Í dag tóku Manchester United á móti Bournemouth í fyrsta leik 27. umferðar. Fyrir leikinn var United í sjötta sæti og Bournemouth í því fjórtánda.
Með sigri á Bournemouth myndi United tryggja sé það að komast upp eitt sæti þar sem liðin tvö í sætunum fyrir ofan, Liverpool og Arsenal, myndu mætast síðar sama dag. Það var því til mikils að spila hjá okkar mönnum.
Mourinho talaði um að hann myndi núna fara nýta hópinn vel og stóð hann við þau orð með því að gera fjórar breytingar á liðinu. Luke Shaw fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma, Jones kom inn í vörnina og Carrick ásamt Wayne Rooney fóru á miðjuna. Liðið sem Mourinho ákvað að stilla upp í dag leit svona út:
og á bekknum voru þeir: S.Romero, Blind, Smalling, Fellaini, Herrera, Lingard og Rashford.
Margir voru kátir að sjá Luke Shaw í byrjunarliðinu og er höfundur þessarar leikskýrslu engin undantekning. Satt að segja þá vildi ég sjá Luke Shaw enda sem besta leikmann vallarins þegar dómarinn flautaði leikinn af þar sem ég tel hann vera okkar besta vinstri bakvörð og mikilvægt fyrir alla að sjá hann blómstra með liðinu.
Einnig var gott að sjá Herrera fá smá hvíld því framundan hjá United var ansi strembið leikjaprógramm
- 4. mars -> AFC Bournemouth (heima)
- 9. mars -> FC Rostov (úti)
- 13. mars -> Chelsea (úti)
- 16. mars -> FC Rostov (heima)
- 19. mars -> Middlesbrough (úti)
En nóg um það. Snúum okkur að leiknum sjálfum.
Leikurinn
Ólíkt mörgum leikjum undanfarið hjá United þá hófst þessi alveg stórkostlega. Satt að segja þá var þetta ein mest kreisí byrjun á United fótboltaleik sem ég hef orðið vitni að. Dauðafærin hrönnuðust upp fyrir United en inn fór boltinn ekki.
Ég grínast ei þegar ég skrifa um að þetta hafi verið alveg ótrúlega sprækur hálfleikur. Færin sem við fengum að sjá fyrstu 15 mínútur leiksins voru t.d.
(1) Antonio Valencia vann boltann hátt upp á velli og kom með flotta fyrirgjöf á Rooney en skallinn frá Rooney fór yfir markið. (2) Stuttu síðar vann Shaw boltann og gaf glæsilega sendingu á Pogba sem var kominn einn inn fyrir vörn Bournemouth en skot hans var varið framhjá af Boruc, markmanni þeirra. (3) Mings með skelfilega sendingu til baka sem Rooney náði og gaf fyrir á Zlatan sem hefði átt að skora auðveldlega en sendingin og móttakan ekki nógu góð.
(4) Bournemouth komst í algjört dauðafæri er löng sending endaði hjá Benik Afobe sem komst framhjá Rojo og einn á móti De Gea en okkar maður í markinu ákvað að sína sína snilld og náði að verja boltann stórkostlega og koma honum frá Afobe. (5) Martial smaug í gegnum vörn Bournemouth vinstra megin og átti flotta fyrirgjöf á Zlatan en boltinn fór í hnéið hans og framhjá.
Þetta hélt svo áfram…
(6) Carrick vann boltann glæsilega á miðjunni og gaf á Martial vinstra megin og átti hann gott skot en Boruc, markmaður Bournemouth, varði vel. (7) Á 23′ mínútu náði United loksins að brjóta ísinn. Valencia fékk boltann fyrir utan teig, gaf sér góðan tíma og bombaði boltanum í átt að marki þar sem Rojo faldi sig á milli varnarmanna Bournemouth og potaði boltanum inn. Fyrsta mark leiksins komið og sjötta stoðsending Valencia á þessu tímabili í öllum keppnum.
United hélt áfram og gat maður ekki annað en dást að baráttunni í öllum leikmönnum United. Allir voru að spila vel, báðir kantarnir mjög hættulegir, bæði bakverðir og kantmenn on point. Hrikalega gaman og bjóst maður við að sjá fleiri mörk og meira gaman. En þá kom skellurinn.
