José Mourinho tefldi fram sama liði og í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eric Bailly var ekki settur inn í stað Jones eða Marcos Rojo þrátt fyrir ágæta frammistöðu gegn Zorya.
Varamenn: S.Romero, Blind, Bailly, Fellaini, Mata, Rooney, Rashford.
Tottenham gat teflt fram sínu sterkasta liðið í fyrsta skipti í nokkun tíma því Toby Alderweireld kom inn í liðið eftir meiðsli.
Ekki í fyrsta skipti í vetur byrjuðu United ferskir. Strax á annarri mínútu átti Pogba skot sem Lloris varði. Það var góður undirbúningur Mkhitaryan og Zlatan sem lagði upp færið, Pogba reyndi nákvæmt skot frekar en neglu og Lloris varði það vel.
CHANCE! Pogba nearly grabs a dream start for United but Lloris saves well! Live on SS1 now. https://t.co/FCz74OCi4c pic.twitter.com/jSDyTlpqHp
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2016
Annars var fyrst kortérið nokkuð jafnt og mkið um þreifingar. Spurs voru samt meira með boltann og Erikssen tók aukaspyrnu á 18. mínútu sem De Gea þurfti að verja vel.
Þetta vakti United aðeins til lífsins og þeir snéru spilinu aðeins vel. Það var hægt að sjá oftar en einu sinni góðan samleik og spil allt inn í teig Tottenham, en vörn þeirra og Lloris voru þétt fyrir. En markið kom loksins á 29. mínútu, Kane var í vandræðum á miðjunni, Herrera komst inn í lausa sendingu og gaf frábæra stungu upp völlinn. Zlatan var að rölta úr rangstöðu en sendingin var ætluð Mkhitaryan sem tók boltann, spretti inn i teig og hamraði knöttinn framhjá Lloris. Frábært mark!
De Gea minnti okkur á að hann er góður markmaður þegar hann varði þrumuskot Son yfir, en Tottenham voru betri síðasta kortérið í fyrri hálfleiknum, ekki ósvipað þessum síðustu kortérum í leikjunum þar sem við höfum verið að sjá lið jafna móti okkur undir lokin.
Seinni hálfleikur fylgdi sama mynstri, Spurs sá um að halda boltanum. Eriksen skaut beint á De Gea utan teigs og átti síðan fína aukaspyrn fyrr þar sem Wanyama fékk algerlega frían skalla en nýtti hann herfilega illa.
Sem fyrr voru samt skyndisóknir United hraðar og beittar. Í einni slíkri fékk Pogba aukaspyrnu nokkrum metrum utan teigs, tók hana sjálfur og hamraði knettinum í þverslána, Svakalegt skot. Í næstu sókn á eftir átti hann svo skot sem Lloris varði, og fékk svo gult fyrir brot þegar Tottenham fengu boltann.
Christian Eriksen hélt áfram að vera hættulegur, og það hjálpar ekki að gefa Tottenham aukaspyrnur. De Gea varði eina slíka frá Eriksen um miðjan hálfleikinn.
Fyrsta skipting United var Martial út, Rashford inn, sem pirraði þau frekar sem höfðu verið orðin hrædd um að Matteo Darmian væri ekki að standa sig nógu vel í bakverðinum. Rashford var mjög frískur eftir að koma inn á, duglegur að sækja boltann þó ekki yrði alltaf mikið úr þessu hjá honum og United sótti meira eftir það.
Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir fór Danny Rose illa í Mkhitaryan aftanfrá og Henrikh varð fyrir einhverju ökklahnjaski og var borinn af velli. Samkvæmt Mourinho eftir leikinn mun hann missa af næsta leik og hugsanlega leiknum þar á eftir, en ætti að vera góður um jólin. Bailly kom inná. Dele Alli sparkaði rétt á eftir illa í Carrick en slapp við spjald. Dómarinn hafði verið mjög slakur í leiknum og var ekki að vinna sér inn prik fyrir þetta.
