Það óvæntasta við byrjunarliðið var að Ashley Young var mættur á vinstri kantinn. Mata og Lingard settust á bekkinn en Fellaini kom inn á. Byrjunarliðið var svona:
Varamenn: Romero, Rojo, Shaw (92′), Carrick, Lingard, Mata, Rooney (77′)
Byrjunarlið Liverpool var svona:
Varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno (86′), Lucas, Grujic, Lallana (60′), Origi (86′)
Fyrri hálfleikur
Uppleggið hjá Manchester United til að byrja með virtist vera að hægja verulega á leiknum og hafa hann líkamlegan. Enda spilaði það inn á styrkleika Manchester United og kom Liverpool út úr sínu comfort zone. United var tilbúnari í baráttu um boltana og var að vinna fleiri bolta. Liverpool hjálpaði svo til með því að missa boltann klaufalega líkega þegar það var lítil pressa á þeim.
Liverpool var mun meira með boltann. United sýndi hins vegar meiri baráttu þegar kom í einvígi um boltann og vann fyrsta og annan bolta mun oftar en Liverpool. United áttu líka 5 fyrstu marktilraunir leiksins en þau voru reyndar langskot og trufluðu Karius í marki Liverpool lítið.
Í vörninni voru kantmenn United gífurlega agaðir, það má eiginlega segja að þeir hafi einfaldlega límt sig á bakverði Liverpool og dekkað þá út úr leiknum. Á meðan eltu bakverðir United kantmenn Liverpool inn að miðjum vellinum svo oft virkaði eins og United væri með 6 manna varnarlínu. Það virkaði líka vel til að draga úr hættunni af þessum frábæru kantmönnum Liverpool.
Het plan van Mourinho:
– Mandekking op aanvallende backs Liverpool
– Compact blok van zes schermt centrum af
– ‘Vrije rol’ Pogba/Ibrahimovic pic.twitter.com/qmwEBHetMB— Pieter Zwart (@PieterZwartNL) October 17, 2016
Ander Herrea var frábær í fyrri hálfleiknum og Bailly mjög duglegur að lesa sendingar Liverpool og komast inn í boltann. Pogba spilaði svo nánast sem fremsti maður. Náði ekki mikið að komast inn í sóknarleikinn hjá United eða stjórna honum en hafði töluvert að segja um varnarleik United í fremstu línu.
Seinni hálfleikur
Seinni hálfleikur byrjaði á svipaðan hátt. Eftir 10 mínútna leik átti Pogba stórhættulega fyrirgjöf beint á kollinn á Zlatan en Svíinn náði ekki að stýra knettinum að marki Liverpool. Hann hefði átt að gera betur þar því færið var gott. Hann þurfti reyndar að teygja sig mikið eftir boltanum en maður gerir miklar kröfur til Zlatan.
Þá fór nú að hressast yfir leiknum og David De Gea þurfti nokkrum mínútum síðar að sýna hvers vegna hann er besti markmaður í heimi með stórkostlegri markvörslu frá Emre Can. Klopp brást við því með að taka Sturridge af velli og setja Adam Lallana inn á völlinn. Liverpool hafði saknað Lallana í leiknum, sérstaklega þegar kom að hápressunni.
Það hafði mjög jákvæð áhrif á leik Liverpool sem byrjuðu jafnt og þétt að auka pressuna á vörn United. Þeirra lykilmenn náðu að spila boltanum mun betur saman á meðan baráttuandi Manchester United virtist dofna og leikmennirnir komnir heldur mikið á hælana. De Gea þurfti aftur að taka á honum stóra sínum til að verja stórgott skot frá Coutinho og það gerði hann mjög vel. Hafði haft lítið að gera fram að því en það fylgir starfinu hjá United að þurfa að halda fókus og vera tilbúinn á stóru augnablikunum.
Á 77. mínútu kom fyrirliðinn okkar svo inn á fyrir Rashford. Það varð samt engin taktísk breyting hjá liðinu heldur fór Rooney bara í stöðuna hans Rashford á hægri kantinum. Manchester United fékk sína fyrstu hornspyrnu á 81. mínútu, Blind tók hornið og Fellaini vann sinn skallabolta en stýrði boltanum framhjá markinu, engin teljandi hætta en hefði mátt nýtast betur.
