José Mourinho gerði tvær breytingar á liði United fyrir leikinn í dag. Juan Mata og Anthony Martial fóru á bekkinn og inná kantana komu Henrikh Mkhitaryan og Jesse Lingard.
Varamenn: Romero, Smalling, Herrera, Schneiderlin, Martial, Rashford
Fyrstu mínútur leiksins voru City sterkari, héldu boltanum vel á miðjunni og sóttu á. Bailly gaf aukaspyrnu af því taginu sem við erum farin að venjast þrátt fyrir stuttan feril hans hjá United, en City nýtti hana ekki. Bæði Mkhitaryan og Lingard voru óöruggir á boltanum og misstu hann hvað eftir annað, nú eða létu bara taka hann af sér.
Þegar mark City kom á 16. mínútu var það hins vegar alveg af ódýrustu sort, langur bolti fram, Iheanacho skallaði áfram og De Bruyne nikkaði boltanum fram hjá stöðum Blind og stakk sér í gegn og eftirleikurinn auðveldur. Skelfilega lélegt hjá Blind, nákvæmlega það sem hann er veikastur í. De Bruyne var hinsvegar búinn að vera einn besti leikmaður vallarins.
Vandræði United héldu áfram. Þeir héldu boltanum illa og sóknartilraunirnar voru ekki nógu markvissar. City vann alla bolta og enginn United maður var að standa sig almennilega.
Næsta mark var ekki betra. City sótti inn í teiginn, De Bruyne sneri af sér Jesse og skaut, boltinn í stöng og út og beint fyrir fæturnar á Iheanacho sem óvaldaður þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum inn. Ekkert minna en CIty átti skilið en skelfileg frammistaða hjá United. Það var bara tímaspursmál hvenær skiptingar kæmu og spurning hvort þær hefðu hugsanlega ekki mátt koma eftir hálftíma leik þegar ljóst var að United var gjörsamlega yfirspilað.
En það er ástæða fyrir að Zlatan Ibrahimovic er einn besti sóknarmaður síðustu 10 ár. Rooney tók aukaspyrnu úti á kanti rétt inni á vallarhelmingi City, sveiflaði boltanum inn að fjærstöng City. Claudio Bravo hljóp út, stökk og greip boltann, en var um leið að hlaupa niður John Stones og missti boltann. Zlatan lætur ekki svona mistök órefsuð, skaut á lofti og smellti boltanum inn við stöng. United fær smá von.
Unidr lok hálfleiksins gaf Rooney aftur fyrir en í þetta sinn skallaði Zlatan beint á Bravo. Meira að segja það var ekki síðasta færið, Lingard varð á undan varnarmanni í boltann og gaf á Zlatan en skot hans var laflaust og hreinsað auðveldlega. Aftur var Bravo í úthlaupi móti Lingard og varnarmanninum sem benti til að hann væri ekki alveg með allt á hreinu.
Skiptingar komu svo auðvitað í hálfleik og það voru að sjálfsögðu Mkhitaryan og Lingard sem fuku, höfðu báðir verið mjög slakir. Rashford og Herrera komu inn á og United var eins og allt annað lið. Pressuðu frá fyrstu sekúndu og Rashford var frískur vinstra megin.
City gerði þá breytingu og setti Fernando inn fyrir Iheanacho, til að þétta miðjuna. Sterling fór upp á topp. Sterling fór síðan útaf og Sané in. United var áfram mun betra í leiknum og allt annað að sjá til þeirra, héldu boltanum vel, sóttu á City og stöðvuðu sóknartilraunir City vel.
Marcus Rashford var næstum búinn að setja mark sitt aftur aá grannaslag en skot hans sem hefði líklega farið beint á Bravo fór í Ibrahimovic rangstæðan og inn og réttilega dæmt af. Þetta færi kom eftir að City var búið að sækja nokkuð á og var fyrsta færi United í nokkurn tíma. Það vantaði aðeins upp á hraða í sóknum United.
