Loksins kom að því að maður horfði á þægilegan deildarleik með Manchester United. Þeir hafa ekki verið margir svona leikir í vetur, síður en svo, en í dag hafði maður í raun aldrei áhyggjur af stöðu mála. Eitthvað sem ég bjóst ekki við þegar ég vaknaði í morgun enda hafa WBA verið að spila ágætan (vöðva)bolta í vetur.
Mourinho stillti upp liðinu svona í dag:
Ég set liðið hér inn sem 4-3-3 en það skipti reglulega um ham í leiknum í dag. Fannst ég sjá 4-3-3, 4-1-4-1 og jafnvel 4-2-3-1. Ég held að það segi meira um hversu vinnusamir menn voru í dag. WBA eru vanir að mæta með sína fimm manna miðju og það var ljóst að Mourinho ætlaði ekki að tapa baráttu þar í dag.
Eins og í flestum leikjum hingað til þá réðu okkar menn öllu á vellinum en munurinn í dag var sá að United setti mark snemma leiks, eftir aðeins 4 mínútur. Það var ekkert smá mark, líklega það besta sem ég hef séð frá United í vetur. Liðið var með boltann aftarlega á vinstri kantinum og 13 sekúndum seinna er Zlatan búinn að skora með skalla eftir stórkostlega sendingu frá Lindgard af hægri kantinum! Minnti mann á gömlu dagana, bæði hraðinn upp völlinn og svo „Beckham sendingin“ frá Lindgard sem skóp markið. A plús!
Zlatan bættu svo við öðru marki snemma í seinni hálfleik, nánast upp úr engu þegar hann stakk sér milli tveggja varnarmanna og smellti boltanum í fjærhornið. 11 markið hans í deildinni í vetur (16 í öllum keppnum) og spekingarnir geta haldið áfram að tala um að hann sé orðinn of gamall og að enska deildin sé of sterk fyrir hann. Það eflaust hjálpar honum við að skora öll þessi mörk.
Eftir seinna markið (og bara allan leikinn) var ekkert fát á liðinu. Maður einhvern veginn hafði aldrei trú á því að WBA myndi skora, þeir fengu vissulega einhver færi hér og þar en ekkert af þeim reyndust hættuleg. United liðið hélt áfram að vinna vel saman og virtust alltaf hafa stjórn á hlutunum. Það átti enginn leikmaður slæman dag, ekki einu sinni Rooney sem hefur oftar en ekki verið manna slakastur. Hann var sprækur í dag og ekki langt frá því að jafna markamet Bobby Charlton þegar Ben Foster varði skot hans í þverslá. Metið verður að bíða betri tíma.
Ég ætla að vona að sjálfstraustið í liðinu sé að styrkjast þessa dagana. Það var auðvelt eftir leikina gegn Arsenal, West Ham og Everton að halda að einhver æðri máttarvöld væru að sjá til þess að United myndi ekki vinna fótboltaleiki. Núna hinsvegar, eftir fjóra sigurleiki í röð, finnst manni eins og leikmenn séu aðeins farnir að fatta hvað þarf að gera til að klára þessa leiki. Ég er því spenntur fyrir jóla- og áramótatörninni sem er framundan, held að það sé vel hægt að fá þar 9 stig af 9 mögulegum og það gæti breytt stöðunni í deildinni verulega.
Endum þetta á nokkrum velvöldum tístum!
https://twitter.com/matchofthedave/status/810207724684406784
https://twitter.com/squawka/status/810189068797624320
https://twitter.com/utdreport/status/810203978189389824
https://twitter.com/StatmanDave/status/810211072418390016
https://twitter.com/ManUtdStuff/status/810229150476709888
https://twitter.com/i/moments/810215734206988288
Runar says
MEISTARAR…. :)
Halldór Marteins says
Flottur sigur. Ánægður með innkomu Lingard í þessum leik.
Svo var líka gaman að heyra viðbrögðin þegar Fellaini kom inn á. Baulbullurnar tilheyra greinilega ekki þeim hluta harðkjarna stuðningsmanna sem fylgja liðinu á útivelli. Eru líka vonandi í miklum minnihluta.