Valencia’s tackle, De Gea’s saves. Brilliant. #MUFC pic.twitter.com/c4YTDv32DX
— Man Utd Universe (@ManUtdUniverse) October 17, 2016
Á 84. mínútu virtist Firmino vera að sleppa einn innfyrir vörn United en Valencia hljóp hann uppi og tók eina Ragga Sig tæklingu. Frábær tækling sem bjargaði algjöru dauðafæri. Á þessum tímapunkti voru pressan og hlaupin hjá Liverpool farin að segja til sín og leikmenn farnir að krampast upp. Það kom því tvöföld skipting á 86. mínútu þar sem Milner og Firmino fóru út af fyrir Moreno og Origi.
Það var svo mjög lýsandi þegar 2. mínúta af 3 í uppbótartíma var að klárast þá skipti Mourinho Young út af fyrir Shaw. Young gaf sér góðan tíma í að koma sér af vellinum á meðan Emre Can reyndi að hjálpa honum við það. Á þeim tíma, og raunar töluvert lengur í leiknum, hafði Manchester United aðallega verið að verja stigið sem þeir þó höfðu. Og það tókst, lokastaðan í leiknum var 0-0.
Eftir leikinn
Ander Herrera var stórkostlegur í þessum leik. Hann var kóngurinn á miðjunni og átti hvað mestan þátt í að Liverpool náði ekki að spila sinn hættulega sóknarbolta. Tölfræðin hjá honum var frábær og svo var allt það sem mælist ekki með tölfræði líka framúrskarandi, baráttuandinn og eldmóðurinn sem hann sýndi. Eftir að Mourinho tók við Manchester United þá er nánast eins og við höfum fengið nýjan leikmann í Ander Herrea. Megi það halda áfram á sömu braut.
Herrera’s game by numbers vs Liverpool:
3 clearances
5/5 take-ons completed
11 interceptions
16 tackles
50 passesMan of the Match #MUFC pic.twitter.com/6LljP8Vq9B
— Statman Dave (@StatmanDave) October 17, 2016
Aðrir sem voru flottir í þessum leik voru David De Gea, Anthonio Valencia og Eric Bailly. Að sama skapi fannst mér Fellaini ljómandi fínn í þessum leik. Hann hefur líklega gert nákvæmlega það sem hann átti að gera. Ef þú vilt koma andstæðingnum út úr þægindarammanum með því að hægja verulega á tempóinu í leiknum og láta finna vel fyrir þér, þá er Fellaini mjög góður í því. Hans hlutverk átti ekki að vera að skapa eitthvað í þessum leik, til þess voru mennirnir fyrir framan hann.
Vonbrigðin í þessum leik voru Zlatan og Pogba, þeir náðu ekki að komast almennilega í takt við leikinn. Þarna hefur maður á tilfinningunni að hefði leikurinn verið spilaður eftir áramót og liðin í svipuðum stöðum í deildinni þá hefði Mourinho tekið meiri áhættur, jafnvel skipt Mata inn á eða skipt um uppstillingu. En á þessum tímapunkti skiptir það meira máli fyrir Mourinho að United tapaði ekki leiknum.
Næsti leikur í deildinni er svo Chelsea á útivelli. Chelsea hefur ekki verið á sama fluginu og Liverpool svo það er ekki ólíklegt að Mourinho komi þangað með það sem fyrsta markmið að sækja 3 stig og sem annað markmið að verja stigið. Hefði einhver sagt mér fyrir þessa 2 leiki að markmiðið væri að sækja a.m.k. 4 stig þá hefði ég alveg skrifað upp á það. En verði markmiðið aftur að verja stigið framar öllu öðru þá get ég ekki sagt að maður verði mjög sáttur með það.