(8) Á 39′ mín komst Bournemouth í góða sókn er Marc Pugh fékk boltann á vinstri kanti og brunaði áfram gegn Phil Jones. Jones gerði alveg skelfileg klaufamistök með því að brjóta á honum inn í teig og fékk réttilega dæmda á sig vítaspyrnu. Joshua King stillti sér svo upp á vítapunktinn og skoraði örugglega út henni, 1:1 (Merkileg staðreynd að þetta er einungis mark númer tvö sem United fær á Old Trafford á þessu ári).
(9) Rétt eftir jöfnunarmarkið fékk Rooney gott færi til að koma United aftur yfir en skot hans framhjá.
Fyrri hálfleikur endaði svo alveg afskaplega furðulega, vægt til orða tekið. Og með réttu hefðum við átt að sjá þrjú rauð spjöld á lofti. Allan leikinn voru Mings og Zlatan búnir að vera kljást og pirra hvorn annan. Á 46′ mín tók Mings Rooney niður sem lenti í smá samstuði við Zlatan og felldi báða niður á jörðina. Á leiðinni aftur í vörnina ákvað Mings að stökkva yfir Zlatan og traðka alveg hreint út ógeðslega og stórhættulega ofan á haus Zlatans. Dómarinn ákvað að dæma ekkert á þetta sem skiljanlega pirraði Svíann. Stuttu síðar fékk United hornspyrnu og ákvað Zlatan að nýta tækifærið og hefna sín á Mings með því að gefa honum virkilega ljótt olnbogaskot.
Eftir þetta urðu mikil læti í leikmönnum og Surman, sem var á gulu spjaldi eftir brot á Carrick, ákvað eftir olnbogaskotið að hrinda Zlatan niður á jörðina. Kevin Friend, dómari leiksins, gaf honum fyrir það sitt annað gula spjald og var fyrir vikið vísað af velli. Þannig endaði fyrri hálfleikur, 1:1 og Bournemouth manni færri.
Í fyrri hálfleik var United 60% með boltann, fékk 7 hornspyrnur, átti 10 skot á mark þar sem fimm fóru á rammann. Bournemouth á sama tíma var 40% með boltann, fékk eina hornspyrnu, átti tvö skot þar sem eitt fór á rammann.
Seinni hálfleikurinn var því miður algjör vonbrigði miðað við þann fyrri. United hélt áfram að sækja og ætlaði að nýta sér það að vera manni fleiri.
United fékk nokkur hálffæri en ekkert sérstaklega hættulegt. Mourinho ákvað því að gera, aldrei þessu vant, þrefalda skiptingu í von um að komast aftur yfir. Inn á komu Fellaini, Lingard og Rashford fyrir þá Rooney, Carrick og Shaw.
Nokkrum sekúndum síðar fékk United vítaspyrnu er Valencia sendi háa fyrirgjöf inn í teig. Pogba hoppar upp og ætlar að koma boltanum fyrir framan markið en varnarmaður Bournemouth var boltann svona glæsilega með hendinni. Pirraður Zlatan náði svo í boltann og ætlaði að láta Bournemouth finna fyrir því með því að skora. Því miður ákvað Boruc að verja vel frá Svíanum og neita honum um mark í dag.
Kevin Friend ákvað að halda áfram að dæma illa er Arter braut illa á Pogba á ’77 mín og hefði átt að fá sitt annað gula spjald en fékk í staðinn smá tiltal frá Friend. Síðustu 20 mínúturnar voru svo alveg gríðalega pirrandi er United reyndi og reyndi, Bournemouth töfðu og töfðu og ekkert gekk upp fyrir United. Eftir skrilljón tilraunir flautaði dómarinn leikinn af og gríðarlega svekkjandi jafntefli raunin.
https://twitter.com/OptaJoe/status/838034556712280064
Heildartölfræðin í þessum leik var svo United 68% með boltann, fékk 15 hornspyrnur, átti 20 skot á mark þar sem sjö skot fóru á rammann. Bournemouth á sama tíma var 32% með boltann, fékk tvær hornspyrnur, átti þrjú skot þar sem eitt fór á rammann.
Lokaorð
Með sigri hefðum við geta komist upp í fimmta sæti. Er svo svekkjandi að sjá okkur klúðra aftur svona tækifærum. En ég neita að missa mig í svekkelsinu. Við erum núna með jafnmörg stig og Liverpool eftir 26 leiki. Erum svo fjórum stigum frá Spurs en einu og þremur stigum frá Arsenal og City sem eiga leik til góða. Það er hellingur eftir og í okkar höndum að komast hærra upp.