City pressaði síðan og fékk nokkur horn, og De Gea þurfti að verja nokkrum sinnum vel og treysta á stöngina þegar Kevin De Bruyne kom í hraðaupphlaup. City var þannig orðið aftur nokkuð skeinuhætt og svar Mourinho var að setja Martial inná fyrir Luke Shaw. United breytti í einhvers konar 3-3-4.
Það hafði ekki mikið uppá sig. Leikurinn hélt áfram í svipuðu stíl og leikmenn voru orðnir mjög þreyttir. Það voru miklar tafir í leiknum og bætt við fimm mínútum sem United nýtti í mikla pressu en allt kom fyrir ekki.
Það má alveg minnast á að United hefði auðveldlega getað fengið tvö víti í seinni hálfleik, Otamendí fékk boltann í olnbogann í aðstöðu sem hann hefði getað komist hjá og Claudio Bravo kom með takkana á undan sér í Rooney, yfir boltann og í sköflunginn á Rooney. Víti og rautt spjald hefði getað orðið niðurstaða þarna hjá öðrum dómar.
Þetta var erfitt tap að horfa upp á. Ég og flest vorum spennt fyrir Lingard og Mkhitaryan fyrirfram en þegar á hólminn var komið voru þeir skelfilegir og langlélegastir í hræðilegum fyrri hálfleik. Það voru fyrst og fremst fyrstu fjörutíu mínútur leiksins sem töpuðu þessum leik. En þó Jesse og Henrikh séu nefndir fyrstir var í raun allt liðið í vanda. Leikmenn voru að tapa boltum út um allan völl og nær allir 50:50 boltar töpuðust. Rashford og Herrera komu mjög sterkir inn í hálfleik og það má nefna að Fellaini var einn af fáum sem komst vel frá fyrri hálfleik og var fínn allan leikinn. Pogba var mikil vonbrigði í þessum leik, en af og til sýndi hann hvð hann gat, þarf bara að sýna það allan leikinn. Tryggvi Páll var álitsgjafi fotbolti.net eftir leikinn og var gríðarlega vonsvikinn með leik Pogba eins og heyra má.
En það eru enn 9 mánuðir eftir af tímabilinu og leikir eins og þessir eru til þess að læra af. Framundan er stíf dagskrá, tveir leikir í viku næstu fjórar vikur og allir þessir leikmenn sem léku í dag eiga eftir að spila. Það verður erfitt að spila jafn illa og í fyrri hálfleik og í dag en mun auðveldara að spila betur.
Kjartan says
Miðjan er ekki að virka í þessari fyrstu „alvöru“ prófraun, 34% af boltanum á heimavelli er óásættanlegt. Ef þessi leikur tapast þá tapast í raun meira en 3-stig, Guardiola er strax þá kominn með ákveðið sálrænt forskot á Móra vin sinn.
En það er nóg eftir, liðið getur alveg sett tvö mörk í einum hálfleik á móti liði þar sem John Stones er miðvörður.
Tommi says
Mourinho klikkaði en bràst vel við með breytingum. Zlatan hefði màtt nýta færið undir lok fyrri hàlfleiks.
Snorkur says
Taktískur sigur hjá ManC. því miður
Ánægður að sjá að Móri reynir að bregðast við, þó það þýði viðurkenningu á eigin klúðri
Mkhitaryan hlýtur að hafa verið meiddur? Ég hef í það minnsta ekki séð lélegri leikmann spila leik fyrir MU í 20+ ár .. honum datt ekki einu sinni í hug að reyna að elta bolta
En jamm heilt yfir sæmilegur leikur .. maður er fúll .. en manni leiddist í það minnsta ekki yfir leiknum (Fyrir utan 35 mín í fyrri)
Audunn says
Mourinho taktík brást algjörlega, það er bara ekki boðlegt að lið á þessari stærðagráðu geti ekki haldið boltanum betur á heimavelli, City kafsigldi United á löngum köflum í fyrrihálfleik.
Seinnihálfleikur skárri en það vantaði samt helling uppá.
Gurdaiola er kominn lengra með City liðið og hans taktík skilar einfaldlega betri og meiri árangri í fótbolta, svo einfalt er það.