Twitterhornið
Ashley Young makes first #PL start since Man Utd’s last Anfield visit. Marouane Fellaini also returns with Wayne Rooney on the bench #LIVMUN pic.twitter.com/n4NUNMs92j
— Premier League (@premierleague) October 17, 2016
Anthony Martial and Morgan Schneiderlin miss tonight’s game after suffering injuries in training on Saturday. #MUFC #LIVMUN
— Manchester United (@ManUtd) October 17, 2016
Rashford, boyhood United fan from Wythenshawe, clatters into Yorkshire-born Milner, who’s played for Leeds, City and Liverpool. Wonderful.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 17, 2016
Lively opening 10 minutes from Ander Herrera.
100% take-ons completed
2 tackles won
2 interceptionsAll over the middle of the park! pic.twitter.com/SP1jxgeKnS
— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2016
Síðustu 10 er boltinn búinn að vera 31% á okkar varnarþriðjungi en 3% á varnarþriðjungi United. #kopis
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) October 17, 2016
Can’t fault United’s commitment, effort and shithousery. Perhaps need to tone down the latter a tad now. And be better at attacking stuff.
— Richard Cann (@RichardCann76) October 17, 2016
Herrera’s taken over Schweinsteiger’s role of pointing things out to teammates. Excelled in box-to-box role so far. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 17, 2016
Ander Herrera’s half by numbers vs. Liverpool:
100% take-ons
6 interceptions
3 blocks
2 aerial duels won
2 tackles wonHe was everywhere! pic.twitter.com/UNK5m65I4Z
— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2016
Í US þá er uppbótatíminn í dag í boði Lexus.
— Sigurjón Guðjónsson (@manndjofull) October 17, 2016
Annað skiptið sem Liverpool fær aukaspyrnu með að henda sér á United leikmann. #djöflarnir
— Bjorn Bjornsson (@bjornfr) October 17, 2016
David de Gea has now made 7 saves in his last 2 Premier League games at Anfield.
Superb save to deny Coutinho. pic.twitter.com/s023mpuG6Z
— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2016
What a tackle that is from Antonio Valencia. Match saving interception.
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) October 17, 2016
Last minute. Get Sheasy on
— Nick (@ManUnitedYouth) October 17, 2016
This is NOT a shocking performance, its Jose Mourinho taking the wind out of the sails of a high flying Liverpool.
It’s calculated.#MUFC— Billy Meredith (@UrmstonLordMUFC) October 17, 2016
Mourinho completely vindicated in his comments about the referee. Was one way traffic all game, not a single yellow for Liverpool.
— Andy (@andykeating) October 17, 2016
Omar says
Glory, Glory!
Treysti því að Fellaini troði þykkum sokk upp í mig og alla aðra í kvöld með stórleik. XD
Lúftpanzer says
Stresssið að skella á. Skíthræddur um að Mane muni éta Blind þarna hægra meginn.. aaaallltof mikill hraðamunur. En skiljanlegt þar sem Shaw er ekki í neinu leikformi og Rojo er Rojo. Óvænt að sjá Young tekinn framyfir Lindgard.. en maður treystir á Mourinho! Bring it on!
Dogsdieinhotcars says
Flott stig í leik sem einkenndist af baráttu og stál í stál. Trúi því að Liverpool hafi sko aldeilis ætla að taka United í Tikitaka gegenpressen rúnki, og séu alveg þrælósáttir við úrslit leiksins.
Þetta var ekki fallegt stig en stig sem margir okkar héldu að myndi ekki hafast í dag. Var virkilega ánægður með fyrstu 20 mínúturnar en þá voru Herrera bara í slagsmálum um yfirhöndina á miðjunni. Mættir all in báðir.
Pogba og Zlatan virðast átta sig á því að þeir séu mennirnir sem eiga að gera allt. Svo gefa þeir bara á hvorn annan. Það gengur ekkert og eins gott og að einhver segi þeim það. Hefðu samt átt að skapa markið sem stal sigrinum, Zlatan á að ná þessum á markið, þetta er dauðafæri simple as that. Fá báðir falleinkunn í þessum leik, sérstaklega ef þeir þykjast vera go-to- gæjarnir.
Fyrri varsla De Gea er ein svakalegasta sem ég hef séð. 99,9% af öllu fólki í heiminum hefðu staðið í lappirnar og horft á boltann rúlla í netið, gaddfreðnir og sigraðir. Eins og köttur okkar maður, í báðum stóru vörslunum.