En ég ætla að taka út smá pirring á einstaklingi sem á í raun ekkert vont skilið í dag. Það er ekki honum að kenna hvernig fór en mikið er það byrjað að fara í taugarnar á mér að sjá Mourinho setja Fellaini inn í leik þar sem við erum að reyna ná sigri. Mourinho virðist alltaf vilja nota sömu Plan-B strategíu og Moyes með því að setja Fellaini inn á og gefa þúsund fyrirgjafir í von um að eitthvað gerist. Þótt ég hafi í raun ekkert á móti Fellaini, þá hlakkar mig til þegar kappinn verður seldur svo að við getum hætt að sjá þetta Plan-B.
Svo getum við nokkuð örugglega átt von á því að missa Zlatan í bann fyrir olnbogaskotið. Það bann, ef mér skjátlast ekki, yrði gegn Chelsea í FA Bikarnum. Vægast sagt vondar fréttir fyrir okkur.
Næst er það FC Rostov á fimmtuag í Evrópudeildinni… onwards and upwards…
Turninn Pallister says
Kemur á óvart ađ minn mađur Herrera sé á bekknum í dag. Ágætt svo sem ađ hvíla karlinn fyrir komandi átök og leyfa gođsögninni Rooney ađ fá sviđiđ. Vonandi nýtir hann þađ tækifæri vel og leiđir liđiđ til sigurs.
Rúnar P says
Fu@#ing Pogba hefði verið betra að skipta honum útaf fyrir engan!
Hjörtur says
ORÐLAUS
Jóhann says
Þvílíkar skiftingar hjá Portúgalska fíflinu .
Einum manni fleiri allan seinni hálfleik heimsku skiftingar.
Blue Moon says
Zlatan og Mings á leiðinni í bann eftir þennan leik.
Rúnar Þór says
ÉG NENNI ÞESSU EKKI LENGUR!!! Hvert einasta fokking skipti sem lið eiga innbyrðis viðureignir þá klúðrum við því. Arthur Boruc lélegasti markmaður deildarinnar á stórleik. Ætla að spá því að í öllum innbyrðis viðureignum annarra liða út tímabilið þá klúðrum við. Gæti orðið ríkur á því veðmáli. Ég meika þetta ekki lengur 10 jafntefli guð minn góður
Heiðar says
7 jafntefli í síðustu 11 deildarleikjum á Old Trafford. Meira og minna gegn „litlum“ liðum. Þetta er gjörsamlega óþolandi og nánast undantekningalaust koma þessir leikir þegar að við eigum möguleika á að skjótast upp í topp 4. Það er engu líkara en að okkur sé ætlað 6 sætið.
Náði ekki að koma til leiks fyrr en á 55. mínútu. Mér fannst þetta gríðarlega illa spilaður leikur af hálfu Man.Utd. Við erum einum fleiri í 45 mínútur. Nógur tími til að klára þetta. En þess í stað er liðið að reyna endalausar langar sendingar sem engu skiluðu. Af hverju ekki að nota betur hraðann hjá Martial, Rashford og Valencia? – en það var engu líkara en miðjumennirnir væru hættir að vilja senda á hinn síðastnefnda sem ítrekað stóð dauðafrír á kantinum. Lygilegt hvað liðið skapaði sér lítið af alvöru færum gegn 10 mjög þreyttum Bournemouth leikmönnum. Ekki hægt að afsaka þessa spilamennsku. Leikurinn var einfandlega rangt uppsettur. Pogba var hörmung !!
Auðunn says
Ótrúlegur leikur að hálfu United og skiptingar Mourinho líklega þær fáránlegustu sem ég hef séð að hálfu United á Old Trafford.
Mourinho staðfesti það í þessum leik að sumir leikmenn eru ósnertanlegir og orðnir stærri en klúbburinn.
Þvílík skita og vanmat.
Pogba var gjörsamlega ömurlegur frá fyrstu mínútu og reyndi alltaf það sama aftur og aftur og aftur.
Að setja svo Fellaini inná toppaði þessa skitu þjálfarans fullkomlega.
