Enn eitt ógeðslega jafnteflið á Old Trafford. Enn og aftur yfirspilar United andstæðinga sína en geta bara ekki unnið leik fyrir sitt litla líf. Lokatölur á Old Trafford 1-1 í dag.
Bekkur: Romero, Blind (’63), Schneiderlin (’85), Lingard, Young, Memphis, Rooney (’62)
Lið Arsenal er svo svona skipað:
Cech, Jenkinson, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin, Elneny, Ramsey, Ozil, Walcott, Sanchez.
Leikurinn
Maður sá strax að United var í meira 4-3-3 en venjulega, með Paul Pogba og Ander Herrera sitt hvoru megin við Michael Carrick. Það var þó nokkuð ljóst að þegar United ætlaði að pressa miðjuna hjá Arsenal þá var það Herrera sem fór upp völlinn og Pogba sat við hliðin á Carrick.
Hjá Arsenal var Aaron Ramsey hins vegar á vinstri vængnum og Mesut Özil á bakvið Sanchez.
United byrjaði leikinn vel. Var hraðinn hans Rashford nýttur mjög vel fyrstu mínúturnar. Fyrsta færið kom eftir fjórar mínútur en þá átti Juan Mata skot framhjá úr aukaspyrnu. Leikurinn var þó mjög kaflaskiptur út fyrri hálfleikinn en bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér nein opin dauðafæri.
Fyrsta færi Arsenal féll fyrir Alexis Sanchez en skalli hans fór langt framhjá af markteig. Arsenal voru aðeins betri með boltann fyrstu 30 mínúturnar og átti United í basli með að spila sig út úr vandræðum án þess þó að fá á sig nein hættuleg færi.
https://twitter.com/Squawka/status/799956111021527041
Sanchez fékk fyrsta gula spjald leiksins á 15. mínútu leiksins. Matteo Darmian fékk svo fyrsta gula spjald United þegar hann „braut“ á Theo Walcott. Endursýningar sýndu að Darmian snerti aldrei Walcott sem datt í rauninni þegar hann var búinn að missa boltann frá sér. Darmian braut svo á Jenkinson á 32 mínútu og slapp eflaust við gult spjald því Andre Marriner vissi að fyrra gula spjaldið var vitleysa.
Þegar það voru um það bil 10 mínútur eftir af fyrri hálfleiknum þegar Antonio Valencia fékk boltann inn í teig, hann fór framhjá Nacho Monreal þegar sá spænski stakk sér til sunds á eftir honum og Valencia féll í teignum. Andre Marriner ákvað hins vegar að þetta væri fullkomlega löglegt og ekkert að þessu.
https://twitter.com/philmcnulty/status/799962521729986560
https://twitter.com/RFFH/status/799963039172820993
Stuttu seinna átti Mata svo gott skot sem Petr Cech varði frábærlega í horn. Cech var svo aftur vel á verði þegar Martial átti tvö skot á markið með stuttu millibili í lok fyrri hálfleiksins.
United töluvert hættulegri hvað varðaði færi í fyrri hálfleiknum en Arsenal átti ekki skot á markið þrátt fyrir allt vesenið sem Sanchez var með.
Staðan 0-0 í hálfleik en United mjög sóknarsinnað fyrstu 45 mínútur
https://twitter.com/Squawka/status/799966572962004992
United byrjaði síðari hálfleikinn mjög svipað og fyrir hálfleikinn. Ákafinn, pressan og greddan var alls ráðandi fyrstu 5-10 mínúturnar hjá United. Virtist sem loksins væri United farið að fara upp vinstri vænginn og keyra á Jenkinson.
Á 62 mínútu gerði Mourinho fyrstu skiptingu leiksins, kom Wayne Rooney inná fyrir Martial. Við það fór Rashford út á vinstri vænginn og Rooney fór fram. Strax í kjölfarið kom Daley Blind inná fyrir Darmian sem var byrjaður að haltra, ásamt því að hann var á gulu spjaldi.
BÚMM! Á 68 mínútu átti United frábært spil upp hægri vænginn. Pogba gaf boltann inn í teig á Herrera sem gaf boltann út í teig á landa sinn Juan Mata sem lagði hann mjög fallega í netið. Staðan orðin 1-0! Fékk Juan Mata gult fyrir fagnið en eins og menn vita er bannað að sýna tilfinningar í knattspyrnu í dag.
https://twitter.com/Squawka/status/799974749640146945
Arsenal brást við markinu með því að setja Oliver Giroud inn á fyrir Elneny. Þegar 10 mínútur voru eftir kom Granit Xhaka inn á fyrir Coquelin. Síðasta skiptingin kom svo stuttu seinna þegar Alex Oxlade-Chamberlain kom inn á fyrir Jenkinson.
