Jæja. Þriðja tapið í röð staðreynd og ein versta vika United í manna minnum staðreynd.
Þetta Tíst lýsir stemmningu dagsins ágætlega;
Mourinho's now lost 11 of his last 21 league games – he needs to get his mojo back. Quick
— Jay Motty (@JayMotty) September 18, 2016
En allavega, að leiknum
Varamenn: Romero, Blind, Carrick, Herrera, Mata (’62), Young (’38), Memphis (’86).
Lið Watford:
Okkar mönnum gekk herfilega að komast í gang í þessum leik. Heimamenn voru ákafari og sýndu meiri karakter. Það var ljóst frá byrjun að þetta ætlaði að vera erfiður leikur hjá Rauðu djöflunum. Watford sóttu mikið og áttu flott færi og hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar Marouane Fellaini gerðist sekur um treyjutog inni í vítateig.
Sóknarleikur United var gjörsamlega í ruglinu og fyrsta færið kom ekki fyrr en á 21. mínútu. Alltof mikið var treyst á fyrirgjafir frá Marcus Rashford á hægri kantinum og voru þær satt best að segja ekki mjög góðar.
Það dró til tíðinda á 34. mínútu þegar umdeilt atvik átti sér stað. Anthony Martial hékk of lengi á boltanum rétt við vítateig United og boltinn var hirtur af honum og margir vilja meina að hann ætti að fá aukaspyrnu en hún var ekki dæmd og Etienne Capoue skoraði enn eitt markið á tímabilinu og Watford verðskuldað yfir.
Anthony Martial var í kjölfarið tekinn af velli en hann hafði orðið fyrir höfuðmeiðslum fyrr í hálfleiknum og ljóst að hann var ekki alveg í lagi. Ashley Young kom í hans stað. United átti ekki mikið af færum en Zlatan Ibrahimovic fór að vera meira og meira áberandi og Paul Pogba átti dúndurskot í slána af löngu færi.
Staðan í hálfleik Watford 1:0 Manchester United.
Hlutirnir skánaðu aðeins í síðari hálfleik, til að byrja með. Það jákvæðasta við leikinn var það að Marcus Rashford jafnaði eftir fyrirgjöf frá Zlatan og héldu þá margir að United myndi mögulega setja í fimmta gír og næla sér í þrjú stig.
En það var nú aldeilis ekki. Eftir því sem leið á leikinn virtist sem United myndi þiggja stigið sem þeir væru með og sætta sig við enn eina slöku frammistöðuna.
Watford var þó ekki á sama máli og þegar það voru sex mínútur eftir af venjulegum leiktíma þá komst Watford yfir með marki frá Juan Camilo Zuniga. Leit United að jöfnunarmarki gekk engan veginn upp og fékk Marouane Fellaini svo dæmda á sig vítaspyrnu á loka andartökum leiksins og var Troy Deeney ekki í neinum vandræðum með að tryggja Watford 3-1 sigur.
Skelfingar leikur og skelfingar frammistaða.
Punktarnir eru þeir sömu leik eftir leik. Aftur var Wayne Rooney arfaslakur og virðist hann ekki hafa hugmynd um hvar hann eigi að spila en hann droppar alltof djúpt á völlinn þó að United sé með Pogba og Fellaini þar.
Þegar Zlatan og Rooney fara báðir niður að sækja boltann þá skilur það liðið eftir með engan leikmann framarlega á miðju vallarins og það endar með því að það er alltaf reynt að sækja upp vængina þar sem Martial og Rashford hefðu þurft að fara framhjá 3-4 varnarmönnum til að búa til færi. Martial fór svo auðvitað meiddur útaf sem gerir hlutina enn verri.
Taktíkin hans Mourinho gengur engan veginn þessa dagana. 4-2-3-1 fær hreinlega ekki nóg út úr liðinu og stundum eru skiptingarnar hans undarlegar.
Það er nokkuð ljóst að leikmenn og þjálfarar þurfa að gyrða sig í brók og það fljótt. Þetta er ekki boðlegt til lengdar.
Karl Gardars says
Þetta er liðið. Síðan kemur Mkhitaryan inn fyrir Rooney þegar sá fyrrnefndi er búinn að venjast deildinni. Byrjunarliðið þarf að spilast saman og það getur tekið tíma. Við erum svo með gríðarlega breidd sem á eftir að nýtast vel.
Bjarni says
Hvað er planið, Móri? Spila dúkkubolta. Annan leikinn í röð látum við bullya okkur upp í stúku. Krefst meira frá liðinu en þetta.
Bjarni says
Það særir mitt utd hjarta að þurfa að horfa upp á svona spilamennsku. Er farinn út í góða veðrið að sinna garðinum. Hef ekki trú á að liðið snúi við blaðinu frekar en leikmenn sjálfir.
