Klukkan 11:00 á morgun tökum við á móti Mark Hughes og félögum í Stoke City á Old Trafford.
Eftir þrjú töp í röð hafa okkar menn nú unnið þrjá leiki í röð, mótherjarnir hafa ef til vill ekki verið þeir sterkustu en sigur er sigur. Eftir 4-1 sigurinn á Leicester City um síðustu helgi þá breytti Mourinho liðinu lítið fyrir Evrópuleikinn síðasta fimmtudag og má reikna með sömu 11 á morgun og byrjuðu gegn Leicester City.
José Mourinho hefur þó gefið það út að meiðsli Timothy Fosu-Mensah á fimmtudaginn hefðu gert það að verkum að hann gat ekki gefið Memphis þær mínútur á vellinum sem hann hafði áætlað. Að því sögðu þá kom það mörgum á óvart að sjá að hvorki Schneiderlin né Carrick byrjuðu leikinn og Matteo Darmian komst ekki í hóp þrátt fyrir skelfilegar frammistöður Marcos Rojo undanfarið.
Mótherjinn
Stoke hefur byrjað tímabilið skelfilega og sitja í neðsta sæti deildarinnar með skitin tvö stig eftir sex leiki. Tvö jafntefli og fjögur töp með markatöluna -11.
Það má því búast við því að Mark Hughes peppi sína menn vel upp fyrir leikinn á morgun og þeir mæti gjörsamlega bandbrjálaðir til leiks.
Það er eitthvað um meiðsli hjá mótherjum morgundagsins en fyrir utan Jack Butland og Ibraham Affelley þá eru fáir byrjunarliðsmenn í meiðslum hjá þeim. Meiðsli Butland hafa haft slæm áhrif á Stoke en hinn þaulreyndi Shay Given tók við stöðunni á milli stanganna fyrst um sinn en eftir að hann meiddist fengu þeir hinn 33 ára Lee Grant á láni frá Derby County.
Líkleg byrjunarlið Stoke á morgun er einhvern veginn svona
Tölfræði
- Manchester United hefur unnið síðustu 8 heimaleiki gegn Stoke City
- Að sama skapi hefur liðið unnið 9 af síðustu 11 leikjum á Old Trafford
- United hefur unnið Stoke með allavega tveimur mörkum í síðustu 8 heimaleikjum í öllum keppnum
- Stoke hefur tapað 5 af síðustu 6 útileikjum sínum
Baráttan á vellinum
- Það verður áhugavert að sjá Wilfried Bony berjast við hafsenta par United í leiknum. Mig grunar að Eric Bailly sé lúmskt spenntur að mæta Bony.
- Zlatan Ibrahimovic gegn Ryan Shawcross og Bruno Martins Indi ætti að verða áhugavert en Zlatan er búinn að sýna okkur í vetur að hann ber höfuð og herðar yfir flesta varnarmenn deildarinnar í loftinu.
- Marcus Rashford (ef hann verður á vinstri vængnum) gegn Glen Johnson verður líka ágætis rimma þar sem Johnson er nú ekki þekktur fyrir laglegan varnarleik. Svo ef Rashford á ekki sinn besta leik má reikna með að Anthony Martial komi inn en hann skoraði eitt af mörkum ársins í fyrra gegn Stoke á Old Trafford.
Runólfur Trausti says
Ef menn vilja svo sjá highlights úr leiknum frá því á Old Trafford þar sem Martial, Mata (og Rooney) fóru hamförum þá er þau að finna hér:
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Features/2016/Oct/Video-manchester-united-3-stoke-city-0-premier-league-february-2016.aspx