Mourinho brást við sóknarþunga Arsenal með því að setja Morgan Schneiderlin inná fyrir Juan Mata. Mjög skiljanleg skipting miðað við gang mála. Færðist Herrera þá út á hægri vænginn og Schneiderlin kom í stöðuna hans inn á miðjunni.
Eins og venjulega þá skiptir samt engu máli hversu vel United spilar í heildina, þeir geta bara ekki klárað leiki. En í lok leiks óð Oxlade-Chamberlain framhjá Rashord á hægri vængnum og af þennan fína bolta fyrir á Oliver Giroud sem þakkað pent fyrir sig og stangaði tuðruna í neitð.
Lokatölur 1-1.
Punktar
- Herrera virðist vera lykillinn á pressunni hjá United. Hann ákveður hvenar og hvernig United pressar miðjuna og öftustu fjóra hjá Arsenal. Það gerist ekkert nema Herrera fari af stað.
- United átti erfitt með að spila sig út úr pressunni hjá Arsenal og leituðu oftar en ekki að Rashford í svæðin sem bakverðir Arsenal skildu eftir sig.
- Rashford virðist hafa verið að æfa fyrirgjafir því hann áttir nokkrar geggjaðar í dag. Einnig kjötaði hann Shkodran Mustafi í jörðina sem var mjög ánægjulegt að horfa upp á.
- United sótti full mikið upp hægri vænginn í fyrri hálfleik, Martial fékk boltann nánast aldrei.
- United spilaði enn og aftur mjög vel á Old Trafford. Það að geta ekki klárað færi hins vegar kostaði liðið tvö stig í dag.
- Arsenal skoraði úr eina færinu sínu sem fór á markið. Rojo, Jones og Carrick voru með Sanchez, Özil og Ramsey í vasanum en ein fyrirgjöf á Giroud var nóg.
Það er rosalega erfitt að vera jákvæður eftir enn einn svona leikinn. Stoke City, Burnley og núna Arsenal. Þetta eru leikir sem United hefur tekið þrjú stig úr en ætti í raun að hafa tekið níu. Pirringurinn er allsráðandi. Tala nú ekki um þar sem liðið hefur ekki enn unnið lið sem fyrir ofan sig í töflunni.
Bjarni says
Þetta verður þungur róður fyrir okkar menn og vonast ég eftir sigri eða að leikurinn endi með jafntefli. Nú fá ungu strákarnir tækifæri til að sýna hvað þeir geta fram á við. Spái 2-2.
Hippo says
Aðferðafræðin er fyrirsjáanleg og augljós. Liggja í vörn og vonast svo til að klúðra inn einu marki eftir varnarmistök.
Og þetta er á heimavelli, sorglegt ástand.
Kjartan says
Þrjú jafntefli í röð á heimavelli þar sem heil 2 mörk hafa verið skoruð af okkar mönnum. Eins og Martial er að spila þessa dagana veltir maður því fyrir sér hvort úlpurnar hafi haft rétt fyrir sér eftir allt saman.
Næst er leikur á móti Feyenoord, þar sem Móri mun spila á sínu sterkasta liði. Sambærilegt en bara mun þreyttara lið mun svo gera 1-1 jafntefli á móti West Ham eftir viku.
einar__ says
Hrikalega ósanngjarnt. Þessu leikur fer í flokk með Burnley og Stoke leikjunum. Hefðum undir öllum eðlilegum aðstæðum átt að hafa 6 stigum meir úr þessum þremur leikjum. Þetta helvítis jöfnunarmark lág samt í loftinu, liðið datt alltof aftarlega undir rest.
Ég er tiltölulega jákvæður en vonsvikinn. Maður hefur séð það verra.
Að lokum vona ég að sjái Marriner aldrei dæma leik aftur. Mourinho effect? Án þess að detta í full-on púllara gírinn þá varð mér hugsað hvort hreinilega allir dómarar landins hati Mourinho?
McNissi says
Sagði enginn við Blind að hann ætti að vera í bakverðinum en ekki miðverðinum??
