði þegar félagið væri búið að kaupa fjóra leikmenn í sumar í viðbót við þá sem nú eru væri staðan orðið góð, en síðan þyrfti að finna leikmenn í stað þeirra sem myndi fara frá félaginu. Búið er að kynna Zlatan og Eric Bailly til leiks. Mkhitaryan er á leiðinni og Mourinho sagði það svo gott sem vera frágengið en hann ræddi einnig um fjórða leikmanninn.
We decided four targets. From these four, we have three and until we don’t have the fourth, we are still working hard, myself, the structure, Mr Woodward, the owners, we are working hard. When we have the fourth. I breathe and then the market will be open. We are not going to get the fourth on the 31st of August, we will get the fourth before then.
We need balance and specialists in the team, until we have our fourth signing we don’t have that. I want specialists and not multifunctional players.
Mikið hefur verið rætt og ritað um að fjórði leikmaðurinn sé Paul Pogba, fyrrverandi leikmaður Manchester United, líkt og flestir vita. Í gær kom grein á vef Guardian þar sem því er haldið fram að United sé að slást við Real Madrid, Pogba vilji frekar fara til Real Madrid en sé þó opinn fyrir því að fara til United. Ljóst sé þó að hann muni kosta mikið og er Juve sagt vilja fá 84 milljónir punda fyrir Frakkann öfluga.
Þetta er auðvitað gríðarlegar upphæðir en hafa skal í huga að það lið sem nælir í hinn 23 ára gamla Pogba ætti að vera búið að redda miðjunni hjá sér næstu 9-10 árin eða svo. Manni finnst líklegt að United sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að næla í Pogba og maður veit það að miðað við fjárhagsstöðu félagsins er ekkert því til fyrirstöðu að henda fáránlegum upphæðum í okkar mann.
Það hjálpar einnig vonandi til að umboðsmaður hans er Mino Raioila en hann hefur verið í miklum samskiptum við United í sumar enda bæði Zlatan og Mkhitaryan skjólstæðinga hans. Yfirmaður fótboltaumfjöllunar á Telegraph tísti þessu svo í gær.
https://twitter.com/JBurtTelegraph/status/750089325359005696
En bætti reyndar við að þó að United myndi sigra í kapphlaupinu við Real væri kálið þó ekki fullsopið.
https://twitter.com/JBurtTelegraph/status/750089505852588033
Hvað um það, aftur að Mourinho. Hann var einnig spurður um Wayne Rooney, sem kalla mætti fílinn í herberginu. Mikið hefur verið talað um að hann muni spila á miðjunni undir stjórn Mourinho líkt og hann gerði með Englandi á EM og við sáum undir lok síðasta tímabils hjá Louis van Gaal. Blessunarlega og mér til mikillar gleði kæfði Mourinho alla slíka umræðu nánast í fæðingu.
There are many jobs on the field. Rooney has changed over the years but what doesn’t change is his natural appetite. With me he will never be a no 6, never 50m from goal. His passing is amazing but so is mine without pressure. He will be a no 9 or 10 but never a 6, not even an 8.
HALLELÚJAH! Rooney er ekki miðjumaður frekar en að ég er leikmaður í ensku úrvalsdeildinni. Það sást best gegn Íslandi á dögunum þegar Rooney afleitan leik. Ef hann ræður ekki við Ísland, hvernig er hægt að ætlast til þess að hann ráði við Real Madrid eða Barcelona?
Mourinho fór annars um víðan völl, lesa má uppskrifuð ummæli hans hér en einnig er hægt að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=sbUkgtJaiGQ&feature=youtu.be
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Var ekki spenntur fyrir honum sem stjóra United og sagði það alltaf. Vildi frekar gefa Giggs sénsinn.
En eftir þessa kynningu, sæll. „i want everything“ og mér líður eins og hann ætli sér að vinna allt. Mér liður allt í einu eins og það sé sigurvegari að stjórna United aftur
Egill says
Ég er ekkert smá ánægður með stöðu mála í dag. Ég hef verið aðdáandi Móra lengi þótt ég hafi haft efasemdir um hann sem stjóra Man Utd, en þær efasemdir eru horfnar að fullu. Hann er búinn að vera hérna í korter og við erum strax búnir að tryggja okkur 2 risastór nöfn, Móri er farinn að gera grín að Wenger og Liverpool menn eru orðnir svo hræddir við okkur að þeir eru farnir að vísa í Munich þegar þeir tala um okkur á kop.is.
Lífið er að verða eðlilegt aftur.
Takk fyrir frábæra samantekt :)
Jón Þór Baldvinsson says
Hahahahahahaha, var með rosalegar efasemdir þegar móri kom fyrst til tals sem stjóri en eftir að hafa séð hvernig hann höndlar leikmanna inkaup og hvernig hann ber sig æa þessum fyrsta blaðamanna fundi er ég algjörlega seldur. Hlakka ekkert smá til tímabilsins, er viss um að við vinnum dolluna í ár með stæl. Og mig grunar móri hafi alltaf verið svo skotinn í United útaf Sir Alex svo hann vill gera allt sem hann getur til að gleðja þann gamla.