Þegar lið United var kynnt skiptist fólk í tvö horn með það hvort um var að ræða 3-4-2-1 eða 4-3-2-1 uppstillingu að ræða, en þegar leikurinn hófst kom í ljós að 3-4-3 var besta leiðin til að lýsa liðinu
Varamenn: De Gea, Jones, Lingard, Carrick, Young, Rashford, Fellaini
Eins og kom fram í upphituninni vantað þrjá lykilmenn Rostov vegna meiðsla og banna og þeir voru einungis með fjóra leikmenn á bekknum þannig það var þunnskipað hjá þeim.
United byrjaði af nokkrum krafti, Medvedev varði skalla Rojo og Zlatan setti svo boltann úr stöng af þröngu færi strax á fyrstu mínútum leiksins. Áfram hélt United að pressa og fékk til að mynda aukaspyrnu utan teigs sem Ibrahimovic hamraði í vegginn. Pressan var stöðug og fljótlega kom í ljós að það virtist vera taktík hjá Rostov að leikmenn létu sig falla í gras af minnsta tilefni.
Skemmtilegt færi kom á 16. mínútu þegar Mata gaf fram á Zlatan, sem fór fram hjá markverðinum sem kom í skógarferð. Zlatan var hins vegar kominn upp að endamörkum þegar hann náði aftur valdi á boltanum og þá gat Medvedev bjargað andlitinu og komist fyrir skotið.
Pressan þýddi auðvitað að Rostov vörnin bakkaði mikið og á tíðum var um 10 manna langferðabifreið að ræða í vítateig þeirra. En ef Rostov fór framar teygðist á og þá komu færi. Mata átti frábæra sendingu fram á Mkhitaryan sem reyndi að lyfta boltanum yfir markmanninn en skotið fór framhjá. Gott færi sem Mkhitaryan hefði kannski átt að nýta betur.
Skömmu áður hafði hann ofleikið aðeins þegar markvörðurinn ýtti á bakið á honum og varð það eflaust til þess að dómarinn dæmdi ekki vítið sem líklega hefði átt að dæma.
Næsta færi á eftir kom þegar Ibrahimovic átti bylmingsskot úr teignum sem small í stönginni fjær. Fleiri færu komu síðan ekki þrátt fyrir nær stöðugar sóknir fyrr en Pogba átti síðasta skot hálfleiksins. Medvedev varði það með tilþrifum í horn en ekki vannst tími til að taka hornið.
Enn á ný náði United ekki að nýta sér yfirburði í heilum hálfleik til að skora mark og það er ekki hægt að segja að afgerandi færi hafi verið einhver, en þó nokkur þeirra voru af því taginu að mark úr þeim hefði þótt nokkuð eðlileg nðurstaða. Flestir leikmenn stóðu sig vel í hálfleiknum, en Valencia var einna frískastur, spilaði í raun sem kantmaður eins og í gamladaga og var mikið i boltanum
Fyrir leikinn var mikið minnst á að Paul Pogba mætti alveg hvíla í þessum leik og það var ekki liðin mínúta af seinni hálfleik þegar þær raddir fengu réttlætingu þegar Pogba meiddist og Fellaini kom inn á.
Rostov átti síðan fyrsta færi sitt á 54. mínútu og það ekki af verra taginu, Sardar Azmoun átti fínt skot utan teigs sem Romero þurfti að skutla sér á eftir og kýla frá. Þeir áttu síðan langskot sem fór beint á Romero.
United náði fljótt aftur upp fyrra spili án þess að skapa færi sem orð er á gerandi. Meiðslavandræði voru hins vegar þema kvöldsins, Blind fékk höfuðhögg og fór útaf. Inná kom Phil Jones, þannig að þá voru fjórir miðverðir í United liðinu. Jones fór í kantvarðarstöðu Blind frekar en Rojo sem kom frekar á óvart. Upp úr þessu fóru Rostov menn að gera sig meira gildandi, vitandi að þeir þyrftu að skora að minnsta kosti eitt mark.
En loksins gerðu United það sem þurfti. Mata komst inn í slæma sendingu á miðjunni, rauk upp, sendi á Zlatan sem gaf áfram út á kantinn á Mkhitaryan. Mkhitaryan gaf svo fyrir aftur, Zlatan setti hælinn í boltann sem var nóg til að stinga honum framhjá varnarmanni og á Mata sem afgreiddi þetta. 1-0 á 71. mínútu.
Það þarf lítið að ræða hvað þessar skiptingar sem voru komnar, sama hversu tilneyddar þær voru, fóru illa í stuðningsmenn. Rétt áður en Mata skoraði var Mourinho við að að beita síðustu skiptingunni. Það var þó nokkuð ruglingslegt þar sem virtist sem bæði Rashford og Young voru tilbúnir að koma inná, fyrir Mata. Eftir markið sá hann hins vegar ekki ástæðu til að halda þessari ákvörðun til streitu og Rashford og Young fengu að sitja á bekknum til enda.
