23:20 Við þökkum samfylgdina í dag gott fólk. Það komu engir í dag en nokkrir leikmenn fóru á lán eða voru seldir. Heilt yfir er þetta einhver besti gluggi United í áraraðir og óhætt að taka undir þetta
22:32
https://twitter.com/ManUnitedYouth/status/771113486936076288
21:32 Fyrr í kvöld kom staðfesting að James Weir, fyrirliði U-21 liðs United hefði verið seldur til Hull.
19:53 – óljóst slúður um að United ætli að bjóða í Fabinho hjá Monaco sem búið er verið að orða okkur við síðustu mánuði. Einhverjir veðmangarar hafa lækkað veðhlutfallið en þetta er afskaplega óáreiðanlegt. En það er ekkert annað að gerast þannig að hér er þetta.
18:00 – Fleiri markvarðafréttir. Virðist sem Joel Pereira fari að láni til Portúgals.
Manchester United keeper off to Portugal. #MUFC https://t.co/RCsgi9BRIX
— Sport Witness (@Sport_Witness) August 31, 2016
16:20 – Eitthvað að gerast! Dean Henderson, 19 ára gamall markvörður úr unglingastarfinu, er farinn á lán til Grimsby Town þangað til í janúar.
Good luck to young #MUFC goalkeeper Dean Henderson, who has joined Grimsby Town on loan until January. pic.twitter.com/Y1xhllX8Ve
— Manchester United (@ManUtd) August 31, 2016
15.45 – Það er ekkert að gerast.
12.30 – Smá töfrar frá stærstu kaupum þessa tímabils
https://twitter.com/manutd/status/770956108253061120
11.00 – Umboðsmaður Schneiderlin segir að hann fari ekki fet og verði áfram hjá United þrátt fyrir áhuga Tottenham.
https://twitter.com/sport_witness/status/770941399038656513
10.10 – Tottenham vill fá Schneiderlin samkvæmt Daily Mail. Hann hefur kannski ekki fengið mörg tækifæri hingað til á tímabilinu en ég ætla að leyfa mér að efast um að hann verði seldur. Það er nóg af leikjum framundan og það býr mikið í Schneiderlin, það er ég viss um. Má kannski bara bjóða þeim Schweinsteiger?
Í frétt Daily Mail kemur fram að Pochettino, stjóri Tottenham, vilji gjarnan fá sinn gamla liðsfélaga, til liðs við sig á ný. Tottenham hafi kannað málið en fengið lítil og neikvæð svör til baka frá United og þetta verður því að teljast afar ólíklegt.
https://twitter.com/mailsport/status/770926642751496192
10.00 Aldrei að segja aldrei þótt að blaðamaður BBC virðist segja það.
https://twitter.com/sistoney67/status/770922432207216640
09.55 – Það verður ekki mikið að gera hjá Bastian Schweinsteiger í vetur. Hann er í ónáðinni hjá Mourinho og er nú að hætta með Þýskalandi. Það ku hafa verið forgangsverkefni að losna við hann af launaskránni eftir dýran glugga hjá United. Talið er að hann sé með um 200 þúsund pund á viku hjá United. Ágætis vikulaun fyrir að sitja og gera nánast ekki neitt.
https://twitter.com/bschweinsteiger/status/770921711642476544
09.40 – Þetta eru væntanlega stærstu fréttir gluggans hingað til. Paul Pogba er kominn með nýja hárgreiðslu!
A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on
09.30 – Eins og við var að búast er afar lítið að gerast hjá okkar mönnum. Everton, Leicester, Hull og Sunderland virðast vera virkustu liðin sem kemur kannski ekki á óvart. Á meðan við bíðum eftir einhverjum fréttum frá Woodward er rétt að rifja upp nokkur kaup United á lokadegi gluggans.
