Við höldum áfram yfirferð okkar á yngri liðum félagsins og þeim leikmönnum sem eru á láni.
Ef við byrjum á þeim leikmönnum sem eru á láni þá hefur september mánuður ekkert verið neitt sérstaklega frábær.
- James Wilson byrjaði mánuðinn í byrjunarliðinu hjá Derby County en 0 mörk í 3 leikjum hafa komið honum á bekkinn, þó hann hafi ekki fengið að klára einn leik af þeim þremur sem hann byrjaði. Síðan þá hefur hann setið sem fastar á bekknum.
- Adnan Januzaj var að byrja alla leiki en Sunderland eru þrátt fyrir það með allt niðrum sig. Þrátt fyrir að vera eini ljósi punkturinn fyrir utan markvörð Sunderland í 1-0 tapi gegn Tottenham tókst Januzaj að láta reka sig af velli. Ofan á það tókst honum að meiðast á ökkla í átakanlegu tapi Sunderland gegn Crystal Palace á dögunum.
- Cameron Borthwick-Jackson hefur eflaust átt besta mánuðinn en Wolves geta ekki unnið leik án hans. Með hann í vinstri bakverðinum unnu þeir til að mynda Newcastle en töpuðu svo án hans 4-0 gegn Barnsley.
- Andreas Pereira hefur byrjað alla leikina hjá Granada í spænsku deildinni en því miður hefur Granada ekki enn unnið leik. Pereira er aðallega að spila á vinstri vængnum en tók þá einn leik á miðri miðjunni hjá þeim. Hér má svo sjá highlights úr leiknum hjá Pereira gegn Eibar.
- Guillerme Varela meiddist í september og verður frá í 3-4 mánuði og munum við því lítið heyra af honum það sem af er ári.
U23 ára liðið
Liðið hefur átt mjög misjöfnu gengi að fagna í mánuðnum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City. Matty Willock kom United yfir.
https://vine.co/v/5JAdKlz27WY
Eftir það unnu þeir Derby Derby 3-2 með tveimur mörkum frá Scott McTominay og Josh Harrop.
Eftir leikinn var McTominay í viðtali en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunum gegn Derby County. Þar ræddi hann stuttlega og gífurlegan vaxtakipp sem hann hafði tekið síðustu 18 mánuðina en hann fór úr því að vera einn af þeim lágvöxnustu í liðinu í einn af þeim hæstu. Slíkur vaxtakippur hefur gífurleg áhrif á leikmenn þar sem þeir verða mun meiðslagjarnari á þeim tíma. McTominay talaði sérstaklega um hversu vel þjálfararnir hefðu tekið á því en hjá öðrum félögum hefði samningnum hans ef til vill verið rift.
Að lokum talaði McTominay um hversu mikil hvatning Jesse Lingard og Marcus Rashford væru fyrir sig og hina strákana. Þú þarft ekki að vera sá stærsti eða sterkasti í yngri liðunum. Þarft einungis að grípa tækifærið þegar það kemur.
Og að lokum töpuðu 2-0 fyrir Everton.
U23 ára liðið tók einnig þátt í Premier League International Cup þar sem það vann 1-0 sigur á Villareal með marki frá Josh Harrop. Þeir sem vilja lesa meira um leikinn geta gert það hér. Það helsta sem menn tóku úr leiknum var hápressan sem United notaði ítrekað.
Það er eðlilegt að leikirnir hjá U23 ára liðinu séu upp og niður en hingað til á tímabilinu hafa 12 leikmenn úr Akademíunni tekið þátt í leikjum hjá U23 ára liðinu.
U18 ára liðið (Akademían)
Það virðist vera mikið fjör á Akademíunni þessa dagana en þeir byrjuðu mánuðinn rosalega og skoruðu meðal annars 15 mörk í aðeins þremur leikjum.
Frá því seinasta grein fór í loftið hefur liðið unnið WBA 5-3, Stoke City 2-0 og Middlesbrough 2-1. Í millitíðinni töpuðu þeir þó 2-0 fyrir Manchester City.
Hér að neðan má sjá bæði mörkin í sigurleiknum gegn Stoke City
https://vine.co/v/5vXgbwgBWA3
https://vine.co/v/5vX5njJ11Zj
Nýji þjálfari Akademíunnar, sem hefur verið United stuðningsmaður síðan í æsku, var í viðtali um daginn þar sem hann fór yfir planið hjá United. Í viðtalinu ræddi hann um áhersluna sem er lögð á að þróun leikmanna með einstaka hæfileika svo hægt sé að nýta þá í aðalliði félagsins. En að sama skapi segir hann að lögð sé áhersla á að þróa góða einstaklinga sem geti átt farsælt líf, þó það sé ekki endilega tent knattspyrnu.
Skildu eftir svar