Liðið sem átti að vinna botnlið Hull City leit svona út í kvöld:
Varamenn voru Sergio Romero, Smalling, Young, Lingard, Rooney, Martial og Mata
Fyrri hálfleikurinn var dapur en ekki hræðilegur, það var hins vegar verulega mikið sem vantaði upp á bitið í sókninni. Hraðinn var aldrei mikill og Hull vörnin var þétt fyrir og vel skipulögð. Það var í raun ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að Zlatan átti hælsendingu á Pogba sem var í þokkalegu færi í mann í sér og náði ekki að skora.
En það var ekki fyrri hálfleikurinn sem sá til þess að United fékk ekki þrjú stig í kvöld. Hugmynd Mourinho að breytingu í hálfleik var að taka Carrick útaf og setja Wayne Rooney útaf. Þetta var hreint skelfileg skipting. Þetta þýddi að leikstjórnin, sem Carrick sér þó um, riðlaðist og Rooney kom ekki með neitt nýtt í spilið. Á endanum var hann kominn út á kant og var með öllu gagnslaus í leiknum. Phil Jones meiddist í fyrri hálfleik og fór útaf fljótlega í þeim seinni og þegar United var ekki að gera neitt fyrsta kortérið henti Mourinho síðasta varamanninum inná, Juan Mata kom inn á fyrir Henrikh Mkhitaryan. Mkhitaryan átti sannarlega skilið að fjúka útaf, hafði verið algagnslaus í leiknum en það er bara eins og það er, að senda tvo leikmenn inná jafn hæga og Mata og Rooney er ekki að fara að brjóta upp neinar varnir.
En samt, en samt. United fékk færin. Paul Pogba átti með skömmu millibili tvær frábærar 50 metra sendingar inn fyrir vörn Hull. Þá fyrri náði Zlatan hreinlega ekki að taka niður og boltinn lak á Jakupovic í marki Hull. Þá síðari tók Rashford mjög vel niður en skotið var síðan hrottalega lélegt eins og sést svo glöggt á myndinni hér fyrir ofan. Besta færi leiksins fékk svo Juan Mata þegar skalli Zlatans fann hann á auðum sjó en Jakupovic, sem átti reyndar mjög góðan leik í kvöld, varði. Mata átti samt að skora þar.
Ef það var ekki nóg hefði Hull getað stolið sigrinum undir lokin, stangarskot Markovic og klaufaskapur Abel Hernandez einn innfyrir sáu til þess að það var ekki
Enn eitt jafnteflið á Old Trafford er staðreynd og José Mourinho verður að fara að finna lausnir á því hvernig taka á á liðum sem spila góðan varnarleik með hættulegum skyndisóknum. Næstu tvo mánuði mun United einungis leika við lið úr neðri hluta deildarinnar og ef þau voru að horfa í kvöld þá er þar komin uppskriftin.
Í vetur hefur það verið upplag að treysta á einstaka leikmenn til að leysa vandamálin, hvort sem það eru Pogba og Zlatan, Mkhitaryan eða Mata, eða jafnvel Fellaini eins og í síðasta leik gegn Hull. Fellaini hefði reyndar eflaust látið til sín taka í hasarnum síðustu mínúturnar þegar United dældi boltum inn í teiginn án þess að búa neitt til sem Jakupovic réði ekki við.
En ef það er eitthvað sem ég fer með úr þessum leik er það að þau sem kvarta undan að Martial fái ekki séns hljóta að fá sínu framgengt. Þessar Rooney tilraunir Mourinho verða að taka enda, í það minnsta á hann ekki að fá nema svona kortér í leik. Mourinho verður að svo fara að finna betri lausnir á æfingavellinum gegn liðum sem liggja til baka. Hver sú lausn á að vera, veit ég ekki.
Bjarni says
Steingeldur leikur hjá okkar mönnum. Greinilega líður bara vel í 6 sæti. 😆
Bjarni says
Jæja fer ekki Eyjólfur gamli að hressast. Minnir mig á Frank OFarrell tímabilið 71. Vil tvöfalda skiptingu í hálfleik, bara upp á sjóið.
Helgi P says
það mætti nú alveg fara prufa Schweinsteiger í deildina líka
SHS says
Ef Móri verður til þess að Martial vilji fara frá okkur mun ég myrða hann.