Á síðasta ári fengum við Martial, þar áður voru það Falcao og Blind og margt fyrir löngu mætti eitt stykki Wayne Rooney á svæðið.
https://twitter.com/manutd/status/770901707068936192
08.30 – Hér er ansi fínt myndband þar sem helstu goðsagnirnar í kringum félagaskipti eru sprengdar í tætlur
07.30 – Nú í morgunsárið er helst verið að tala um Fabinho, hægri bakvörð Monaco. Samkvæmt fréttum frá Frakklandi er málið einfalt. Hægt sé að kaupa hann fyrir um 25 milljónir punda. Ef vilji er fyrir hendi hjá United ætti að vera tiltölulega auðvelt að ganga frá þessum kaupum enda Jorge Mendes að sjá um Fabinho.
https://twitter.com/skykaveh/status/769992587952451584
Í gærkvöldi var einnig talað um að Sporting ætlaði sér að næla í Bastian Schweinsteiger en fulltrúar Þjóðverjans síkáta hafi verið fljótir að loka á það. United er þó æst í að losna við kallinn enda maðurinn á rosalegum launum. Virðist vera ólíklegt að Bastian fari nokkuð.
United á einnig að hafa skellt á Inter sem vildi kaupa Matteo Darmian. Miðað við það er ólíklegt að Fabinho mætti á svæðið.
https://twitter.com/mailsport/status/770883840353177600
Nú er komið að þeim degi sem er uppáhaldsdagur margra sem fylgjast með boltanum. Leikmannaglugginn skellur í lás á miðnætti og því má fastlega gera ráð fyrir að allt fari í efsta gír í dag þegar liðin átta sig skyndilega á því að þau þurfa að styrkja leikmannahópa sína.
Við hverju má búast í dag?
Við verðum á vaktinni en óhætt er að fullyrða að United sé ekki eitt af þeim liðum sem muni vera virkt í dag enda langt síðan gengið var frá helstu kaupum félagsins í sumar. Helst hefur United verið orðað við auka miðvörð og ber þar helst að nefna Jose Fonte, leikmann Southampton. Þá hefur United einnig verið orðað við Fabinho, hægri bakvörð Monaco, og ef svo ólíklega vill til að United verslar í dag mun það líklega vera í aðra hvora þessa stöðu.
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/770706660608335872
Mögulega munu einhverjir leikmenn hverfa á brott. Þar hafa helst verið nefndir leikmenn eins og Marcos Rojo og Phil Jones en allar slíkar sölur/lán eru væntanlega háð því að United kaupi einhvern í staðinn. Mögulega munu einhverjir unglingar fara á lán en við gerum ráð fyrir rólegum degi hjá okkar mönnum og verði einhver virkni á skrifstofunni verður það helst til þess að losa leikmenn frá félaginu.
Enda er svo sem engu við að bæta í þessum glugga sem hefur verið sá best heppnaði hjá United í áraraðir og ljóst er að liðið hefur styrkt sig gríðarlega með þeim kaupum sem gerð hafa verið.
Kaup og sölur United í sumar
Inn
Paul Labile Pogba | 89 milljónir punda – Juventus |
Zlatan Ibrahimovic | Frjáls sala – PSG |
Henrikh Mkhitaryan | 28 milljónir punda – Dortmund |
Eric Bailly | 30 milljónir punda – Villareal |
Samtals | 147 milljónir punda |
Út
Joel Pereira | Lán út tímabilið – Belenenses |
James Weir | Kaupverð óuppgefið- Hull City |
Dean Henderson | Lán út tímabilið – Grimsby |
Paddy McNair og Donald Love | 5,5 milljónir punda fyrir báða – Sunderland |
Adnan Januzaj | Lán út tímabilið – Sunderland |
Andreas Peireira | Lán út tímabilið – Granada |
James Wilson | Lán út tímabilið – Derby County |
Guillermo Varela | Lán út tímabilið – Eintracht Frankfurt |
Cameron Borthwick-Jackson | Lán út tímabilið – Wolves |
Victor Valdes | Frjáls sala – Middlesbrough |
Nick Powell | Frjáls sala – Wigan |
Ashley Fletcher | Frjáls sala – West Ham |
Will Keane | 1 milljón punda – Hull |
Tyler Blackett | Kaupverð óuppgefið – Reading |
Tyler Reid | Kaupverð óuppgefið – Swansea |
Joe Rothwell | Frjáls sala – Oxford United |
Samtals | 6,5 milljónir punda |
Skildu eftir svar