Karl Gardars says
Var Móri ekki búinn að lofa að Rooney yrði ekki miðjumaður.. Ég hef alltaf verið frekar spenntur fyrir Rooney á miðjunni og jafnvel trúað að hann yrði næsti scholes. Það var rangt hjá mér og það er ekki nóg með það að Rooney sé ekki góður þarna þá virðist sem hann núlli líka þá sem spila í kringum hann.
Ég vil fá annan framherja strax og Rooney af miðjunni. Þetta system er sorp.
Audunn says
Átta mig engan vegin á þessari spilamennsku, það er ekkert í kortunum um að þetta lið hafi skánað eitthvað undir Móra, bara akkurat ekki neitt.
Hann verður að fara að finna réttu blönduna, Fellaini, Rooney og Pogba er ekki blanda sem er að virka.
Enn og aftur er Fellaini að kosta liðið, í þetta sinn tvö mörk.
Ég er alveg gjörsamlega búinn að fá miklu meira en nóg af þessum drullu sauð og skil ekki hvernig í ósköpunum hann kemst í þetta lið á kostnað leikmanna eins og Carrick, Herrera, Bastian Schweinsteiger, Morgan Schneiderlin og jafnvel Blind.
Móri verður núna að koma með lausnir á spili liðsins, þetta er það vesta sem ég hef séð frá liðinu í rúm tvö ár.
Hjörtur says
Kaupa bara fleiri rándýra leikmenn þá kemur þetta eða hitt þó heldur.
Runar says
Mér finnst ekkert gaman að segja þetta, en djöfull er ég ánægður að hafa verið að vinna í nótt og sofið þennan leik af mér
Schúli says
Ætli liverpool vilji skipta á sléttu á Pogba og Henderson? Eða kannski Mkhitaryan og Mane? Eða Memphis og Lallana?
Audunn says
Væri til í að skipta á sléttu á Fellaini og nýjum bremsuklossum í liðsrútuna og svo Mourinho og Guardiola.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Eins og sagði á Facebook áðan….búin að halda með United síðan 1967 og ég er HÆTTUR að horfa á meðan Rooney byrjar….ég píndi mig til að horfa á nánast hvern einasta leik eftir að SAF hætti og eyðilagði helgi eftir helgi en nú er nóg komið. Það er engin lengur sem ber virðingu fyrir liðinu okkar, ekki andstæðingarnir,ekki dómarar og línuverðir, stuðningsmenn annara liða gera grín að okkur og hafa efni á því !! Sem United maður það geri ég eina ófrávíkjanlega kröfu, við ætlum að vera meðal topp liða í Evrópu…eins og staðan er núna þá erum við ljósárum frá því !! Með leikmenn í liðinu sem ekki komast í hóp hjá t.d. City þá munum við EKKI ná árangri punktur og pasta ! Í hverju er t.d. Fellaini góður ? olnbogaskotum,hrindingum,peysutogi og almennum hálvitaskap, lið eins Barcelona og RM myndi ekki taka við honum þó að það væri greitt með honum. Valencia, um leið og varnarmenn fatta að dekka hægri fótinn á honum þá erum við einum færri !! Miðvarðarparið….allavega EKKERT í líkingu við Rio og Vidic !! Mikið djö.. væri ég tilbúin að fara út að skokka með hundinn minn ef ég fengi bara 10 % af laununum hans Rooney fyrir viðvikið og ég myndi byrja á því að kaupa mér alvöru hund :-)
Runólfur Trausti spurði í fyrradag „Er allt í rugli ? “ svarið kom í dag……JÁ !!
Rúnar Þór says
Ég vildi óska þess innilega að ég gæti hringt í þessa gæja og sagt þeim að skipta um kerfi. 433 einn sitjandi t.d. Carrick eða Schneiderlin og þá fær Pogba meira pláss og stöðu sem hann þekkir frá Juventus. Þetta hentar liðinu MUN betur en 4231 sjá allir sem hafa vit í kollinum. Kantararnir hærra uppi og eru í hættulegri stöðu. 4231 er ekki nógu attacking þetta mun betra svona
Omar says
Ég hef alltaf verið Rooney maður, en hver maður hefur sinn vitjunartíma og hann er ekki stærri en klúbburinn. Það að þú heitir eitthvað eða sért með svo mikil laun á ekki að tryggja þér byrjunarliðssæti. Ef einhver brú væri í stjórnun liðsins þá ætti frammistaðan á vellinum að telja meira heldur en hvað stendur á bakinu á treyjunni þinni. Varð líka fyrir miklum vonbrigðum með Smalling í dag og get bara ekki séð hvor sé slakari hann eða Blind. Mér hrís hugur við því að mæta hungraðri liðum eins og Liverpool, Tottenham eða jafnvel fkng. Everton.