Jóhann says
Aasteindauðir
Jóhann says
Algjörlega gétulausir ræflar géta ekki einu sinni unnið neðsta liðið (Móri er ekki þjálfari fyrir fimm aura.
Karl Gardars says
Pappakassar! Ekkert jákvætt við þetta.
Rúnar Þór says
VIÐ GERUM ÞETTA ALLTAF!!!!! Alltaf þegar við eigum séns á að nálgast þá klúðrum við AF HVERJU??? Móri gerði KOLVITLAUSA skiptingu. Leikurinn æpti á hlaup á bakvið og hraða þá setur hann Mata inn á!!! Röng skipting
Blue Moon says
Nálgast hverja? Hazard var að grínast í dag þegar hann taldi upp ykkur og Arsenal sem mestu ógnina:)
Bjarni says
Sammála þér Rúnar nema í svona leik þá leggur byrjunarliðið grunninn en það stóð heldur ekki undir væntingum. Skiptingar bjarga ekki öllu. Eins og ég elska Pogba þá fer það i taugarnar á mér allt þetta hárgreiðslu bla bla. Er kannski karlmennskan farin úr sportinu? Í mínu ungdæmi voru svona sprelligosar kallaðir dúkkulísur. Annars var hann ekki sá versti en liðið getur meira en því miður er bara ekki innistæða fyrir betri árangri. Kemur vonandi með ferskum nýjum „dúkkulísum“ næsta sumar.
Arnar says
Draugar Van Gaal láta því miður á sér kræla á Old Trafford. Þessi spilamennska er langt frá því að vera boðleg og sérstaklega þegar haft er í huga gæði byrjunarliðs United og lið mótherjanna, þar sem Robert Snodgrass, þeirra langhættulegasti leikmaður á tímabilinu er farinn og Ryan Mason, dýrasti leikmaður þeirra frá upphafi, er meiddur. En það þýðir lítið að velta þessu of mikið fyrir sér. Á sunnudaginn er næsti leikur og þar verða 3 stig að nást.
Bjarni says
Björn, dugar ekki að afrita síðustu skýrslu á móti Stoke, breyta bara nöfnum. 😆
Er lagstur á koddann, ætla að dreifa huganum og hugsa um berar kellingar það eina sem getur bjargað þessu kvöldi.
einar__ says
Sagan endalausa, algjörlega getulausir fyrir framan markið. Grautfúlt að sjá Hull tefja en ég hugsa að þó liðið hefði fengið 20 mínútúr í uppbótartíma hefði leikurinn farið 0 – 0. það er ótrúlegt að Mata hafi ekki sett hann þarna.
Ég svosem er furðu slakur, ef við værum í almennilegri toppbaráttu (fátt stoppar Chelsea úr þessu) hefði ég tjúllast, en liðið virðist staðráðið í að sitja sem fastast í 6. sæti. Ekkert lið getur leyft sér að gera jafntefli heima á móti West Ham, Southampton, Burnley, Stoke og Hull ef það ætlar sér að ná í meistaradeildarsæti.. hvað þá að gera eitthvað tilkall í titilbaráttu
Pillinn says
Það er bara ljóst að Utd mun ekki komast úr þessu 6.sæti. Hull átti ekki að vera nein fyrirstaða og þeir eru augljóslega að fara að tapa leiknum um helgina. Óskiljanlegur varnarleikur hjá Smalling hefði reyndar getað skilað Hull sigri í dag þegar Markovic skaut í stöng.
Að leiknum þá er fátt að segja um hann nema að skiptingin að setja Rooney inná í hálfleik er sú vitlausasta sem hefur verið tekin held ég hjá Man Utd. Rooney hefur ekkert getað í nokkur tímabil núna og alveg óskiljanlegt að hann sé að koma inná. Tilgangsleysi hans er algjört. Versta við það er að hann tekur þar af pláss og er fyrir þannig að við erum alltaf manni færri þegar hann spilar.
Hann var þó langt í frá að vera eini lélegi leikmaðurinn í leiknum. Ég var nú furðurólegur yfir þessum leik enda virtumst við aldrei líklegir til að skora mark. Hefði getað dottið inn en þegar menn fá svona færi og nýta ekki eins og Zlatan, Pogba, Rashford og Mata þá bara geturðu ekki gert kröfu um sigur. Það áttu eiginlega allt að vera mörk, erfiðast var þó Zlatan færið.