Síðustu mínútur leiksins og í sex mínútna viðbótar tíma sótti Tottenham nær látlaust. Fellaini kom inn á fyrir Herrera á síðustu mínútu viðbótartímans og það heyrðist baul sums staðar í áhorfendahópnum. Alger óþarfi þó Fellaini sé ekki allra.
En United hélt út og loksins loksins kom sigur í deildinni. Þessi leikur var vissulega ekki mikið öðruvísi en leikirnir sem tapast hafa niður í jafntefli, en þetta er samt allt að slípast. Jones og Rojo voru þrælgóðir í vörninni að vísu með þeim fyrirvara að Rojo var eilitið kærulaus í að gefa aukaspyrnur. Ander Herrera var frábær á miðjunni og Paul Pogba gríðarlega sterkur. Mkhitaryan var jafn spennandi og í síðustu leikjum og vonandi að meiðslin slái hann ekki út af laginu. Ibrahimovic var mjög góður í leiknum og var betri í að halda boltanum og dreifa en oftast áður.
Sem sé: Fínn sigur, verðskuldaður og eins og oftast í haust, skemmtilegri af hálfu United heldur en nokkurn tímann í fyrra.
Enn og aftur: Þetta er allt á réttri leið.
Audunn says
Fyrirfram ekkert sérstaklega ánægður með
Þetta byrjunarlið.
Vildi sjá Blind í vinstri bak og Bailly í stað Rojo.
Omar says
Sterkur sigur þó svo að betra hefði verið að ná inn einu marki í seinni hálfleik til að klára þetta. Má segja að neglurnar hafi verið alveg búnar þegar kom að „skyldu“ skiptingunni á 94 mínútu, þegar Fellaini kom inná. Fannst Mkhitaryan, Rojo, Herrera og De Gea vera okkar bestu menn í dag og erfitt að gera upp á milli þeirra, þó svo að Mkhitaryan hafi skorað þetta gullfallega mark. Vonandi er karlinn bara ekki alvarlega meiddur. Jákvætt hve vel „vara“ miðvarðarparið Jones og Rojo er að standa sig vel. Fannst þeir vera frábærir og náðu oft að grípa vel inn í þar sem að bæði Darmian og Valencia voru ekki að eiga sinn besta leik í dag.
Karl Gardars says
Skemmtilegur leikur.
Rojo var frábær í dag. En hann fær spjöld og getur gefið hættulegar aukaspyrnur. Jones var líka solid og miðjan okkar var heilt yfir frábær.
Martial átti ágætis spretti en mér finnst hann stundum reyna allt of mikið að skora. Mér finnst leikmennirnir vera farnir að læra betur á hvorn annan.
Vonandi er þetta að smella hjá okkur núna!
Audunn says
Gífurlega mikilvægur sigur og væntanlega gott fyrir sjálfstraustið fyrir komandi leiki.
Var efins með Rojo og Darmian fyrir leik en Rojo átti mjög fínan leik, Darmian aftur á móti er ekki traustur í vinstri bak .
Líklega fer hann í hægri bakvörðinn í næsta leik þar sem Valencia verður í banni.
Annars góð þrjú stig og liðið verður vonandi duglegt í stigasöfnun í komandi leikjum.
P.s
Vel gert Old Trafford að baula á Fellaini.
Stuðningsmenn United eiga ekki að láta bjóða sér hvaða leikmann sem er.
Sérstaklega ef viðkomandi uppfyllir ekki lágmarks kröfur getulega séð.
Þeir eru í fullum rétti að láta skoðanir sínar í ljós.
Halldór Marteins says
Finnst gríðarlega lélegt þegar áhorfendur baula á einhvern einn ákveðinn leikmann. Það er eitt að láta í ljós skoðun á frammistöðu liðsins í heild. En að baula á leikmann sem kemur inn á er eitthvað sem maður býst helst við að sjá frá vanþakklátum pappakassahluta stuðningsmanna Real Madrid.