Varnartaktík Móra er bara allt of mikil, United dettur allt of oft allt allt of djúpt á meðan City mætir hærra uppá velinum.
Algjörlega ömurlegt að horfa uppá United vera aðeins með boltann 40% á móti Man.City og það á heimavelli… Ömurlegt í allastaði.
Rúnar Þór says
Byrjunarliðsbreytingarnar kostuðu okkur því miður, Rashford gerði meira á fyrstu mínútunum sínum en Lindgard og Mkhitaryan allan fyrri hálfleik.
Bara ef við hefðum spilað í fyrri hálfleik eins og í þeim seinni. Var engin ákefð í þeim fyrri. Lélegt að byrja leikinn þegar staðan er 0-2
Hjörtur says
Jamm og jæja þannig fór nú það En verðum við ekki bara að kingja því, að City er bara betra lið í dag? Gat frekar lítið fylgst með þar sem talvan fraus ansi oft,en það sem ég sá, þá fannst mér city menn miklu hreifanlegri voru komnir strax í mótherjan, gáfu þeim engan tíma með boltann. En eigum við ekki að trúa því að þetta eigi allt eftir að batna, þetta var bara fyrsti alvöru leikurinn, sjá til hvernig gengur móti hinum toppliðunum.
DMS says
Án þess að ég sé að reyna að afsaka eitthvað þá held ég að Mourinho hafi tekið við mun brotnara liði heldur en Guardiola, en miðað við mannskapinn sem byrjaði leikinn hjá United þá ættum við ekki að láta svona spilamennsku sjást eins og í fyrri hálfleik. City voru heilt yfir betri í dag og sigldu yfir okkur fyrstu 45 mínúturnar. Seinni hálfleikurinn var mun skárri af hálfu United og við fengum færin til að jafna og hefðum jafnvel átt að fá víti þegar Bravo tæklaði Rooney. En maður sá líka hvað leikmenn voru gjörsamlega búnir á því undir lokin, það var ekkert eftir á tankinum. Leikformið mun vonandi batna og nýju mennirnir slípa sig vonandi betur inn í liðið. Var vonsvikinn að sjá De Bruyne fá svona mikið svæði á miðjunni, hélt að Fellaini og Pogba myndu ná að loka betur á hann. Innkoma Rashford og Herrera í seinni hálfleik sprengdi þetta upp en við búumst við meiru frá dýrasta manni heims á miðjunni.
On to the next one…
Lúftpanzer says
Við getum ekki mikið kvartað. Reyndar verð ég að kvarta undan Clattenburg – rautt og víti á Bravo var eins augljóst og það gerist og flestir sparkspekingar búnir að hrauna yfir þessa ákvörðun. En mönnum verður á og þetta er partur af leiknum. Vissulega súrt að hugsa til ‘hvað og ef’ þar sem þetta hefði vissulega breytt leiknum, en svona er þetta.
Seinni hálfleikur var góður en það verður að segjast að City liðið var betur stemmt og vildi þetta meira. Lindgard var aaagalegur og Rashford hlýtur að byrja næsta leik.
Gæðin í þessu City liði eru í takti við milljónirnar sem hafa verið settar í það, klárlega meistarakandítat.. en þetta er maraþon, við töpuðum þessari orustu en stríðið er rétt hafið.
Að lokum legg ég til að það verði sett létt greindarvísitölu-check við innskráningu kommenta (t.d. ‘hvað er 4+9’) svo svona vitleysingar einsog ‘Rauður HOOMMMMMMI’ séu filteraði út.
Björn Friðgeir says
Kommenti þessa prýðispilts var eytt.
Audunn says
Verð nú að segja að ég er vægast sagt hneykslaður yfir því að það skuli vera United maður þarna úti sem heldur því fram að Fellaini hafi sloppið vel frá fyrrihálfleik og öllum leiknum. . Hvað eru menn að horfa í eiginlega þegar kemur að þeim manni? Það getur ekki verið eitthvað knattspyrnulegs eðlis.
Ástæða þess að De Bruyne gat nánast gert það sem hann vildi var m.a vegna þess að Fellaini var hræðilegur.
