Sökum anna hefur ekki tekist að fjalla nægilega vel um yngri lið félagsins en hér að neðan verður hlaupið yfir það helsta sem hefur gerst síðustu tvo mánuðina. Einnig verður fjallað um þá leikmenn liðsins sem eru á láni.
Warren Joyce, fyrrverandi þjálfari U23 ára liðsins, yfirgaf liðið til að taka við Wigan Athletic í Championship deildinni og er Nicky Butt enn við stjórnvölin hjá U23 ára liðinu sem hefur gengið illa eftir brotthvarf Joyce.
Leiðinlegar fréttir af gömlum United mönnum en bæði Will Keane og Paddy McNair meiddust alvarlega nú á dögunum og er tímabilið líklega búið hjá þeim báðum.
Lánsvaktin
- Markvörðurinn Sam Johnstone fær að fara á láni núna í janúar en mörg Championship félög eru á eftir honum. Miðað við viðtal sem José Mourinho var í virðist sem Joel Pereira komi þá aftur til félagsins í janúar. Pereira hefur spilað síðustu 10 leiki fyrir Belenenses í portúgölsku deildinni og meðal annars haldið hreinu gegn Porto. Belenenses situr um miðja deild.
- Adnan Januzaj er kominn aftur í byrjunarlið Sunderland eftir meiðsli. Var hann meðal annars í byrjunarliðinu í 1-0 tapi gegn Chelsea ásamt því sem hann átti stóran þátt í sigurmarki liðsins gegn Watford og að lokum lagði hann upp mark fyrir Jermain Defoe í tapinu gegn Burnley á dögunum. Sunderland er í bullandi fallbaráttu.
- Eftir þjálfaraskipti hjá Wolves hefur Cameron Borthwick-Jackson ekki fengið mikið að spila og ekki verið í hóp hjá liðinu í þó nokkrum leikjum í röð. Mögulegt er að United reyni að kalla hann til baka í janúar og reyni að lána hann annað þar sem hann fær þann spiltíma sem hann þarf. Wolves eru að sogast niður í fallbaráttuna.
- Andreas Pereira er ennþá fastamaður hjá Granada sem situr þó enn í fallsæti í spænsku deildinni. Pereira skoraði einmitt sitt fyrsta mark á dögunum í óvæntum 2-1 sigri á Sevilla. Einnig er Pereira einn af þeim 20 leikmönnum sem hafa skapað flest færin í spænsku deildinni það sem af er vetri. er hann yngstur á listanum.
https://twitter.com/forevruntd/status/812357937314181120
https://twitter.com/ManUtdUpdates_/status/815558545944940544
Mikið hefur verið rætt og ritað um hið nýja og endurbætta U18 ára lið United á þessu tímabili. Sem stendur eru staðan þannig að Nicky Butt er yfir akademíunni, Nick Cox er Head of Operations, Jim Lawlor og Marcel Bout eru aðalnjósnar, John Murtagh er Head of Youth Development, Kieran McKenna er þjálfari U18 ára liðsins og Neil Ryan er þjálfari U16 ára liðsins. Nicky Butt stjórnar svo U23 sem stendur ásamt því að Tommy Martin stjórnar æfingum.
Einnig hefur liðið ráðið heilan helling af nýjum njósnurum sem hafa verið hjá hinum ýmsu stórliðum. Þar á meðal koma tveir frá elskulegu nágrönnunum í Manchester City.
U23 ára liðið
Eins og áður sagði þá hefur liðinu gengið brösuglega síðan Joyce fór en til að bæta gráu ofan á svart meiddist Joe Riley á dögunum en hann er einn af helstu burðarásum liðsins. Að sama skapi hefur Timothy Fosu-Mensah ekkert spilað með liðinu þó hann spili ekki staka mínútu með aðalliðinu. Hvað er í gangi þar er erfitt að skilja.
Mögulegt er að Joyce reyni að fá leikmenn á borð við Fosu-Mensah á láni nú í Janúar en Wigan þarf nauðsynlega á leikmönnum að halda í fallbaráttunni sem þeir eru í.
Hópurinn hjá U23 liðinu er lítill og hefðu eflaust hinir ýmsu leikmenn sem spila lítið eða ekkert með aðalliðinu gott af því að fá einn og einn leik inn á milli með U23 ára liðinu. Þannig tókst Louis Van Gaal nú að halda mönnum á tánum og undanfarið hefðu leikmenn á borð við Memphis, Morgan Schneiderlin, Bastian Schweinsteiger, Ashley Young og Marcus Rashford eflaust gott af mínútum.
Fyrsti leikurinn eftir brotthvarf Joyce var gegn Sunderland, tapaðist hann 2-0 þar sem Jan Kirchoff og Seb Larsson skoruðu fyrir Sunderland.
Í næsta leik gegn Reading var hinn ungi Callum Gribbin kominn í byrjunarliðið en hann varð 19 ára núna 18. desember. Gribbin hafði einmitt skorað þrennu fyrir U18 liðið aðeins nokkrum dögum áður. Endaði leikurinn gegn Reading 2-2 þar sem Josh Harrop jafnaði leikinn fyrir United og kom þeim yfir áður en Reading jafnaði.
Lokaleikur ársins tapaðist 3-1 gegn Chelsea þar sem Axel Tuanzebe kom United yfir áður en Chelsea svaraði með þremur mörkum. Kieran O’Hara varði meðal annars víti til að halda United í leiknum en allt kom fyrir ekki.
Kieran O´Hara stóð í rammanum alla þessa þrjá leiki svo Sam Johnstone er hvorki að spila með aðalliðinu né U23, því má ætla að hann fari um leið og hann geti í janúar.
Liðið situr í sjöunda sæti af 12 liðum í Premier League 2 Division 1.
U18 ára liðið
Sem stendur er U18 ára lið United að vekja töluverða athygli. Þá sérstaklega fyrir þann blússandi sóknarbolta sem þeir eru að spila en liðið hefur skorað meira nú þegar en það gerði á öllu síðasta tímabili. Síðan McKenna tók við þá hefur liðið skorað 28 mörk í níu leikjum. Leikmenn á borð við Angel Gomes, Indy Boonen, Tahith Chong, áðurnefndan Callum Gribbin, DJ Buffonge og Lee O’Connor hafa allir sýnt góða takta í vetur.
Síðan síðasta grein var skrifuð þá hefur liðið spilað sjö leiki. Unnið fjóra, gert tvö jafntefli en því miður tapaði liðið fyrir Southampton í FA Youth Cup. Liðið vann samt sem áður Blackburn með fjórum mörkum gegn einu, Newcastle var pakkað saman 4-0, áðurnefnt 3-3 jafntefli við Liverpool fylgdi áður en Derby County voru lagðir af velli 4-0.
Mörkin úr Liverpool leiknum má svo sjá hér.
Liðinu fataðist þó aðeins flugið nú í desember en var gert jafntefli við erkifjendurnar í City áður en liðið tapaði í FA Youth Cup.
Situr U18 ára liðið í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem eru taplausir og með tvo leiki til góða í fyrsta sætinu. Liverpool er svo að narta í hælana á United.
Skildu eftir svar