Tek það fram að fyrir þetta tímabil gerði ég ekki kröfu um titilinn, en bar þó von í brjósti um að liðið sýndi í það minnsta batamerki og að leikirnir yrðu skemmtilegri heldur en í fyrra. Þessi leikur í dag setti vikilega beyglu í þá von.
Jón Sævar Sigurðsson says
Ég vil spila 3–5–2 og Rooney á bekkinn hann hægur um of á spilinu
DMS says
Skil ekki að Carrick hefur ekki fengið eina mínútu á þessari leiktíð undir Móra. Rooney virðist stöðugt fá að fljóta með í byrjunarliðið þrátt fyrir lélegar frammistöður. Það var þannig líka hjá Moyes og Van Gaal. Ferguson virtist ætla að losa sig við hann áður en hann tilkynnti retirement.
Ég myndi gjarnan vilja sjá næsta byrjunarlið án Rooney og leyfa Carrick eða Herrera að koma inn á miðjuna. Rashford upp á topp og Zlatan í holunni? Eða Zlatan á toppnum með Mata eða Mkhitaryan í holunni?
Það er alveg á hreinu að Mourinho þarf að drífa sig í að finna sitt lið sem virkar. Kannski finnst það ekki fyrr en eftir annan sumarglugga á markaðnum. En hann er vonandi með hreðjar í að byrja að taka menn út úr byrjunarliði sem eru ekki að standa sig, sama hvað þeir heita….
Runólfur Trausti says
Það verður seint sagt að þessi leikur hafi verið það sem ég nennti að sjá í þynnkunni í dag.
En að líkja þessu við tímabilið í fyrra finnst mér skondið. Við förum allavega yfir miðju þessa dagana.
Það gleymist líka að liðið fór 8 leiki án sigur í fyrra – svo Móri á ennþá 5 eftir áður en ég geng jafn langt og byrja að öskra að hann sé jafn leiðinlegur og Van Gaal.
Að því sögðu þá var þetta engan veginn nægilega gott að Móri verður að taka stóra ábyrgð í því. Þessi byrjunarlið hans eru oftar en ekki frekar spes útaf þeirri einföldu ástæðu að hann er alltaf að troða Wayne Rooney inn í þau. Að hafa svo Rashford á vængnum þegar hann virðist eiga að gefa fyrir ítrekað er mjög spes þar sem hann er enginn „krossari“ – hafa Young á vængnum ef þú vilt vera dæla boltum á Zlatan.
Svo er ótrúlegt að sjá liðið vera gefa fyrir ítrekað og Rooney er aldrei í mynd – enda var víst meðalstaða hans á vellinum rétt fyrir framan miðjuhringinn í dag (44 metra frá marki).
Mér fannst mjög spes líka að liðið hafi ekki náð að tvímenna almennilega á vængbakverði Watford – fara á 1á1 og gefa fyrir frá endalínu hefði verið tilvalið.
Fannst líka margir leikmenn bara slakir í dag: De Gea á að verja fyrsta markið – Martial á ekki að vera dútla með boltann (þó þetta sé 100% brot fyrir mér). Bailly vann ekki tæklingu og vann varla skallabolta (33%), bakverðirnir fóru lítið sem ekkert upp, Zlatan var mjög slakur á sinn mælikvarða og Rooney var Rooney …
Að þessu sögðu þá þarf Mourinho að rífa sig upp. Hann er að falla í sömu gildru og LvG með þessa 2 djúpu miðjumenn sína.
Henda þessu í 4-1-4-1 eða 4-3-3 og leyfa Pogba að „run free“. Setja Carrick eða Schneiderlin fyrir framan vörnina og voila. Gefa mönnum smá frelsi.
Við eigum Northampton næst, vonandi að þeir leikmenn sem spili þann leik spili hann á fullu gasi og valti hreinlega yfir mótherjann.
Omar says
Ahh DMS, kannski misskildis það sem ég sagði hér á undan, er bjartsýnni maður en svo að fara að lýkja tímabilinu í ár við tímabilið í fyrra. En 3-1 tap fyrir Watford er samt enganveginn ásættanlegt og það að nú þegar séu komin 2 töp í bókina af 8 gefur engin sérstök fyrirheit um að tímabilið í ár verði eitthvað stórkostlegt.
Mér liggur ekki hátt rómur og liggur því beinast við að ég stend ekki neitt á öskrinu, en þetta var köld gusa sem kippti manni niður á jörðina.
Annars er ég vel sammála þér, við eigum alveg miðjumenn til að fylla stöðurnar á vellinum og sé ekki alveg þessa þörf á að spila mönnum útúr sínum „natural“ stöðum þar á vellinum. Við þurfum líka að koma Pogba í gang og vonandi nær Mikki að aðlagast ensku deildinni fljótt því við þurfum á hraða hans og útsjónasemi að halda.
