Þegar byrjunarliðið kom virtist ljóst að José Mourinho hafði ákveðið að horfa til leiksins á fimmtudaginn og hvíla Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan. Að Carrick væri hvíldur kom minna á óvart. David de Gea kom inn í liðið aftur. En raunin varð allt önnur en sú sem stuðningsfólk bjóst við og leikurinn ekki sú þrautaganga sem haldið var.
Varamenn: Romero, Blind, Fosu-Mensah, Shaw, Carrick, Mkhitaryan, Ibrahimovic
Fyrir leik var ljóst að Thibaut Courtois væri meiddur og Marcos Alonso var of veikur til að taka þátt þannig að Kurt Zouma kom í lið Chelsea.
Varamenn: Eduardo, Zouma, Terry, Loftus-Cheek, Fabregas, Willian, Batshuayi
United byrjaði nokkuð vel, Marcus Rashford fékk snemma sendingu inn fyrir en reyndi skot vel utan teigs undir pressu og það fór langt framhjá. En bara 2 mínútum síðar fékk hann enn betri sendingu frá Ander Herrera, komst inn í teig og setti boltann snyrtilega framhjá Begovic í markinu. 1-0 á 7. mínútu. Frábær byrjun.
United hélt áfram að spila vel eftir merkið, voru djúpir þegar Chelsea var með boltann en unnu boltann oft. Flæðið í leiknum var gott, Herrera var allt í öllu á miðjunni, bæði í spilinu og ekki síður sem maðurinn sem límdi sig við Hazard og sá til þess að hann fengi aldrei frið. Sumum á óvart var Fellaini líka mjög góður í að láta boltann ganga og vinna úr erfiðum aðstæðum.
Rashford var mjög góður í framlínunni, gríðarlega vinnusamur og flinkur. Hann datt mikið út til hægri þannig að Conte færði Azpilicueta yfir til að taka betur á móti honum.
Viðureign Diego Costa og Marcos Rojo varð strax mjög áhugaverð, þeim lenti saman eftir að Costa hrinti Bailly og síðan átti Rojo mjög áhugaverða tæklingu á Costa. Þegar vel var liðið á hálfleikinn stukku þeir upp saman, Costa gaf olnbogaskotið á Rojo sem vafði síðan höndinni um Costa og rétt snerti hökuna. Costa lék það eins og hægt var, en dómarinn lét ekki gabbast.
Annars var ekki mikið um færi í leiknum en United átti nokkrar sendingar inn í teiginn sem voru mun betri en nokkuð það sem Chelsea skapaði. Þetta var líklega besti fyrri hálfleikur sem United hefur leikið í vetur.
Það var því mikið á lagt fyrir þá að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik og það voru ekki fjórar mínútur liðnar þangað til United bætti við!
United fékk aukaspyrnu hægra megin, Rashford gaf fyrir og United setti mikla pressu á Chelsea, Young reyndi fyrirgjöf, vann boltann aftur og á endanum kom boltinn af varnarmanni út í teiginn á Herrera sem skaut, skotið barst af varnarmanni og gerði Begovic algerlega ófært að verja. Fyrsta mark Herrera í deild í 14 mánuði þar.
United var áfram betra liðið en þurfti að breyta á 60. mínútu þegar Lingard fór útaf og Carrick kom inn á. Lingard hafði átt mjög góðan leik en þetta var meira svar við því að Chelsea hafði skipt Fàbregas inná fyrir Moses og skipt í 4-4-2. Stuttu eftir þetta kom mjög skemmtilegt þrumuskot frá Rashford sem því miður endaði í hliðarnetinu.
Rashford átti svakalega rispu upp vinstri kantinn þar sem hann fíflaði David Luiz, missti boltann til Luiz inni í teig, en vann hann aftur og náði skotinu en Begovic varði því miður.
Chelsea var farið að ná smá tökum á leiknum þegar leið á seinni hluta hálfleiksins og Herrera og Rojo fengu gul spjöld.
Marcus Rashford fór svo útaf fyrir Zlatan á 82. mínútu og fékk mikinn fögnuð áhorfenda enda átt hreint frábæran leik.
Það gerðist lítið markvert síðustu 10 mínúturnar United braut niður allar tilraunir Chelsea til að byggja eitthvað.
