Annar leikur United í evrópudeildinni fór fram í kvöld á Old Trafford er liðið tók á móti úkraínska liðinu Zorya Luhansk. Leikurinn var afskaplega dapue en hann endaði samt á góða vegu eða með eitt núll sigri United með marki frá engum öðrum en Zlatan.
Þrátt fyrir að Mourinho hafi sagst ætla að spilar sterkara liði en spilaði í tapleiknum gegn Feyenoord þá kom byrjunarliðið frekar á óvart þar sem hann gerði engar breytingar á framlínunni, sem spilaði gegn Leicester um síðustu helgi, ásamt Pogba, Bailly og Smalling. Búist var við því að hann myndi hvíla fleiri leikmenn fyrir Stoke leikinn sem spilaður verður næstkomandi sunnudag. Persónulega hefði ég viljað sjá t.d. Schneiderlin fá fleiri tækifæri og þetta hefði verið góður leikur fyrir Rooney en ég er ekki stjórinn og líklegt að Mourinho hafi lagt góða áherslu á sigur í kvöld þrátt fyrir allt tal um hversu lítið þeir séu að pæla í keppninni. Af fastamönnum liðsins þessa dagana þá voru það De Gea, Blind og Valencia sem fengu hvíld í kvöld.
Svona leit byrjunarliðið út hjá Mourinho:
og á bekknum voru Johnstone, Carrick, Schneiderlin, Young, Martial, Memphis, Rooney
United byrjaði leikinn af krafti og sótti vel líkt og liðið gerði gegn Leicester. En Zorya hafa sýnt það að þeir eru með ansi gott lið. Hefðu átt að vinna fyrsta leikinn gegn Fenerbahce og þeir unnu Dynamo Kiev á þessum tímabili. Þeirra plan er frekar augljóst, spila þétt og verjast vel og nýta skyndisóknirnar til að skora. Alls ekki svo galið plan því eftir rúmar 12 mínútur voru þeir búnir að fá tvær hættulegar skyndisóknir þrátt fyrir að United hafi haft boltann 87% tímans.
United sótti mikið í fyrri hálfleik og átti nokkrar hættulegar sóknir en það vantaði alltaf herslumuninn. Besta færi fyrri hálfleiks kom á 20′ mínútu þegar United fékk hornspyrnu og fór boltinn í kollinn á Pogba og skoppaði til Rashford sem kom með þetta svakalega bylmingsskot í slána. United þokaðist alltaf nær og nær markinu er leið á hálfleikinn en án árangurs og fóru liðin því jöfn inn í búningsklefann í hálfleik.
Það var merkilegt að sjá muninn á liðinu þegar tekinn er út snöggur leikmaður eins og Herrera og í staðinn settur stór og hægur tuddi eins og Fellaini. Tempóið var alltaf mun hægara og það hreinlega vantaði kraft oft á tíðum. Svo þarf varla að taka það fram hversu mikinn mun það er að hafa Rojo í stað Blind eða Shaw þarna vinstra megin. Á erfitt með að skilja af hverju Rojo fær frekar að spila en Darmian.
Mourinho ákvað ekki að gera neinar breytingar í hálfleik og hélt leikurinn áfram á sömu nótum og sá fyrri. United að sækja mikið og Zorya með skyndisóknir sem voru oft erfitt að kljást við. Á 66′ mín ákvað Mourinho að breyta til. Inn á kom Rooney fyrir Jesse Lingard, sem hafði ekki átt góðan leik, og það tók hann einungis rúmar 90sek að setja sitt mark á leikinn.
United sótti að marki Zorya hægra megin og fór boltinn til Fosu Mensah sem kom með þessa fínu fyrirgjöf á Rooney inn í teig. Rooney af sinni einstöku snilldargáfu ákvað að reyna gefa stoðsendingu á Zlatan með hnéinu í stað þess að bomba á markið í þessu sannkallaða dauðafæri. Hárrétt ákvörðun hjá fyrirliðanum því það virkaði svona vel að Zlatan, þrátt fyrir að glíma við ansi þröngt færi, náði að skalla boltann í netið hjá Zorya. Alveg afskaplega vel gert hjá Svíanum.