Bukharov var næstum búinn að skora á 78. mínútu, náði að nikka í boltann á undan Phil Jones, en aðeins frábær viðbrögð Romero björguðu, hann náði að slæma hendinni í boltann og beina honum í horn.
United sótti það sem eftir lifði leiks en það sem helst skemmti var ágæt rispa Phil Jones upp kantinn sem endaði á því að hann setti boltann aftur fyrir endamörk.
En eins og í fyrri hálfleik var marktækifæri úr síðustu spyrnu leiksins. Rostov fékk aukaspyrnu fyrir litlar sakir frá Phil Jones, Noboa tók hana og boltinn var á leiðinni í markhornið efst og þar kom Sergio Romero svífandi sem örn og varði í horn og tryggði sér um leið nafnbótina Maður leiksins.
Þetta var leikur eins og við höfum margoft séð í vetur. Miklir yfirburðir United sem skiluð sér ekki í mörkum. En Romero sá líka til þess að Rostov skoraði ekki markið sem þeir nauðsynlega þurftu og United tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum. Annars voru flestir leikmenn United góðir í kvöld, og má þá helst nefna Mkhitaryan en hraði hans og hlaup í svæði sáu um flest færin, Valencia sem fyrr segir og síðan var Fellaini einn besti maður United í seinni hálfleiknum.
Á morgun á hádegi að íslenskum tíma verður dregið í þau og þar verða í pottinum, auk United: Celta Vigo, Besiktas, Genk, Ajax, Schalke 04, Lyon, og Anderlecht.
Auðunn says
Er þetta ekki frekar 4-2-3-1 ?
Svollen says
Mér datt í hug hvort Blind væri defensive midfielder, í 4-1-4-1 kerfi. Þađ væri gaman ađ sjá hann hann í því hlutverki eftir langa fjarveru frá henni. Mér finnst hann oft of hægur til ađ spila sem bakvörđur.
Annars er þetta skítléttur 3-0 leikur.
Björn Friðgeir says
Blind sem DM er líklegasta útfærslan önnur en þessi, og mér sýnist fólk skiptast nokkuð jafnt í giskinu.
Kemur í ljós!
Björn Friðgeir says
Besiktas, Genk og Celta Vigo komin áfram eftir fyrri leiki dagsins
SHS says
Ég vil ekki sjá þessa þriggja manna varnarlínu áfram, finnst oft eins og það vanti leikmenn í svæðin frammi.
Bjarni says
Óheppni og markaðurinn með leik lífsins en það ætti ekki að koma á óvart. Nú þurfa menn í hálfleik að skerpa á sér og slútta færunum annars gæti farið illa. Eitt mark og leikurinn dauður, það má meira segja vera af ljótari gerðinni mín vegna.
Karl Gardars says
Maður leiksins verður þessi banani. Það er klárt!
Bjarni says
já Karl, gefa Rojo nóg af bönunum fyrir leik og í miðjum leik. Stálkarl.
Halldór Marteins says
Flott innkoma hjá mínum manni, belgíska prinsinum Fellaini. Hann er auðvitað enginn Pogba en stóð sig vel og sýndi m.a.s. skemmtilega takta. Vissi að hann ætti þetta til :)
8-liða úrslit framundan, verður spennandi að sjá hvaða lið United mætir næst í keppninni.
Rúnar Þór says
Nokkrir punktar:
1. Af hverju að spila Pogba í þessum leik? Overkill. Hann er búinn að spila svakalega marga leiki, EM + þetta season. Svona mikið álag þá koma meiðsli eins og gerðist núna. Óþarfi
2. Af hverju Jones sem wingback? Ekki hans staða og honum leið ekki vel þar. Mun betra að setja Jones í hafsent og færa Rojo í wingback
3. Fellaini var drulluflottur,okkar besti maður í seinni hálfleik ásamt Romero. Vann boltann endalaust og var með takta. Gefið honum credit.
4. Romero var góður. Mikilvægar vörslur, gott að hafa svona solid varamarkmann
5. Þetta blessaða bananamál er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef séð lengi
Runar P. says
DDG hefði ekki varið þetta lokaskot!
einar__ says
Hundleiðinlegur leikur en job done.
Ég veit ekki hvað ég get sagt um innkomu Jones eða þá ákvörðun að hann væri sú breyting sem leikurinn þurfti á að halda en Fellaini kom helvíti sprækur þarna inn.
