Eins og komið var inná í upphituninni fyrir þennan leik þá einfaldlega varð United að vinna þenna leik. 2:0 sigur Fenerbahce á Zorya einfaldlega þýddi að með tapi þá dytti okkar lið alfarið úr Evrópu. Feyenoord hefur verið á ágætis siglingu í öllum keppnum hingað til hafði einungis fengið á sig 2 mörk í fyrstu 4 leikjunum í Evrópudeildinni. Manchester United hinsvegar hafa verið að spila þokkalega vel í undanförnum leikjum en hafa ekki verið nógu grimmir í markaskorun. Fólk var einnig spennt fyrir því að sjá Henrikh Mkhitaryan fá að spreyta sig í byrjunarliðinu en hann hefur nánast alls ekkert komið við sögu á tímabilinu hingað til.
Liðið sem byrjaði þennan leik
Fyrri hálfleikur
Manchester United byrjaði þennan leik virkilega vel og liðið ætlaði greinilega að spila til sigurs. Hver einasti leikmaður virkaði einbeittur fyrir utan Zlatan sem var örlítið ryðgaður í fyrri hálfleiknum. Wayne Rooney átti sinn besta leik í langan tíma og virðist sem að umræðan undanfarið hafi kveikt eldinn í honum aftur. En augu allra voru á Armenanum Henrikh Mkhitaryan og sá var staðráðinn í að sýna hvað hann getur. Hann var fimur á boltanum og var mjög lúnkinn við að koma boltanum á samherja og með smá heppni í kvöld hefði hann getað skorað einhver mörk. Paula Pogba og Michael Carrick halda áfram að vera mestu miðjusamsetningin okkar en Pogba var stórkostlegur í kvöld á meðan Carrick heldur áfram að vera yfirvegunin sem þarf þegar liðið er spila jafn flæðandi bolta og það hefur verið að gera á timabilinu. Um miðjan hálfleikinn kom besta sókn gestanna í öllum leiknum en Sergio Romero varði tvisvar og önnur varslan var eitthvað sem sjálfur Guðmundur Hrafnkelsson hefði verið stoltur af. Á 35. mínútu kom loksins mark þegar Zlatan stakk boltanum inn á Rooney sem var á mörkunum á því að vera rangstæður en ekkert var dæmt og Rooney skoraði virkilega laglegt mark. United var sanngjarnt 1:0 yfir í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Seinni hálfleikurinn var síðan meira af því sama. United hélt áfram að spila vel og Feyenoord vissu varla hvort þeir voru að koma eða fara á köflum. En United hefur leitt leiki 1:0 á tímabilinu og spila vel en ekki klárað leikina og sú staðreynd gerði mann svolítið stressaðan því að sigur var nauðsynlegur í kvöld. Lengi leit það þessi leikur út fyrir að ætla að vera tæpur eins og síðasti leikur gegn Arsenal og við munum öll hvernig sá leikur fór. En sem betur fer dró til tíðinda á 70. mínútu þegar Juan Mata kom United í 2:0 eftir stoðsendingu frá Rooney sem átti flottan leik í kvöld. Strax eftir markið fór Mata af velli og Jesse Lingard leysti hann af hólmi.
Strax eftir markið fór Mata af velli og Jesse Lingard leysti hann af hólmi. Fimm mínútum síðar átti Zlatan flott stoðsendingu á sjálfan O.G. sem kláraði glæsilega og staðan því 3:0 og úrslitin ráðin. United var loksins að drepa leik og vonandi er þetta það sem koma skal en ekki bara falskt upphaf. Á 82. mínútu gerði José Mourinho tvöfalda skiptingu og voru félagarnir Rooney og Mkhitaryan teknir af velli og stóðu áhorfendur upp og klöppuðu ákaft fyrir þeim en það var fullkomlega verðskuldað. Í þeirra stað komu þeir Memphis Depay og Marcus Rashford. Áfram hélt United að sækja og Jesse Lingard skoraði virkilega laglegt mark sem Brad Jones í marki Feyenoord var með puttana í en það var ekki nóg til að verja og United komið í 4:0.
Tíst og skemmtilegheit
https://twitter.com/StatmanDave/status/801905855637635072
https://twitter.com/footballmcd/status/801919183516733440
https://twitter.com/Okwonga/status/801905058250166272
https://twitter.com/ManUtdUpdates_/status/801906045719179264
https://twitter.com/_AnthonyWilson/status/801904319448698884
Runar says
Mikhitarian.. What a Man! 💙
Viðar says
Mjög flott spilamennska hjá okkar mönnum í kvöld! Líka gaman að sjá Mikka fá tækifærið og nýta það í botn!
Rúnar Þór says
Verð að nefna stoðsendinguna hans Rooney á marki nr 2. Rugl að hann hafi séð þetta hlaup, tók bara sénsinn að menn væru mættir, svona á þetta að vera, geggjað mark :D
Halldór Marteins says
Sammála með stoðsendinguna. Sú sending, og reyndar fleiri í þessum leik, fannst mér vera lýsandi fyrir það að leikmennirnir í liðinu eru farnir að þróa með sér gott samband og leikskilning sín á milli.
Rooney þurfti ekki að sjá hlaupið, hann veit hvernig Mata spilar.
Rauðhaus says
Má til með að minnast á Phil Jones sem er búinn að vera virkilega góður þessa þrjá leiki sem hann er búinn að spila í röð.
Magnús Þór says
Algjörlega sammála með Phil Jones. Menn virðast hafa gleymt því að vandamálið hans eru meiðsli ekki skortur á getu né gæðum.
Halldór Marteins says
Já, maður er orðinn svo rosalega vanur því að afskrifa Phil Jones að það er ágætt að rifja það upp að hann er góður í fótbolta. Hann má líka alveg eiga það að það er meira en að segja það að koma inn af slíkum krafti eftir svona erfið meiðsli. Nú krossar maður bara alla putta og biður bæði til gömlu guðanna og þeirra nýju að hann haldist heill.
Kjartan says
Frábær sigur og besti maður Búndeslíkunar áttti góðan leik, þeir verða vonandi fleiri á næstunni. Pogba átti einnig góðan leik og Rooney sýnir að hann getur ennþá nýst okkur í svona svipuðu hlutverki og Ryan Giggs átti fyrir okkur seinustu 4-5 árin eða svo.
Gott að menn eru ekki búnir að gleyma Phil Jones, hann er ennþá ungur og ætti að eiga nóg inni. Mér hefur alltaf fundist Jones vera svona blanda af Stuart Pearce og Tony Adams, enskur bulldog út í gegn.
Valur says
Kom ekki Rashford inn fyrir Mata og Lingaard og Memphis fyrir Rooney og Mikka?
Cantona no 7 says
Góður sigur og vonandi verður framhald á þessu.
G G M U
DMS says
Já maður krossar putta að Phil Jones haldist heill. Þar með þarf villingurinn Rojo að spila minna – er ekki aðdáandi hans.