Flott stig, ekki flott spilamennska en andlega sterk/styrkjandi frammistaða. Herrera mom, De gea í öðru. Special s/o á Fellaini, Bailly og Valencia. (Bailly er something special).
Lúftpanzer says
Ágætis stig, leiðinlegur leikur. Púllaranir í kringum mig voru svo sigurvissir í gær að þeir töluðu ekki um hvort þeir myndu vinna heldur hve stór sigurinn yrði. Það er ágætt að setja þessa massíft passífu spilamennsku í samhengi við það að Liverpool er sjóðheitt, búið að vinna sína síðustu 5 leiki á meðan United er búið að ströggla og Mourinho þekkir ekki 100% sitt sterkasta lið. Taktískt plan sem gekk upp hjá honum, 1 stig á Anfield er engin heimsendir.
Audunn says
Ágætis stig sem ég bjóst fyrirfram ekki við.
Fyrrihálfleikurinn var bara fínn að hálfu United, hef ekkert undan honum að kvarta nema United hefði alveg mátt skora til meiri skemmtunar.
Í seinnihálfleik datt United í Móra „gírinn“ ef svo má segja, liðið bakkaði hrikalega mikið og það virtist ekki vera neinn áhugi til þess að sækja að marki Liverpool.
Það eru ákveðin vonbrigði að United sé komið á þennan stað í knattspyrnunni.
Liðið hafði þó kjark í að halda boltanum og pressa lið eins og Liverpool Undir stjórn Van Gaal, United í dag heldur boltanum 35% gegn liði eins og Liverpool…
Mjög sorglegt.
Lúftpanzer says
Jújú, 35% er ekki mikið possesion en Þetta var bara gameplanið. Hundleiðinlegt gameplan, en þetta var Anfield og við uppskárum stig. Ekki vil ég skipta út þessu stigi gegn tapi með 50% possesion. Það er eflaust rétt, possession-bolta elskandi Van Gaal hefði aldrei látið þetta gerast. En 65% possesion þýðir ekki endilega að þú munir vinna.. spurðu bara Klopp ;)
Á síðasta tímabili lenti Leicester í 18. (!!) sæti fyrir heildar-possesion en sigraði samt deildina. Average possesionið þeirra yfir allt tímabili var töluvert undir 50%. Possession færir þér ekki endilega sigra eða titla.
stebbinn says
Ferguson hefði mætt á Anfield með viljann til að taka 3 stig… sakna þess hugarfars
Audunn says
Rétt hjá @stebbinn, Ferguson var ekki of upptekinn við uppstillingu og leikplan andstæðinganna heldur voru skilaboðin hans afskaplega einföld. Sækja, sækja sækja..
@Lúftpanzer, þetta er mikil einföldun hjá þér,
Jú jú það má svo sem endalaust deila um taktík, menn hafa misjafna skoðun á þeim.
Mér hefur alltaf fundist sú taktík að pressa og þora að halda bolta innan liðsins vera meira sexy en 11 leikmenn á bakvið boltann að verjast.
Það er mjög ósanngjarnt að bera Leicester saman við eins og Man.Utd.
Við vitum báðir að Leicester er ekki með burði til að valta yfir lið sem er um og yfir miðja deild í getu, því þurfa þeir að beita annarsskonar taktík.
En það er rétt að halda boltanum innan liðsins í 65% þíðir ekki sjálkrafa sigur eða þrjú stig, þannig verður það aldrei.
það eru hinsvegar meiri líkur á sigri því meira sem liðið þitt heldur boltanum, það segir sig sjálft.
Klopp, Guardiola ofl sem hallast að þessari taktík hafa náð mjög góðum árangri.
Móri hefur sömuleiðis náð mjög góðum árangri með sína taktík.
Svo er spurning hvað fólki finnst um taktík þessara manna.
Fyrir mína parta þá væri ég alveg meira en lítið til í taktíkina hans Móra ef ég væri Everton, Southampton, West Ham eða Swansea fan ef það skilaði árangri.
