Jæja, þetta var kærkomið.
Það var boðið til ágætis fyrirpartýs fyrir leik United og Chelsea um helgina þegar Fenerbache kíkti á Old Trafford með Robin van Persie í fararbroddi. Verkefni kvöldsins, þriðja umferð Evrópudeildarinnar.
Mourinho kom ekkert rosalega á óvart í liðsvali sínu. Hann Ákvað að hvíla Zlatan og aldrei þessu vant fékk Romero ekki sénsinn í markinu. Pogba fékk ekki hvíld en Martial, Rooney, Mata og fleiri snéru aftur.
Bekkur: Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Fellaini, Memphis, Rashford og Zlatan.
United byrjaði leikinn af krafti frá fyrstu mínútu. Fenerbache gat ekki spilað mikinn sóknarleik og varðist stærstan hluta leiksins. Það sem einkenndi fyrsta hálfleik leiksins var mjög áköf pressa United hátt á vellinum þannig að andstæðingarnir áttu í miklum erfiðleikum að byggja upp spil. Tyrkirnir færðu sig því aftar á völlinn og leyfðu United að halda boltanum.
Okkar menn potuðu og potuðu í vörn Fenerbache framan af fyrri hálfleik en gekk lítið að skapa opin færi. Eins og svo oft á síðasta tímabil var uppspil United aðeins of hægt og fyrirsjáanlegt. Liðið komst nokkrum sinnum í ágæta stöðu þegar leikmenn eins og Mata, Lingard, Pogba og Martial spiluðu hratt á milli sín en úrslitaákvörðunin klikkaði oftar en ekki.
Það breyttist þó á 30. mínútu þegar Michael Carrick sprengdi upp gestanna með klassísri Carrick-sendingu. Hann gaf gjörsamlega stórkostlega sendingu, svona 50-60 metra langa, inn fyrir vörn Fenerbache, beint á tærnar á Juan Mata sem var kominn einn í gegn. Mata féll í teignum eftir að Simon Kjær reyndi að komast í boltann. Hreint og klárt víti.
Pogba steig upp, tölti rólega að boltanum og setti hann öruggt í netið. 1-0. Akkúrat það sem þurfti.
Seinna mark United kom aðeins tveimur mínútum síðar og var ekki ósvipað því fyrra frá A-Ö. Juan Mata gaf yndislega stungusendingu inn fyrir á Martial sem var kominn einn í gegn. Aftur ýtti varnarmaður gestanna við okkar manna. Aftur var dæmt víti. Flestir bjuggust við að Pogba myndi skella sér á punktinn en Martial gerði það bara sjálfur og smellti boltanum á sama stað og Pogba. 2-0 og þar með var leikurinn eiginlega bara búinn.
United bætti þó við einu marki í viðbót fyrir lok fyrri hálfleik. Í uppbótartíma gaf Wayne Rooney fyrir frá hægri. Sendingin var þó fyrir aftan Lingard sem gerði samt fáránlega vel í að leggja boltann fyrir sig og út í teig þar sem Paul Pogba beið sultuslakur. Hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum í þaknetið fyrir utan teig. Frábært mark, frábær fyrri hálfleikur.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, með marki. United vann boltann á miðjunni. Pogba kom boltanum á Wayne Rooney sem virkaði eins og batti með varnarmann gestanna í bakinu. Rooney kom boltanum á Lingard sem lét vaða af löngu færi og skoraði glæsilegt mark. 4-0.
Það gerðist fátt meira markvert í leiknum. Robin van Persie skoraði reyndar sárabótamark á 83. mínútu. Það var nú eiginlega bara skemmtilegt enda var maður farinn að vorkenna honum fyrir að þurfa að vera í frekar glötuðu liði. Old Trafford kættist við þetta mark og fagnaði van Persie vel. Skömmu áður hafði Mata næstum því bætt við fimmta markinu eftir frábæran undirbúning frá Memphis Depay sem kom inn í seinni hálfleik ásamt Marcos Rojo og Timothy Fosu-Mensah.
Mjög fínn sigur því staðreynd og United er komið á topp A-riðilsins á markatölu en Feyenoord vann sigur á Zorya Luhansk í hinum leik riðilsins.
Nokkrir umræðupunktar
- Gegn Liverpool var Mourinho með Young og Rashford á köntunum og Pogba í holunni. Hér í dag var Martial á vinstri og Mata og Lingard róteruðu í holunni. Auðvitað var andstæðingurinn mun lakari en Liverpool og vitum að Mourinho vill vera varnarsinnaður í stóru leikjunum. Maður getur þó ekki annað en velt því fyrir sér hvort að þessi blanda sé ekki meira við hæfi. Martial kemur með gríðarlegan hraða Lingard og Mata ná svo fáranlega vel saman. Þeir eru ótrúlegir þegar þrengt er að þeim og ná alltaf að spila boltanum frá sér. Það opnar á Pogba sem var frábær í dag.
