Áttunda jafnteflið í fimmtán leikjum á Old Trafford staðreynd í vetur. Það verður að viðurkennast að WBA átti í raun fullkominn leik, þeir komu með það að markmiði að ná í stig og mögulega stela þremur og gekk það fullkomlega. Ætti ekki að koma á óvart þar sem WBA hefur unnið tvisvar í síðustu þremur heimsóknum sínum á Old Trafford.
Það er varla að maður nenni að fara yfir leikinn en eins og kom fram í upphitun gærdagsins mætir liðið vængbrotið til leiks í dag og það sést vel á byrjunarliðinu og varamannabekk dagsins
Varamannabekkur: Romero, Blind, Darmian, Fosu-Mensah, Tuanzebe, Willock og Rooney (73).
Tony Pulis stillti upp mjög varnarsinnuðu liði með fyrrum Manchester United leikmennina Ben Foster, Jonny Evans og Darren Fletcher í byrjunarliðinu.
Fyrri hálfleikur
Í raun var fyrri hálfleikurinn nákvæmlega eins Tweetið hér að neðan segir.
https://twitter.com/iainmacintosh/status/848177145130233856
Annars var eitt af því fáu sem maður tók eftir að aðstoðarmaður Tony Pulis var sömuleiðis í skjannahvítum strigaskóm á hliðarlínunni. Fyrir utan það sá undirritaður eiginlega ekkert áhugavert í fyrri hálfleiknum. Leikurinn var mjög svo Louis Van Gaal-legur, United var með boltann í kringum 80% en virtust ekki geta opnað vörn WBA fyrir sitt litla líf.
Eitt af því fáu jákvæða var ef til vill frammistaða Marouane Fellaini og sömuleiðis Jesse Lingard en Lingard var mjög líflegur en mátti sín lítið gegn massífum varnarmúr WBA.
Fellaini in 1st half for #MUFC v #WBA:
Most:
Touches on ball (62)
Tackles (2)
Possession won (7)
Duels (10)
Aerial duels (5)#enforcer— Shamoon Hafez (@ShamoonHafez) April 1, 2017
Síðari hálfleikur
Fyrir utan tvö mjög góð langskot frá Marcus Rashford þá hafði Ben Foster mjög lítið að gera í markinu hjá WBA. Að því sögðu þá hefðu þessi skot bæði geta verið inni á öðrum degi. En allt tal um óheppni í dag er hins vegar algjör þvæla. United kolféll á prófinu sem Tony Pulis og WBA lögðu fyrir það.
David De Gea var tæpur á að gefa gestunum sigurinn þegar Darren Fletcher átti skot af löngu færi sem De Gea missti í slánna en sem betur fer fór boltinn ekki inn. En Fletcher fékk einmitt í raun eina færi WBA í síðari hálfleik þegar hann átti skot úr teignum sem Eric Bailly bjargaði í horn.
Punktar
- Enn eitt jafnteflið á Old Trafford. Þetta er orðið vel þreytt.
- Þrátt fyrir að vera með boltann nánast allan leikinn gat United varla skapað sér færi.
- Mourinho fær falleinkunn í dag: Hann gerði lítið til að reyna breyta leiknum og að hann hafi ekki hrókerað liðinu á meðan leik stóð er ótrúlegt. Fellaini var til að mynda í raun djúpur allan leikinn og aldrei í teignum þegar United gaf fyrir.
- Marcus Rashford og Anthony Martial voru líflegir en voru að sama skapi að koma alltof djúpt að sækja boltann þegar United var að sækja sem gerði það að verkum að það var lítil sem engin ógn á bakvið WBA vörnina. Það vantaði algjörlega að einhver væri hangandi á öxlinni á varnarmönnum WBA ef boltinn skyldi detta þangað.
- Ashley Young virðist vera hinn nýji John O´Shea og leysir bara hvaða stöður sem er. Var mjög flottur í dag fyrir utan að fyrirgjafir hans enduðu allar á pönnunni á einhverjum af WBA durgunum.
