Annað kvöldið í röð fer í að skoða tíst og greinar um hvað hafi gerst í samskiptum Manchester United og Juventus og nú er staðan sú að eitthvað mikið þarf að gerast til að Paul Pogba verði ekki leikmaður United næsta vetur.
L’Équipe hefur eftir heimildum að allt sé klappað og klárt og United borgi 120 milljónir evra fyrir Pogba. Aðrar heimildir í kvöld segja að boð United sé enn 110 milljónir og Juve bíði eftir 120 milljóna boðinu. Stærsti vinkillinn sem eftir er í þessu máli er líklega greiðsla til umboðsmanns Pogba, Mino Raiola. Skv Guardian vill Juve samt 110m evra (92m punda) og láta United greiða Raiola 18,4 milljónir punda.
Er Manchester United þá að fara að greiða sem nemur 110 milljónum punda fyrir leikmann? Er það ekki sturluð fjárhæð?
Stutta svarið er ósköp einfaldlega: Nei
https://twitter.com/bojochris/status/755731290037559296
Þessi tafla sýnir hvar Pogba myndi falla í lista yfir dýrustu kaup United á hverju ári frá 1992, raðað eftir hlutfalli kaupupphæðar af veltu hvers árs. Ef kaupverðið verður í raun 110m punda hækkar hann um… eitt sæti. Hlutfallstalan fer í 21,6% og er enn hárfínt lægri en hlutfallstala Juan Sebastian Veron.
Skoðum þrjú gröf, fyrst hvað dýrasti leikmaður United á hverju ári hefur hoggið djúpt í tekjur þess árs
Og Paul Pogba er þarna aftast, miðað við 110 milljón punda kaupverð.
Þessi mynd sýnir líka að frá því að núverandi eigendur tóku yfir hefur Manchester United aldrei keypt leikmann sem var félaginu hlutfallslega dýrari en Roy Keane var þegar Martin Edwards skellti veskinu á borðið árið 1993 og meistararnir keyptu feitasta bitann á leikmannamarkaðnum. Hverju skilaði það? Tvennu árið eftir, annarri tveim árum síðar og þrennunni 1999.
En stakir leikmenn eru ekki allt, skoðum heildareyðslu í leikmannakaup, nettó að sjálfsögðu. Athugið að eins og oft áður í greinum mínum um fjármál þá leiðrétti ég fyrir tvennu: Tekjunum af Ronaldo er dreift yfir fjögur ár, til að sýna betur hvernig þeim var varið og kaupin á Dimitar Berbatov eru færð aftur um ár, enda var vitað þegar hann var keyptur að Ronaldo færi.
Þessar myndir sýna líka skýrt að á árunum 2005-2013 snarlækkar fjárfesting í leikmönnum, og sést það hvað skýrast á myndinni til hægri. Það er ekki fyrr en Sir Alex hættir að eigendurnir átta sig á undirfjárfestingunni sem var í liðinu og gefa loksins eftir, enda var þá skuldastaða félagsins loksins orðin viðráðanleg eftir átta ára skuldagreiðslur (til að greiða upp skuldir eigandanna auðvitað, ekki félagsins). Það varði reyndar bara í tvö ár því mestöll kaupin í fyrra voru niðurgreidd af sölunni á Ángel di María. Fyrirhuguð stórinnkaup þessa sumars verða vissulega þau mestu í sögu félagsins en ef hoft er til lægðarinnar undanfarið þá er ekki enn ástæða til að krýna eigendurna sem mestu eyðslukónga allra tíma. Til þess hefur fjárhagslegt hálstak þeirra á eyðslu verið of mikið hingað til. Það er hins vegar rétt að nú loksins er United að eyða peningum eins og eðlilegt að liðið geri.
Síðan erum við auðvitað að vonast til þess að með þessum kaupum sé José Mourinho að gera nákvæmlega það sem hann er að lofa, að kaupa leikmenn sem munu bera liðið upp næstu árin. Á næsta ári mun United vissulega tapa peningum vegna þess að félagið er ekki í Meistaradeildinni en á móti kemur að launagreiðslur verða lægri. þær hafa verið um 50% af veltu síðustu fjögur ár, líka veturinn sem United var ekki í Meistaradeildinni, eingöngu vegna þess að þá voru greiddir lægri bónusar. En á móti kemur að sjónvarpssamningur næsta árs mun gefa United um 50 milljónir punda í auknar tekur, veltutölurnar sem reiknað er útfrá í gröfunum hér miðast við fjárhagsár United, sem var að ljúka, þannig að eyðsla sumarsins 2016 er í hlutfalli af tekjum fjárhagsárið 2015/16.