Rooney er ekki að spila vel það sjá allir og okkur vantar meiri ógn af miðju vallarins. Það sem af er tímabils hefur ógnunin ekki verið að koma í gegnum miðjuna og mótherjar okkar eru búnir að sjá það. Um leið og það er lokað á bakverðina okkar þá er ekki eins mikil hætta á ferðum. Það þýðir að ef Shaw og Valencia eiga slæman dag þá geldur sóknin líka.
Vonanum bara að Móri detti niður á lausnir og finni „rétta“ liðið og stingur sokk uppí okkur „sófa sérfræðingana“ fljótt. ;)
Omar says
Runólfur Trausti fyrirgefðu ekki DMS (erfiður dagur) :D
Dogsdieinhotcars says
Eina sem ég ætla að segja um þennan leik: Þegar lið er búið að vera með sama fyrirliðann í þrjú ár, en brotnar alltaf andlega þegar á reynir, þá þarf að fá nýjan fyrirliða.
Láta De Gea fá bandið, reka Rooney og reyna svo aðeins að slást á vellinum og spila með hjartanu. Það er mín uppskrift.
Móri má alveg reka Rooney fyrir mér, hann er ekkert heilagur.
Audunn says
Það er reyndar ágætis punktur hjá þér Dogsdieinhotcars þetta með Rooney sem fyrirliða og á það ekki bara við Man.Utd heldur enska landsliðið líka.
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá báðum þessum liðum síðan hann tók við bandinu, þá á ég við þegar út í alvöruna er komið. Er það tilviljun? veit ekki en ég er svo sannarlega sammála því að það megi alveg setja hann í frost í nokkrar vikur, þetta sama sagði ég reyndar fyrir umþb 1.5 árum síðan en það hefur ekki ennþá verið gerst af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
Það má líka setja fleiri í smá frost, Fellaini klárlega. Það má henda honum inn í frystiklefa, læsa og henda lyklinum.
Ég er og hef aldrei verið sannfærður um að Mata passi inn í þetta lið, hann á jú fína leiki inn á milli en svo hverfur hann.
Valencia er einhæfur leikmaður, einfættur og auðvelt að lesa.
En miðjan er vandamál no 1,2 og 3. Það merkilega við það að þannig er það búið að vera hjá þessu blessaða liði í ótrúlega langan tíma eða 3-4 ár líklega þrátt fyrir gífurleg kaup á miðjumönnum.
Ég vill sjá algjörlega nýja útfærslu á miðjunni, sú útfærsla sem United hefur haft uppá að bjóða undanfarin 3 ár hefur ekki virkað.
Það sem pirrar mig mest við Móra enn sem komið er er að hann virðist ekki hafa neinar lausnir frekar en Van Gaal, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum.
Það er bara hjakkast áfram með það sama.
Pogba kemur jú inn en hann er ekki að fúnkera í þessu miðjusambandi.
Þá verða menn að koma með nýjar hugmyndir, aðrar lausnir. Gera eitthvað og prófa.
Það hefði mátt gera það strax í hálfleik í gær, t.d Fellaini út og Carrick inn, Rooney út og Herrera inn, Pogba í no 10 hlutverkið, Herrera og Carrick þar fyrir aftan.. En því miður er lítið um breytingar hjá Móra, hann er ekkert að breyta neinu sem Van Gaal var að gera áður og gékk ekki í þessum efnum nema skipta um menn.
Af þessum mönnum sem hafa komið á eftir Ferguson hefur enginn ennþá haft bein í nefinu til að taka Rooney úr liðinu og prófa eitthvað alveg nýtt án hans.
Ég er mjög hissa á því að Móri skuli ekki vera maður í það heldur, þetta vandamál blasir svo við manni og öllum sem fjalla um enska knattspyrnu.
Móri sagði líka í sumar að Rooney væri ekki miðjumaður heldur framherji en notar hann svo á miðjunni… Skil það ekki? Afhverju? Er bara verið að reyna að troða honum einhversstaðar fyrir í þessu liði?
Rooney á ekki að vera neitt annað en varamaður fyrir Zlatan og Fellaini á ekki að vera neitt annað en 10 kostur á miðjuna.
Þessir menn eru helsta vandamál Man.Utd í dag.
Ágúst says
Við þurfum að bregast strax við það hljóta allir að sjá að Muriniho er ekki með þetta og kominn á ákveðna endastöð. Veit ekki hvað það er með hann en hann virtist brenna út hjá Chelsea og það sama er að gerast hjá okkur. Við þurfum mann sem að þekki klúbbinn og gildi félagins og spilar fallegan bolta væri til í að sjá Bruce fá tækifæri
Ágúst says
Hér er tölfræðin hjá honum frábær með frekar slappa klúbba
Steve Bruce
Steve Bruce Manager Statistics
Nationality: English
Date of Birth: 31st December 1960
Steve Bruce has managed 784 games for 7 club(s) and has 3 honours to his name.