- Fyrirgjafir United voru út í hött, að dæla boltanum í „höfuð-hæð“ gegn WBA er ekki líklegt til árangurs. Hvað þá ef Zlatan er ekki á vellinum og Fellaini ekki inn í teig.
- Að enda tímabilið í Meistaradeildarsæti verður erfiðara með hverjum leiknum þar sem liðið hreinlega getur varla unnið leik.
Turninn Pallister says
Móri búinn að tala þetra niður á það level að ég hugsa að uppstillingin verði meira í átt við 8-1-1. Sé fyrir mér kick and run bolta þar sem Fellaini á að kassa/skalla boltann í hlaupaleiðina hans Rashford á meðan hinir 9 bíða inn í eigin vítateig.
Byrjunarliðið er langt frá því að vera eins slappt samt og menn hafa verið að láta í ljós. Jú það vantar marga en tap í þessum leik er varla hægt að afsaka með því. Allt eru þetta menn sem eitthvað spilað byrjunarliðs fótbolta í vetur (fyrir utan bekkinn) og ættu að hafa getu til að klára þetta verkefni. Það ætti allavega að vera nægur hraði á köntunum og frammi. Og svo er dýrmæt reynsla í Carrick og fyrirliðanum.
Runólfur Trausti says
Má þó ekki gleyma því að flestir leikmenn United voru í landsliðsverkefnum og margir hverjir í töluverðum ferðalögum. Það gætu því verið margar þreyttar lappir þarna inn á í síðari hálfleik.
Á sama tíma voru fáir West Bromwich menn í slíku stússi og því eflaust mun ferskari.
Að því sögðu er sigur auðvitað krafan, sama hver mótherjinn er á Old Trafford.
2-0 lokatölur hljóma vel fyrir mér.
Rauðhaus says
Gjörsamlega búinn að fá upp í kok af meðferð José á Luke Shaw. Algjörlega óskiljanlegt.
Turninn Pallister says
Þar fór það, gríðarlega svekkjandi leikur og óskiljanlegt að við skildum ekki skora. Fellaini og Lingard menn leiksins hjá okkur í dag en Carrick kemur þar skammt á eftir.
Kjartan says
Mikið er þetta dapurt, get samt ekki sagt að svona frammistaða komi á óvart miðað við fyrri úrslit. Launahæsti knattspyrnustjóri heims getur ekki boðið okkur upp á svona frammistöðu leik eftir leik með einn ef ekki dýrasta leikmannahóp í heiminum.
Ég spáði 1-1 fyrir þennan leik þar sem WBA kæmist yfir óverðskuldað snemma í leiknum. Sem betur fer skoruðu þeir ekki, Man Utd hefði getað spilað miðnættis án þess að skora.
Bjarni says
Stigum stórt skref í dag í átt að titlinum „jafntefliskóngarnir“. Dejavu. Það er það eina sem ég hef að segja eftir þessi döpru úrslit.
Auðunn says
Liðið hefur enn engin svör við svona spilamennsku andstæðinga.
90% af sóknum liðsins eru alveg eins aftur og aftur.
Enginn leikmaður sem stígur upp, engir sénsar teknir og ekkert reynt að poppa hlutina upp og prófa annað system.
Mjög einleit og boring spilamennska.
Auðunn says
Svo er annað sem ég ætlaði að minnast á.
Er svona rosalega leiðinlegt að vera stjóri Manchester United?
Það lýtur amk þannig út þegar ég horfi á Mourinho.
Hann virðist graut fúll.
Allar líkamstjáningar mjög neikvæðar og eins og þetta sé allt saman hundleiðinlegt og tímasóun.
Líflaus og andlaus með skeifu.
einar__ says
Ég skil ekkert. Ég er ekki einu sinni pirraður, ég bara gékk út frá því að þetta yrði jafntefli í dag.
Þessi staðreynd með 8 jafntefli (mörg hver á móti frekar döprum liðum) á Old Trafford er alveg gallsúr. Bitlausir frammi og lið mæta með einfalda formúlu, pakka í vörn og þú færð stig. Með smá heppni færðu 3 stig.
