14:21 Það er ekkert að gerast nema að á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun sagði José að Young og Rooney yrðu hjá United að minnsta kosti út tímabilið, og að engir leikmenn séu á leiðinni. Þannig við bíðum bara róleg eftir upphituninni fyrir Húll leikinn sem er væntanleg.
8:11 Í kvöld verður lokað fyrir félagaskipti leikmanna í Englandi og eins og venjulega erum við á vaktinni. Það verður án efa róleg vakt, það eina sem gæti gerst eru einhver unglingalán sem þó eru frekar ólíkleg enda hópurinn frekar þunnur og svo ræðst í dag hvort Ashley Young verður áfram hjá United
Farnir | Verð | Komnir | Verð |
---|---|---|---|
Morgan Schneiderlin | £24.000.000 | Enginn! | |
Memphis Depay | £16.000.000 | ||
Sean Goss | £500.000 | ||
Sam Johnstone | Lánaður |
Og þó. Og þó. Veðbankar hafa lækkað stuðulinn á að Seamus Coleman komi til United. Það skyldi þó aldrei vera
Sindri Þ says
Blaðamaður the Sun talar um að Luke gæti verið á leið til Marseille fyrir 18 m. £