Klukkan 19 í kvöld mættust Everton og Manchester United á Old Trafford í sérstökum góðgerðarleik til heiðurs Wayne Rooney.
Byrjunarliðin voru svona
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Fellaini, Mata, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young, Memphis og Rashford
Hjá Everton spiluðu:
Stekelenburg, Coleman, Baines, Funes Mori, Stones, Holgate, McCarthy, Barry, Barkley, Deulofeu og Lukaku. Og á bekknum eru: Joel, Oviedo, Galloway, Gibson, Cleverley, Besic, Davies, Kone, Mirallas, Lennon.
Það gerðist lítið sem ekki neitt í þessum leik sem endaði 0-0. Menn munu líklega helst minnast þessa leiks fyrir að vera fyrsti leikur Mourinho á Old Trafford sem stjóri Manchester United. Auk þess var leikurinn sýndur í beinni á Facebook sem er nú ansi fínt. Það er einmitt hægt að horfa á leikinn aftur hér í spilaranum fyrir neðan. Að öðru leyti er vart hægt að eyða frekari orðum á þennan leik.
Ekki eru fleiri vináttuleikir á dagskrá en um helgina fer fram leikurinn um samfélagsskjöldinn fræga. Þar mæta bikarmeistarar United Englandsmeisturum Leicester. Leikurinn er á sunnudaginn og hefst klukkan 15.00.
Skildu eftir svar