Mourinho var svo ekkert að gera neinar varnarskiptingar eftir þetta heldur setti hann á 74′ mín þá Young og Martial inn fyrir Mata og Fosu Mensah. Martial átti nokkra spretti en því miður náði liðið ekki að bæta við mörkum og endaði því leikurinn með eitt núll sigri United.
Eftir leikinn sagði Zlatan eftirfarandi:
It was not an easy game, we played well, created chances but this is a typical game. When you don’t score in the beginning, the spaces get smaller and smaller. After the goal, we had more space but it was a decent game. We won and that is what counts after losing against Feyenoord. If you want to go through, you need to win the game, we did that. We could have done much more though and I expect much more from the team. We did not score as we did against Leicester but it is good for confidence. If we continue this and step it up, we will do good.
og Scholes hafði þetta að segja um leikinn:
I think one shot on target probably sums it up. Zorya gave United a couple of problems on the break and they could have scored a goal themselves but United have won the game which is the most important thing.
There were some little bits of good play but the quality wasn’t what you’d normally associate with this team
Með þessum sigri hoppar United upp í þriðja sæti, með jafnmörg stig og Feyenoord. Næsti Evrópudeildarleikur United er Fenerbahce á Old Trafford 20. október. Zorya hinsvegar datt niður í fjórða og neðsta sæti riðilsins og mæta þeir næst Feyenoord á útivelli.
Næsti leikur United er gegn Stoke á Old Trafford næsta sunnudag kl 11:00.
Viðar says
Hvar er herrera? Fannst hann flottur á móti Leicester
Þórarinn Stefánsson says
Pínu skrýtið að nota ekki tækifærið og prófa annan partner með Pogba, t.d. Carrick eða Schneiderlin.
Bjarni says
Nenna þeir ekki að spila leikinn?
Bjarni says
Það er best að tapa þessum leik, minnkar líkurnar á að komast uppúr riðlinum svo við þurfum ekki að horfa meira uppá svona spilamennsku
Audunn says
Það er alveg á mörkunum að það sé hægt að horfa á þetta United lið með Fellaini í liðinu.
Síbrotamaður sem kann ekki fótbolta.
Dogsdieinhotcars says
Góður sigur. Okkar menn hefðu bara ýtt fastar og fastar á bensíngjöfina þangað til við hefðum unnið. Akkúrat nóg.
Þetta var týpískur leikur þar sem við höfum miklu að tapa og lítið að vinna. Góður sigur. Rashford, Lingard og Fosu Mensah verða vonandi lengi partur af þessu liði.
Paul Pogba og Zlatan. Guð minn góður þetta er svo skemmtilegt.
Heiðar says
Tilvera Fellaini í byrjunarliðinu er fyrir margar sakir merkileg. Mér fannst hann góður í fyrri hálfleik. Hrifsaði boltann af andstæðingnum hvað eftir annað eins og að drekka vatn. Engu að síður er það staðreynd að United spila hægari sóknarleik þegar að hann er inn á- Ergo: gengur verr að skapa færi. Hann er passífur að eðlisfari. Þess vegna er Herrera svona sterkur þegar hann spilar með öðrum varnarsinnaðri miðjumanni. Það gefur honum rými til að skapa eitthvað… það sem hann á að vera að gera.
Runólfur Trausti says
Herrera skiljanlega hvíldur fyrir leikinn gegn Stoke þar sem maðurinn spilar á fullu gasi allan leikinn. Sama má segja um bakverðina. Þetta eru þeir leikmenn sem þurfa að vera ferskarstir.
Kom mér þó á óvart hversu lengi hann var að breyta fremstu fjórum og enn meira á óvart (og smá áhyggjur) að Schneiderlin og Carrick hafi ekkert spilað. Finnst hálf pointless að vera spila öllum þessum fallbyssum gegn liði af þessu kalíber.
En sigur er sigur og vonandi veit Móri hvað hann er að gera!