Jóhann says
Þessi margletta sem móri er ættli hann viti ekki að hann sé þjálfari?
Rúnar Þór says
Líka lélegt hjá Zlatan að skjóta alltaf í sama horn í vítum, markmaðurinn löngu búinn að lesa það áður en spyrnan kom
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Ég vona að Auðunn fyrirgefi mér en ég ætla að fá lánaðan textan frá honum, þetta er svo hrikalega mikið spot on :-(
„Ótrúlegur leikur að hálfu United og skiptingar Mourinho líklega þær fáránlegustu sem ég hef séð að hálfu United á Old Trafford.
Mourinho staðfesti það í þessum leik að sumir leikmenn eru ósnertanlegir og orðnir stærri en klúbburinn.
Þvílík skita og vanmat.
Pogba var gjörsamlega ömurlegur frá fyrstu mínútu og reyndi alltaf það sama aftur og aftur og aftur.
Að setja svo Fellaini inná toppaði þessa skitu þjálfarans fullkomlega.“
————————————————————————————————————–
Fyrir leik sagði ég við son minn; eitt er alveg 100 % öruggt hjá Móra : DeGea, Zlatan og Pobga byrja inná og þeim er heldur ALDREI skipt útaf, sonurinn ekki sáttur dýrkar Pobga og Zlatan.
Höfum eitt á hreinu :
– DeGea er auðvitað ekki skipt útaf, segir sig sjálft !
– Lang lélegasti leikur Pobga frá því að hann kom til okkar en hann er ekki tekin útaf ??
– Zlatan var á dökk dökk appelsínu guli spjaldi og var bara lélegur á löngum köflum en var ekki skipt útaf ??
– Og hver kemur inná, meistari FELLAINI ???? Efast um að Rooney og Fellaini hefðu komist í lið hjá Bournemouth í dag :-(
kv,
SAF
Heiðar says
Eitthvað hefði nú verið sagt um Mourinho hefði hann tekið 26 marka manninn út af í stöðunni 1-1! Hann er margoft búinn að skora í leikjum þar sem hann hefur ekki spilað mjög vel. Rashford kom inn á þannig að á bekknum voru engir sóknarmöguleikar eftir. Fellaini hefði satt best að segja átt að vera settur upp á topp um leið og hann kom inn á. Hann langmesti (og eini) styrkleiki í þessarri stöðu er stökkkraftur hans og hefur nokkrum sinnum áður verið leikinn sá leikur að henda honum fram vegna þess. Það var einfandlega gert of seint að þessu sinni.
Við eigum afar fáa kosti í framherjastöðuna ef Zlatan klikkar. Rooney er búinn. Martial og Rashford eru yfirleitt inn á hvort eð er og þá sem kantarar ! Þurfum einn striker í viðbót. Held það sé morgunljóst.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Það er ein ástæða fyrir því að Zlatan var ennþá inni á vellinum í hálfleik, dómarinn var lélegasti maður vallarins og er þá mikið sagt !
Pillinn says
Hræðilegur leikur á alla kanta. Ef við förum yfir þá sem spiluðu
De Gea – fannst hann lélegur þó aldrei hafi eiginlega reynt á hann. Hann kom aldrei út í boltann og tók hann bara, skildi ekki alveg hvað hann var að gera oft þarna aftast. Bara mæta og taka upp boltann og koma honum í leik en hann hékk bara á línunni.
Valencia – Hann þarf ekki að skammast sín fyrir þennan leik. Var mikið að hlaupa og setja boltann inní og var með betri mönnum.
Shaw – Ryðgaður og kom lítið úr honum en engin stór mistök samt.
Rojo – Ágætur í miðverðinum og skoraði markið okkar.
Jones – Hræðilegur, ömurlegur og glataður. Gat ekkert allan leikinn og var algjör hörmung. Langt síðan ég hef séð fótboltamann jafn hræðilegan og Jones í þessum leik. Endalaust af mistökum sem var til þess að oft komu mögulega hættur.
Carrick – Liðið tikkar alltaf með honum og ég skil eiginlega ekki hvernig hægt var að taka hann út. Hann átti að vera lengur inná.
Pogba – Þvílík hörmungar framistaða. Hann var alveg hærðilegur í alla staði. Var held ég ekki með eina góða ákvörðun allan leikinn, nema þegar hann náði vítinu. Eina sem hann gerði í leiknum. Annars ömurlegur og ég bara skil ekki hvernig maður sem er með þessa hæfileika geti verið svona lélegur.