Timothy Fosu-Mensah kom inn á á 93. mínútu fyrir Ashley Young og fékk að spila í tvær mínútur. Væri gaman að sjá hann fá meiri tíma í leik einhvern tímann.
En leiktíminn leið og United landaði frábærum sigri.
https://twitter.com/ManUtdReport_/status/853653716376924161
Það var ein meginástæða fyrir þessum sigri í kvöld: Allir leikmenn áttu meira eða minna frábæran leik. De Gea reyndar þurfti lítið að gera, nema grípa inni tvisvar eða svo, Bailly var fjall í vörninni, Rojo var skemmtilega brjálaður og náði að vinna vel á Costa, Valencia var eins stöðugur og alltaf, Darmian var með Pedro í vasanum allan leikinn, Young gerði allt rétt, þurfti að vinna vel til baka þegar Darmian var að fylgja Pedro. Það bar ekki alltaf mikið á Pogba en hann var með flestar sendingar United manna í leiknum, það fór svo mikið í gegnum hann. Fellaini var frábær, vann boltann hvað eftir annað, hélt honum og skýldi vel þegar þurfti og skilaði flestum sendingum vel frá sér. Lingard spilaði næstum eins og annar senter, og það var hraðinn á honum í samvinnu við Rashford sem teygði hvað eftir annað á vörn Chelsea. Rashford sjálfur átti frábæran leik, skoraði fallegt mark og kom sér hvað eftir annað í hættuleg færi og skapaði usla í vörninni.
Þá er bara eftir maður leiksins, Ander Herrera. Þvílíkur leikur. Fyrir það fyrsta var hann með Eden Hazard í vasanum eins og þessi samanburður úr fyrri hálfleik sýnir.
https://twitter.com/Squawka/status/853633953743417344
Hazard fékk ekkert að gera af viti í leiknum. En eins og það væri ekki nóg þá var Herrera lykilmaður í spilinu á miðjunni, átti frábæra stungusendingu á Rashford til að skapa markið (tók hann aðeins með hendi í undirbúningnum, sama er mér) og var alger prímus mótor í liðinu. Þvílíkur leikur hjá drengnum.
Sem sé. Liðsuppstilling sem við héldum að væri til að hvíla menn fyrir leikinn í Evrópudeildinni skóp frábæran sigur á liðinu sem hefur verið nær óstöðvandi í vetur. Það er svolítið langt síðan við fengum svona skemmtilegan sigur, ég held og vona það sé skemmra í næsta.
Auðunn says
Mourinho verður að fara ef United tapar þessum leik.
Fáránlegt byrjunarlið vægast sagt.
Björn Friðgeir says
Zlatan er þreyttur. Það er verið að hvíla hann og Mkhitaryan fyrir seinni leikinn gegn Anderlecht.
Hvað annað er fáránlegt?
Halldór Marteins says
Hahaha, hvílíkt hneyksli að Mourinho sé að rótera mönnum og leggja meiri áherslu á Evrópudeildina. Bara rek’ann í hálfleik! :D
Karl Garðars says
Duglegt og vinnusamt lið. Vonandi nægir það.
Karl Gardars says
Þvílík sending!
einar__ says
Ég set spurningamerki við fjarveru Martial í hópnum en ekkert fáranlegt við þetta. Leikurinn við Anderlecht hefur því miður hærra vægi
Björn Friðgeir says
Flott byrjun. Þessi taktík hefði líklega ekki virkað með Zlatan fremst
Björn Friðgeir says
Jæja, með þetta fáránlega lið spiluðum við einn besta hálfleik okkar á tímabilinu
Karl Gardars says
og þar munaði mestu um hvað Fellaini er ömurlegur…
Halldór Marteins says
Þetta var víst rangt hjá mér. Hélt þetta væri bara rótering. En þetta virðist hafa verið útpæld, taktísk liðsuppstilling. Og hún er að svínvirka.
Mourinho veit bara hvað hann er að gera, hverjum hefði dottið það í hug?
Turninn Pallister says
Stórskemmtilegur leikur!
Vonandi verður seinni hálfleikur bara meira af því sama ;)
Turninn Pallister says
Chelski ekki með skot á target og við betri allan leikinn!!
