Undirritaður var varla búinn að kveikja á leiknum þegar Fenerbahce voru komnir yfir. Einföld fyrirgjöf, hvorki Blind né Rojo voru að dekka Moussa Sow sem ákvað að smella í eina rosalega bakfallsspyrnu og sveif boltinn í fallegum boga yfir David De Gea.
Staðan orðin 1-0 eftir cirka 60 sekúndur en þetta rosalega mark má sjá hér.
Morgan Schneiderlin, sem var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í þó nokkurn tíma, nældi sér í gult spjald eftir 12 mínútur með broti rétt fyrir utan teig. Aðeins sex mínútum síðar var Ander Herrera líka kominn í svörtu bókina eftir brot út á velli. United vægast sagt á hælunum í byrjun leiks.
United fann smá ryðma eftir þetta og fékk Wayne Rooney frábæra sendingu inn fyrir frá Anthony Martial en fyrsta snertingin sveik hann eins og svo oft áður.
Eftir um það bil hálftíma leik kom fyrsta skipting leiksins. Paul Pogba hafði snúið á sér ökklann nokkrum mínútum áður og varð að fara útaf. Í hans stað kom enginn annar en Zlatan Ibrahimovic, við það færðist Rooney í holuna og Zlatan fór upp á topp.
Þrátt fyrir að United hafi pressað ágætlega síðustu 15 mínúturnar þá fundu þeir enga leið í gegnum vörn heimamanna. Það eina markverða sem gerðist var þegar Zlatan og Rooney lentu í smá orðaskaki við Tyrkina (eða allavega leikmenn tyrkneska liðsins).
Staðan 1-0 í hálfleik.
Önnur skipting leiksins kom í hálfleik en þá kom Juan Mata inn á fyrir Morgan Schneiderlin sem var á gulu spjaldi. Virtist sem United færi í meira 4-1-4-1 leikkerfi með innkomu Mata. Það verður seint sagt að skiptingarnar hjá Mourinho hafi veirð varnarsinnaðar í kvöld.
Það tók United samt sem áður tíu mínútur að skapa sér einhverskonar færi. Eftir gott hlaup frá Martial endaði boltinn hjá Mata sem skaut framhjá. Strax í næstu sókn fengu Fenerbahce aukaspyrnu eftir að Zlatan braut heimskulega af sér rétt fyrir utan teig …
Viti menn, fyrrum Sunderland maðurinn Jeremain Lens tók líklega bestu aukaspyrnu lífs síns sem flaug framhjá veggnum og beint upp í samskeytin. Staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn. Strax í kjölfarið gerði Mourinho síðustu skiptinguna sína, kom Henrikh Mkhitaryan inn á fyrir Rashford.
Spil United var meira og minna eins og það var í fyrra. Mikið um sendingar, engin hlaup og ekkert að gerast fram á við. Á meðan fékk Fenerbahce boltann, tók þrjár sendingar og allt í einu var Emineke kominn 1 á 1 gegn De Gea. Spánverjinn stóð þó vaktina í markinu og kom í veg fyrir enn frekari niðurlægingu. De Gea þurfti svo aftur að taka á því eftir að Fenerbahce átti gott skot fyrir utan teig.
Þegar venjulegur leiktími var að renna út þá fékk Rooney boltann fyrir utan teig, ákvað hann að skella sér góð 10 ár aftur í tímann því hann tók tuðruna og lúðraði henni í netið. Staðan allt í einu orðin 2-1 og United stuðningsmenn farnir að láta sig dreyma um eina gamla og góða United endurkomu.
Þrátt fyrir ágætis pressu í lokin tókst United ekki að ná inn mikilvægu jöfnunarmarki.
2-1 lokatölur.
Byrjunarliðið var eftirfarandi:
Varamannabekkur: Romero, Jones, Fellaini, Mata (45), Mkhitaryan (60), Young, Ibrahimovic (30).
Byrjunarlið heimamanna: Demirel, Sener, Kjaer, Skrtel, Hasan Ali, Topal, Josef, Alper, Lens, Sen og Sow
Punktar
- Fyrsta markið staðfesti þá kenningu mína um að það tali enginn leikmaður United í öftustu línu. Sow er aleinn og yfirgefinn á milli Rojo og Blind og hvorugur virðist vita hvar hann er, eða hver eigi að dekka hann.
- United hefur núna unnið einn af síðustu níu útileikjum í Evrópukeppnum.
- United hefur unnið einn af síðustu sex leikjum í öllum keppnum. Í þremur af þessum leikjum hefur liðið ekki skorað mark.
- Annar leikurinn á stuttum tíma þar sem liðið fær á sig mark nánast um leið og leikurinn er flautað á.
- Fyrir utan Leicester leikinn þá getur liðið varla fundið samherja úr þeim 100 hornspyrnum sem þeir fá leik eftir leik. Spurning hvort það mætti ekki prófa nokkrar „in swing“ hornspyrnur frekar en alltaf „out swing“.
- Það að spila Wayne Rooney á bakvið Zlatan Ibrahimovic er ekki væntlegt til árangurs. Hraðinn er lítill sem enginn og Rooney býður ekki upp á nein hlaup á bakvið varnarlínuna þegar Zlatan kemur niður á völlinn til að fá boltann.