En niðurstaðan er sú að við klárum tímabilið í 6.sæti. Aftur verður Evrópudeildin að veruleika hjá okkur, því miður. Nú vil ég bara sjá Rooney úr liðinu því mig verkjar þegar hann spilar inná og getur akkúrat ekki neitt. Var einu sinni góður þýðir ekki að hann geti spilað þegar hann getur ekkert.
Audunn says
Ótrúlegur hroki og almenn leiðindi í Móra eftir leikinn í viðtölum.
Það er eitt að vera pirraður og sár og annað að vera dónalegur og með stæla.
Svo þetta endalausa væl um dómara og hann fái ekki réttmæta meðferð osfr en frekar þreytt orðið.
Liðið var lélegt í þessum leik PUNKTUR og Móri gerði mistök PUNKTUR.
Sumir leikmenn eru bara ekki með hausinn skrúfaðan rétt á sig þessa dagana, eru uppteknari við að pósta sjálfum sér á samfélagsmiðlum utan vallar en að einbeita sér að fótbolta og sýna fram á að þeir séu þess verðugir að klæðast treyju United á meðan tímabilið stendur yfir.
Jón says
Afhverju er Mourinho alltaf vælandi um Klopp eftir leiki. Klopp sýnir mikla ástrýðu á meðan Mouri er þunglyndur á hliðarlínunni og undirbýr sig að drulla yfir Klopp eða Wenger. Finnst Klopp vera fyrirmynd á meðað vip Moura. Mikið rosalega væri ég til í að skipta þessum tvem þjálfurum
Helgi P says
betri þjálfari væri að rusta þessari deild með þennan hóp sem við erum með ef hann nær ekki í CM þá þarf hann að fara punktur
Hjörtur says
Færin í leiknum hefðu nýst, ef enginn markmaðurinn hefði verið, en hann var þarna í markinu og varði þessi færi sem áttu að nýtast, og það var hann sem að reddaði Hullurum, svo einfalt er það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem markmenn lélegri liðana komast í einhvern ham á OT og bjarga sínum liðum frá tapi.
Audunn says
Ef við einföldum þetta þá fá markmenn borgað fyrir að verja og sóknarmenn fyrir að skora.
Í þessum leik vann markmaður Hull sína vinnu á meðan sóknarmenn United gerðu það ekki.
Þetta er ekkert flóknara en það.
Leikmenn United sköpuðu sér bara ekki nægilega mörg færi, áttu ekki nema 6 skot á markið sem var bara ekki nóg.
City átti 4 skot á markið gegn West Ham og skoruðu 4 mörk, þar á bæ unnu sóknarmenn fyrir laununum sínum.
Ég veit ekki hvort menn eru nægilega einbeittir eða hvað það er en þetta var bara mjög dapurt og því miður finnst manni stundum skortur á vilja hjá of mörgum leikmönnum.
Allt of mikið dúllerí og menn oft of uppteknir við að reyna einhverja stæla (eins og hælspyrnur ofl í þeim dúr) í stað þess að gera einföldu hlutina einfalt.
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst persónulega leikmenn ótrúlega oft of upptekna við að láta allt líta svo flott og töff út í stað þess að fókusa á að vinna leiki með dugnaði, meiri hraða, hörku og vilja.
Ingi Utd says
Ég er auðvitað svekktur með úrslitin, en fokk it, topp 4 er enn alveg möguleiki og við töpuðum allavega ekki. EN, Mauri verður að fara að haga sér, jafnmikill snillingur og hann er eða var, að taka pressu af leikmönnum, þá finnst mér hann bara vera hættur að höndla það. Eilíft stríð og blaður við fjölmiðla, eins og maður einn sagði, „þegar þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka“. Og annað, Pogba mætti nú fara að finna réttu skrúfurnar í hausinn á sér. Hvar í veröldinni er vottur af leikgleði í manninum, geggjaður leikmaður sem gæti samt verið mun betri og gert alla aðra betri í kringum sig með smá auðmýkt, en ekki svona, „ég kom bara til að sýna ykkur nýja hárið mitt og sáuð þið líka nýja vijóið mitt í gær viðhorf“. Þetta truflar hann augljóslega í fótboltanum, það sjá það allir sem horfa á Utd.
Ingi Utd er pirraður sólarhring eftir leik.