Þegar liðið kom var það fyrsta sem hjó að hvorki Luke Shaw né Wayne Rooney voru í hóp og var það nóg til að fá fólk til að ræða hvort það þýddi hreinlega að tími þeirra hjá United væri að líða undir lok. Það er langt til vors, en styttra þangað til markaðurinn í Kína lokar og þetta kemur í ljós. En þegar flautað var til leiks kom uppstillingin í ljós og kom meira á óvart. Mourinho var ekki að setja Rashford á kantinn eins og við héldum heldur var þetta einfaldlega fjórir-fjórir-tveir upp á gamla mátann. Þessi tilraun entist samt ekki lengi eins og fram kemur að neðan og meginhluta leiksins var því um 4-2-3-1 að ræða.
Varamenn: S.Romero, Blind, Carrick, Fellaini, Lingard, Young, Martial.
Lið Leicester var að mestu eins og búist var við, en Slimani er ekki tilbúinn og er ekki einu sinni á bekk
Fyrsti hluti leiksins var afskaplega viðburðalítill og helst að einhverjar smá stympingar leikmanna væru fréttnæmar. Leicester voru þó aðeins sókndjarfari og fengu einhver horn en ógnuðu samt ekki að ráði.
Fyrsta færi United kom þannig ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn, Rashford dúndraði yfir eftir sendingu Mkhitaryan. Þegar hér var komið sögu var United dottið í 4-2-3-1, og tilraunum til annars lokið. Mkhitaryan var í tíunni og stóð sig vel þar. Leikurinn var áfram frekar harður og Mata átti appelsínugula tæklingu á Vardy en slapp með gult. Það var eins og United hefði verið að hlusta á gagnrýni um fjölda markskota því liðið átti varla skot. Marcus Rashford átti samt eitt prýðilegt slíkt sem Schmeichel varði vel.
En þegar leikurinn varð koðna niður í átt að hálfleik komu United með tvö kjaftshögg á Leicester á níutíu sekúndum. Fyrst tók Mkhitaryan niður boltann á frábæran hátt á miðjunni sem tók Huth alveg út úr leiknum, og Henrikh brunaði síðan upp allan völlinn og inn í teig og skoraði með góðu skoti þó það færi í hné Schmeichel. Glæsilegt mark. Leikurinn var varla byrjaður aftur þegar United kom í sókn, Valencia kom upp allan kantinn, gaf fyrir, boltinn fór framhjá þremur varnarmönnum Leicester og beint á Zlatan sem setti hann í markið framhjá Schmeichel, svo einfalt.
Okazaki átti skot rétt á eftir sem De Gea þurfti að verja vel, en eftir dapran fyrri hálfleik fóru United inn í klefa með 2-0 forystu, næstum ótrúlegt það!
United gerði breytingu í hálfleik, Blind kom inn á fyrir Marcos Rojo sem hafði verið slakur en Ranieri gerði tvær, King og Gray komu inn og Okazaki og Musa fóru útaf.
Þrjár mínútur liðu af seinni hálfleik áður en dró til tíðinda, United sótti, Mata kom upp kantinn, gaf inn á teiginn á Mkhitaryan sem stakk boltanum innfyrir og þar var Mata og skoraði auðveldlega. Svo auðvelt mark. Rétt á eftir kom Rashford upp og alla leið inn í teig, rann til í skotinu en Schmeichel þurfti samt að taka á honum stóra sínum til að verja.
Leikurinn var áfram í harðari kantinum, Pogba og Herrera fengu báðir gult. Mata átti að skora fjórða markið á 61. mínútu, löng sending inn fyrir þar sem Mata hirti boltann, ekki rangstæður en vippaði honum síðan aumingjalega í hendur Schmeichel. Skelfilega lélegt!
Leicester reyndi sóknir, en mestur hluti leiksins fór nú í snyrtilegt spil hjá United sem ógnuðu alltaf af og til. Fellaini kom inn á þegar kortér var eftir, og Mata fór útaf.
Síðasta skiptingin var síðan Marcus Rashford og Ashley Young inná í fyrsta skipti í þrjá mánuði. Anthony Martial fékk sem sé ekki tækifæri í þessum leik.
Færi leiksins síðasta kortérið var skot Mkhitaryan yfir úr teignum og skot Pogba frá teig sem Schmeichel varði. Ekkert að ráði sem sé enda leikurinn löngu unninn. Dómarinn bætti enda bara við mínútu og auðveldur sigur United í höfn. Leicester hefur ekki enn skorað á árinu og það var auðvelt að sjá hvers vegna. Kasper Schmeichel var besti maður þeirra og bjargaði því sem bjargað var, en vörn þeirra var gatasigti þegar N’golo Kanté er farinn til að verða meistari annað árið í röð.
Henrikh Mkhitaryan bar af í liði United og tilkall hans til tíu-stöðunnar er orðið mjög mikið. Það er vonandi að þessi leikur verði til að hrista liðið úr þessum jafnteflisham sem liðið hefur verið í og ég kvartaði svo um í síðustu skýrslu.
