Manchester United sigraði Saint-Étienne með þremur mörkum gegn engu í leik sem United liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu. Strax í byrjun leiks virkaði vörnin mjög óstýrk og Eric Bailly hefur litið betur út en hann gerði í þessum leik. United liðið sótti mikið en var mjög viðkvæmt fyrir skyndisóknum franska liðsins. Sprækastur þeirra var án efa Henri Saivet sem er á láni frá 1.deildarliði Newcastle United. Enn einu sinni var færanýtingin ekki alveg nógu góð og leit Ruffier markvörður Saint-Étienne út fyrir að vera í hærra gæðaflokki en hann raunveruleg er.
Á 15. mínútu fékk United aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig gestanna. Spyrnuna tók enginn annar en Zlatan Ibrahimovic en boltinn átti viðkomu í varnarmann og lak löturhægt í markið. Í fyrri hálfleiknum vildu leikmenn Saint-Étienne fá vítaspyrnu en ég undirritaður einfaldlega missti af atvikinu og get því ekki sagt til um hvort innistæða hafi verið fyrir tilkallinu. Annars hefur United ekki fengið dæmdar vítaspyrnur á tímabilinu þannig að ég býst ekki við að missa svefn yfir þessu. Staðan þegar flautað var til hálfleiks var 1:0 fyrir heimamönnum.
José Mourinho var augljóslega ekki ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleiknum og strunsaði inní klefa á 44.mínútu. Í leikhléi gerði hann eina breytingu þegar hann tók Marouane Fellaini af velli og í hans stað kom Jesse Lingard. Þessi breyting var jákvæð enda Lingard töluvert hreyfanlegri en belgíska pálmatréið. Þrátt fyrir þetta virtist sem að United ætlaði ekki skora fleiri mörk og það gerði fólk taugaóstyrkt enda vont að fara bara með 1:0 forystu eða mögulega 1:1 jafntefli á útivöll. Svo hjálpaði ekki að dómarinn fór að spjalda United menn eins og hann fengi borgað fyrir það en alls fengu fjórir leikmenn gul spjöld í seinni hálfleiknum fyrir mismiklar sakir. Paul Pogba, Anthony Martial, Jesse Lingard og Ander Herra sem verður í leikbanni í seinni umferðinni.
Loksins á 75.mínútu jók liðið forystuna í 2:0 þegar að Zlatan skoraði líklega sitt auðveldasta mark eftir góðan undirbúning frá Marcus Rashford sem hafði komið inná skömmu áður fyrir Juan Mata. Eftir þetta mark var aðeins hægt að anda rólegar. Áfram hélt United að sækja enda væri nauðsynleg að fara með góða forystu í seinni leikinn og 3:0 myndi vera töluvert mýkri koddi. Það var svo á 88.mínútu þegar stórtíðindi ársins bárust. United fékk dæmda vítaspyrnu eftir klaufalegt brot varnarmanns Saint-Étienne á Zlatan Ibrahimovic. Auðvitað steig Svíinn sjálfur á punktinn og skoraði örugglega eftir að hafa sent markvörðinn í rangt horn. Manchester United vann leikinn 3:0 og er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn þar sem vonandi verður hægt að hvíla einhverja leikmenn.
Leikmenn
Sergio Romero – Heldur áfram hreinu en hann þurfti reyndar ekki að verja skot í leiknum – 7
Antonio Valencia – Ágætur þó að flestir sóknir Saint-Étienne hafi farið í gegnum hann og fyrirgjafirnar voru slakar í kvöld. – 6
Eric Bailly og Daily Blind – Voru frekar ryðgaðir í kvöld. – 5
Chris Smalling – Voru flottur í kvöld og hreinsaði oft vel. – 8
Juan Mata – Spænski sjentilmaðurinn var flottur í kvöld og óheppinn að hafa ekki náð að skora í fyrri hálfleik. – 7
Maroune Fellaini – Gerði ekki mikið í fyrri hálfleiknum annað en að skora rangstöðumark. – 5
Ander Herrera – Var fínn í kvöld að venju og óheppinn að fá spjald og bann. Það þýðir að hann mun sennilega spila báða bikarleikina. – 8
Paul Pogba – Var flottur í kvöld og virkar alltaf eins og hann þurfi svo lítið að hafa fyrir hlutunum. – 8
Anthony Martial – Átti stórleik í kvöld og átti skilið að skora amk eitt mark í leiknum. – 9
Zlatan Ibrahimovic – Skorar þrennu í leiknum. Er núna búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum gegn Saint-Étienne. – 9
Liðið sem byrjaði leikinn:
Bekkur: De Gea, Darmian, Rojo, Schweinsteiger, Lingard, Young, Rashford.
