Af hverju öll þessi svörtu vesti á æfingum?
Adam Bate ræddi við Paul McGuinness, fyrrum þjálfara Paul Pogba, um tímann þegar Pogba var í akademíu United.
Johanna Franden sýnir okkur hvernig Zlatan mun hjálpa öllu liðinu að verða betra.
Crespo með pistil um sína reynslu af að vinna með Mourinho og Zlatan og hvað hann telur að þeir geti komið með til United.
Kaup United á Pogba yrðu fyrsta skrefið í að sýna að Enska úrvalsdeildin er að ná Real og Barcelona í fjárhagslegum styrkleika.
Sir Alex gaf gó á kaupin á Pogba.
Miguel Delaney segir að Meistaradeildin er ekki lengur nauðsynleg til að kaupa bestu leikmennina.
Ítalskir og spænskir klúbbar öfunda ensku deildina af peningunum og vilja breyta Meistaradeildinni til að auka sjónvarpstekjur.
Wayne Rooney spjallaði um tapið gegn Íslandi, Jose Mourinho og nýju liðsfélagana hjá United í ítarlegu einkaviðtali.
David Moyes kvartaði nýlega yfir framkomu United gagnvart sér. Scott hjá ROM var ekki par sáttur við þau orð og svaraði þeim. Moyes er svo víst að eltast við Fellaini og Januzaj.
Jaap Stam, nýráðinn stjóri Reading, var í ítarlegu viðtali við The Guardian. Manchester United var aðalumræðuefnið.
Tölfræðingarnir hjá WhoScored spá United 2. sæti á komandi tímabili (PDF, 19.4MB).
Daniel Storey skrifaði grein um hvað kaupverð á leikmönnum skipti nákvæmlega engu máli.
Wayne Rooney þarf að berjast fyrir framtíð sinni hjá United að mati greinarhöfundar Independent.
Rooney og sonur hans Kai hlógu að frekar máttlítilli tilraun Memhis til þess að skora með hjólhestaspyrnu í góðgerðarleiknum gegn Everton.
Greg Johnson telur það vera rétta ákvörðun hjá Mourinho að selja Schweinsteiger en Scott hjá ROM kom hinsvegar með nokkrar ástæður af hverju við ættum að halda í kappann.
Kevin Strootman er enn á ný á leið til baka eftir þriðju erfiðu meiðslin á tveimur árum.
Myndband vikunnar
Gott vídeó fyrir Memphis að stúdera…
https://twitter.com/FA/status/761479240437071872?ref_src=twsrc%5Etfw
Bjarni says
Gaman að rifja upp gamla tíma og markið hjá Ince afar glæsilegt en ekki síður undirbúningurinn hjá Cantona. Hann sá marga leiki fram í tímann og vonandi tekur Zlatan við keflinu.
En sá hlær best sem síðast hlær og ætti meistari Rooney að hugsa sinn gang, gæti verið að berjast um framtíð sína hjá utd þetta árið. Móri vill enga farþega sama hvað þeir heita og geta.