Það var virkilega gott hjá Mourinho að tileinka Fellaini sigurinn eftir leik. Með því sendir hann líka þau skilaboð að hann lætur ekki óþroskaðan og vanþakklátan vælukór stjórna því hvaða leikmenn hann notar. Eðlilega.
Karl Gardars says
Ekki hægt að orða þetta betur Halldór! Til skammar að baula á sína menn.
Atli Þór says
Fínn leikur í dag og í takt við það sem verið hefur undanfarnar vikur. Miklu skemmtilegri sóknarleikur en við höfum séð síðustu 3 ár. Fannst liðið heilt yfir gott, helstu áhyggjumefnin voru í gegnum Darmian og Martial hefði mátt styðja betur við hann. Mér fannst þeir tveir hefðu mátt vera frískari í dag.
Herrera fannst mér frábær á miðjunni. Vinnur marga bolta og er að verða frábær í þessari skítavinnu sem þarf að vinna. Leikmaður með flottan leikskilning. Miki er kominn með sjálfstraust og frábært að sjá hann í þessum leik. Móri telur að hann missi aðeins af einum leik vegna meiðslanna og vonandi stenst það.
Pogba var flottur og aukaspyrnan hans frábær. Við vorum að tala um það hérna heima að hann mæti fara að fá sénsinn í aukaspyrnum þar sem lítið hefur komið út úr þessu hjá Rooney og Zlatan.
Maður hefur á tilfinningunni að það sé bara tímaspursmál þangað til liðið kemst á gott skrið og nær margra leikja sigurhrinu. Vonandi er þetta byrjunin á slíku.
Nú þurfum við bara að fá alla heila því gott lið þarf á heilbrigðri samkeppni að halda í öllum stöðum.
Það vantar ekki mannvalið þegar allir eru heilir. Í dag hefði mátt stilla upp mjög sterku liði með leikmönnum sem ekki byrjuðu.
Til dæmis þessu:
Romero í marki, Blindog Shaw í bakvörðum, Bailley og Smalling í miðverði, Sneiderlin og Fellaini á miðjunni (eða Schweinsteiger), Rashford og Lingard á köntunum (að ótöldum Depay) og Mata í holunni fyrir aftan Rooney.
Ég held að það séu góðir tímar framundan.
Cantona no 7 says
Flottur sigur á góðu liði.
Núna verðum við að vinna áfram á sömu braut.
G G M U
Auðunn says
Ef allir væru nú svona æðislegir og þroskaðir og þú @Halldór þá væri veröldin líklega fullkomnari.
Annars er afskaplega barnalegt að gagngrýna skoðun stuðningsmanna United,
það eru þeir sem borga þessum mönnum laun meira og minna og eru í fullum rétti að láta síðan skoðun í ljós.
Ef þú heldur virkilega að um að lítin hóp stuðningsmanna sé að ræða þá ertu ekki að fylgjast vel með.
Fellaini er ílla liðinn af meirihluta stuðningsmanna United einfaldlega vegna þess að hann er lélegur fótboltamaður og keyptur af lélegum stjóra sem gat ekki lokkað til sín skárri kost á þeim tíma.
Það skiptir engu máli hvort Móri tileinki honum þennan sigur eða ekki, Fellaini vinnur ekki stuðningsmenn á sitt band bara vegna þess hvað Móri segir, hann gerir það með því að geta eitthvað á vellinum og allir sem eru sæmilega vel að sér þegar kemur að knattspyrnu vita að það mun aldrei gerast enda um afskaplega slakan knattspyrnumann um að ræða.
Það besta fyrir stuðningsmenn, Fellaini og Móra er að United losi sig við hann sem allra allra fyrst og sýni þá um leið á borði að þar á bæ eru gerðar lágmarkskröfur þegar kemur að getu leikmanna sem klæðast United treyjunni.