Honours: Promotion to Premier League 2001-02, 2006-07 with Birmingham City; Promotion to Premier League 2012-13 with Hull City.
Club From Until Hons Games per Honour W D L Total Win%
Crystal Palace 2001 2001 0 n/a 11 2 5 18 61.11
Hull City 2012 2016 1 201 82 44 75 201 40.80
Sheffield United 1998 1999 0 n/a 22 15 18 55 40.00
Huddersfield Town 1999 2000 0 n/a 25 16 25 66 37.88
Wigan Athletic 2001 2001 0 n/a 3 2 3 8 37.50
Birmingham City 2001 2007 2 135 100 70 100 270 37.04
Wigan Athletic 2007 2009 0 n/a 23 17 28 68 33.82
Sunderland 2009 2011 0 n/a 29 28 41 98 29.59
Arnar S says
Mourinho er ekki í góðgerðastarfsemi og hann mun fljótlega taka Rooney út úr liðinu, ég trúi ekki öðru. Ég væri til í að sjá Pogba í AMC og fá Herreira á miðjuna með Fellaini. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að næla í 2 sigra í þessari viku.
Heiðar says
Og svo byrjar sama drullan að vella úr skítskyrpandi kjaftinum á honum eins allsstaðar sem hann hefur verið, DÓMARINN DÓMARINN DÓMARINN !!! Maður er búinn að vera að hlæja af þessu gimpi í mörg ár og er svo ráðinn til MU. Takk fyrir það..
Klefinn verður örugglega sprunginn fyrir áramót.
Auðunn says
Sko svo ég tjái mig nú aðeins meira um þetta mál allt saman :)
Ég er á þeirri skoðun að það sama gildi um Móra og Van Gaal, þeir verða ekki lélegir stjórar yfir nóttu.
Ég hélt alltaf í vonina um að liðið smilli saman undir Gaal, ég sá í mörgum leikjum þá taktík sem hann var að reyna að innleiða hjá United, sömu taktík og hann innleidi hjá Barca og Bayern á sínum tíma, það er þessi hápressubolti og áhersla lögð á að halda boltanum innan liðins, þetta er taktík sem mér líkar mjög vel við.
Bæði Klopp og Guardiola notast við þessa taktík, hún er svipuð í grunninn þótt nákvæm útfærsla sé misjöfn eftir mönnum.
Bæði Móri og Van Gaal hafa náð frábærum árangri sem stjórar og ég trúi því ekki að svona menn missi mójóið á einni nóttu, það er eitthvað annað undirliggjandi sem verður og þarf að lagfæra, það er ekki endalaust hægt að skipta um stjóra og byrja upp á nýtt.
Það má hinsvegar gagngrýna margt í þeirra fari og hvernig þeir taka á hlutum, báðir mjög umdeildir, annaðhvort elskaðir eða hataðir.
Van Gaal mistókst hjá United og nú er það undir Móra komið að mistakast ekki líka.
Hann verður að snúa gengi liðsins við strax og sýna algjört miskunarleysi, hann verður að hafa pung til að taka risa ákvarðanir og það strax.
Sýna mönnum hér er ég og það er ég sem ræð, ekki Rooney né neinn annar.
Hann er strax fainn að sýna merki þess að hann veit ekki hvaða taktík hann ætlar að spila, þetta virðist allt snúast um að koma Rooney í liðið og raða svo mönnum í kringum hann.
Til hvers var verið að eyða tugum milj punda í leikmann eins og Mkhitaryan ef það á að spila honum út úr sinni bestu stöðu? Leikmaður sem brilleraði hjá Dortmund og var með flestar stoðsendingar í þýskudeildinni á síðasta tímabili.
Annað hvort spilar þú þessum mönnum í sínum bestu stöðum eða sleppir að spila þeim og finnur aðra leikmenn sem henta betur í þessar stöður.
Ég vona svo innilega að við fáum fljótlega að sjá breytingar á liðinu, ég vill sjá Pogba, Mkhitaryan, Carrick, Morgan Schneiderlin og Herrera blöndu eða Schweinsteiger fá sénsinn eða bara eitthvað nýtt án Rooney og Fellaini.
Það vantar meiri hraða, betra spil, meiri ákveðni, áræðni, sjálfstraust, nýjan fyrirliða osfr osfr osfr.