Keane says
AAAAAAAAARG WHY! SELJIÐI FELLAINI
Sveinbjorn says
Seljum ekkert kónginn!
Zlatan setur eitt, Fellaini eitt, í tvö-núll sigri.
Omar says
Sýnist þetta vera okkar sterkasta lið í augnablikinu, ég set þó alltaf spurningarmerki við Fellaini (því hann getur verið svo mikið Wild card) og svo einnig við Young (þó hann sé á bekknum) því mér finnst eins og hann sé kominn fram yfir síðasta söludag.
Annars vonar maður að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Munum að það eru ekki allir stuðningsmenn svo heppnir að sjá liðið sitt spila oftar en 3x í mánuði hóst*hóst*.
Keane says
Var líka bara að grínast. Gaman að sjá Martial byrja.
Omar says
Djók sá ekki að De Gea er á bekknum, vonandi heldur Romero þá bara áfram að vera solid…
Bjarni says
SET fá ekkert gefins í kvöld. Þurfum að koma okkur úr fyrsta gírnum.
Turninn Pallister says
Vörnin búin ađ vera í bulli og Fellaini jafn tilgangslaus og pálmatré. Gæti veriđ verra en gæti veriđ svo miklu betra.
Bjarni says
Liðið fær falleinkunn þar sem af er í mínum huga, fáum á okkur mark eða mörk í þessum leik. Rækjusamlokurnar í stúkunni geta bara etið það sem úti frýs, slappir stuðningsmenn í kvöld. Skíðagöngumaðurinn Smalling er frekar einhæfur leikmaður, kann bara innanfótar basic sendingar og tekur 6 sekúndur að framkvæma þær. Hann gerir Bailly óstyrkan þannig að hann tekur oftast rangar ákvarðanir. Ég átti von á öðru í kvöld en flæðið, ástríðan og viljinn voru skilin eftir inní klefanum. Nú þarf að rétta skútuna við og koma inn í seinni af krafti og klára þennan leik. Annars er ég bara góður.
Turninn Pallister says
Spiluđum illa en unnum samt 3-0. Þađ er framför alveg sama hvađ menn segja. Zlatan ađ sjálfsögđu mađur leiksins en Pogba líka frábær og mjög óheppinn ađ skora ekki.
Hrós til Móra fyrir ađ rífa Fellaini útaf strax í hálfleik.
Runar P. says
Ég skil bara ekki alveg öll þessi komment fyrir ofan mig..??? Var ég ekki að horfa á sama leik og þið, var það bara ég sem fannst þetta flottur leikur, þá bæði hjá ManU og St. Etienne eða héltuð þið „rækjusamlokurnar“ að St. Etienne yrði afslöppuð fjöruferð, sérstaklega þar sem þessi leikur var Pogba Vs Pogba og þá mundi sá eldri hreinlega gefa leikinn fyrir litla bró???
Það var sótt á báða bóga og oft á köflum hraður leikur sem mér fannst einstaklega gaman að horfa á, einmitt það sem ég hefði haldið að fólk mundi vilja horfa á? Enda voru BTsport þulirnir allir á því að Móri væri loksins búinn að rífa þetta lið upp af rassgatinu frá því að spila reitabolta Van Gal.is
Karl Garðars says
Sammála Rúnari. Fínn leikur og frábær úrslit. Gaman að sjá fleiri leikmenn fá mínútur og án efa mjög gott fyrir móralinn í liðinu.
Óli says
Mjög ósanngjarnt fyrir Frakkana að tapa 3-0 og mikilvægir dómar sem féllu með okkur í kvöld. Fínt að seinni leikurinn sé orðinn hálfgert formsatriði.
