Leikjahrinan spennandi heldur áfram á morgun klukkan 3, þegar United fer til London og mætir Chelsea á Stamford Bridge.
Eftir jafnteflið á Anfield á mánudaginn búast mörg við því að United mæti til að spila stífan varnarleik. Sú skoðun lítur framhjá því að mestan hluta fyrri hálfleiks gegn Liverpool átti United leikinn og spilið fór að mestu fram á vallarhelmingi Liverpool. Það ásamt frískum leik á fimmtudaginn ætti að sýna að það er engin ástæða til að gefa sér það fyrirfram að leikurinn á morgun verði eins og síðari hluti Liverpoolleiksins. Það er engu að síður alveg á hreinu að það verður lagt upp með að þegar United þarf að verjast þá verði varnarleikurinn eins öruggur og hægt er
Ef leikurinn á fimmtudaginn sagði okkur eitthvað þá var það að Paul Pogba er mun betri þegar hann spilar aðeins aftar á vellinum en á móti Liverpool og að Juan Mata ætti að vera sjálfvalinn í liðið
Ég ætla því að vona að liðið muni líta svona út
Það er að vísu smá vafi á hvort Smalling verði búinn að ná sér eftir meiðsli í leiknum á fimmtudaginn. Þá fer Blind eflaust í miðvörðinn og Shaw kemur inn.
Stamford Bridge er ekki happasælasti útivöllur United síðustu árin. Frá því að Abramovitsj tók yfir hefur United leikið 17 leiki þar, tapað 10, gert 5 jafntefli og unnið aðeins tvo, meistaradeildarleikinn 2011 og þennan frábæra leik árið 2012.
Sagan er því ekki með United en það er ekki eins og liðið fari inn á völlinn með mark í mínus fyrirfram útaf sögunni. Gengi Chelsea í haust hefur verið nokkuð gott, en þeir hafa þó tapað fyrir Liverpool og Arsenal. Nýji stjórinn, Antonio Conte hefur breytt liðinu síðustu tvo leiki yfir í sitt uppáhaldskerfi, 3-4-2-1. Þannig má búast við að Azpilicueta og Cahill nái að bjarga því ef David Luiz fer að gera einhverjar gloríur í vörninni. Í síðasta leik liðsins móti Leicester voru Victor Moses og Marcos Alonso gríðarlega sterkir og United verða að vera viðbúnir þeim.
Miðjubaráttan verður áhugaverð, Kante er ekki búinn að vera jafn áhrifamikill og hann var hjá Leicester en Herrera verður að spila jafn vel og hann gerði gegn Liverpool til að taka á Eden Hazard sem er að spila gríðarvel þessa dagana.
Að þessu öllu sögðu býst ég við frekar varnarsinnuðum leik af hálfu United. Ef Mata kemur inn í liðið fyrir Fellaini getum við samt vonast eftir að leikurinn verði frekar í stíl við fyrri hálfleikinn gegn Liverpool, og að Pogba og Zlatan verði ekki jafn slakir og þeir voru í þeim leik.
Ef þetta gengur upp þá ætla ég að vera djarfur og spá því að United fari frá London með öll stigin þrjú!
P.s. Mér er sagt að José Mourinho hafi einhvern tímann verið stjóri Chelsea. Það kann að hafa einhver áhrif á leikinn.
Runar says
Helvít að hafa verið hársbreidd frá því að fá miða á leikinn :/
Karl Gardars says
https://youtu.be/6f5mQCT022o
Ekkert annað!