Hjörvar says
Aðeins til að hressa menn við
https://www.youtube.com/watch?v=t59qOjN9Pq8
Halldór Marteins says
@Auðunn
Þú segir:
„Bæði Móri og Van Gaal hafa náð frábærum árangri sem stjórar og ég trúi því ekki að svona menn missi mójóið á einni nóttu, það er eitthvað annað undirliggjandi sem verður og þarf að lagfæra, það er ekki endalaust hægt að skipta um stjóra og byrja upp á nýtt.“
Ertu með einhverjar kenningar um hvað þetta undirliggjandi gæti verið? Ertu þá að tala um eitthvað í liðinu, element eins og Rooney til dæmis? Eða eitthvað inní strúktúrnum hjá félaginu sjálfu? Eitthvað allt annað kannski?
Er algjörlega sammála þér að bæði Mourinho og van Gaal verða ekki lélegir á svona stuttum tíma. Það er eitthvað annað í gangi líka. Bara spurning hvar það liggur
Audunn says
@Halldór
Nei ég get nú ekki áttað mig almennilega á því hvað það er sem veldur þessu slæma gengi liðsins síðan Ferguson hætti.
Þetta er búið að vera upp og niður, ég hélt að þetta væri að koma hjá Gaal í lok þar-síðasta tímabils en önnur varð svo raunin sem var gífurleg vonbrigði.
Mig grunað nú samt að um marga Þætti sé um að ræða, þætti eins og.
Tíð stjóra og þjálfara skipti, þá á við á öllum þrepum þjálfunar hvort sem um er að ræða aðstoðramanna yngri flokka eða aðal þjálfara aðalliðsins, og allt þar á milli.
Ég held að Móri hafi gert stór mistök með því að ráða ekki Giggs sem aðstoðramann.
Ekki bara það að það sé búið að vera mikið um þjálfara, aðstoðramanna og stjóraskipti heldur hafa menn verið með mjög ólíkar áherslur á öllu eins og taktík, þjálfun og bara öllu.
Mikið um léleg leikmannakaup, búið að versla allt of mikið af leikmönnum sem uppfylla bara ekki Man.Utd kröfur þegar kemur að gæðum.
Rooney er ákveðið vandamál útaf fyrir sig, það eru eflaust ekkert allir sammála um það en ég er alveg harður á því.
Honum hefur dalað gífurlega síðan Ferguson fór og það virðist vera þrautin þyngri að púsla honum inn í þetta lið í dag.
Hann fúnkerar bara ekkert í þessu nr 10 hlutverki og ekki er hann besti senter í heimi, þannig að þetta lítur einfaldlega þannig út frá mínum bæjardyrum séð að menn hafi ekki pung í að setja hann út úr liðinu.
Guardiola tekur við betri hóp en Móri, það er bara alveg klárt mál.
Það er mjög vont að þurfa að gera 4-5 breytingar á leikmannahópi ár eftir ár.
Gæði liðsins eru bara ekki nægileg, ég talaði um Rooney áðan.
Fellaini kæmist ekki í neitt annað lið sem er að berjast um topp 5 í þessari deild þá á ég við lið Chelsea, City, Liverpool, Spurs og Arsenal.
Hann kæmist aldrei í hópinn hjá liðum eins og Bayern, Barca, Real, Juve, PSG, Dortmund og eflaust einhverjum fleiru, eigum við United menn þá að sætta okkur við ekki meiri gæði? Nei nei alls alls ekki.
Eflaust benda einhverjir á að menn eins og Fletcher, john o’shea ofl hefðu aldrei komist í önnur stór lið, það má deila um það.
En þessir menn höfðu amk hjartað á réttum stað, þeir voru uppaldir, vissu sitt hlutverk og kláruðu það.
Eins náði Ferguson ótrúlega miklu út úr meðal-góðum leikmönnum eins og við vitum öll.
Ég held hinsvegar að með kaupum á leikönnum eins og Pogba, Zlatan og Eric Bailly sé liðið á réttri leið. Jafnvel á Mkhitaryan eftir að meika það ef hann er rétt notaður, hann er ekki að fara að meika það út á kannti, þá er best að selja hann strax.
Einn af þessum þáttum (þetta helst í hendur) er að síðustu stjórar hafa verið ótrúlega uppteknir við það að spila mönnum úr stöðu, í mörgum tilfellum (ekki öllum) bara til þess að koma Rooney fyrir á vellinum.
Þetta er bara ekki vænlegt til árangurs, allt í lagi að redda sér annað slagið í neyð en þetta er nánast orðin regla hjá liðinu því miður.
En úr því sem komið er, fyrst United vildi skipta um stjóra í sumar og gátu þá ekki hunskast til að fá Guardiola þá verðum við bara að vona það að Móra takist að snúa þessu við.
En það er fullt af hlutum sem hann þarf að gera, ég vona bara að hann hafi bein í nefinu til að gera þær breytingar sem þarf.
