Jæja, þetta var nú ekki merkilegt hjá okkar mönnum gegn Dortmund í fyrsta leik okkar í International Champions Cup.
Mourinho stillti liðinu svona upp:
Bekkur: Romero, McNair, Rojo, Tuanzebe, Januzaj, Pereira, Young, Keane, Rashford.
Byrjum á því að minnast á aðstæður í Kína í dag. Þær voru hrikalegar, gríðarlega heitt og mikill raki í loftinu enda var þessi leikur ekki spilað af miklum hraða eða ákefð. Við það má bæta að grasið á vellinum var hræðilegt og eftir um korter var það orðið að vígvelli.
https://twitter.com/markogden_/status/756465738416881665
Leikurinn fór mjög hægt af stað og það fyrsta markverða sem gerðist var mark Dortmund á 20. mínútu. Eftir ódýra aukaspyrnu skaut Aubameyang að marki. Skotið var ekkert sérstakt og flestir markmenn hefðu haldið þessum bolta. Ekki þó okkar Sam Johnstone sem var í markinu en hann missti boltann beint fyrir fætur Dortmund-manna sem tókst að hnoða boltanum í netið. Afar ódýrt mark.
Dortmund tók við þetta völdin á vellinum án þess þó að skapa sér mikið af færum. Seinna mark þeirra var einnig afar ódýrt þegar Aubameyang átti hrottalega slaka hjólhestaspyrnu. Það vildi þó svo ekki betur til en að boltinn fór hönd Antonio Valencia og kínverski dómarinn dæmdi víti sem Aubameyang skoraði af öryggi úr.
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik: Marcos Rojo, Sergio Romero, Ashley Young og Marcus Rashford komu inn á fyrir Johnstone, Memphis, Jones og Lingard.
United spilaði ögn betur í síðari hálfleik en Dortmund náði þó að komast í 3-0 þegar Dembéle nokkur fíflaði Marcos Rojo upp úr skónum og skoraði glæsilegt mark.
Henrikh Mkhitaryan minnkaði þó muninn fljótlega með laglegu marki eftir glæsilegan undirbúning Blind og Mata en Gonsalo Castro smellti ansi laglegu marki á stigatöfluna undir lok leiksins. Lokatölur 1-4
Þessi frammistaða var ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en hafa skal þó í huga að aðstæður voru ekki góðar, Þetta var sjötti æfingarleikur Dortmund á undirbúningstímabilinu. Það sást bersýnilega að þeir væru í betra formi en okkar menn og voru þeir afar duglegir að pressa og loka á sendingarleiðir okkar manna.
Svo má ekki gleyma að þetta er undirbúningstímabil þar sem úrslitin skipta litlu sem engu máli. Louis van Gaal vann nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu með stæl og við sjáum hverju það skilaði. Maður vill þó sjá betri frammistöðu en í dag og Mourinho getur ekki verið sáttur. Við treystum því að hann láti okkar menn heyra það. Þrátt fyrir allt er varla boðlegt að láta rústa sér svona og maður spyr sig hvort að ákveðnir leikmenn séu að kyssa sinn United-feril bless.
Shaw, Mkhitaryan og Bailly, mögulega Mata, komast nokkuð klakklausir frá þessum leik. Aðrir áttu ekki góðan dag og þar má sérstaklega benda á Phil Jones í vörninni, Memphis Depay sem spilaði frammi og innkomu Marcos Rojo sem var skelfileg.
Maður hlýtur líka að setja spurningamerki við ákvörðun peningamannanna um að ferðast til Kína á æfingartímabilinu. Aðstæðurnar voru ömurlegar í dag, völlurinn skelfilegur og stúkan varla hálffull. Er þetta besti undirbúningurinn fyrir komandi tímabil?
United spilar næst á mánudaginn gegn Manchester City. Pep vs. Mourinho. Vonandi fáum við betri frammistöðu þá.
Nokkur tíst
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/756484091810287616
https://twitter.com/danielharris/status/756480127945601024
https://twitter.com/alexshawespn/status/756477079793926145
https://twitter.com/alexshawespn/status/756472129676345344
https://twitter.com/tigermilk20/status/756485740666712064
Auðunn Atli says
Ef Móri setur ekki hálft liðið á söluskrá eftir þennan leik þá kalla ég það gott.
Held að hann hafi enga þolinmæði fyrir mönnum eins og Memphis ofl
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Flott að fá svona skell í æfingaleikjunum, man þegar við unnum alla leikina og þar á meðal Real Madrid með Van Gaal og svo komu bara tapleikir í deildinni. Núna sést betur hvað þarf að vinna með og það er einmitt tilgangur með æfingaleikjum :)
Hjörtur says
Völlurinn og hitinn voru náttúrlega jafn erfið fyrir bæði liðin, en Dortmund menn unnu bara betur úr þessu, og áttu þennan sigur fyllilega skilið. Jú þetta er bara æfingaleikur og undirbúnungsleikur fyrir tímabilið, en það er nú óþarfi að láta valta yfir sig. Sendingar og móttaka voru arfaslakar hjá Utd, og staðsetning Romero alveg herfilegar oft á tíðum. En þá er bara að sjá hvað kemur út úr City leiknum.