Hann er ekki í þeim gæðum að hann eigi skilið að spila með þessu liði.
Ég fullyrði að Fellaini er lélegasti leikmaður sem hefur spilað fyrir United síðan William Prunier spilaði 2 leiki með United tímabilið 95-96, Ferguson þurfti ekki að sjá meira frá þeim manni.
Stuðningsmenn hafa mörgu mörgu sinnum baulað á sína leikmenn bæði á Old Trafford (m.a Pogba á sínum tíma) og á öðrum völlum í heiminum, það er bara ekkert að því.
Er ekki sammála því að knattspyrna/knattspyrnuleikir eigi að vera einhver saumaklúbbastemmning þar sem fólk á að standa og sitja eftir því sem þeim er sagt, það er afskaplega boring stemmning.
Það á að vera meira líf í þessu en það og ekkert að því að fólk láti skoðanir sínar á mönnum og málefnum í ljós eftir því hvað þeim finnst.
En það er mjög þroskað og fullorðinslegt að kalla þá óþroskaða, vanþakkláta og vælukjóa.
Dogsdieinhotcars says
Ég er ekki sammála Auðunn. Þarna er um að ræða íþróttamenn sem hafa ekkert til sakar unnið annað en að þér (og fleirum) þykir þeir ekki nægjanlega góðir í sínu sporti. Að hafa tugþúsundir manna baulandi á þig er ekki neinni manneskju hollt, jafnvel þó þér finnist þú vera að „borga þeim launin þeirra.“
Settu þig bara í hans spor ef þú getur. Þetta er einfaldlega ömurleg hegðun og einelti. Barnalegt að reyna að halda öðru fram.
Dogsdieinhotcars says
En við eigum svo sem ekki að vera að spá í einhverju neikvæðu eftir frábæran sigur. Margir mjög góðir í dag og eiginlega var liðsheildin man of match.
Geggjað að loka loksins leik 1-0, vonandi hristum við þennan óheppnisdraug af okkur með þessum sigri.
Audunn says
Er bara því miður ekki sammála þessu Dogsdieinhotcars, finnst bara allt í lagi að fólk láti skoðun sína í ljós.
Ekki halda því fram að Fellaini hafi aldrei neitt sér til saka unnið inn á vellinum, þú veist betur en það, hann gerir oftar en ekki meira ógagn en gagn.
Ef ég væri með 11,5 milj á viku þá yrði ég að gera mér grein fyrir því að það eru gerðar meiri en meðalmennsku kröfur til mín ef svo má segja.
Ef þessir menn höndla hvorki gagngrýni né mótlæti frá stuðningsmönnum (hvergi betra en að láta skoðanir sínar í ljós en einmitt á vellinum) þá verða þeir bara að snúa sér að einhverju öðru eins og t.d ballet.
Finnst persónulega barnalegt að ætla að halda því fram að þessir menn eigi að vera ósnertanlegir og stuðningsmenn eigi bara að láta allt yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust.
Rooney var harðlega gagngrýndur og baulað á hann á sínum tíma þegar hann fór fram á sölu.
Mönnum (m.a undirritaður) fannst það bara hið eðlilegasta mál.
Finnst baulið á Fellaini líka bara hið eðlilegasta mál, fyrir utan það að vera slakur knattspyrnumaður þá er hann líka hrikalega klaufalegur og vinnur stuðninsmenn ekki beint á sitt band með ákvörðunartökum sínum og tuddi inn á vellinum.
En er samt sammála þér í því að menn eigi að fókusa á það jákvæða úr þessum leik þótt það sé alveg ok að eiga skoðunarskipti um þennan blessaða Fellaini annað slagið.
Já góður og gífulega mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á beinubrautina.
Liðin í kringum okkur og fyrir ofan mætast innbyrðist á komandi dögum og vikum þannig að það er mikilvægt fyrir United að vinna komandi leiki.