Kaupin á Paul Pogba, 23 ára, geta því á engan hátt talist sturluð eyðsla, heldur eðlileg kaup fyrir tekjuhæsta liðið í enska boltanum.
Jói Skúli says
Hvernig fúnkera þessi kaup varðandi regluna um FFP? Er United í einhverri hættu þar? Ég nota bene veit minna en ekkert um hvernig sú regla virkar.
Björn Friðgeir says
Ekki minnsta vandamál
Skrifaði þessa grein fyrir einu og hálfu ári og þá var svona eyðsla alveg OK
http://www.raududjoflarnir.is/2014/12/05/hindrar-financial-fair-play-united-i-ad-eyda-150-m-punda-i-leikmenn/
og síðan þá hafa tekjur snaraukist.
Það er líklegt að einhverjir leikmenn (les: Juan Mata) verði seldir og þá verða launamálin enn þægilegri
Rauðhaus says
Við eigum svo eftir að selja eitthvað líka, finnst það mjög líklegt. Þá verður nettó eyðslan lægri á móti og hefur áhrif á grafið að ofan (þó svo það megi alveg líta svona út fyrir mér og klúbburinn hafi alveg efni á því).
Það er nokkuð óljóst hverjir verða seldir en ef við leikum okkur aðeins með það sem hefur verið talað um í fjölmiðlum þá má kannski setja þetta svona upp:
Rojo: 12m.
Mata: 20m.
Keane: 2m.
Blackett: 2m.
Shcweinsteiger: 3m.
Varela: Lán.
Þetta væru ca 40m, sem er bara nokkuð drjúg upphæð. Auðvitað erfitt að slumpa á þetta, einhverjir gætu verið ódýrari og einhverjir mögulega verðmætari.
En mikið djöfulli vona ég að Pogba komi aftur og mér gæti ekki verið meira sama þótt hann myndi kosta 150m punda. Þetta er gaur með potential til að verða yfirburða miðjumaður í deildinni.
Björn Friðgeir says
Rauðhaus: nákvæmlega.
Þegar þessum glugga verður lokað skellum við örugglega í grein þar sem við skoðum þetta enn betur og sjáum þá hvað hefur gerst.
Lúftpanzer says
Virkilega flott grein og gott að sjá þetta í samanburði við reksturinn.
Klúbburinn er að raka inn svo miklum tekjum í „eðlilegum“ rekstri að þetta hefur lítil áhrif á FFP.
Ég vil ekki fagna fyrr en ég sé hann haldandi á treyjunni með tilheyrandi (Staðfest!). það hefur svo oft sannað sig að pressan á það til að fara full frjálslega með sannleikan og skálda svo þar inn á milli. Yfirleitt veit hún bara ekki neitt..
Núna síðast í dag var Mino Raiola að skrifa á twitter: ‘There is no deal done regarding Paul Pogba, lots of bla bla bla.’
Ég man ekki hve oft við vorum búnir að kaupa, undirrita, ganga frá samningum etc. etc. við Vidal, Ramos, Fabregas og fleiri kappa undanfarin ár.. svo ég bíð enn.
Eeeennn.. það hlýtur að vera eitthvað sannleikskorn í þessu slúðri.
Ég segi fyrir mína parta, það má kaupa alveg heimklassaleikmann á 200m. Það er löngu kominn tími á að Glazier félagar setji almennilegan pening í að styrkja liðið í stað þess að taka peningin út úr klúbbinum. Fyndið að sjá stuðningsmenn annara liða í kringum mig blöskra yfir þessum hugsanlegu kaupum, en öllum þeirra er skítsama að eigendur liðsins séu að taka álíka peninga árlega útúr klúbbnum. Bitrir.
Þvílíkir tímar.. hvað er langt síðan Real Madrid var ‘outmuscled’ á leikmannamarkaðinum í baráttu við leikmann?! About time (ef þetta gengur eftir).