Karl Gardars says
Ekkert annað!
Fínn leikur og frábært að sjá þá enda leik með boltann en ekki í nauðvörn.
Rojo og Jones!!! Þeir slitu þennan Rondon í tvennt og stungu í sitthvorn rassvasanum! Hvað er hægt að gera í þessum miðvarðamálum?? Þetta er fáránleg staða sem við erum í! Algjört lúxus lúxusvandamál.
Allir að eiga fínan leik m.a.s Tína Turner var ekkert afleitur þó það hafi farið um mann hrollur þegar hann kom inn á.
Oh Oh Oh It’s Carrick. You know….. https://youtu.be/-J852hzoHc0
Karl Gardars says
Og þvílíkir stuðningsmenn United á vellinum! Þarna hefði maður átt að vera!
Óli says
Karl Garðars: Geggjaður þessi Tinu Turner brandari…
Karl Gardars says
Ég las þetta einhvers staðar.
Ég sver það að ef maðurinn væri settur í gylltan kögurkjól og snéri baki í mann þá væri allt í voða hjá goða!
Cantona no 7 says
Góður sigur og frekar þægilegur.
Vonandi er liðið að komast í rétta gírinn.
G G M U
gudmundurhelgi says
Mjög svo þægilegur sigur gegn frekar óskemmtilegu liði líkt og flest lið sem koma úr smiðju Tony P.
Robbi Mich says
Þetta er allt á réttri leið. Þvílík snilldarmörk frá Zlatan.
Hvernig er staðan á Martial? Fær hann ekki sénsinn eða er hann eitthvað tæpur?
Omar says
Flottur leikur hjá okkar mönnum, fannst við alltaf vera líklegri til að bæta í heldur en WBA að skora.
Rojo og Jones eiga skilið mikið hrós fyrir frammistöðu sína undanfarið, ánægjulegt að hafa alvöru samkeppni um þessar stöður á vellinum. Mín skoðun er sú að Smalling þurfi að gyrða sig vel í brók, ætli hann að eiga einhvern séns á að komast aftur í liðið.
Zlatan klárlega maður leiksins, miðju tríóið okkar Pogba, Carrick og Herrera voru einnig frábærir.
Var ánægður með Rooney, þó svo ég vilji frekar hafa Mata í þessari stöðu í byrjunarliðunu. Í dag beinast áhyggjur mínar mest að bakvarðastöðunum. Finnst Darmian ekki hafa verið sérstakur í vb, Valencia gleymir sér of oft í sókninni, Daley Blind full hægur á móti snöggum strákum og Luke Shaw virðist eiga erfitt með að hrista meiðsladrauginn af sér. Hugsa að ef okkur tækist að næla okkur í góðan bakvörð í glugganum, þá ættum við að vera komnir með ljónsterkann hóp. :)
Karl F says
Mikið rosalega er skrýtið að við höfum eytt svo miklu meira en Liverpool á þessu tímabili en samt eru þeir langt fyrir ofan okkur og lýta bara miklu betur út á öllum sviðum, fyrir utan markmannstöðuna.
einar__ says
Frábær sigur og loks smá sigurhrina. Þvílíkur kóngur, hann Zlatan.
Það er ljóst að Mourinho er farinn að þekkja sitt besta lið. Aðeins 4 stig í fjórða sætið og nóg eftir.
Karl F – við skulum ekki detta í sama gír og púlarar sem obsessa endalaust yfir okkur. Klopp er að gera frábæra hluti úr tiltölulega average leikmönnum en er kominn með mjög góða liðsheild. Það skilur liðin af í dag. Þá skiptir eyðsla eða útgjöld litlu. Ef Man. Utd. heldur þessum dampi og hættir að spila undir getu mun þetta breytast, það er alveg ljóst :)
Gestur says
Einar….. hvaða avarage leikmenn eru að spila fyrir Liverpool?
Karl Gardars says
Allir nema Karíus. Hann er below average!!
Dddddrrrrrrr tisssss! :D :D :D