United
Hvað gerði Mourinho daginn eftir að hann var ráðinn til United? Hringdi í Fellaini til að segja honum að Belginn yrði ekki seldur.
Andy Mitten skrifar um kröfu Mourinho á meiri hávaða á Old Trafford.
Mkhitaryan þarf að fá sénsinn og það fljótt.
Daniel Storey skrifaði nokkur orð um Valencia sem hefur spilað ansi vel undir stjórn Mourinho.
Fellaini er með oddhvassa olnboga en stórt hjarta.
Paul Ansorge skrifar um hvað hefur komið honum á óvart í leikmannavali Mourinho þessa fyrstu leiki tímabilsins.
Úrvalsdeildin mun vinsamlegast biðja United um að mæta á réttum tíma í lokaleik tímabilsins gegn Tottenham í maí eftir að United mætti of seint í tvo síðustu útileiki sína á síðasta tímabili.
Vissuð þið að Steve Bruce hefur gefið út þrjár skáldsögur? Hér er ritdómur um miðbókina. Skyldulestur!
Rob Smyth rifjar up mark Beckham frá miðju og áhrif þess á feril hans.
Daily Mail skoðar hvar hlutirnir klikkuðu fyrir vesalings Schweinsteiger.
Martin Palazotto er ekki sáttur við þá sem vilja Rooney burt frá United.
ESPNFC og FourFourTwo rýndu í leikinn gegn Southampton.
Pogba sýndi í leiknum gegn Southampton af hverju hann er lykilmaðurinn í endurreisn United undir stjórn Mourinho.
Ander Herrera var aðalmaðurinn í sigri United gegn Bournemouth að mati Michael Cox
Viðtöl
Thierry Henry mætti á Carrington og ræddi við Paul Pogba um ástæður hans fyrir að koma aftur til United, tímabilið ofl.
Luke Shaw í ítarlegu viðtali við Daniel Taylor.
David Hytner tók viðtal við Tom Heaton, fyrrum markmann United og núverandi hjá Burnley, þar sem meðal annars talar um United, Ferguson og fleira.
Nani ræddi við Guardian um United, Moyes, Van Gaal og fleira.
Stuart Mathieson ræddi við Nicky Butt um stöðu akademíunnar hjá United þessa dagana.
Annað áhugavert
Gagnvirkt kort sem sýnir kaup og sölur ensku klúbbanna í þessum glugga.
Paul Merson fer yfir leikmannagluggann og sýnir okkur hvaða lið gerðu bestu kaup & sölur. Guardian rýndi einnig í gluggann.
Guardian fór í gegnum helstu mýtur leikmannakaupa.
Hér er lagt til að banni við stæðum fyrir standandi áhorfendur á leikjum í efstu 2 deildum Englands verði aflétt. Það sé hægt að útfæra það þannig að öryggi áhorfenda sé tryggt og með því að leyfa standandi áhorfendur á afmörkuðum svæðum væri hægt að lækka verð á ódýrustu ársmiðum um allt að 57%!
Virkilega góð grein frá Daniel Taylor um áhrif peninga á unga knattspyrnukappa í dag.
Myndband vikunnar
https://www.youtube.com/watch?v=3nW4c_RlW6E
Bónus
https://twitter.com/the_manutd_gifs/status/771435428968853504
Dogsdieinhotcars says
Þegar menn leggja svona mikinn metnað og vinnu í einn póst, þá er kannski bara sanngjarnt hversu miklu menn eru að raka seðlum af þessari síðu.
Magnús Þór says
Dogsdieinhotcars: Skál í botn!
Dogsdieinhotcars says
MEIRA EFNI TAKK. (Kopshite með svona 15 shitposts síðan þessi póstur kom út) Við erum að fara að spila við City með Móra, Zlatan og Pogba, nóg að skrifa um.