Ef maður skoðar þetta líka útfrá markaðslegum hliðum yrðu þessi kaup rosaleg. Pogba er ungur og nú þegar orðið risastórt brand/ímynd. Zlatan og Pogba í einum glugga, það gerist varla mikið stærra.
***
Hvar sem Pogba endar þá verður hann þvílíkt bæting fyrir þann klúbb næstu árin. Ég hef í sjálfur bara horft á einstaka Juve leiki og hrifist mjög.. hann átti ekkert sérstakt evrópumót en franskur félagi minn heldur ekki vatni yfir honum og segir hann besta franska leikmann sem hann hafi séð síðan Zidane var upp á sitt besta, og einmitt lísti honum sem stórkostlegri blöndu og Viera og Zidane.
Það voru rosalega væntingar og pressa sett á hann af frönsku þjóðinni og ef þetta gengur eftir verður ekki minni pressan hjá United.. en hann virðist hafa egó’ið og sjálfstraust til að takast á við það.
Annað ótengt.. Mourinho effect – það má ekki vanmeta þann faktor.. Það er bara *magnað* ef Mourinho og herra Woodward tekst að sannfæra Mikhi, Zlatan og Pogba að koma til liðsins og spila án CL. Þeir eru að setja saman eitthvað draumaprojekt. Fjandinn.. Wenger tekst ekki einu sinni að sannfæra Vardy að koma til Arsenal (með tilheyrandi CL).
Hjörtur says
Er ekki verið að borga fyrir hann 110 mil. evra sá það á fótb.net. En shítt með það þetta er ekkert annað en andskotans rugl.
pesi2005 says
Mér er nákvæmlega sama hvað hann kostar svo lengi sem hann kemur til United. GGMU
Lúftpanzer says
Já anskotans rugl. Fyrir þennan pening á markaðnum í dag væri hægt að kaupa alla þessa þrjá ef við myndum aðeins bæta 7m punda við pakkann: Troy Deeney, Idagho og Sterling!
.. Pogba who
Lurgurinn says
Er skìthræddur um ađ þetta verđi ein verstu flopp kaup ì sögu ùrvalsdeildarinnar. Paul Pogba er fínn leikmađur og allt þađ en mér finnst þetta samt kjaftæđi. T.d. þá væri hægt ađ kaupa 4 Leicester liđ fyrir þessa upphæđ…
Auðunn Atli says
@Lúftpanzer, Ég myndi nú ekki borga 500 kall fyrir Sterling, hann hefur ekkert getað í 2 ár eða svo.
En þessi umtalaða upphæð fyrir Pogba er náttl bara algjört rugl í ljósi þess að Ferguson vildi aðeins borga honum 15 þús pund á viku í stað 20 þús sem hann fór framá á sínum tíma og yfirgaf því United nánast frítt.
En á móti kemur að United hefur verið á miklu eyðslufilleríi síðan Ferguson hætti með misjöfnum árangri, Mata var keyptur á rugl upphæð sem hann hefur aldrei staðið undir, Fellaini var amk 3 sinnum of dýr og áfram mætti telja.
Kosturinn við að kaupa Pogba er sú að hann er ennþá ungur, United væri þá að kaupa (ef allt gengur upp) miðjuleikmann til amk næstu 8 ára.
Í ljósi þess væri þetta þá kannski ekkert svo geðveik upphæð.
Hjörtur says
Við höfum ekki getað keppt við Real, Barca, Bayern og City í þessum leikmannamálum síðustu 5-6 ár. Það er bara þannig.
VELKOMINN JOSE MOURINHO.
Djöfull er gott að sjá hann, maður sér bara á honum að þetta sé staðan sem hann hefur beðið eftir í 10 ár.
Egill says
Pogba er engan vegin 100+ milljóna virði sem leikmaður, í besta falli 50-60. En sem leikmaður + markaðsvara fyrir Man Utd eru 100 milljónir bara helvíti góður díll. Þegar Beckham fór til Real á sínum tíma var hann búinn að borga sig upp í treyjusölu áður en hann var lenntur í Madrid. Man Utd er stærsta félagslið í heimi og nafn eins og Pogba mun slá öll sölumet.
Það eina sem böggar mig er að Juve sé að reyna að troða lélegum samningi sem þeir gerðu yfir á okkur með því að klína prósentunni hans Raiola á okkur. En hverjum líkar svosem vel við Juve…