Þetta var leikurinn þar sem Mourinho setti loksins alvöru rótasjón í gang. Pogba og Zlatan fóru á bekkinn, De Gea fékk alveg frí og Rashford fékk framherjastöðuna. Darmian og Young komu í bakvarðastöðurnar og Luke Shaw fékk að setjast á bekkinn.
Varamenn: Henderson, Bailly, Shaw, Schweinsteiger, Pogba, Mata, Ibrahimovic
Á pappírnum virkaði þetta eins og framlínan væri mjög hröð en það sást lítið til þess fyrstu mínúturnar, utan ein rispa Lingard upp kantinn sem endaði í vandræðagangi hans og Mkhitaryan uppi við teig.
United átti síðan nokkra spretti sem enduðu í engu, en fyrstu markvörsluna að ráði átti samt Sergio Romero, kýldi frá ágætt skot Emnes.
Mínútu síðar skoraði svo Benny Graham, markahæsti maður Blackburn í vetur. Hann fékk sendingu á teiginn, sneri Smalling alltof auðveldlega af sér og hamraði boltann í netið. Blackburn hafði verið síst minna með boltann og þetta var ekki ósanngjarnt.
United hélt áfram að leyfa Blackburn að vera of mikið með boltann, og sækja síðan hratt og það gekk loksins eftir á 27. mínútu. Hraðaupphlaupið byrjaði hjá Romero, Mkhitaryan fékk boltann á miðjunni og vörn Blackburn var teygð þannig að Rashford var gersamlega á auðum sjó til að fá sendinguna frá Mkhitaryan. Eftirleikurinn var laglegur, Rashford fór framhjá markverðinum og renndi boltanum í netið.
https://twitter.com/PeoplesPerson_/status/833364291650777088
Þetta mynstur hélt áfram í leiknum, United sótti reyndar aðeins meira, en Blackburn gaf ekkert eftir og Conway hefði alveg getað gert betur en að skjóta yfir þó að Young væri að trufla hann.
Enn eitt hraðaupphlaup United virkaði mjög lofandi þegar Martial tætti í sig Blackburn á kantinum og tókst að gefa á hárréttu augnabliki á Herrera sem gaf beint á Mkhitaryan en hann ætlaði sér um of og endaði á því að missa boltann þegar sending hefði getað valdið miklum usla.
1-1 í hálfleik og hægt að líta á það sem frekar sanngjarnt. United gátu hins vegar sjálfum sér um kennt að vera ekki yfir, áttu góðar sóknir en vantaði bit og lokasendingar.
Mourinho hefur væntanlega lesið yfir leikmönnum í hálfleik, United komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik, og sóttu stíft. Það vantaði samt tilfinnanlega að búa til færi og José var búinn að fá nóg þegar kortér var liðið af seinni hálfleik, og setti Pogba og Ibrahimovic inná fyrir Lingard og Martial. Aukaleikur enda það síðasta sem liðið þurfti til að auka á leikjaálagið.
Sóknirnar héldu áfram og þetta bar loksins árangur. Pogba gaf enn eina frábæra langsendingu inn á Zlatan sem beið lengi eftir að taka á móti boltanum áður en hann sneri sér og smellti einfaldlega skoti í fyrstu snertingu. Gríðarlega nett mark.
https://twitter.com/OptaJoe/status/833375352458207232
Eitthvað það magnaðasta atvik sem maður hefur lengi séð kom þegar fimm mínútur voru eftir, Blackburn skaut að marki, Romero hélt ekki boltanum, alveg ótrúlega lélegt þar, og missti hann á Stokes. Romero bætti hins vegar um betur og varði skot Stokes mjög vel út í teiginn. Þar var Emnes en enn varði Romero. En í þetta sinn hélt hann aftur ekki boltanum og missti hann aftur fyrir sig. Þar var Stokes og setti boltann inn á einfaldan hátt. Stokes var hins vegar fyrir innan þegar Emnes skaut og því réttilega dæmdur rangstæður. Þar slapp United og Romero!
Leikurinn leið síðan tíðindalaus út og sigur hafðist þó ekki hefði þetta nú verið eins auðvelt og hefði átt að vera. Eftir góða frammistöðu í vikunni var Martial næstum ósýnilegur og Lingard slakur. Vörnin var ekki nógu sterk og Smalling hefði aldrei átt að leyfa markið. En United var með ása á hendi og Pogba og Ibrahimovic kláruðu þetta.
Drátturinn fór fram núna rétt áðan og United dróst gegn Chelsea á Stamford Bridge helgina 12. og 13. mars.
Núna er vonandi formsatriði eftir á miðvikudaginn að klára Saint-Étienne og svo deildarbikarúrslit á sunnudaginn.
Turninn Pallister says
Hörkuleikur, en vonbrigđi samt hvernig liđiđ hefur spilađ í fyrri hálfleik. Enginn heimsendir ennþá en megum alveg girđa okkur í seinni hálfleik.
Björn Friðgeir says
Flottar sóknir en vantar betri lokasendingar. Varla fengið almennilegt færi
Halldór Marteins says
Fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, proper bikarleikur þar sem bæði lið létu vaða. Blackburn sýndi góða baráttu sem gerði sigurinn erfiðan en sætan hjá Manchester United.
Bjarni says
Jæja Chelsea var það heillin og það á útivelli. Þvílíkur bikarleikur.
Runólfur Trausti says
Það var mikið að eitthvað af þessum Championship liðum gaf United leik. Reading og Wigan voru full þægilegir leikir miðað við hvað United liðið var slakt í þeim leikjum, aðeins meiri Bikar-fýlingur í þessum leik og Blackburn hefðu geta jafnað þegar Romero ákvað að púlla Romero þarna í lokin.
Chelsea í 8 liða úrslitum verður eitthvað. United er með 2 sigra í 15 síðustu leikjum á Brúnni og annar þeirra var gegn 9 leikmönnum og vannst á rangstöðu marki. Ofan á að síðasta heimsókn var algjör hörmung.
Maður á þó erfitt með að sjá liðið eiga jafn lélegan leik og þá. Verður áhugaverður leikur svo ekki sé meira sagt.
Karl Garðars says
Þetta skal verða leikurinn þar sem Stamford Bridge grýlan verður kveðin niður. Ég hef fulla trú á því.
Heiðar Halldórsson says
Hefði viljað sjá alla mögulega kosti aðra en Chelsea á brúnni…
Cantona no 7 says
Góður sigur og gott að sleppa við aukaleik.
Zlatan er flottur.
Við vinnum Chelsea núna það er kominn tíma á það.
G G M U
Kjartan says
Vinna Chelski og þá er orðið vel mögulegt að landa Mikka Mús þrennunni. Þetta gæti eftir allt saman orðið ágætis tímabil, þótt frammistaðan í deildinni hafi verið vonbrigði.
Sindri says
Ósammála Kjarra að frammistaðan í deildinni hafi verið vonbrigði. Liðið tók smá run þar sem það fékk harla stig en allt verið uppá við liggur við síðan gegn Chelsea.
Miðvarðastaðan orðin lúxusvandamál, en getum augljóslega ekki treyst á heilsu Phil, þó ég telji hann okkar besta CB.