Halldór Marteins says
Það var gott að heyra Phil Jones lýsa yfir óánægju sinni og leikmannanna með þessa hegðun.
Því miður virðist það ætla að verða viðloðandi fótboltaáhorfendur eitthvað áfram að leggjast á lágt plan. Rasismi, hómófóbía, bullulæti, slagsmál og svona hegðun er eitthvað sem er því miður ekki enn horfið úr boltanum. Það er vel hægt að láta í ljós skoðanir sínar og sýna ástríðu án þess að leggjast svona lágt. En það má alltaf vona að þetta lagist með tímanum.
Auðunn says
Algjörlega sammála því @Halldór að hómófóbía, rasismi, bullulæti og slagsmál séu knattspyrnunni og stuðningsmönnum liða ekki til framdráttar og það eigi að taka enn harðar á svoleiðis hegðun en gert er.
Það er að mér persónulega finnst miklu ógeðfeldara en að baula á leikmann vegna (að ég geri ráð fyrir) að menn og konur séu ekki ánægt með frammistöðu viðkomandi.
Jú jú það er mannlegt að viðkomandi sárni eitthvað við að upplifa svona baul frá „sínum eigin“ stuðningsmönnum en eins og við vitum þá eru gerðar miklar kröfur til leikmanna og stuðningsmönnum er oft heitt í hamsi.
Það er tvennt í stöðunni hjá Fellaini að mínu viti, annað hvort að fara eða girða sig í brók, leggja ennþá meira á sig og svara með góðri eða amk betri frammistöðu á vellinum.
Við höfum svo sem menn ná að snúa dæminu við, ég man í augnablikinu eftir t.d Fletcher.
Hann var harðlega gagngrýndur á sínum tíma og margir stuðningsmenn United gjörsamlega hötuðu hann bara fyrir það eitt að þeim þótti hann lélegur leikmaður.
Ég man reyndar vel eftir því að ég varði hann hvað eftir annað því mér fannst ég sjá einhverja hæfileika í honum sem ættu eftir að koma í ljós.
Sama með Jones, margir eru/voru gjörsamlega búnir að gefast upp á honum.
Ég hef ennþá þá trú að hann geti orðið okkar allra besti miðvörður ef hann heldur sér heilum.
Það væri ansi óeðlilegt ef leikmenn, þjálfarar og stjórar stæðu ekki opinberlega með sínum vinnufélögum og mönnum en ég er samt sem áður á því að þetta virki á báða vegu.
leikmenn gagngrýna stuðningsmenn fyrir hegðun sína á leikjum ef þeim finnst þeir hafa farið yfir strikið og stuðningsmenn gera á móti kröfur sem ekki allir uppfylla.
Stuðningsmenn eru oft á tíðum ansi viðkvæmir fyrir því hvaða upphæðir þessir leikmenn þéna.
Oftar en ekki heyrt tjallana blóta þeim í sand og öskur (nota orð sem ekki eru birtingarhæf á opinberum stöðum) fyrir getuleysi og taka þá um leið fram hvað þeir þéna á viku.
En það þarf mjög mikið til að stuningsmenn United bauli á sína eigin leikmenn á Old Trafford, þannig að við getum þá rétt ýmindað okkur hvað hann er ílla liðinn þar á bæ í augnablikinu.
Það er alveg í góðu mín vegna að menn séu ósammála því að stuðningsmenn bauli á sitt fólk þótt mér finnist það ekki sanngjarnt að kalla þá stuðningsmenn óþroskaða hálfvita.
Ég var t.d mjög sár yfir meðferðinni sem Tevez fékk frá stuðningsmönnum United eftir að hann færði sig yfir til bláa liðsins í borginni.
Tevez var einn af mínum allra uppáhalds leikmönnum United þegar hann spilaði með þeim og ég var mjög sár yfir því að hann skuli hafa horfið á braut.
