Það tók ekki langan tíma fyrir Chelsea að slá tóninn fyrir þessi harmkvæli sem við þurftum að þola í dag, þeir skoruðu eftir aðeins þrjátíu sekúndur. Marcos Alonso gaf langa sendingu utan af kanti, framhjá Smalling og Pedro hristi Blind af sér og stakk hann af, renndi sér framhjá úthlaupi De Gea og skoraði auðveldlega. Hrikalega slæmur varnarleikur þarna bæði hjá Smalling sem hefði átt að geta komist inn í sendinguna og hjá Blind sem var alltof hægur.
Archives for október 2016
Chelsea á Stamford Bridge á morgun
Leikjahrinan spennandi heldur áfram á morgun klukkan 3, þegar United fer til London og mætir Chelsea á Stamford Bridge.
Eftir jafnteflið á Anfield á mánudaginn búast mörg við því að United mæti til að spila stífan varnarleik. Sú skoðun lítur framhjá því að mestan hluta fyrri hálfleiks gegn Liverpool átti United leikinn og spilið fór að mestu fram á vallarhelmingi Liverpool. Það ásamt frískum leik á fimmtudaginn ætti að sýna að það er engin ástæða til að gefa sér það fyrirfram að leikurinn á morgun verði eins og síðari hluti Liverpoolleiksins. Það er engu að síður alveg á hreinu að það verður lagt upp með að þegar United þarf að verjast þá verði varnarleikurinn eins öruggur og hægt er
Manchester United 4-1 Fenerbache
Jæja, þetta var kærkomið.
Það var boðið til ágætis fyrirpartýs fyrir leik United og Chelsea um helgina þegar Fenerbache kíkti á Old Trafford með Robin van Persie í fararbroddi. Verkefni kvöldsins, þriðja umferð Evrópudeildarinnar.
Mourinho kom ekkert rosalega á óvart í liðsvali sínu. Hann Ákvað að hvíla Zlatan og aldrei þessu vant fékk Romero ekki sénsinn í markinu. Pogba fékk ekki hvíld en Martial, Rooney, Mata og fleiri snéru aftur.
Robin van Persie snýr heim á ný – Fenerbahçe kemur í heimsókn
Það er afskaplega skammt stórra högga á milli hjá United. Útileikur gegn Liverpool á mánudaginn var, heimaleikur gegn Chelsea á sunnudaginn og Pep kemur svo í heimsókn eftir viku. En áður en að við getum farið að huga að þessu þarf United að spila leik í Evrópudeildinni sem væri afskaplega fínt að vera laus við. Fenerbahçe er að koma á Old Trafford og með þeim kemur gamall félagi sem reyndist okkur vel. Robin van Persie.
Liverpool 0:0 Manchester United
Það óvæntasta við byrjunarliðið var að Ashley Young var mættur á vinstri kantinn. Mata og Lingard settust á bekkinn en Fellaini kom inn á. Byrjunarliðið var svona:
Varamenn: Romero, Rojo, Shaw (92′), Carrick, Lingard, Mata, Rooney (77′)
Byrjunarlið Liverpool var svona:
Varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno (86′), Lucas, Grujic, Lallana (60′), Origi (86′)