Leikplanið hjá Rússunum var klárt, liggja í vörn allan helvítis leikinn og stóla á örfáar skyndisóknir, föst leikatriði og getuleysi okkar manna að skora. Það heppnaðist ekki hjá þeim en Romero bjargaði þessu aðeins of oft.
8 lið í pottinum og þ.á.m n0kkrir skemmtilegir kandídatar – Ajax, Lyon, Celta Vigo.. Stórgott, þetta er ekki auðveld keppni en það lítur út fyrir að þetta sé helsti kosturinn við að ná meistaradeildarsætinu. Sérstaklega í ljósi þess að Leiceister er klárlega að fara vinna CL og ná sér í sæti þannig ;)
Það eru bara 2 ensk lið eftir í evrópukeppnunum, Leceister City og United.. hver hefði trúað því í desember? :D
Cantona no 7 says
Sigur.
Sáttur.
G G M U
Björn Friðgeir says
Tvö lið sem ég vil sleppa við, Lyon liklega það sterkasta fyrir utan okkur og svo Besiktas útaf ferðalaginu
Audunn says
Fínt að vera komnir áfram en mikil lifandi skelfing gerir Móri mörg mistök í þessum leik.
No 1 að spila Pogba, allir og þá meina ég allir búnir að benda á það að hann þurfi nauðsinega á hvíld að halda.
Meira segja mestu viðvaningar í boltanum hafa verið að benda á þá staðreynd en Móri með alla þessa reynslu virðist ekki sjá það Því miður.
no 2 að setja svo Fellaini inn á þegar Pogba meiðist, við það hrundi leikur United frá a-ö þótt Mata hafi skorað þetta mark, Mata vann boltann og Mata skoraði.
no 3 setja Jones í vinstri bakvörðinn eða sem vængmann eða hvað sem hann átti að gera þarna vinstra megin.
Hvaða djók er það og hverskonar rugl ákvörðun er þetta eginlega?
Það er eins og heilinn sofni eða öll skynsemi hverfi fyrir hroka.
Átta mig ekki á því en ég hef sjaldan séð aðra eins uppákomur og svo toppaði þessi blessaði banani allt endanlega.
Það fór kjánahrollur um mann þökk sé Móra.
Eins og Móri getur nú verið bæði skemmtilegur og röksamur þá er því miður þessi hlið á honum þar sem hann hagar sér eins og hálfviti með fáránlegum ákvörðunum og hroka.
Sú hlið á honum er ástæðan fyrir því að hann endist hvergi í starfi, fólk gefst upp á hálfvitaskapnum.
SHS says
Var einmitt bölvandi Móra fyrir að setja Jones í vængvörðinn í stað Rojo. En eftir að Móri galdraði fram bananann fyrir Rojo er augljóst að hann hafi einfaldlega verið búinn á því og ekki verið klár í hlaupin upp og niður kantinn.
Omar says
Það var einmitt það sama og ég hugsaði SHS, Rojo virkaði þreyttur enda búinn að gefa allt í þennan leik.
Það að spila Pogba í þessum leik var í rauninni það eina í stöðunni fyrir Mourinho. Tek það samt fram að ég er sammála sjónarmiðum allra sem segja að Pogba þurfi hvíld en sú hvíld hefði þurft að koma fyrr. Mourinho varð að senda skýr skilaboð til allra um mikilvægi þessarar keppni og að við tækjum þennan leik alvarlega. Meiðslin eru lán í óláni þar sem stutt er í landsleikjahrynu þar sem Pogba hefði að sjálfsögðu verið valinn en fær í staðinn smá hvíld.
Hinsvegar hef ég miklar áhyggjur af breyddinni í hópnum fyrir næsta leik. Ljóst er að við verðum pottþétt án Zlatans, Herrera og Pogba en svo er óvíst með Rooney, Martial og Basta einnig. Það munar um þessa kappa, en maður verður að treysta á að Carrick, Fellaini, Rashford, Mensah stígi upp og fylli í skarðið. Vonandi er Blind ekki lengi frá, það gefur hópnum nefnilega svo mikla breidd að hafa einn svona fjölhæfann á bekknum.
Tommi says
Fyrst Pogba er meiddur þá þarf bara að dusta rykið af Schweinsteiger.
Omar says
Sammála því, en hann er víst búinn að vera eitthvað meiddur undanfarið…
Heiðar says
Skulum hafa á hreinu að Fellaini spilaði mun betur en Pogba í þessum leik. Sá síðarnefndi missti boltann ansi oft og sumar sendingarnar ótrúlega slakar.
Romero er líklega besti no. 2 markmaður í heimi. Erum fyrir með besta markmann heims (eða amk einna af þremur bestu) þannig að staðan er ansi góð þar.
Anderlecht í næstu umferð. Gaman að því og verður spennandi viðureign.