Rooney – Löngu búinn að sýna það að hann er alveg búinn. Gerði ekkert í þessum leik frekar en öðrum leikjum. Hann átti auðvitað að fara fyrir rúmum þremur árum. Skil ekki hvað er verið að orða hann við Everton því hann á ekkert inni til að spila í þessari deild. Hann gæti kannski átt ágætis tíma í kínversku deildinni en topp evrópsk deild er of mikið fyrir hann í dag. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur en hann á að vera farinn.
Martial – Glataður. Var heppinn í lokinn að hann tapaði bara ekki leiknum fyrir okkur. Hörmungar framistaða á pari við annan Frakka sem er í liðinu og kostaði 89 milljónir.
Mata – Ekki hans besti dagur en hann var samt langt frá því að vera lélegastur. En gerði nokkur mistök sem hefðu getað verið dýrkeypt gegn betra liði.
Zlatan – Langt frá því að vera hans dagur. Heppinn að haldast inná. Átti að vera rekinn útaf ásamt fleirum í þessum leik. Vítið var ekkert hræðilegt en hann gerði lítið í þessum leik.
Kevin Friend – Ekki hans dagur heldur. Mjög ósamkvæmur sjálfum sér allan leikinn og engin lína í leiknum sem leikmenn gátu farið eftir. Má segja að Utd hafi hvorki grætt né tapað á honum, hann var bara í alla staði lélegur.
Utd mun enda í 6.sæti. Þeir hafa bara ekki áhuga á að verða ofar held ég.
Bjarni says
Hvað er hægt að segja um svona leik nema það að hafa séð þetta nokkrum sinnum áður í vetur. Getuleysi fyrir framan markið er orðið sem hægt er að nota í því sambandi. Okkur er fyrirmunað að skora í sumum leikjum, sérstaklega á heimavelli og það er að fara langleiðina með vonina um meistaradeildarsæti til andskotans. Sjötta sætið enn staðreynd þó við höfum náð að saxa á liðin fyrir ofan, endum líklega í fimmta á markamun að lokum. Þurfum bara að vinna evrópudeildina og þá er ég sáttur, ætla ég rétt að vona að þessi leikur hafi vakið unga sem aldna í liðinu upp frá bikargleðinni sem virtist hrjá liðið í þessum leik. Nú var spilað á breidd hópsins gegn liði með afarslæmt gengi í síðustu leikjum og það boðar aldrei gott. Breiddinn er ekki sú sama og áður sama hvað við reynum að sannfæra okkur um það. Ef hún væri það þá hefði þessi leikur að sjálfsögðu unnist. Það verða væntanlega keyptir nýjir menn að ári, gamlir, útbrunnir og getulausir fá ekki meira séns og þá fyrst getum við farið að berjast í deildinni.
Held mig við að horfa úrslitaleiki héðan í frá, liðið virðist vera meira á tánum í svoleiðis leikjum og næst er það Rostov og verður fróðlegt að sjá hvort Móri ætlar að nota „breiddina“ í hópnum í þeim leik líka.
Tony D says
Úff… hrikalega pirrandi leikur og týpískt fyrir liðið að ná ekki stigunum 3 þrátt fyrir flotta spilamennsku á köflum. Seinni hálfleikur fór allt of mikið í að reyna langar sendingar eða stungur sem gáfu ekkert. Bournemouth vörðust bara vel einum færri. Það var lítið pláss en þolinmæðina vantaði. Boruc átti líka sinn besta leik lengi eins og flestir markmenn sem mæta á OT. Okkar menn geta bara sjálfum sér um kennt að nýta ekki færin betur. Það er bersýnilega Akkilesarhæll liðsins að vera fyrirmunað að koma tuðrunni í netið.
Ég er ánægður með Shaw og hann nær vonandi að fara að stimpla sig inn í liðið núna enda hörku bakvörður. En með Fellaini og skiptingarnar, var hann ekki full aftarlega, eiginlega við hlið Pogba og að dropa Zlatan aftar á völlinn í lokin var ekki að virka. Móri þarf að vinna í almennilegu plani B sem er að kosta okkur svakalega á móti litlu liðunum í deildinni.