Af hverju skilur hann Rashford eftir einan á móti Ox og í staðinn dekkar hann svæði!
Skelli skuldinni alfarið á Blind!
Runólfur Trausti says
Ég hefði kannski átt að bæta því við í skýrsluna en þetta jöfnunarmark er öskrandi dæmi um af hverju þú þarft leikmann eins og Fellaini í hópinn.
Henda honum inná þegar það eru 10 mín eftir og segja honum að líma sig hreinlega við Giroud enda er það eini leikmaðurinn í Arsenal sem ógnar í loftinu.
Er ennþá pirraður enda var þetta ógeðslegt jafntefli.
Ég get þó ekki kvartað í Mourinho, enda virðist liðið oftast rétt upp sett í undanförnum leikjum. Þeir bara geta ekki skorað / haldið hreinu fyrir sitt litla líf. Hvað varðar Blind atvikið þá ég eftir að sjá það aftur en fyrir mér er alveg hægt að kenna Rashford og Pogba um þetta. Rashford á að loka hlaupaleiðinni upp vænginn og Pogba á að cover-a miðjuna fyrir hann. Ef allt klikkar á Rashford líka bara að brjóta á honum.
Audunn says
Fellaini hefði aldrei komið í veg fyrir þetta mark bara svo það sé á hreinu.
United gleyma sér alfarið út á vinstri kantinum og því eftirleikurinn auðveldur.
Þegar menn eru farnir að halda því fram að Fellaini sé maðurinn sem ræður því hvort United vinnur á heimavelli eða ekki þá er afsökunar botninum endanlega náð.
Hrikalega svekkjand úrslit.
DMS says
Manni finnst oft vanta svo lítið upp á. Lánleysið virðist elta okkur og það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu. Með smá heppni gætum við verið með fullt hús stiga undanfarna 3 leiki en í stað þess erum við með 3 stig úr þessum leikjum. Þá værum við að tala um að liðið væri í 3. sæti, einungis 2 stigum frá toppliðinu eins og staðan er í dag. Alltaf þetta „ef“ og „hefði“ í boltanum, en ég er í raun bara að koma inn á þetta til að vega aðeins upp á neikvæðnispésunum. Mér finnst vanta mjög lítið upp á að þetta fari að smella hjá okkur og úrslitin að detta inn. Við hljótum að fara að fá leiki þar sem lukkudísirnar eru okkar megin.
Mér fannst við eiga skilið öll stigin í dag miðað við gang leiksins en kannski erfitt að segja það ef menn geta ekki haldið einbeitingu í fullar 90. mínútur og séð út leikinn. Sóknarmennirnir okkar þurfa líka að fara að klára færin betur. Er ekki rétt hjá mér að skallinn hjá Giroud hafi verið fyrsta tilraun Arsenal sem fór á rammann?
Björn Friðgeir says
Leikurinn í gær varð til þess að bjartsýni-Bjössi kom úr hýði.
Mér fannst þetta að flestu leyti fínn leikur og jafnteflið mátti skrifa bæði á óheppni og smá á reynsluleysi og taktík. Við erum að finna bestu uppstillinguna og hvaða leikmenn eiga helst að spila hana. Við vorum líklega aðeins of bjartsýn fyrir tímabilið vegna kaupanna, og væntingar um að þeir myndu verða lykilmenn voru ótímabærir. Bailly var bestur þeirra þangað til hann meiddist, Zlatan hefur ekki verið gamli-Zlatan og Mhki er eitthvað týndur. Pogba er hins vegar að finna fjölina sína eftir erfiða byrjun og engin ástæða til annars en að ætla að hann verði það sem við vorum að borga fyrir
Það vantar enn menn í púslið, ennþá er eitthvað af meðalmönnum í hópnum en í gær stigu Rojo og Jones upp og væri nú ansi gaman ef þeir héldu því áfram og veittu smá samkeppni í vörninni. Ef ekki, þá vitum við að það er enn á dagskrá að styrkja liðið enn frekar. Það er jafnvel hugsanlegt að við fáum 1-2 menn í janúar.
Við erum skemur á veg komnir í uppbyggingunni en við vonuðum en leikurinn í gær gefur vonir um að a.m.k. hluti örðugleika haustsins séu að baki. Ekki að sé að slá einhverju föstu, við höfum alveg fengið falskar vonir áður síðustu árin en þetta leit bara ágætlega út.