- Nú hef ég varið Mourinho frá því hann kom til félagsins en punkturinn hér að ofan er 100% honum að kenna. Liðsvalið hans er mjög undarlegt. Liðið er með ágætis vængmenn og fljóta framherja en samt spilar hann framherjum á vængjunum og geymir vængmennina á bekknum.
- Undirritaður áttar sig ekki alveg á því hvort leikmenn séu annað hvort í engu formi eða hreinlega svona slakir. Menn geta ekki gert einföldustu hluti inn á vellinum lengur.
https://twitter.com/UtdRantcast/status/794234701636583424
https://twitter.com/FutbolChief/status/794234830385008640
Interesting there as Rooney & Herrera pressed Fenerbahce defence high and both turned round furious as Pogba not following behind to squeeze
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) November 3, 2016
Hope I'm wrong but it always feels like #MUFC don't know what to do once they go a goal behind.
— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 3, 2016
It really, really can't just be the manager. United have been shite ever since Fergie left. It can't be as simple as that.
— Alex Shaw (@AlexShawTel) November 3, 2016
Helgi P says
af hverju ekki setja mikka inná fyrir pogba er að verða þreyttur á þessu bulli í þessum stjóra okkar
Bjarni says
Hef fulla trú á sigri.
Omar says
Guð hvað þetta er sorglegt, væri í raun verðskuldað fyrir Fenerbahce að vera í 4-0 núna…
Helgi P says
+þetta verður löng leið aftur á topppinn
Jóhann says
Móri er búin að skíta svo mikið á sig að það er kominn ligt að öllu liðinu’heimsk skiftingar pobba út og slatan inn væri til að sjá hann á bekknum í 2til 3 leiki.
Georg says
Ekki get ég kallað mig fótboltasérfræðing en vantar ekki töluvert uppá hraðann á þessum „possession“ bolta liðsins?
Áttum skilið að tapa, vorum yfirspilaðir taktíkst. Sem virðist ekki flókið, pakka í markteig og hlaupa svo í hafsjó pláss sem myndast þegar Blind og Rojo eru miðverðir.
Rúnar Þór says
Djöfull vorum við lélegir!!! Talandi um fýluferð dauðans. Við töpum leik sem við vorum aldrei líklegir í. Pogba meiðist og Zlatan fær ekki NAUÐSYNLEGA hvíld. Bara neikvætt
Þeir eru að hamra á því á MUTV að prófa 2 frammi eins og það var, á móti minni liðum eins og Burnley o.s.frv þegar það þarf ekki að vera svona hræddir og varnarsinnaðir. Engin breidd á vellinum því bæði Martial og Rashford fara inn á völlinn ÞVÍ að þeir eru framherjar en ekki kantmenn eins og Giggs og Beckham sem voru út í breiddinni. Martial/Rashford frammi og kantmenn á köntunum. Einfalt takk
DMS says
Kannski lán í óláni ef við komumst ekkert áfram – liðið er brotið og ég held að þeim veiti ekkert af því að stilla strengina á æfingum í stað þess að vera í þessum ferðalögum.
En sammála með liðsvalið – af hverju eru Martial eða Rashford ekki settir upp á topp? Við erum með mikið possession en sköpum varla færi. Menn að troðast alltaf upp miðjuna í gegnum alla þvöguna. Mjög auðvelt að verjast þessu. Hvað varð um að láta boltann ganga hratt og láta bakverðina taka overlappið hlaupandi við hliðarlínu til að teygja á andstæðingnum?
Nú er bara spurning hvernig Mourinho tekur þessu mótlæti. Mun þetta verða meltdown eins og hjá Chelsea eða er hann með bein í nefinu til að standa af sér storminn og rífa liðið upp?
GJ says
Æjæjæj.
Í stöðunni 2-0, af hverju ekki að setja tvo fram? Í þau skipti sem Zlatan nær að taka boltann niður er hann alltaf umkringdur andstæðingum og það er enginn að bjóða sig í hlaupi inn fyrir.
Hefði viljað sjá breytt í 3-5-2 strax í kjölfar 2.marks Fene:
Blind – Carrick – Rojo
Darmian – Mata – Herrera – Rooney – Mkhitaryan
Zlatan – Martial
Audunn says
Í sannleika sagt var mér svo sem þokkanlega sama þótt við töpuðum þessum leik, ég var að vonast eftir jafntefli í besta falli.
Það sem ég var einnig að vonast eftir væri að Móri myndi nýuta hópinn sinn aðeins betur og hvíla menn eins og Pogba, Zlatan ofl.
Deildin er og á að vera í algjörum forgangi á þessu tímabili, það á að setja allt kapp á að komast í gang þar en það verður mikið ströggl ef leikmenn eru bæði meiddir og þreyttir eftir þessa evrópuleiki.
Ég skil vel að stilla upp sterkasta liðinu þegar og ef komið er í 8-liða úrslit.
Bara sorrý en Móri er að gera fullt af mistökum hingað og þangað sem gera lítið annað en að auka á vandamál liðsins.
Þegar allt kemur til alls þá held ég að United sé ekkert betur sett með hann sem stjóra en Van Gaal.