- Juan Mata á bara að vera byrjunarliðsmaður í 99 prósent leikja. Hann er einfaldlega að spila þannig að það er ekki hægt að halda honum út úr liðinu. Hann spilaði aðalhlutverk í fyrstu tveimur mörkum og hefur verið prímusmótorinn í þeim leikjum sem liðið hefur verið að spila hvað best.
- Wayne Rooney var frammi og stóð sig bara mjög vel. Þetta var hans besti leikur í langan tíma. Hann lagði upp fjórða mark United og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann spilaði frammi í kvöld og maður veltir því fyrir sér hvort að þetta sé ekki bara hans staða það sem eftir er af United-ferli hans.
- Þeir sem komu inn stóðu sig mjög vel. Carrick var frábær að venju og mætti að ósekju alveg fá fleiri sénsa í deildinni. Það var einnig virkilega gaman að sjá Darmian og hann innkomu. Hann var öflugur í pressunni og steig varla feilspor varnarlega og minnti á þann Darmian sem hóf sinn United-feril. Hans besti leikur í langan tíma.
Tísthornið
https://twitter.com/optajoe/status/789198134077427712
https://twitter.com/hayles_101/status/789197947527245828
https://twitter.com/manutdstuff/status/789202225637752832
https://twitter.com/mougalacticos/status/789194759294164992
https://twitter.com/busbymufc/status/789196939329835008
https://twitter.com/fulltimedevils/status/789196678062608384
https://twitter.com/bjarnie16/status/789194943382171648
https://twitter.com/garylineker/status/789199476560756738
https://twitter.com/rffh/status/789201102046572544
https://twitter.com/manutdvines/status/789201690293665792
https://twitter.com/squawka/status/789203293377560577
https://twitter.com/robdawsonmen/status/789203752368480256
Bjarni says
Leiðinlegur leikur.
Karl Gardars says
Er það?
Omar says
Flottur hálfleikur og frábært ađ sjá þennan liđsanda og baráttu. Meira svona :)
Bjarni says
Að sjálfsögðu Karl var þetta leiðinlegur leikur fram að fyrra víti, leikmenn voru lengi í gang að jaðraði við áhugaleysi. En mörk breyta leikjum og svöruðu menn gagnrýni minni vel 😆. Nú er bara að spila áfram eins og síðasta korterið, van Persie og félagar eru bara komnir til að verjast.
Audunn says
Mjög góður og þægilegur sigur gegn liði sem ég átta mig ekki á hvar stendur getulega séð, en ekki eins og það skipti máli,
Þessi úrslit ættu að auka sjálfstraust leikmanna og liðsins í heild sinni, það þarf oft smá heppni til að snúa smá ströggli upp í þægilegt run.
Hlakka til leiksins gegn Chelsea, það verður hörkuleikur sem væri gaman að vinna.
Runólfur Trausti says
Þessi leikur sýndi hversu mikilvægt þetta fyrsta mark er.
Um leið og fyrsta markið kom þá varð þetta svipað og gegn Leicester, það rigndi mörkum.
Leiðinlegt að halda ekki hreinu en maður fyrirgefur svo sem Van Persie að pota markinu inn.
Vonandi að þetta auki sjálfstraust leikmanna á borð við Pogba og Martial. Núna er Mourinho samt eflaust í smá bobba – hvernig útfærir hann liðið gegn Chelsea eftir frammistöður Mata og Lingard í gær? Tala nú ekki um ef Chelsea spilar 343 leikkerfið sitt.
Verður áhugavert að sjá byrjunarliðið á sunnudag á velli sem United hefur gengið HROTTALEGA illa á undanfarin ár.
Karl Gardars says
Þetta voru draumaúrslit í þeim skilningi að við unnum stórt og RVP skoraði eina mark gestanna og fékk í kjölfarið þá virðingu og þakkir sem hann á skilið. Stórkostlegt alveg og sýnir best hvað klúbburinn og aðdáendur eru á öðru leveli en margir aðrir.
Mér fannst Martial mjög góður líka og miðverðirnir okkar eru að ég tel 5-10 leikjum frá því að verða martröð allra mótherja. Fenerbache liðið var þó aldrei líklegt til refsinga og við sjáum hugarfarið hjá okkar mönnum á móti chelsea.
Þetta er allt að koma held ég og menn að stíga upp hver á fætur öðrum.
Karl Gardars says
En hvað er að þessu blessaða manngreyi sem skrifar greinina í fréttablaðið??
Ungur miðjumaður færir sig yfir í erfiðustu deildina, missir af pre season, spilar 10 leiki og skorar 3 mörk í liði sem hefur átt erfitt uppdráttar og er með jafnnýjan þjálfara. Leikmaðurinn er að kynnast liðsfélögunum, allir eru að kynnast leikskipulagi þjálfarans og bæði liðið og téður leikmaður eru byrjuð að sýna stórkostleg batamerki þó vissulega betur megi ef duga skal.
Fréttablaðið enn eina ferðina að stimpla sig út með „vandaðri hlutlausri umfjöllun“.