Menn í svona stöðum eiga það oft til að festast í einhverri taktík/uppstillingu sem þeir þrjóskast endalaust við að notast þótt hún gangi ekki upp.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
@Auðunn
Algjörlega „Spot on“ og kaflinn varðandi SAF og þessa svokölluðu miðlungsleikmenn, engin nema kallinn hefði átt möguleika á að láta fjöldan allan af meðal góðum leikmönnum brillera eins og hann. Kannski það eina sem vantar í þessa upptalningu hjá þér (að mínu mati) er að eigendurnir gátu komist upp með að mergsjúga félagið og skera niður að beini varðandi leikmannakaup allt vegna þess að SAF gat raðað saman miðlungs -og stjörnu leikmönnum og gert úr þeirri blöndu, heimsklassa lið ! En árið sem hann fór var harla lítið eftir til að byggja á og aumingja Moyes átti að leika sama leikinn og Sir Alex :-) ekki séns í helvíti !
Halldór Marteins says
@Auðunn
Ég er sammála mjög hjá þér þarna. Ég er alveg sérstaklega sammála þér varðandi Rooney. Hann verður sífellt meira vandamál og það er alveg ótrúlegt hvernig hann heldur alltaf áfram að eiga fast sæti í liðinu. Þessi þrjóska gæti vissulega verið vandamál, þetta karaktereinkenni hjá van Gaal og Mourinho sem segir þeim að þeir viti betur. Hvort sem það er að þrjóskast við að spila 3-4-1-2 eða halda Rooney í liðinu.
Varðandi þetta sem virðist vera að hjá öllu félaginu þá veit ég ekki heldur almennilega hvað það gæti verið. Hlýtur eiginlega að vera eins og þú segir, margir samverkandi þættir sem virka neikvætt á ýmsar hliðar félagsins, liðsins og fótboltans.
Ferguson var náttúrulega búinn að forma allt félagið eftir sínu höfði. Mér dettur í hug afi minn heitinn. Hann var mikill United-maður og átti mjög góðan hægindastól sem hann gat setið í löngum stundum. Hann var svo mikið búinn að sitja í stólnum að það var komið hálfgert far eftir hann sem eiginlega bara hann passaði í. Þar af leiðandi gat eiginlega bara hann setið í þessum stól með góðu móti.
Ég hef enga trú á að það fólk sem vinnur hjá félaginu vilji stjórum liðsins neitt nema gott og aðstoða eftir bestu getu. En kannski tekur bara svona langan tíma fyrir systemið í félaginu að jafna sig til baka eftir allt það sem Fergie mótaði eftir sínu höfði.
Annars segirðu, Auðunn: „Jafnvel á Mkhitaryan eftir að meika það ef hann er rétt notaður, hann er ekki að fara að meika það út á kannti, þá er best að selja hann strax.“
Þá verð ég forvitinn, telurðu að hann sé rangt notaður úti á kantinum? Hann virtist allavega vel geta spilað þar hjá Dortmund. Þá spilaði hann reyndar ýmsar stöður en var mikið á kantinum, t.d. í 4-2-3-1. Eða sem fremsti winger öðru hvoru megin í 4-3-3. Hann spilaði jafnvel svipaða rullu og Herrera hefur stundum náð að leysa vel í 4-1-4-1 uppstillingu. En hann spilaði ekki oft í holunni, allavega ekki síðasta tímabilið sitt hjá Dortmund.
Ekki það, ég held hann gæti vel blómstrað í því hlutverki. Og eins að ef liðið og taktíkin er ekki sett upp á þann hátt að hann geti nýtt hæfileika sína, þá skiptir nákvæmlega engu máli hvar þú spilar honum.
Karl Gardars says
Taktísk ar pælingar eru alltaf skemmtilegar. Ég deili algjörlega meiningu flestra hér hvað Rooney varðar og skil ekki hversu lengi hann á að hanga í byrjunarliðinu. Rooney er frábær knattspyrnumaður, um það verður ekki deilt en þetta system með hann í hringið unni er ekki að ganga upp.
En eitt er það sem ég skil ekki og fer gríðarlega í taugarnar á mér í umræðunni allri.
Það er nefnilega mikið talað um að hinir og þessir leikmenn séu ekki í „United klassa“ eins og það sé eitthvað staðlað form yfir heimsklassaleikmenn sbr. Ronaldo, Giggs, Scholes, Beckham o.s.frv…
Ég veit ekki hvort að menn hafi yfir höfuð verið að fylgjast með sama liði og ég í gegnum tíðina eða hvort að menn séu fastir í einhverri tölvuleikjaútópíu eða hvort menn séu svona algjörlega lausir við allt sem heitir veruleikatenging?? United hefur ekki haft yfir mörgum svona leikmönnum að ráða hverju sinni þó þeir séu margir í það heila sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina. Hvað voru margir fletcher, park, butt, blomquist, Anderson, Kléberson , demba demba fyrir hvern keano? Hvað voru margir bellion, forlan, owen, fyrir hvern Nistelrooy?? Hvað voru margir van der gouw, lindegard, zieler, bosnich, bartez fyrir hvern schmeichel eða VDS??
