Fyrir þennan leik var ljóst að Mourinho myndi breyta liðinu og gefa leikmönnum sjensinn sem lítið hafa fengið að spila ásamt því að spara leikmenn. Matteo Darmian, Chris Smalling, Marcos Rojo, Morgan Schneiderlin og Marcus Rashford byrjuðu þennan leik og var Schneiderlin áberandi bestur af þeim í kvöld. Darmian var reyndar alveg sæmilegur en Rojo sýndi enn og aftur að hann á ekkert erindi í Manchester United. Það fór ekki mikið fyrir Rashford en það skrifast aðallega á aggressíva vörn heimamanna. Chris Smalling var fínn sem og Eric Bailly og það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þeir tveir byrji gegn Watford á sunnudaginn.
Ander Herrera var fínn en það bara hentar honum bara alls ekki að spila svona aftarlega á vellinum. Morgan Schneiderlin var mjög öflugur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Paul Pogba átti ekkert sérstakan leik en hann lék í holunni frægu. Martial og Mata voru ekkert sérstakir heldur.
Mourinho var alls ekki ánægður með liðið í kvöld og gerði þrefalda skiptingu. Ibrahimovic fyrir Rashford, Memphis fyrir Martial og Young fyrir Mata. Zlatan varð strax áberandi en tókst þó ekki að skora. Það fór ekkert sérstakleg mikið fyrir Young en Memphis var alveg skelfilegur og þó að það sé kannski ljótt að segja það þá hef ég nánast enga trú á að rætist úr honum í þessu liði, því miður.
Liðinu var stillt upp í 4-2-3-1 kerfi. Ég get ekki beðið eftir deginum þegar menn fara að átta sig á að það hentar ekki Manchester United. Kerfið er alltof passíft og virðist ekki bjóða uppá mikið tempó.
Feyenoord skoruðu sigurmarkið á 79. mínútu en það hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. United liðið var alls ekki í stuði og spurning hvort hugurinn sé við þessa keppni yfir höfuð. Það er ekki eins og Feyenoord hafi verið eitthvað æðislegur sjálfir í kvöld og voru rosalega grófir og komust upp með alltof mikið hjá slöppum dómara leiksins.
United á alveg bullandi sjens á að komast áfram í þessari keppni. En er það eitthvað sem menn vilja?
Byrjunarliðið
Bekkur: Romero, Fosu-Mensah, Carrick, Fellaini, Memphis, Young, Ibrahimovic.
Bjarni says
Það er einföld skýring á því af hverju leikurinn tapaðist. Þríþrautakapparnir voru búnir á því frá fyrstu mínútu enda höfðu þeir synt yfir Ermasundið, hjólað í gegnum Belgíu og hlaupið síðasta spölinn til Rotterdam. :)
Annað liðið vildi vinna þennan leik en hitt liðið vildi vinna keppnina sem er þó fyrir neðan virðingu þeirra, að eigin sögn. En þetta er ekki búið, menn fá ekki virðingu ef þeir sýna ekki virðingu sjálfir. Hroki er ekki mér að skapi.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Magnús þór…..s.s. ekki fyrr en á morgun eða hinn :-) :-)
Magnús Þór says
@Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF
Mögulega á aðfaranótt sunnudags.
Halldór Marteins says
Memphis og Rojo áttu ekki góðan dag. Það eru búin að vera mörg spurningamerki yfir þeim báðum síðustu mánuði og þeir gerðu ekkert til að þagga niður í efasemdaröddunum.
Skiptar skoðanir á Schneiderlin í leiknum. Mér fannst hann komast ágætlega frá sínu en mörgum fannst hann ósýnilegur og jafnvel lélegur.
Smalling átti fínan leik, var ekki að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik með Bailly. Fannst líka gaman að sjá hungrið í honum undir lokin þegar hann var nánast alfarið kominn í sóknina til að reyna að finna jöfnunarmarkið.
Fannst þessi leikur hundleiðinlegur en með réttu var United þarna að gera nóg til að halda hreinu, markið átti aldrei að standa. En svona er þetta stundum.
Halldór Marteins says
Hvað er annars málið með Memphis? Er hann bara alveg búinn hjá Manchester United?
Ég hef alltaf haldið í þá von að hann gæti fundið sig hjá United, fundið taktinn og fundið leið til að sýna hvað hann getur. Hef ennþá fulla trú á að það búi mjög margt gott í þessum leikmanni… EN ég er farinn að missa vonina um að hann nái að finna því farveg hjá Manchester United. Hann virðist bara ekki ná að settlast almennilega inn hjá liðinu. Held hann þyrfti að taka gott run sem byrjunarliðsmaður en miðað við leikmennina sem eru að berjast við hann um stöðu(r) þá held ég að það sé of langsótt að hann muni geta fengið það tækifæri. Enda væri það þolinmæði sem ég er ekki viss um að Manchester United geti sýnt leikmanni eins og Memphis á þessum tímapunkti.
