Manchester United mun leika í A-riðli Evrópudeildarinnar þetta tímabilið. Í þessari færslu ætla ég að renna létt yfir hin lið riðilsins.
Fenerbahçe S.K.
Þetta er líklega eitt frægasta lið Tyrklands. Liðið hefur verið viðloðandi Evrópukeppir nánast síðan ég man eftir mér. Liðið hefur þó ekki verið sérstaklega sigursælt í Evrópu en besti árangur þeirra er undanúrslit Evrópudeildarinnar 2012-2013 en þar datt liðið út gegn liði Benfica frá Lissabon. Einu sinni tókst liðinu að komast í 8-liða úrslit Meistradeildar Evrópu en þar þurfti liðið að lúta í lægra haldi gegn Chelsea tímabilið 2007-2008 en við munum flest hverjir unnu keppnina það árið.
Liðið samanstendur aðallega af Tyrkjum en þó leika nokkur kunn nöfn með liðinu. Þar ber fyrst að nefna fyrrum framherja Manchester United og Arsenal, sjálfan Robin van Persie. Einnig má þar finna leikmenn eins og Gregory van der Wiel, Martin Škrtel, Volkan Demirel fyrirliða og Mehmet Topal varafyrirliða. Þjálfari liðsins er hinn margreyndi Dick Advocaat.
Til gaman má geta að fyrsti leikur Wayne Rooney var einmitt gegn Fenerbahçe í Meistradeildinni en þar gerði Rooney sér lítið fyrir og skoraði þrennu.
Heimavöllur liðsins er Ülker Stadyumu sem er staðsettur í Ístanbúl.
Feyenoord Rotterdam
Þetta er án efa eitt af frægustu liðum Evrópu. Ólíkt Tyrkjunum hefur hollenska liðið unnið bikara í Evrópu. Tímabilið 1969-1970 sigraði liðið Celtic frá Glasgow í Evrópukeppni meistaraliða (European Cup). Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup) hefur liðið sigrað tvívegis. Í fyrra skiptið vann liðið Tottenham í úrslitum kepnnarinnar tímabilið 1973-1974. Seinna skiptið vann liðið Borussia Dortmund í úrslitaleik keppnarinnar tímabilið 2001-2002.
Í gegnum tíðina hafa margir heimsþekktir leikmenn leikið með Feyenoord. Um þessar mundir er það ekki alveg raunin en samt má finna kunnugleg nöfn. Leikmenn eins og Dirk Kuyt sem er fyrirliði, Brad Jones, Eljero Elia og Karim El-Ahmadi sem er varafyrirliði. Þjálfari liðsins er fyrrum Feyenoord og hollenska landsliðsins Giovanni van Bronckhorst.
Heimavöllur Feyenoord er hinn frægi völllur De Kuip í Rotterdam.
Zorya Luhansk
Þetta lið er algjörlega óþekkt stærð í Evrópuboltanum. Liðið hefur tekið þátt í Evrópukeppnum á byrjunarstigi en þetta er í fyrsta skiptið sem liðið nær svona langt.
Leikmenn liðsins eru langflestir frá Úkraínu og verður að viðurkennast þetta eru ekki þekkt nöfn. En kannski munu einhverjir leikmenn liðsins slá í gegn og kynna sig fyrir umheiminum. Þjálfari liðsins er Yuriy Vernydub.
Heimavöllur liðsins er Slavutych-Arena í Luhansk en liðið mun ekki leika á þeim velli í þessari keppni að sökum ástandsins í Úkraínu en Chernomorets völlurinn í Odessa verður þeirra heimavöllur í keppninni.
Leikdagar
Our @EuropaLeague fixtures (2/2):
3 Nov – Fenerbahce (A), 18:00 GMT
24 Nov – Feyenoord (H), 20:05 GMT
8 Dec – Zorya (A), 18:00 GMT— Manchester United (@ManUtd) August 26, 2016
Karl Gardars says
Vantar bara lið frá Sýrlandi í stað Feyenoord þá væru þetta 100% afleitir útivellir.
Pillinn says
Þetta gæti varla verið verri riðill. En þýðir lítið að kvarta yfir því, nú er bara að vinna þennan riðill og helst keppnina. En eins og einn félagi minn sagði að þá er þetta stórskrítin keppni, manni er alveg sama um hana en vonast til að sigra hana. Ef maður dettur hins vegar út er manni alveg sama og jafnvel sáttur við að liðið fái í staðinn tíma til að einbeita sér að deildinni :)
En ég hefði viljað mun léttari drátt, þá meina ég vegna ferðalaga.
Rúnar P says
Flottur riðill, kominn tími á pínu sterka mótherja, með alla þessa nýju leikmenn og stjóra sem kann að girða í brók.. þá er kominn tími til þess að spila alvöru fótbolta og hætta þessu „næstum því tapaði fyrir óþekktu liði“ eins og ManUtd er búið að gera í svo mörg ár!
Áfram ManJú!
Halldór Marteins says
Hefði alveg verið til í sterkari mótherja, bara nær Englandi. Hefði svosem getað verið verra, ferðalagalega séð, en líka muuuuun betra.
Lúftpanzer says
Mourinho mun klárlega setja þessa keppni aftast i forgangsröð. Refsingin var nógu slæm að missa af meistaradeildarsæti.. en að fá þessa fimmtudagsleiki er yfirgengilega slæmt. Ég er ekki búinn að stúdera leikjaplanið en ég vona innilega að það verði enginn stórleikur helgina eftir fimmtudagsferð til Tyrklands.
Enn, pollýanna segir þetta frábært evrópu-tækifæri fyrir kjúklingana og varaliðsmenn og auðvitað fleiri leikir til að dáðst að Man. Utd. og því ber að fagna.
p.s Rúnar P – ég trúi ekki öðru en að þú sért púllari í dulargervi :D Það er guðlast af verstu sort að tala um okkar ástkæra klúbb sem Man*ú!
Runar P says
Lúftpanzer.. Ég hata Lifrapúl meira en ég elska ManU!
Og ef þú hefur ekki verið að fylgjast með, þá er það alveg klárt mál að Móri ætlar sér að vinna þessa keppni, enda strax byrjaður að túða yfir leikjaplani Fim – Sunnudagsleik við Shity að mig minnir? ;)
Óli says
„Shity“ og „Chel$ea/Chelski“ er svo ótrúlega þreytt.