Nú eru í þessu liði Pogba, Zlatan, DDG, Shaw, Martial, Rashford, Mkhitaryan, Mata, Rooney, Basti og Smalling. Allt gaurar sem hafa sannað sig eða eru við það. Allt gaurar sem flest lið myndu vilja hafa sem fyrsta eða annan valkost. Og með þeim eru aðrir fínir leikmenn, baráttujaxlar og sigurvegarar þannig að í ljósi sögunnar er okkur fátt að vanbúnaði.
Án þess að degretera þátt Ferguson í seinni tíð þá hefur velgengni United fyrst og fremst byggst upp á leikmönnum sem hafa haft eldrauð United hjörtu og óbilandi trú á verkefnunum. Þetta hefur alið af sér baráttu og frábæran liðsanda. Þetta ásamt tryggum stuðningsmönnum og fallegum hefðum hefur skilað þessu félagi árangri en ekki allar dýrustu pissudúkkurnar samankomnar eins og sumir virðast halda.
Missum ekki legvatnið þó móti blási, það er nóg eftir af mótinu og það verða alltaf einhverjir svekktir með úrslit leiksins. Sirinn tapaði líka leikjum, kenndi dómurum um og lét öllum illum látum. Engu að síður dýrkuðum við hann, dáðum og studdum í blíðu og stríðu.
Að því sögðu held ég að við töpum leiknum á morgun. Ef það gerist, ætla ég að verða fúll og mögulega ausa úr mér fúkyrðum hér á síðunni og vera í fýlu það sem eftir lifir dags. Morguninn eftir ætla ég að vakna og styðja liðið mitt skilyrðislaust.
Sæmi says
#Karl Gardars
Buinn ad furða mig einmitt á svona tali og er því hjartanlega sammála þér í öllu nema einu. Við vinnum þennenn leik! (staðfest)
Audunn says
Í sambandi við þetta þá langar mig aðeins að benda mönnum á byrjunarlið Man.Utd gegn Chelsea í úrslitum meistaradeildarinnar 2008.
Þetta er eitt besta United lið sem ég man persónulega eftir enda var valinn maður í hverju rúmi.
Edwin van der Sar
Wes Brown, Rio Ferdinand (c) , Nemanja Vidić, Patrice Evra
Owen Hargreaves, Paul Scholes, Michael Carrick, Cristiano Ronaldo
Wayne Rooney Carlos Tevez
Varamenn Giggs og Nani.
Því miður tókst ekki að byggja ofan á þetta lið sem hefði þurft að gera.
United 2016 er töluvert frá því að vera jafn vel mannað og United 2008, það er amk mín skoðun.
Auðvita skipta gæði máli, ef leikmenn eru ekki nægilega góðir þá eru minni líkur um að árangur náist, það segir sig alveg sjálft.
En úr einu í annað, rakst á þetta.
United manager Jose Mourinho has blamed Louis van Gaal’s legacy for United’s run of three straight defeats. (Daily Mirror)
Ætlar hann þá að þakka Sir Alex legacy þegar og ef honum tekst að vinna 4 leiki í röð eða eitthvað álíka?
Jú jú þetta er náttl bara slúður.
Bjarni says
1999 spólan mín, já spólan sagði ég ;) er að verða gatslitin af áhorfi síðustu ára, þar fer að mínu mati besta liðið sem við höfum átt síðan ég fór að fylgjast með liðinu frá 1974 í gegnum BBC Radio, föður minn, frændur og afa. En auðvitað hefur hvert lið sinn sjarma hverju sinni en nú er sjarminn bara á pappírnum. Sammála flestu hér að ofan varðandi Rooney, hans tími er liðinn virðist vera, einn vinnufélagi minn sem styður Bítlana kom með þá kenningu að Móri væri að spila honum þangað til að hann bætti markamet BC, en hann þarf 4 mörk í það, þá myndi hann sjálfkrafa detta út úr liðinu. Ég hugsa um þetta í hvert sinn er ég sé hann í liðinu og hugsa Móra þegjandi þörfina fyrir að velja hann. En þetta hefur svo sem verið sagan hjá UTD í gegnum tíðina, sumir leikmenn hafa spilað of lengi út á einhverju legendi og það hægir á allri þróun, hefur verið hjá öllum stjórum liðsins síðan ég byrjaði að fylgjast með og virðist vera í handbók þjálfaranna.
En að leiknum í kvöld, reikna ekki með 2-8 sigri en verð að hallast að sigri okkar manna þar sem við erum UTD og berum höfuðið hátt.