Samt sem áður virti ég hann mikils sem knattspyrnumanns þótt ég geri mér grein fyrir því að hann var oft klaufalegur í viðtölum og hegðun í garð Man.Utd eftir að hann fór, hann gerði sjálfum sér engan greiða með því öllu saman.
Mér datt þó aldrei í hug að kalla stuðningsmenn sem öskruðu og bauluðu á hann óþroskaða og vanþakkláta vælukjóa.
Einfaldlega vegna þess að það er ósanngjarnt og vissi afhverju menn voru að þessu, eins og ég veit afhverju menn bauluðu á Fellaini.
Halldór Marteins says
Jú, ég man eftir þessu varðandi fleiri leikmenn og ég hef oftar en ekki farið út í að verja leikmenn því mér finnst svona hegðun svo leiðinleg. Fletcher náði að snúa við blaðinu, það var ekki þeim stuðningsmönnum sem rökkuðu hann niður að þakka. Vonandi hafa þeir litið duglega í spegil eftir að hafa séð að þeir höfðu rangt fyrir sér.
Aðrir leikmenn hafa lent í þessu, man t.d. eftir Darron Gibson og Tom Cleverley. Það var ekki beint að hjálpa þeim að fóta sig hjá Manchester United. Cleverley talaði m.a.s. um það eftir að hann fór frá United að andrúmsloftið í kringum hann var orðið ansi íþyngjandi. Hver veit hvað hann hefði getað gert með almennilegum stuðningi í stað neikvæðni.
Jújú, stundum eru leikmenn ekki í þeim gæðaflokki sem hentar Manchester United eða liði sem vill vera að berjast um alla titla. En það þýðir ekki að viðkomandi sé algjörlega vonlaus í fótbolta (það eru fáir í þessum hæsta gæðaflokki og Ferguson sjálfur kunni alltaf að nota leikmenn í hóp sem voru ekki alveg þar) eða að viðkomandi sé allt í einu ekki manneskja og eigi bara skilið svona framkomu.
Jafnvel þótt Fellaini væri sannarlega lélegasti knattspyrnumaður Manchester United síðan Prunier (sem ég er ekki sammála, við höfum 4 stjóra í röð sem hafa séð ástæðu til að nota Fellaini og einnig séð leikmenn eins og Djemba-Djemba og Bébé) þá afsakar það samt ekki svona hegðun að mínu mati.
Halldór Marteins says
Fínt að benda líka í þessu samhengi á nýjasta þáttinn af Rant Cast podkastinu. Þar ræða þeir Ed og Paul m.a. þetta baul í stuðningsmönnum. Þeir eru vægast sagt ekki hrifnir af því og hafa þeir nú ekki mikið álit á Fellaini sem leikmanni.
Þeir sem vilja síður hlusta á einhverja stuðningsmenn á Íslandi af því þeir eru ekki „alvöru“ stuðningsmenn geta kannski hlustað á þessa gaura. Þetta eru harðkjarna United stuðningsmenn sem hafa fylgt liðinu lengi, farið á marga leiki, fjallað um liðið á hinum ýmsu stöðum og halda úti þessu podkasti.
Þeir tala um að þetta sé alls ekki The United Way. Eru einmitt á svipaðri línu og ég að það eigi ekki að leggjast á þetta plan og það séu margar betri leiðir til að tjá sínar skoðanir. Ennfremur tala þeir sérstaklega um að kjarni fastra stuðningsmanna hafi brugðist við þessu baulrugli með því að reyna frekar að klappa. Og að þeir stuðningsmenn sem þeir hafi rætt við hafi ekki verið sáttir við að upplifa svona framkomu á Old Trafford, burtséð frá þeirra skoðunum á Fellaini.
Það er mjög gott að heyra svona lagað.
Hér er þátturinn: http://www.unitedrant.co.uk/rant-cast/rant-cast-288-special-two-wins-in-a-row-collectors-edition/