Framundan eru t.d. leikir við Everton og Tottenham, leikir sem þurfa að vinnast il að ná fjórða sætinu, sem hlýtur nú að vera markmiðið, og það ekki auðunnið. En núna skulum við hafa fulla trú á verkefninu, ég geri það a.m.k.
Þetta verður eins og með Van Gaal. José verður að fá tvo sumarinnkaupaglugga til að sýna hvað hann getur gert með liðið. Hann er ekki kominn á neina endastöð og ég sé ekki neinn stjóra á lausu sem gæti stigið inn sem stendur. Við getum talað saman um það aftur ef allt er í klessu eftir ár eða rúmlega það!
Halldór Marteins says
Sammála Bjössa.
Það var vissulega pirringur að hafa ekki náð að klára leikinn miðað við yfirburðina í seinni og að liðið komst mjög verðskuldað yfir en náði ekki að hanga á því. Það er ákveðinn pirringur að nú þarf enn meira að gerast til að United fari að blanda sér í toppslaginn en ef liðið hefði sigrað leikinn. En það var líka hægt að sjá meira af því jákvæða sem er í mótun hjá Jose.
Það vantar aðeins upp á gæðin, það vantar aðeins upp á reynsluna, það vantar aðeins upp á karakterinn. En það vantar ekki mikið.
Audunn says
United var klárlega betra liðið en þeir voru samt ekki að sundur spila Arsenal að mér fannst þrátt fyrir að Arsenal hafi átt mjög dapran dag sérstaklega sóknarlega.
Ég held að þessi úrslit endurspegli svolítið á hvaða stað United er í dag þegar liðið nær ekki að vinna Arsenal á heimavelli í leik þar sem Arsenal getur lítið sem ekki neitt.
Það er sorglegt fyrir okkur stuðningsmenn Man.Utd hvað vantar ennþá mikil gæði í þetta lið þrátt fyrir gífulega eyðslu undanfarin ár, ég held að þetta United lið sem spilaði gegn Arsenal á laugardaginn sé umþb 2x dýrar, því miður skilar það sér hvorki í knattspyrnulegum gæðum né úrslitum enn sem komið er.
En það eru nokkrir jákvæðir punktar eins og t.d Jones,
Ég hef alltaf sagt að 100% Jones (sem er reyndar svo sjaldséð að það er varla hægt að taka það sem dæmi) er betri en Smalling.
Ef Jones kemst yfir þessi endalausu meiðsli sín og í almennilegt leikform sem endist í einhverja mánuði þá er hann klárlega fyrsti kostur í miðvarðarstöðuna ásamt Bailly.
Finnst liðið vera í ágætismálum varnarlega séð sérstaklega þegar Carrick er með en það vantar ennþá upp á sóknarleikinn, liðið er bara ekki að skapa nóg og það er ekki að koma mikið út úr leikmönnum eins og Martial, Rooney og Rashford. Það mæðir mikið á Mata og Pogba þegar kemur að því að skapa og skora.
En ég get séð ljósið í myrkrinu, þetta smellur saman vonandi fljótlega og eins og Björn kemur inn á þá þarf Móri amk tvo glugga til að fá inn þá menn sem hann vill fá.
Ég er hinsvegar ekki viss hvort eigendur United séu tilbúnir í miklar fjárfestingar á næsta ári þar sem þeir hafa eytt miklu undanfarin ár og skuldir hafa hækkað mikið undanfarana mánuði.
Björn Friðgeir says
Eitt varðandi skuldirnar, hækkunin er útaf veikingu pundsins, þær eru í USD. Án þess ég hafi séð neitt um það þá eru amk einhverjir styrktarsamningar í USD og það eru einhverjar varnir líka í gangi þannig ég er að vona að þessi pundsveiking sé ekki að gera of mikinn óskunda.
Manni says
liverpool var líka 100 sinnum betri gegn burnley og áttu 35-38 skot og voru 78% prósent með boltan. Á meðan Burnley áttu 2 skot og unnu 2-0. Liverpool voru líka miklu miklu betri gegn Southampton í dag en gerðu samt 0-0 jafntefli. Hættum þessu hevistis væli þótt við vorum með 3-4 skotum meira en andstæðingurinn. Arsenal var meira segja meira með boltann minnir mig. Ef við klárum ekki leikina þá eigum við það ekki skilið að vinna. Við erum ekki eina liðið sem lendir í þessu. Við erum langt á eftir Liverpool, City og Chelsea því miður.