Núna eftir síðasta landsleikjahlé tímabilsins tekur við ótrúlega törn hjá Manchester United. Ef að liðið fer alla leið í Evrópudeildinni þá erum við að tala um leik á þriggja daga fresti út tímabilið. Til að bæta gráu ofan í svart þá ákváðu þeir Phil Jones og Chris Smalling að taka upp gamla siði og detta í langtímameiðsli. Nú í kvöld bárust þær fréttir að Juan Mata hafi gengist undir aðgerð á nára og geti jafnvel verið frá út tímabilið. Paul Pogba er líka frá en Wayne Rooney ætti að vera klár á morgun og Marouane Fellaini mögulega líka. Svo má ekki gleyma því að Zlatan Ibrahimovic og Ander Herrera taka út síðasta leikinn í þriggja og tveggja leikja banni.
Líklegt byrjunarlið
Gestirnir frá Vestur-Miðhéruðum eru í finum málum í úrvalsdeildinni en lærisveinar Tony Pulis sitja í 8. sæti. Liðið er 7 stigum frá 6. og 7. sætinu og getur tæknilegt háð baráttu um Evrópusæti ef önnur úrslit verða þeim hagstæð. Meiðslalistinn hjá West Brom er í styttra lagi en einungis Matt Phillips, Gareth McAuley og Nacer Chadli eiga allir mögulega á að vera með á morgun en stærsta spurningamerkið er Phillips. Svo fór sænska varnartröllið Jonas Olsson til Djurgårdens í Svíþjóð.
Að gefnu tilefni bendi ég á að leikurinn hefst klukkan 14:00 en sumartíminn gekk í garð 26. mars síðastliðinn
Skildu eftir svar