En sem United maður þá vill maður meira, maður gerir meiri kröfur til eins stærsta liðs í heimi.
Það á að geta farið til Liverpool með meira sjálfstraust til að sækja og meiri stæl en þetta að mér finnst þótt ég sé alls ekkert ósáttur við úrslitin sem slík.
En það má líka taka það til greina að Móri er ekki kominn langt með þetta lið í dag, hann á eftir að móta það betur og bæði finna sitt besta lið ásamt sinni bestu taktík.
Þannig að ég er nokkuð rólegur ennþá þótt ég geri jú alltaf kröfur.
Halldór Marteins says
Talandi um mikla einföldun…
Ferguson hugsaði alls ekki alltaf fyrst og fremst um að sækja og hann breytti svo sannarlega taktísku uppleggi sínu með það í huga að stöðva andstæðinginn frá því að spila sinn leik ef þurfti. Við erum að tala um mann sem glaður sótti jafntefli á útivöll með því að spila framherja með gott úthald sérstaklega í því hlutverki að dekka miðjumann andstæðingsins maður á mann.
Í síðustu heimsókn Ferguson á Anfield var Liverpool manni færri í 50 mínútur. Samt var Liverpool meira með boltann og átti fleiri marktilraunir. Tímabilið þar á undan spilaði Ferguson með 5 manna miðju með Jones, Fletcher og Park meðal leikmanna. Liverpool var töluvert meira með boltann og átti fleiri marktilraunir.
En auðvitað hefur United líka farið aggresífara á Anfield. Í mars 2011 til dæmis, þá var United nýbúið að tapa fyrir Chelsea og átti leik á Anfield. Fergie stillti upp nokkuð sókndjörfu liði sem var tæplega 60% með boltann og átti næstum 150 fleiri sendingar en Liverpool. En Liverpool átti fleiri marktilraunir og vann leikinn 3-1…
Ferguson hugsaði oft taktískt og pældi í andstæðingum, sérstaklega seinni árin. Og það kom líka fyrir að hann setti upp eitthvað sem gekk svo ekki endilega vel, United spilaði ekkert alltaf glimrandi sóknarfótbolta þrátt fyrir ætlun um annað.
Mourinho sagði eftir leikinn að hann hefði verið ánægður með United varnarlega og ánægður með að Manchester United hafði tök á leiknum og stemningunni á vellinum, hann þaggaði niður í áhorfendum og stöðvaði Liverpool-lið sem hafði verið á mikilli keyrslu. En hann sagði líka að það hefði ekki gengið að fylgja taktísku uppleggi sóknarlega. Það gerist stundum líka.
Mourinho er að móta liðið, þetta mun allt koma.
Björn Friðgeir says
Að halda því fram að Fergie hafi farið á Anfield með sækjasækjasækja taktík er alrangt. Alrangt.
Audunn says
ég trúi varla að maður þurfi að útskýra taktík Ferguson ofan í þaula fyrir fullorðnum mönnum en mér sýnist samt svo vera.
Ok hann fór ekki í alla leiki á sínum 27 ára ferli sem stjóri Man.Utd með sömu taktík, það er morgun ljóst.
En lang flest lið hans sem voru nú ansi mörg á þessum langa ferli voru lið sem sóttu hratt og voru mjög svo ógnandi í hraðupphlaupum og sköpuðu mikinn ursla, maður saknar að sjá þessar blússandi skyndisóknir sem þetta lið var svo frægt fyrir.
Það er algjörlega sársaukalaust að minni hálfu að halda boltanum minna en andstæðingurinn (sérstaklega á útivöllum gegn sterkum liðum) ef sigur vinnst eins og síðasti leikur Ferguson á Anfield sem Halldór vitnar í, ef ég man rétt þá vann United þann leik 1-2 eftir að hafa lent 1-0 undir.
Ég er alveg sammála Móra að United spilaði góðan varnarleik í gær, enda fékk liðið ekki á sig mark.
Það sem ég er að segja er að það er alveg deginum ljósara að liðið er miklu varnarsinnaðra undir stjórn Móra en það hefur verið, það hljóta allir að sjá það.
