Henrikh Mkhitaryan (MK – eins og skólinn; Hita – ekki rista; Ryan – Giggs) er 27 ára gamall og núverandi fyrirliði armenska landsliðsins. Er hann einn af þeim þremur leikmönnum sem José Mourinho hefur fengið til Manchester United nú þegar. Verðið á Mkhitaryan var litlar 26 milljónir punda sem er ekki mikið miðað við þá óðaverðbólgu sem einkennir leikmannamarkaðinn í sumar, en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Borussia Dortmund.
Mkhitaryan er mjög fjölhæfur leikmaður eins og við ræðum hér að neðan en leið hans til Manchester United er nokkuð áhugaverð. Hann hefur tekið þetta skref fyrir skref og alltaf staðið fyrir sínu, það vonandi heldur áfram.
Ferillinn hingað til
Fjölskylda Mkhitaryan er mikil knattspyrnufjölskylda en faðir hans var framherji áður en hann dó þegar Mkhitaryan var aðeins sjö ára gamall. Þegar Mkhitaryan skrifaði undir á dögunum þá sagði hann að félagaskipti í jafn stórt félag og Manchester United væri til heiðurs föður sínum og þeim góðu gildum sem hann kenndi honum á þeim sjö árum sem þeir áttu saman. Hann sagði einnig að vistaskiptin væru eins og draumur sem hefði orðið að veruleika og hann gæti ekki beðið eftir að spila fyrir jafn stórfenglegt félag og Manchester United er. Vert er að minnast á að í dag vinnur móðir hans fyrir armenska knattspyrnusambandið og systir hans vinnur í höfuðstöðvum UEFA.
Mkhitaryan spilaði 70 leiki fyrir Puynik, uppeldisklúbb sinn í Armeníu, og skoraði í þeim 30 mörk og vann deildina öll þau fjögur ár sem hann spilaði þar ásamt armenska Ofurbikarnum árin 2007 og 2009 sem og armensku bikarkeppnina árið 2009. Þaðan fór hann til FC Metalurh Donetsk. Mkhitaryan stoppaði þó aðeins við í eitt tímabil, spilaði 37 leiki og skoraði 12 mörk. Var hann síðan seldur til nágrannanna í Shakhtar Donetsk þar sem hann spilaði 72 leiki og skoraði 38 mörk.
Þessi rosalega markaskorun drengsins, ásamt öðrum hæfileikum, hefur heillað Jurgen Klopp og félaga hjá Dortmund sem fengu hann til liðsins árið 2013, mögulega sem arftaka Mario Götze sem fór til Bayern München á svipuðum tíma. Hjá Dortmund dró aðeins úr markaskorun Mkhitaryan en hann skoraði aðeins 23 mörk í 88 leikjum, flest þeirra komu þó á síðasta tímabili þar sem hann fór á kostum og var að lokum valinn besti leikmaður í þýsku deildinni af leikmönnum.
Einnig hefur Mkhitaryan spilað fyrir Armeníu í gegnum öll yngri landslið ásamt því að vera eins og áður sagði fyrirliði A-landsliðsins í dag. Hann hefur spilað 59 landsleiki og skorað 19 mörk og er markahæsti leikmaður Armeníu frá upphafi
Leikmaðurinn Mkhitaryan
Eins og áður sagði er hann einstaklega fjölhæfur leikmaður, á afstöðnu tímabili spilaði hann á báðum vængjunum ásamt á því að spila á bakvið framherjann og jafnvel á miðri miðjunni. Hann var þó aðallega á hægri vængnum en samt sem áður komu flestar af 16 stoðsendingum hans þegar hann var á þeim vinstri.
Mkhitaryan var sjaldan í miðjustöðunni hjá Dortmund en þar spilaði hann aðallega fyrir Shakhtar. Það virðist sem það skipti hann litlu máli hvar hann spilar, hann skilar alltaf sínu. Hann hefur þó sagt að leikskipulag Klopps hjá Dortmund hafi ekki hentað sér vel en þessi eilífa pressa (þ. gegenpressen) sem Klopp vill spila hentaði hæfileikum hans ekki alveg. Eftir að Tuchel tók við fóru hjólin að snúast og í fyrra fór maðurinn hreinlega á kostum.
https://twitter.com/giggs_boson/status/750738974998667264
Hann býr yfir gríðarlegum hraða ásamt því að vera algjör vinnuhestur, ofan á það er hann einstaklega góður að búa til færi fyrir samherja sína (bjó til 82 færi í þýsku deildinni í fyrra) og ekki má gleyma því að hann skorar í öðrum eða þriðja hverjum leik sem er frekar góð tölfræði fyrir sóknarsinnaðan miðjumann nema þú heitir Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi.
Í grein á Reddit fer Dortmund aðdáandi yfir hæfileika Mkhitaryan og ræðir þar sérstaklega hversu góður hann er í því að skila sér til baka, og svo sömuleiðis að bruna fram um leið og boltinn vinnst.
