Við höldum áfram yfirferð okkar á yngri liðum félagsins og þeim leikmönnum sem eru á láni.
Ef við byrjum á þeim leikmönnum sem eru á láni þá hefur september mánuður ekkert verið neitt sérstaklega frábær.
- James Wilson byrjaði mánuðinn í byrjunarliðinu hjá Derby County en 0 mörk í 3 leikjum hafa komið honum á bekkinn, þó hann hafi ekki fengið að klára einn leik af þeim þremur sem hann byrjaði. Síðan þá hefur hann setið sem fastar á bekknum.
- Adnan Januzaj var að byrja alla leiki en Sunderland eru þrátt fyrir það með allt niðrum sig. Þrátt fyrir að vera eini ljósi punkturinn fyrir utan markvörð Sunderland í 1-0 tapi gegn Tottenham tókst Januzaj að láta reka sig af velli. Ofan á það tókst honum að meiðast á ökkla í átakanlegu tapi Sunderland gegn Crystal Palace á dögunum.
- Cameron Borthwick-Jackson hefur eflaust átt besta mánuðinn en Wolves geta ekki unnið leik án hans. Með hann í vinstri bakverðinum unnu þeir til að mynda Newcastle en töpuðu svo án hans 4-0 gegn Barnsley.
- Andreas Pereira hefur byrjað alla leikina hjá Granada í spænsku deildinni en því miður hefur Granada ekki enn unnið leik. Pereira er aðallega að spila á vinstri vængnum en tók þá einn leik á miðri miðjunni hjá þeim. Hér má svo sjá highlights úr leiknum hjá Pereira gegn Eibar.
- Guillerme Varela meiddist í september og verður frá í 3-4 mánuði og munum við því lítið heyra af honum það sem af er ári.
U23 ára liðið
Liðið hefur átt mjög misjöfnu gengi að fagna í mánuðnum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City. Matty Willock kom United yfir.
https://vine.co/v/5JAdKlz27WY