Dogsdieinhotcars says
Verð að segja að þegar dómarinn sleppti því að flauta í eitt skiptið í fyrri hálfleik, eftir að hafa flautað svona 5 brot á mínútu á Feyenoord, þá unnu áhorfendurnir leikinn.
22 brot hjá Feyenoord, 6 brot hjá okkur. EITT gult spjald í leiknum. Tveir leikmanna Feye voru með allavega 4 brot hvor. Miðvörðurinn sem fékk að berja Rashford tvisvar í höfuðið og negla hann einu sinni niður, og svo hinn gæjinn sem leit út fyrir að eiga frekar heima í rússnesku fangelsi en í fótboltaliði.
Til að bíta höfuðið af skömminni, þá skoruðu þeir rangstöðumark.
Ég ætla ekkert að verja okkar menn, en Feyenoord fékk að sparka okkur út úr leiknum.
Þessi dómari var og er hálfviti.
Karl Gardars says
Ég missti af leiknum en ég heyrði einhvers staðar að við hefðum eitthvað lítið verið við í fyrri hálfleik annan leikinn í röð. Ég vildi óska að við hefðum efni á því.
Mann grunaði innst inni að þetta yrði ekki einfalt og þessi sómapiltur á lag dagsins: https://youtu.be/5v9-InvDwMw
Dogsdieinhotcars says
Finnst annars að allir knattspyrnuunnendur geti lært af árinu 2016 að liðsheild, samheldni og gríðarlega barátta geta alltaf unnið lið sem „ætlar að taka þetta á gæðunum“. Þetta var fullkominn leikur hjá Feyenoord. #húh
Audunn says
Algjör skita frá a-ö, þetta lið hefur ekki tekið 0.5% framförum undir stjórn Móra þrátt fyrir eina mestu eyðslu sem um getur.
Það er eins gott að menn spýti í lófanna og sýni sig og sanni í komandi leikjum, þetta er búið að vera drullu lélegt hingað til.
Ég vona svo innilega að ég hafi ekki haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að ráðning Móra væri mistök, ég vill að hann nái að snúa þessu við og liðið komist á beinubrautina en það var ekkert í þessari spilamennsku sem bendir til þess.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Vissulega hefur Memphis valdið vonbriðgðum og gerði það einnig í gær en mér fannst samt einhver breyting á honum frá því í fyrra, hann kom sér í ágætis skotfæri og þess að milli reyndi hann samspil…kannski er ég einn um þetta en mér fannst örla á eihverri breytingu ? Varðandi Pobga þá þarf smá þolinmæði þar og ég velti því fyrir mér hvort að sá leikmaður sem er að spila með honum hverju sinni á miðjunni sé einfaldlega nógu góður, það er allavega engin Vidal þarna !!
Pillinn says
Þetta var arfaslakt. Fannst nánast allir leikmennirnir frekar slappir og dómarinn var alveg á pari við þá. Hann leyfði alltof mikið í þessum leik, þetta var bara mjög gróft og leiðinlegt Feyenoord lið, ég hélt að svona í Evrópukeppni myndi svona spilamennska ekki líðast, dómarinn á að stoppa þetta. Endanlega klúðraði svo þessi dómarahópur með að dæma augljósa rangstæðu og var maðurinn við hliðina á línuverðinum, alveg ótrúlegt.
En að Utd þá voru þeir mjög svo slappir í þessum leik. Skástir voru miðverðirnir, Schneiderlin, Rashford og Mata. Fannst aðrir frekar daprir af þeim sem byrjuðu leikinn. Darmian var kannski ágætur líka. En vá hvað Rojo var hrikalegur. Alveg hreint glataður í einu og öllu sem hann gerði í leiknum. Skil ekki ennþá að hann hafi fengið að spila.
Ashley Young kom inná og gerði ekkert, Memphis kom inná og gerði minna og Zlatan kom inná og skapaði smá usla og hann og Baily hafa virkilega heillað af nýju mönnunum. Ég held að aukaspyrnan sem Memphis tók hafi síðan verið lélegt augnablik leiksins og legg ég til að hann fái aldrei aftur að taka aukaspyrnu meðan hann spilar með Utd., vonandi spilar hann bara ekki aftur fyrir þá því þvílík hörmung sem sá leikmaður virðist ætla að vera.