Frábært dæmi um þetta er klippa sem birtist í téðum pósti á Reddit. Þó svo að samherjar hans sjái um mest alla vinnuna þá er það þessi einskæri vilji til þess að koma sér í marktækifæri sem skiptir máli. Minnir þetta mark mig annars vegar á Ronaldo þegar Mourinho var þar, en þegar þeir beittu skyndisóknum til að mynda í Meistaradeildinni þá var Ronaldo lagður af stað um leið og boltinn vannst. Hann treysti því hreinlega að sendingin kæmi, sem hún gerði oftar en ekki. Einnig minnir þetta mig á Birki Bjarnason í sigur markinu gegn Austurríki. Þó að Arnór Ingvi hafi skorað þá var tók Birkir einn rosalegasta sprett sem ég hef séð miðað við hversu mikla orku hann hafði lagt í leikinn.
Hvar mun hann spila?
Þó það sé erfitt að spá fyrir um hvað Mourinho sé að spá þá virðist sem Mkhitaryan muni koma inn á hægri vænginn í einhverskonar útfærslu af 4-2-3-1 eða 4-3-3 leikkerfi. Það gæti þá breyst þegar líður á tímabili en það er ljóst að félagið var að bæta við sig leikmanni sem getur spilað allar stöður fyrir aftan framherjann og jafnvel á miðri miðjunni. Kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá hann spila mismunandi hlutverk gegn annars vegar svokölluðum „minni liðum“ og svo hins vegar gegn hinum hefðbundnum liðum sem eru ítrekað í titilbaráttu.
Hvað þýðir þetta fyrir aðra leikmenn?
Um leið og Mourinho tók við þá fóru menn að orða Juan Mata í burtu frá félaginu. Það er ekki ólíklegt eins og staðan er í dag enda virðist sem Mkhitaryan muni taka hans stöðu á hægri vængnum. Sömuleiðis minnkar þetta líkurnar á að Jesse Lingard muni byrja jafn marga leiki og síðasta tímabil sem og þetta fækkar líklega mínútum fyrir Memphis eða Adnan Januzaj.
Eins og allir vita er ég gífurlegur Juan Mata aðdáandi en mig grunar að ef félagið fær nægilega gott tilboð í hann þá verði hann seldur. Hvað varða hina drengina þá held ég að þeir fái allir tækifæri til að sanna sig í Evrópudeildinni og Deildarbikarnum á komandi leiktíð.
SHS says
Veit ekki með ykkur en ég er mjög spenntur fyrir Micki. Enn spenntari ef fréttir um Pogboom reynast vera réttar! Verst hvað er langt í að tímabilið byrji..
Bjarni Hjartarson says
Spennandi leikmaður fyrir klúbbinn. finnst bæði fræðandi og gaman að lesa síðu ykkar ManU manna. Að fá líka sjálfan prinsinn til leiks (Cantona er kóngurinn) Segir margt um liðið Sem Liverpool aðdáandi öfunda ég ykkur hvað kaupin eru sterk. Gangi ykkur vel!
Simmi says
Va hvad thad er langt sidan ad vid keyptum stjornu, sidast Van Persie 2012 eda Juan Mata 2013 svona semi stjarna. Eda reyndar Di Maria sem reyndist mesti vaelukjoi i heimi af thvi thad var einu sinni brotist inn til hans. Fadu ther Fokking Securitas assface? Nuna Boom! Zlatan, Mkihitaryan og svo fokking Pogba. 3 STJORNUR a einu timabili. Eins mikid og madur hefur ekki tholad Mourinho tha er ogedslega gaman ad hann se med manni i lidi. Hann er lika madurinn. Vid erum bunir ad vera a 3ja ara Rebound timabili med Moyes og Van Gaal. Thetta er MADURINN sem er ad fara lata hlutina gerast! Naesta timabil verdur allt annad en sidustu 3. Vid erum loksins ad fara sja skemmtilegri fotbolta. Menn geta talad um ad Mourinho se varnarsinnadur, en hann gerir thad vel og med menn eins og Zlatan, Pogba, Mkhiyaryan og Martial tha eigum vid eftir ad upplifa veislu i sokninni medad vid sidustu ar. Brace yourselfs, winter is coming!
Lúftpanzer says
Góð grein og það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum leikmanni.
Mourinho er ekkert að bíða með hlutina, vill þetta frágengið strax svo undirbúningstímabílið nýtist sem best.
@simmi Tel nú enn ansi langt í að Pogba sé orðinn United leikmaður. þetta er bara slúður á þessu stigi – árlegur viðburður að umboðsmenn og slúðurmaskínurnar séu búnar að selja leikmann til United. Tel eitthverra hluta vegna líklegra að hann vilji til Madrid og að Mino Raiola sé að gera flest í hans valdi til að uppfylla þá ósk hans. Mun Perez eitthvern tíman sætta sig við að dýrasti leikmaður heims sé EKKI í real madrid?
Ef (stórt ef) hann endar í United þá mun ég hins vegar dansa mikinn fagnaðardans :)