Turninn Pallister says
Þađ má vel vera ađ mađur hafi ögn misst sig í neikvæđninni þó svo ađ ég held ađ undirritađur hafi nú bara veriđ afslappađur í kvöld. Þađ voru samt alveg punktar sem má gagnrýna. Vörnin var á köflum verulega shaky og gegn betra liđi þá hefđi okkur veriđ refsađ. Fellaini var ekki alveg viss hvađ hann væri ađ gera inni á vellinum og liđiđ var óþarflega oft ađ tapa boltanum á slæmum stöđum þegar bakverđirnir voru skriđnir fram völlinn. Hinsvegar getur enginn tekiđ þađ af liđinu ađ þađ mætti til leiks í seinni hálfleik. Móri sýndi ađ hann veit eitt eđa tvennt um fótbolta, breytti til í hálfleik og viđ fengum allt annan leik í þeim seinni.
Hvađ stemmninguna á vellinum varđar þá gat ég ekki betur séđ en liđiđ væri vel hvatt áfram og get tekiđ undir ađ ég fattađi ekki alveg rækjusamlokupilluna.
Heilt yfir var þetta skemmtilegur leikur og úrslitin góđ.
Cantona no 7 says
Góður sigur .
Við lékum samt illa á móti slökum mótherjum.
Það eru margir sem spila undir getu ( vonandi ).
Betur má ef duga skal.
G G M U
Hjörtur says
Ég held að sá dýrasti verði að fara að drullast til að hitta markið, hvað er hann búinn að skora fyrir liðið 1 eða 2?
Halldór Marteins says
Ókei, það er auðvitað ævintýralega mikil klisja að Fellaini sé gerður að blóraböggli. Um leið og ég sá nafnið hans í byrjunarliðinu þá vissi ég að fólk myndi tuða yfir því eftir leik sama hvernig leikurinn færi.
United var 4-3-3 á blaðinu þegar Fellaini var inná. Samt var hans hlutverk ekki svo einfalt að vera bara einn af þremur miðjumönnum því það virkaði á mig eins og Fellaini hefði skýr fyrirmæli. Hann datt einstaka sinnum djúpt þegar hinir miðjumennirnir fóru fram en annars var hann mest í því að nýta plássið fram á við eftir því sem hinir leikmennirnir spiluðu, til dæmis það að vera orðinn fremsti maður ef Zlatan droppaði niður.
Fellaini var mikið á hreyfingu án bolta, mikið að vinna inn í plássin sem hinir leikmennirnir skildu eftir sig. Leysa inn, eins og það myndi kannski kallast á handboltamáli. Þetta gerði hann svo markvisst að það skal enginn segja mér að hann hafi ekki verið að fylgja nákvæmum fyrirmælum stjórans.
Svo koma einhverjar klisjur um það að vörnin hafi verið shaky eða þetta og hitt svona og hinsegin og allt sé það Fellaini að kenna. Kaupi það ekki! Held að skiptingin í hálfleik hafi einfaldlega verið taktísk skipting, fá öðruvísi vinnuhest með öðruvísi hæfileika og aðrar skipanir frá stjóranum vegna þess að það mátti skerpa á upplegginu, ekkert bara af því einn ákveðinn leikmaður stóð sig ekki nógu vel.
Og gleymum því ekkert að Mata og Martial fengu góð færi til að skora tvö stórkostleg mörk í fyrri hálfleik. Manchester United hefði getað leitt 3-0 í hálfleik. En það hefði samt pottþétt verið mjög auðvelt að finna marga tilbúna að tuða yfir Fellaini…
SHS says
Fínt að eiga eitt stykki pálmatré til að planta inn í teig andstæðinganna (sem lengst frá okkar teig!) í lok leikja og í litlum bikarleikjum. Ef við komumst nú í meistaradeildina að ári sjáiði fyrir ykkur meistarann standa sig vel á móti alvöru liðum?
Turninn Pallister says
Veit ekki hvernig ég á ađ taka þessu svari frá þér Dóri. Væntanlega hefurđu ekki horft á fyrri hálfleikinn eđa þér finnst ég svo mikil klisja ađ þú nennir ekki ađ lesa þađ sem ég skrifađi.