Rúnar says
Mourinho virðist vera á góðri leið með að úthýsa bæði Shaw og Martial.
Skil ekki hvað honum gengur til.
Rashford er ekki vængmaður, hann er pjúra senter.
Bjarni says
Jæja nú er að duga eða drepast fyrir liðið, komast aftur á run eða bara væla og vorkenna sér fram á vor.
Vonandi verður hausinn rétt skrúfaður á og leikmenn sýni okkur að þeir séu þess virði að horfa á þá í hverri viku.
Björn Friðgeir says
Svo er þetta bara fjórir fjórir tveir eftir allt saman! Rashford frammi!
Keane says
Er rashford pjura center? Finnst hann alltof sjaldan hitta á markrammann.
Björn Friðgeir says
Þarna! Keane
Keane says
Úps þá á hann gott skot.
Keane says
Glæsilegur endir á hálfleik
Björn Friðgeir says
Þetta ætlar loksins að verða auðvelt. En er Leicester að fara að falla eða er Leicester að fara að falla?
Viðar says
Flottur sigur hjá okkar mönnum. Mjög pirrandi að hugsa út í öll þessi jafnvefli sem við erum með á bakinu sem áttu að vera sigrar.
Everton, Hull, Burnley, Arsenal dæmu um leiki sem áttu klárlega að vera sigurleikir og með þeim værum við með 53 stig í öðru sæti. Vonandi halda þeir bara þessu unbeaten recordi áfram og klára leikina betur og þá endum við klárlega í top 4.
Halldór Marteins says
Svona eiga þessar fótboltahelgar að vera! :D
Karl Garðars says
Vel gert. Náði ekki leiknum en þarf greinilega að taka hann í kvöld.
Vildi ekki jinxa þetta í gær þannig að here it goes:
There’s always next year!
👍 1.000.000
einar__ says
Mkhitaryan – Hvílíkur leikmaður! Virkilega þægilegt og gaman að njóta þessa að horfa á fótboltaleik aftur.
Það eru ekki svo langt síðan við vorum 9 stigum á eftir Liverpool og öll von um meistaradeildarsæti í órafjarlægð. Það getur enn heilmikið gerst enn!
Ég þakka fyrir að Leiceister pakkaði ekki í vörn og reyndi að spila bolta. Þeir eru með of gott lið til að falla, ég trúi ekki öðru en að þetta lið haldi sér uppi.
Guðmundur Þór Magnússon says
Var það Poolari sem ritði fyrirsögnina? Les 3 – 0 Man Utd er allavega ekki þau úrslit sem ég sá.
Og ég er United fan, er sem sagt ekki alnafni minn sem var/ e formaður ísl Poolara.
Cantona no 7 says
Góður sigur og stutt í næstu lið.
G G M U
Audunn says
Virkilega góður og sterkur sigur, ekki mikið um þennan leik að segja, liðið gerði nákvæmlega það sem maður óskaði eftir fyrir leik.
Maður gat því setið rólegur og notið leiksins mest allan leikinn, við feðgarnir tókum reyndar kipp og öskruðum NEEIIIII AFHVERJU HANN? í kór þegar Fellaini kom inná.
Eins og fleiri hafa komið inn á þá hef ég miklar áhyggjur af stöðu bæði Shaw og Martial í þessu liði.
Þessir leikmenn eru framtíð liðsins, mjög ungir, efnilegir og United eyddi miklu púðri í að fá þá.
Það væri nær að Móri klappaði og gæfi þeim einhverja sénsa heldur en manna eins og Fellaini sem á enga framtíð sem United leikmaður enda munurinn á honum og hinum er augljós.
Fellaini getur ekki rassgat í fótbolta.
Kannski er Móri bara ekki góður þjálfari þegar kemur að því að byggja upp unga leikmenn?
Það þarf að byggja upp sjálfstraust og veita þeim stuðning en ekki rífa þá í sig og rústa öllu sjálfstrausti sem þeir hafa.
En liðið er á réttri leið sem er það sem skiptir mestu máli, ef United heldur áfram á sömu braut þá er stutt í að þeir nái 3 sætinu í deildinni.
Runólfur says
Held að menn ættu að pústa aðeins með Martial og Shaw.
Þetta er nákvæmlega sama umræða og með Mkhitaryan í byrjun tímabils.
Svo tweetaði Martial aðeins um stöðuna í dag til að róa mannskapinn.
Hvað varðar leikinn þá fannst mér magnað hversu þægilega United vann leikinn miðað við hvað mér fannst liðið slakt. Þetta Leicester lið er hins vegar bara með allt niðrum sig þessa dagana.
Þessi sigur var annars bara lífsnauðsynlegur og nú þarf bara að vinna Watford næstu helgi og vonandi lyfta sér upp í top4 á sama tíma.