Djöfulsins veisla, gleðilega páska kæru djöflar
GG Man United
Halldór Marteins says
Það er spurning hvort Mourinho fari kannski að fá kredit fyrir það sem hann gerir vel. Ætli það verði ekki sama tuð og væl samt næst þegar hann vogar sér að gera þau „mistök“ að setja Fellaini í byrjunarliðið…
Karl Gardars says
Það er varla hægt að velja mann leiksins þó Herrera hafi líklega haft mest áhrif.
Það voru eiginlega allir frábærir nema markvörðurinn sem reyndi ekki á…. Sá annars einhver hvor var í marki De Gea eða Romero?? 🤣🤣
einar__ says
Það verður bara að segjast, tactical masterclass frá Mourinho. Liðið yfirspilaði Chelsea á öllum vígstöðum. Eini leikmaður Chelsea sem var virkilega solid var Kanté, allir hinir lutu í lægra grasi allstaðar.
Meistaralegur leikur frá Rashford. Þvílíkt efni. Skál. Herrera minn maður leiksins (elskaði litla handleikinn fyrir markið).
Þetta chant var gooottt í dag.. https://twitter.com/AwayDaysVideos/status/824681453669781505
Ofeigur marinosson says
Herrera maður leiksins ensku þulirnir sögðu hann hafa látið hazard líta út eins og meðalmann
Runólfur Trausti says
Hverjum hefði dottið í hug að maður sem hefur unnið portúgölsku, ensku, ítölsku og spænsku deildina ásamt Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og öðrum bikarkeppnum hefði hugmynd um hvað hann er að gera?
Það má segja margt um Mourinho, og ég er ekki sammála mörgum hlutum sem hafa verið gerðir í vetur, en það er nokkuð ljóst að hann kom ekki til félagsins með plan til að vinna deildina í ár og vona það besta eftir það. Hann er líklega með 2-3 ára plan sem vonandi verður svo endurnýjað að þeim tíma liðnum.
Að öllu þessu sögðu þá er eins gott að liðið drullist til að vinna Anderlecht á fimmtudaginn :)
gudmundurhelgi says
Sagði það fyrir leik að hér yrði um öruggan sigur að ræða,athugið eitt Mourinho vissi nákvæmlega hvað hann var að gera með þessari uppstillingu og hann er þjálfarinn en ekki þið hér sem sífelt eruð með gagnrýni sem getur verið af hinu góða ef hún er byggð á góðum grunni en ekki sandi eins og of vill verða hér.Vörn Chelsea er ekki sú fljótasta í deildinni, enda réð hún illa við Rashford og co.HVAÐ VARÐAR Fellaini sem er ekki minn uppáhaldsleikmaður þá átti hann bara býsna góðan leik og vann vel fyrir liðið, og já ég horfði á leikinn ef einhver skyldi halda annað. Gleðilega páska og góðar stundir.
Rúnar says
Ég sá byrjunarliðið og vissi nákvæmlega hvað var að gerast, Jamie Carragher (sem ég er oft ekki sámmála) útskýrði þetta eftir leiki og hvernig United hefði ætlaði að gera það nákvæmlega sama á Brúnni fyrir FA leikinn en missti Herrera af velli og gat ekki haldið þessu upp
Zlatan hefði ekki virkað fullkomlega í þessari útfærslu, ef Lingard og Rashford get ekki tekið ábyrði í þessum leik, þá hvenær eiga þeir að geta það sem framtíðarleikmenn spyr ég bara???
Loksins þarf maður að lofsýna Móra fyrir rétta útsjónasemi
Halldór Marteins says
Chelsea átti ekki marktilraun á rammann í leiknum. Það gerðist síðast í deildinni í september 2007. Á Old Trafford.
https://twitter.com/ManUtdStuff/status/853660970069221378
Birkr says
Flottur leikur sem móri setti fullkomlega upp. Chelsea átti ekki séns og hvað þá Hazard sem var í vasanum hans Herrera allan leikinn. Sá einhver staðar að Hazard hafi hvorki átt skot á mark (reyndar eins og allt chelsea liðið), né succesful dribble sem er ótrúlegt ef satt reynist. Ekki nóg með það þá leggur Herrera upp og skorar, rosalegur í dag. Svo fannst mér líka fallegt að sjá Ashley Young með bandið í dag. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum þegar hann var einn hataðasti leikmaður United. Flottur karakter með United hjarta, fullkominn squad player sem gerir allt fyrir liðið.