Hann vissi ekkert hvernig átti að stoppa hann né dekka.
Var allt of langt frá honum og gaf honum allt of mikið pláss.
Þetta skánaði þegar Herrera kom inná og Fellaini fór aðeins framar. Herrera lokaði betur á hann.
Fellaini átti ekki góðan dag frekar en fyrridaginn.
Var ömurlegur og sýndi enn og aftur í hvaða klassa hann er sem leikmaður.
Það er Everton klassi. .
Ekki Manchester United.
Cantona no 7 says
Það er einfaldlega ekki alltaf hægt að vinna leiki,
Vonandi sjáum við í næstu leikjum okkar menn sýna sitt rétta andlit,
Ég trúi því að við sjáum titla í maí,
Hvetjum okkar menn alltaf.
G G M U
Karl Gardars says
Æji Audunn for f***s sake….
Ég þoli ekki Jóhönnu Sigurðardóttir og samfylkinguna en ég myndi aldrei leggja mig svona algjörlega fram í að drulla jafn óverðskuldað yfir þau eins og þú gerir ítrekað með Fellaini.
Ég var á leiknum og það er almennt mál manna að Fellaini hafi verið með skárri mönnum í United liðinu. Mjög hreyfanlegur og hirti margoft upp skítinn eftir þá sem voru að eiga slæman dag.
Audunn says
Það vill nú til Garðar að maður sér ekki allt á leiknum og svo er það ekki rétt að menn séu almennt sammála um það að hann hafi verið með skárri mönnum.
Það er reyndar ekki það sama að vera með skárri mönnum og sleppa vel frá leiknum.
Það þurfti ekki mikið til að vera með skárri mönnum United í gær, svo einfalt er það.
Fellaini var gagngrýndur af lýsendum og sérfræðungum bæði á meðan leik stóð, hálfleik og svo eftir leik, þeirri gagngrýni er ég alveg sammála enda um lélegan leikmann að ræða.
Ég geri það miklar kröfur til þeirra leikmanna sem spila fyrir lið Man.Utd, Fellaini uppfyllir þær kröfur engan veginn.
Hann er fínn leikmaður, það hef ég alltaf sagt.
Hann er bara ekki nægilega góður fyrir lið eins og Man.Utd.
United á að hafa mann eins og Kante í þessu hluterki.
Því fyrr sem það kemur betri leikmaður en Fellaini á miðju liðsins því betra fyrir Man.Utd liðið og okkur stuðningsmenn.
Heimir Stefánsson says
Fellaini var betri i seinni… eins og hann hefur sagt sjalfur þa er staðan hans framar a vellinum og þvi kannski ekki skritið að hann stroggli sem haldandi miðjumaður… ef mori er hinsvegar að leita að haldandi miðjumanni með pogba (sem var slakur) þa kom hann inn eftir 45 min og er að minu mati (eins og er) besti miðjumaðurinn i liðinu og hann heitir Herreira !
Dogsdieinhotcars says
Veikleikar okkar komu í ljós í þessum leik. Ekki eins og menn hafi trúað því allt í einu að Fellaini væri framtíðin á miðjunni og að Blind sé miðvörður í liði sem getur unnið PL.
Pogba ekki góður, nenni samt ekki einu sinni að verja hann. Hann ásamt De Gea eru fyrstir á blað í þessu liði.
Zlatan gerir mörk, en átti að gera þrennu. Víti og Rautt allan daginn á Bravo, við nýttum okkur ekki nógu oft hvað við slógum hann útaf laginu.
Móri ætlaði að koma Pep á óvart en ofmat liðið. Sprákk soldið í fésið á okkur. City bara of góðir fyrir eitthvað bullshit. Hefðum átt að halda okkur við sama byrjunarliðið og í síðustu leikjum.
Hvað við vorum desperate að jafna gefur mér mikið. Ég held að okkar menn muni byggja á þessum seinni hálfleik.
Við verðum betri en í fyrra og komumst í CL. Taka kannski litla bikarinn líka og þá væri ég sáttur með seasonið. Bara ef við spilum skemmtilegri bolta í leiðinni. Svona bolta eins og í seinni á móti City.