Taktík er eitt og úrslit annað, það er svo merkilegt að menn eru duglegir að rýna í taktík og allskonar stats þegar það er þeim í hag en svo skipta þær % og tölur engu máli þegar þær tölur eru ekki þeim í hag, veit ekki hversu oft ég hef rekið mig á það hér.
En ég ætla svo sem ekkert að fara að munnhöggvast um þetta, ég hef mínar skoðanir á liði United í dag.
Mér finnst það alls ekkert betra en það var fyrir hálfu ári síðan þrátt fyrir eina mestu eyðslu sem sögur fara af.
Taktíkin er ekki mér að skapi, liðið er allt of værukærulegt og allt of litlir sénsar teknir.
Lið af þessari stærðargráðu sem er búið að eyða svona svimandi upphæðum á að mér finnst að bjóða manni uppá aðeins meiri fótbolta í svona leik.
En ég endurtek það sem ég sagði áðan.
Ég var ánægður með fyrrihálfleikinn, ánægður með úrslitin og ég er alls ekkert búinn að gefast upp á Móra og veit sem er að hann þarf meiri tíma til að finna bæði sitt rétta lið og bæta margt í leik liðsins.
Ég vona bara að við förum að sjá liðið taka skref framávið sem allra allra fyrst því ég veit að þetta lið á svo mikið inni.
Lifið heil..
Halldór Marteins (@halldorm) says
Sum liða Ferguson yfirspiluðu andstæðinga í flestum leikjum. En það voru alveg lið sem keyrðu titlum í höfn á seiglu, öguðum varnarleik og svo moments of brilliance. Titillinn sem Cantona vann með krökkunum, til dæmis, og titillinn þegar United setti met í að halda hreinu (með því að vinna flesta leiki 1-0), 2008-09.
Ferguson gat líka látið lið sem var vissulega þekkt fyrir hraða og flottar skyndisóknir drepa niður tempó.
Það augljósa í stöðunni var auðvitað það að Ferguson hafði haft mikinn tíma til að móta sín lið. Það hefur Mourinho ekki haft.
Ferguson þekkti alveg þetta að finna taktískar leiðir til að láta leikina snúast um styrkleika síns liðs og núlla út styrkleika andstæðingsins.
“You could see it had 0-0 written all over it from early. Maybe this game, it is just too important now [to lose]. There’s maybe pressure on players that makes it difficult for them to relax. We showed good professionalism, good composure and we just lacked a cutting edge.”
Þessi orð eru ekki frá Mourinho eftir leikinn í gær heldur sagði Ferguson þetta eftir heimsókn á Anfield í september 2005.
Ferguson gat verið varnarsinnaður og Mourinho getur verið sóknarsinnaður. Við munum sjá sóknarsinnaðra lið undir stjórn Mourinho þegar hann verður búinn að móta það betur, það er ég alveg handviss um.
Við erum alveg á sama báti með ýmislegt í þessu þótt við getum líka skipst á skoðunum um annað.
stebbi says
Smá skemmtileg tölfræði úr viðureignum þessara liða í Premier League,
þar sem að maður heyrir ár eftir ár frá poolurum hversu auðvelt það er að vinna United, að þeirra eigin sögn.
Manchester United hefur unnið 27 sinnum, Liverpool bara 13 sinnum og 9 sinnum hefur verið jafnt.
Markatalan er 72-55 United í hag auðvitað,
Á þeirra „óvinnandi vígi“ Anfield höfum við unnið 12 sinnum, Liverpool 8 sinnum og 5 sinnum hefur orðið jafntefli
Á Old Trafford er þetta svona: 15 sigrar, 4 jafntefli og 5 töp
Þannig að næst þegar að þeir byrja á sínu bulli, eins og er strax byrjað, að þeir muni valta yfir okkur á Trafford þá endilega troðið þessu uppí þá.
RH says
Það þarf engin að troða neinu uppí okkur við vitum staðreyndir vel.
En það segir allt sem segja þarf um LFC þessar mundir þegar utd menn eru nokk sáttir við 1 stig :)
góðar stundir félagar.