Fyrir mig skiptir hreinlega engu hvort við endum í 5. sæti eða 7. sæti. Það verður bara að setja allan helv* peninginn á evrópudeildina og svo púlla massífar liðstyrkingu í sumar. Þetta lið er bara ekki betra en þetta.
Joi says
Það hefði verið betra að hafa Van Gal frekar enn Móra kallin búin að skíta upp á bak.
DMS says
Það þarf að skora til að vinna leikina. Það var svo sem alveg augljóst að WBA mætti á svæðið til að verja stigið og gerðu það með kjafti og klóm. Um leið og markið kemur gegn þannig uppstillingu þá breytist leikurinn algjörlega. En þessi jafntefli fara að verða mjög þreytt. Held ég hafi talið allavega 2-3 þegar boltinn er settur inn í svæði á fjærstöng en þar er enginn að gera árás. Það vantaði einmitt einhvern sem liggur á öxlinni á aftasta varnarmanni, tilbúinn til að refsa. Nistelrooy týpan, mættur til að klára. Rashford og Martial voru of lítið inn í teignum og voru alltaf að sækja boltann, Fellaini of aftarlega á miðjunni þegar það hefði mátt henda honum framar í teiginn til að ráðast á fyrirgjafirnar og láta Carrick sitja eftir og stjórna. Úrvalið á bekknum bauð nú ekki upp á miklar breytingar fram á við.
En jæja, eigum 2 leiki inni á poolarana og ef 6 stig fást í þeim leikjum þá förum við í meistaradeildarsæti. Hinsvegar er heimaleikur gegn Everton næst í deildinni, sem er þá líklega solid 1 stig. Spurning um að einblína á Evrópudeildarleiðina til að ná þessu blessaða meistaradeildarsæti fyrir næsta season??
gudmundurhelgi says
Hér er alltof mikið um neikvæða umræðu og dálítið sorglegt þegar sömu menn eru mættir aftur og aftur þegar illa árar hjá liðinu,en bíðið við liðið hefur ekki tapað leik í langan tíma .Eg get vel skilið að menn séu svekktir með þessi blessuðu jafntefli sem eru alltof mörg að mínu viti,það má samt ekki gleyma þvi að Ferguson gekk hörmulega á sínum fyrstu árum sem stjóri MU svo illa að ég vildi fá Big Ron aftur sem lét sín lið nánast alltaf spila skemmtilega knattspyrnu þó svo árangurinn hafi ekki alltaf verið sem skyldi.En Ferguson vann sinn fyrsta bikar fyrir MU þó litlu hafi mátt muna að illa færi, síðan kom frakki nokkur Erik Cantona til MU sennilega einn mesti áhrifavaldur félagsins á seinni árum og einhvert mesta lán fyrir Ferguson og hans uppbyggingartíma hjá MU enda talað um tímabil Ferguson sem sannkallað gullaldartímabil í sögu félagsins og hann og Busby bestu stjórar í sögu félagsins.Móri er á sínu fyrsta ári sem stjóri MU og hefur gert sæmilega hluti sem munu bara batna með tímanum, hann á alveg skilið smá biðlund með einn titil í hús og svo vannst skjöldurinn og MU eru meistarar meistaranna ekki svo slæmt eða hvað. það eru þó 4 til 5 atriði sem mér hefur fundist vanta upp á til að liðið geti unnið titilinn, 1 það hefur vantað leikmenn líkt og Nani og Ronaldo í liðið leikmenn sem með hraða sínum og leikni geta splundrað vörnum þeirra liða sem kjósa að notast við aðferð SVR (Strætisvagnar Reykjavíkur) 2 okkur vantar lím á miðjuna og betri skotmenn sem geta skotið á markið af löngu færi það er mjög fallegt að horfa á þegar lið nánast spila boltanum inn í markið en það þarf líka ógn fyrir utan. 3 Það mætti styrkja vörnina betur þó svo hún hafi í flestum leikjum virkað nokkuð þétt og MR argentíska undrið hefur heillað mig mest af varnarmönnum liðsins, einnig sakna ég Mensa Fou vona að þetta sé rétt ritað sem er gífurlegt efni. 4 liðið er oft á tíðum alltof hægt í sinni uppbyggingu sem auðveldar andstæðingum að bregast rétt við,þó svo armeninnn knái sé algjört augnakonfekt á að horfa á vellinum þá vantar liðinu fleiri slíka menn jafngóða eða betri ef til eru. 5 að brosa eða brosa ekki Móri er ekki þessi týpa sem dilur tilfinningar sínar hann brosir þegar vel árar og því síður þegar illa árar ósköp mannlegt ef einhver spyr mig. 6 Það hefur stundum vantað meiri áræðni og oft á tíðum grimmd sem einkennir sigursæl lið, en betri tíð er handan við hornið sannið þið til.Maður verður að hafa trú á verkefninu í heild sinni, ekki einstökum þáttum þess. Góðar stundir.