Karl Gardars says
@audunn
Kante er flottur. Hann atti fínt season i fyrra og byrjar ágætlega núna. Það hefur einmitt líka gerst hjá téðum Fellaini og alveg hreint andskoti mörgum leikmönnum í þessari blessuðu deild.
Ég get 100% lofað þér því að Móri er töluvert betur að sér í þessum efnum en við og ef hann treystir Fellaini í djobbið þá er mjög líklegt að hann hafi verið okkar besti kostur í stöðunni.
Sammála Heimi með Herrera. Hann var grjótharður. Lingard og Mikitaryan voru ekki tilbúnir í þennan leik, Pogba algjörlega týndur og Blind karlgreyjið tekinn tvisvar í bólinu sem kostaði okkur mark. Góða við þetta allt saman er að við fáum vonandi loksins að sjá Rashford og Smalling í byrjunarliðinu.
Runólfur Trausti says
Mér finnst mjög fyndið hversu margir bauna yfir Blind í þessum leik en sleppa Bailly (og öðrum varnarmönnum fullkomlega).
Vissulega leit Blind ekki vel út í fyrra markinu, hvað þá seinna markinu.
En félagi hans í miðri vörninni á enn meiri sök á fyrra markinu að mínu mati – hann gerir hreinlega allt rangt þar.
Svo er vert að nefna að Bailly vann 0% af bæði hálofta einvígum sínum og tæklingum í leiknum … 0% takk fyrir!
Hvað varðar leikinn og leikskipulagið í leiknum þá er stutt grein um það á leiðinni.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/man-utd-news-mourinho-bailly-11873577
Kallinn er ekki alveg sammála þér Runólfur :-) persónulega fannst mér bæði Blind og Bailly klikka illa í þessum leik !
Runólfur Trausti says
Ég neyðist þá til að vera ósammála Mourinho þar.
Hvernig Bailly dílar við Iheanacho í fyrra markinu er eins barnalegt og það verður, ferð ekki hálft í hálft í áttina að manni sem er að fara að fara flikka boltanum áfram (hann var aldrei að fara ná stjórn á boltanum).
Annað hvort dropparu alveg af honum og niður í svæði (sem var síðan það svæði sem De Bruyne hljóp í) eða þú ferð í gegnum manninn, og færð á þig aukaspyrnu (og mögulegt gult spjald). Í leik af þessari stærðargráðu, gegn þessum mótherja þá ferðu í gegnum manninn (að mínu mati.
Í seinna markinu er hann (ásamt Antonio Valencia) svo eins og spýtukall þegar hann ætti að vera reyna pikka upp fyrrnefndan Iheanacho.
Að því sögðu þá klikkuðu auðvitað báðir leikmenn illa í báðum mörkunum en það var ekki beint mikil hjálp í Mkhitaryan og Lingard í þeim heldur – en þeir hafa fengið sína útreið hér sem og annarsstaðar.
Bailly má þó eiga það að hann átti sex Interceptions (Blind átti fjórar) og þrjár hreinsanir (Blind átti sjö).
Að lokum er vert að nefna að Blind vann 67% af hálofta einvígum sínum og 60% af tæklingunum sem hann fór.
Þó ég sé ekki alveg seldur á Blind sem hafsent þá finnst mér pirrandi þegar menn taka leiki sem þennan og taka hann (eða aðra leikmenn liðsins *Fellaini*) á teppið þegar þeir voru langt því frá að vera slökustu menn liðsins. Að endalokum, þá er ég mjög spenntur að sjá Chris Smalldini koma aftur í byrjunarliðið.
Karl Gardars says
Maður er kannski full harður við Blind karlinn. Hann átti vissulega þokkalega spretti líka. Er samt á því að Smalling sé betri miðvörður og Blind afbragðs varaskeifa í cb, lb og jafnvel dm. Hann er með gríðarlegan leikskilning og gott auga fyrir sendingum.
Úrslitin sem slík eru enginn heimsendir og ég trúi ekki öðru en að þetta styrki menn til muna. Ég hlakka til að lesa greininguna ykkar.