Rauðu djöflarnir
Halldór fékk fyrirliða Íslands í smá viðtal til að svara nokkrum laufléttum spurningum varðandi Manchester United og áhuga þeirra á liðinu
Runólfur tók stöðuna á yngri liðum United
Erlent
Sky fer yfir tölfræðina og skoðar helstu breytingar í spilastíl United eftir að Mourinho tók við. Þróunin er greinileg.
Vissuð þið að United er með unglingalið stúlkna þó ekkert sé kvennaliðið?
Congratulations to @manutd goalkeeper Emily. She's been called up to the @England squad for the upcoming Under 17's Euro qualifiers. ⚽ pic.twitter.com/u9kOceChze
— Manchester United Foundation (@MU_Foundation) October 4, 2016
Andy Mitten skrifaði nokkur orð um hvernig Eric Bailly er að aðlagast lífinu á Englandi. Manutd.com tók sig svo til og ræddi aðeins við Nemanja Vidic um kappann
James Ducker skrifaði um grein um vinnuna sem Mourinho er að leggja í að móta Herrera
Wayne Rooney kvartaði undan Sam Allardyce.Ian Herbert skrifaði svo grein um að Rooney muni ekki fara ekki hljóðalaust – en að hann þurfi að yfirgefa United ætli hann sér að spila eitthvað í framtíðinni. Svo í morgun komu þær fréttir að verið sé að rannsaka Rooney fyrir skattsvik.
Bad news for Wayne Rooney, but even worse news for Raheem Sterling pic.twitter.com/63xDiyX6r3
— Andrew Bloch (@AndrewBloch) October 8, 2016
Einkalíf Martial hefur haft áhrif á frammistöður hans á vellinum
Verður leikmannahópurinn enn minni eftir janúar gluggann?
Giggs stóð sig víst ekki vel í viðtali um stjórastöðuna hjá Swansea
Daily Mail hreinlega heldur ekki vatni yfir Juan Mata. Fyrst skrifuðu þeir grein um hvað hann hefur spilað vel sem tía og svo kom önnur grein frá þeim sem talar um hvernig Mata hefur náð að snúa Mourinho yfir á sitt band
Okkar besti Rio Ferdinand telur að Marcus Rashford sé besti enski framherjinn þarna úti
Það eru tveir United leikmenn á lista Guardian yfir bestu leikmennina sem fæddir eru 1999: Indy Boonen og Tahith Chong.
Scott Patterson fer yfir hvað er að gerast í miðamálum fyrir útileiki og hvers vegna það er að fara illa í marga.
Að lokum þá er hér áhugavert viðtal við ungan leikmann sem sagði nei við stóru liðin á Englandi og fór til Þýskalands.
Skildu eftir svar