United mætti Galatasaray í Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem Zlatan Ibrahimovic kynnti sjálfan sig til leiks eins og Zlatan einn getur gert. Leikurinn var kaflaskiptur en United tók öll völd í seinni hálfleik og kláraði leikinn með stæl.
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Mata, Memphis, Young, Rashford.
Okkar maður Elli var á leiknum og tísti um för sína frá Kaupmannahafnar til Gautaborgar á leikinn en fylgjast má með ævintýrum hans hér fyrir neðan.
Að leiknum
Það er bara einn Zlatan
Eftir þetta missti United reyndar öll tök á leiknum og Galatasray gekk á lagið og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik eftir klaufagang í vörn United. United er búið að fá á sig 6 mörk á æfingarferðalaginu hingað til og amk þrjú af þeim hafa verið afar ódýr. Staðan var 1-2 í hálfleik og í honum hefur annað að tvennu gerst.
- a) Mourinho las mönnum pistilinn
- b) Woodward kom við inn í klefanum hjá Galatasaray með stútfullt umslag
Í seinni hálfleik komu Romero, Darmian, Jones, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Mata, Memphis, Young og Rashford inn á í tveimur skömmtum og United gjörsamlega tók yfir. Liðið spilaði á köflum frábæran bolta og leikmenn eins og Fellaini, Mata, Lingard og Valencia voru að spila fantavel.
Þegar uppi var staðið var United búið að skora fjögur mörk og leikar fóru 5-2.
Nokkur tíst
https://twitter.com/r_o_m/status/759461571378675712
https://twitter.com/r_o_m/status/759463122675597313
https://twitter.com/r_o_m/status/759463535349002241
https://twitter.com/r_o_m/status/759464864528101376
https://twitter.com/r_o_m/status/759466509538394112
https://twitter.com/r_o_m/status/759471774140600320
https://twitter.com/r_o_m/status/759471508624465921
https://twitter.com/adamwsweeney/status/759468152954712064
Síðasti æfingarleikur liðsins fyrir tímabilið er svo 3. ágúst þegar United mætir Everton í leik til heiðurs Wayne Rooney á Old Trafford.
Viðar says
Shit.. eftir þessa byrjun hjá Zlatan þá er treyju nafnið ákveðið!
Lúftpanzer says
announce pogba
Lúftpanzer says
Klassinn svoleiðis lekur af Zlatan, loksins komin virkileg ógn í teyginn í föstum leikatriðum. Þvílíkur leikmaður.
Valencia fær kredit fyrir frábæran kross en hann er ansi tæpur varnarmaður, vona að hann verði ekki fyrsti kostur í bakvörðinn. Bailly lúkkar vel, get ekki beðið eftir að þetta byrji af alvöru.
Lúftpanzer says
Ok, Valencia er búinn að vera helvíti flottur, búinn að leggja upp 3 mörk með frábærum crossum #égrataútsjálfur
Bjarni says
Sammála þér Viđar, ef Pogba semur ekki fyrir miđvikudaginn þá fer Zlatan á treyjuna mína. Hann mun hafa jafnmikil áhrif og er Cantona kom til okkar. Meistari innan sem utan.
Runar P says
Móri ætlar sér að vinna deildina í ár og Evrópu deildina, það er alveg á hreinu!
Bjarni says
Hef smá áhyggjur af vörninni, sami grunnur og í fyrra + einn nýr leikmaður sem lofar reyndar góðu. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik DeGea í hverjum leik á fætur öðrum þá hefði niðurstaðan verið önnur í lokin. Getum við stólað enn á það að hann verji áfram one on one því vörnin hleypti ansi mörgum í gegn í þá stöðu og var stundum fyrir helberan klaufaskap sóknarmanna sem böðluðust með boltann að ekki fór verr. Móri talaði reyndar um það eftir leik í gær að hann hefði verið ánægður með mistökin sem vörnin gerði því þá er hægt að lagfæra það. Hann talar líka hreint út og mér finnst nálgun hans í viðtölum og framkoma vera önnur en sú hjá fyrirrennurum sínum. Er það kannski rugl hjá mér? Er mjög ánægður með karlinn og teymið.
Kjartan Jónsson says
Ef Pogba kemur þá er óhætt að segja að tímabilið lfi góði. Ég er hinsvegar sammála þeim röddum hafa áhyggjur á vörninni. Þrátt fyrir að liðið hafi fengið fá mörk á sig í fyrra þá hefur leikstíl LvG heilmikið með það að gera + auðvitað snilli DeGea
– Rojo er búinn að vera óhemjuslakur, hann og Jones áttu ömurlegan leik á móti Dort
– Jones spilar í besta falli 20% af leikjunum
– Smalling hefur einnig átt löng meiðslatímabil, samt búinn að sleppa vel að undanförnu 7-9-13
– Baily lofar góðu en er samt semi-wildcard og svo er auðvitað þessi blessaða Afríku keppni
– Hægri bakvörðurinn er ennþá vesen, Valencia er squad player og Darmian hefur verið lélégur á þessur ári eftir ágæta byrjun
Hjörvar Ingi Haraldsson says
https://www.facebook.com/WayneRooney/posts/1214645661927733
Leikurinn á morgun í beinni á facebook