Runar P. says
Við erum ekki að tapa leikjum, sem er gott og núna þurfum við bara smá auka sprengju power í sóknarleikinn og öll lið fara að óttast okkur aftur, það er nákvæmlega það sem við þurfum eftir að David Moyes eyðilagt og Van Gal náði aldrei aftur
Ég fékk þann heiður að vera á Stamford Bridge í gær, þar sem Palace vann Chelsea, Palace voru skíthræddir við Chelsea allann leikin, náðu varla að koma frá sér tveim sendingum í röð og náðu fyrir einhverja ótrúlega útkomu að vinna leikinn. Chelsea voru ekkert að spila sérstaklega góðan bolta, og hafa í raun og veru ekki gert oft í vetur en þeir hafa fengið þetta hræðslu bit sem svo mörg önnur lið hræðast og fara í panic
Audunn says
@gudmundurhelgi
Ég er sammála flestu sem þú telur hér upp að ofan en við skulum nú samt ekki falla í þá gryfju að bera Man.Utd í dag saman við Man.Utd sem Sir Alex tók við 1986. Við vitum báður að þetta er ekki sabærilegt lið né sambærileg umgjörð.
En ég er hinsvegar alveg sammála því að það á að gefa mönnum tíma til að móta sitt lið (nema Moyes að sjálfsögðu) því annars er hætta á því að liðið lendi í einhverskonar vítahring sem gæti tekið mörg mörg mörg ár að koma sér úr aftur.
Því vildi ég gefa Van Gaal annað tímabil og það verður að segjast eins og er að Mourinho hefur ekki tekist að gera neitt meira en Van Gall gerði í sjálfu sér.
En fyrst Mourinho er stjóri liðsins í dag þá skulum við einbeita okkur að honum.
Jú jú menn eru að sjálfsögðu fúlir með öll þessi jafntefli á heimavelli gegn liðum sem liðið á alltaf að vinna en að reka stjórann er að sjálfsögðu engin lausn .
Það má samt gagngrýna hann, Mourinho er alls ekki yfir hana hafinn enda sjálfur óvæginn á að gagngrýna alla aðra en sjálfan sig enda gífurlegur egóisti sem er bæði jákvætt og neikvætt.
Ég er búinn að segja það í allan vetur að það vantar meiri gæði í þetta lið og liðið hefur gert allt of mörg mistök í leikmannamálum á síðustu 3-4 árum bæði með lélegum eða röngum kaupum og sölum.
Mourinho er ekki þar undanskilinn, hann hefur sjálfur tekið mjög furðulegar ákvarðair í leikmannamálum sérstaklega þegar kemur að sölu leikmanna.
Við verðum bara að bíða og sjá hvað klúbburinn gerir í sumar, ég persónulega hef töluverðar áhyggjur af ungviðinu okkar.
Það er eins og Mourinho gangi ílla að vinna með yngri mönnum, leiðbeina þeim og gera þá að betri leikmönnum. Hann virðist þurfa að fá fullgerða og fullmótaða leikmenn í hendurnar.
Ég sé enga bætingu hjá neinum af þessum yngri leikmönnum eftir að Van Gaal fór.
Er það tilviljun? ég efast hreinlega um að svo sé.