Í fyrsta lagi hefur vörnin hjá okkur veriđ þokkalega solid undanfariđ svo þađ getur varla veriđ klisja ađ tala um ađ hún hafi veriđ shaky í fyrri hálfleik. Í öđru lagi þá benti ég á þađ réttilega, án þess ađ blanda Fellaini í máliđ ađ liđiđ hefđi tapađ mörgum boltum þegar bakverđirnir okkar voru komnir fram á völlinn. En þú ert örugglega međ ađra sýn á þađ hvernig þetta fór fram og sjálfsagt miklu frumlegri útgáfu.
Svo getur þađ vel veriđ ađ Fellaini hafi fariđ eftir öllu sem Mourinho lagđi upp međ. Þađ getur líka veriđ ađ hann hafi veriđ svaka duglegur ađ olnboga pláss fyrir ađra á vellinum. En skilađi þađ einhverju? Grísa mark úr aukaspyrnu frá Zlatan var þađ sem skildi liđin ađ í hálfleik en ekki hversu marga skallabolta Fellaini átti eđa hversu mikiđ hann hljóp fram og til baka yfir miđjuhringinn til ađ klukka í pláss á vellinum.
Þađ er náttúrulega engin klisja ađ segja „ef Mata hefđi og ef Martial hefđi og þessvegna hefđum viđ ekkert spilađ svo illa í fyrri hálfleik“.
Getum alveg eins sagt ađ St. Etienne „hefđi“ getađ veriđ 1-2 yfir í hálfleik og „hefđi“ dómarinn dæmt víti á Blint þá „hefđi“ þađ getađ veriđ 1-3 eđa skv. þinni útgáfu mögulega 3-3. Í raunveruleikanum þar sem leikurinn fór fram þá leiddum viđ ekki 3-0 í hálfleik og Fellaini tróđ ekki sokk upp í neinn međ góđum leik.
Gagnrýni mín á liđiđ í hálfleik snérist um ađ St. Etienne fengu eiginlega alltof góđ tækifæri til ađ setja á okkur mörk og voru sjálfir klaufar ađ nýta þau ekki.
En ađ tala um þađ er náttúrulega bara eins og hver önnur klisja.
Halldór Marteins says
Fínt svar, Turninn Pallister :)
Það er vissulega hægt að gagnrýna margt í spilamennsku liðsins, enda er ég sammála punktunum sem þú kemur með.
Sé þegar ég les kommentið mitt aftur að það hljómar eins og ég sé að tuða yfir því að einhver hafi talað um að vörnin væri shaky. Það átti ekki að vera pointið mitt, frekar það að mér finnst Fellaini oft vera kennt um fullt af hlutum sem eru ekki honum að kenna.
Auðunn says
Allt annað að sjá liðið eftir að Fellaini var tekinn útaf.
Afhverju ætli hann hafi verið tekinn útaf í hálfleik? Hmm góð spurning… já vegna þess að hann gat ekki neitt frekar en fyrri daginn.
Fellaini og Pogba virka ekki saman. Fellaini og Herrera virka ekki saman. Fellaini og Fellaini virka ekki saman og Fellaini og Manchester United virka ekki saman.
Þessi leikmaður verður að fara eitthvað annað og ég trúi ekki öðru en að Mourinho hafi séð það loksins eftir fyrrihálfleikinn í þessum leik.
Annars mjög góður sigur og gott veganesti í síðari leikinn.
Simmi says
Va eg var svona i alvorunni farinn ad hafa ahyggjur af ther Audunn. En sem betur skiladir thu ther herna inna a endanum med thitt vikulega Fellaini skitkast : )
Turninn Pallister says
Nei Dóri, þađ var nú svo sem ekki punkturinn minn, enda finnst mér þađ ömurlegt þegar skórinn er níddur af leikmönnum trekk oní hvađ. En Fellaini átti ekki góđan dag í vinnunni í gær. En er sammála þér ađ þađ var kannski ekki honum alfariđ ađ kenna heldur. St. Etienne voru bara međ svar viđ upplegginu hjá Mourinho og hann brást rétt viđ í hálfleik. Mikilvægast var ađ viđ unnum leikinn og þađ er bara einhvernvegin svo miklu sætara þegar viđ vinnum flottan sigur en spilum ekkert sérstaklega vel. :)