DMS says
Flottur sigur og taktíkin hjá Móra gekk alveg upp. Herrera breyttist í skuggann hans Hazard og Darmian gaf Pedro hinum megin engan tíma á boltanum. Rashford og Lingard létu miðverðina hjá Chelsea hafa fyrir hlutunum og í raun gekk allt upp. De Gea þurfti aldrei að rífa nein töfrabrögð upp úr rassvasanum og vörnin var solid. Það virtust í raun allir leikmenn peppaðir í verkefnið og manni hefur oft fundist það vanta í vetur.
Silli says
@Auðunn.
Hvernig sokk má bjóða herranum?
Annars alveg geggjaður leikur. Það er erfitt að taka út bestu menn.. Með svona liðsheild og vilja, vinnur okkur enginn!
Sigurjón Arthur says
Allir okkar leikmenn frábærir í dag nema DeGea 😀😀 og viðurkenni fúslega að Fellaini var aldeilis ágætur í dag 😀😀
Helgi P says
Fullkominn leikur í dag
Cantona no 7 says
Frábær sigur liðsheildarinnar.
Vonandi verða næstu leikir svipaðir.
Allir að spila mjög vel og De Gea þurfti ekki að verja eitt skot.
G G M U
Egill says
Þetta var svo frábær leikur frá upphafi til enda. Hazard losnaði aldrei frá Herrera og alveg sama hvað hann reyndi að dýfa sér dómarinn féll sjaldan í gildruna. Það var augljóst að Chelsea ætlaði að nýta sér dómarann aftur og lágu í grasinu allan tímann, og Costa fór hafmörum í að vera asni enn eina ferðina og kems upp með það. Hann hefði átt að fá a.m.k. fimm gul spjöld í fyrri hálfleik, og Kante reyndar líka. Vonandi fara menn núna að átta sig á því að Móri veit alveg hvað hann er að gera, þetta var klassíksur Móra leikur þar sem allt gekk upp. Varnarsinnaður leikur hjá okkur en sköpuðum samt fullt af færum. Gaman líka að sjá hvað við erum góðir með snögga leikmenn frammi, þetta hefur verið vandamál í vetur því við hefðum aldrei getað spilað þennan leik svona með Zlatan frammi. Eins og sást í báðum Liverpool leikjunum þá náðum við aldrei að nýta okkur hvað varnarlína þeirra var hátt uppi, en í þessum leik gekk allt upp.
Lingard, Fellaini, Fellaini, Rashford og Young unnu þennan leik með gríðarlegri vinnusemi allstaðar á vellinum. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað Móri getur gert með þetta lið eftir sumargluggann.
En með fyrra markið okkar. Til þess að hægt sé að dæma hendi á leikmann þarf leikmaðurinn að fara með höndina í boltann, en ekki öfugt, eða að leikmaðurinn geri sig breiðan. Í þessu tilviki var Herrera vissuleg ameð útrétta hendi, en hann er að draga hana til baka þegar Hazard (minnir mig) reynir að chippa boltanum framhjá honum. Graham Poll sagði einu sinni að ekki væri um að ræða hendi ef leikmaðurinn er að draga höndina frá því þá er hann að reyna að forðast að fá boltann í hendina, merkilegt samt að Poll sé búinn að skipta um skoðun og vill meina að þetta hafi átt að vera hendi. Þetta var klárlega óviljaverk hjá Herrera og ég er sáttur með að dómarinn hafi metið það þannig líka, en ég skil vel pirring Chelsea manna því ég myndi heldur ekki vilja fá svona dóm gegn mér. En það var líka hellingur eftir sem Chelsea menn klúðruðu áður en markið kom þannig að það er hálf kjánalegt að kenna dómaranum um þetta allt saman, rétt eins og þegar Valencia var ranstæður 15 snertingum áður en við skoruðum gegn Liverpool. En ef það er eitthvað lið sem hefur ekki efni á að væla undan dómgæslu gegn Man Utd þá eru það Chelsea menn, já og Tottenham menn líka.
Frábær og verðskuldaður sigur okkar manna og vonandi setur þetta pressu á menn eins og Mkhitaryan og Zlatan, þetta gátum við gert án þeirra og menn þurfa að vera tilbúnir á lokasprettinum.
Egill says
ég skrifaði Fellaini tvisvar, bæði vegna þess að hann var bara svona góður, og vegna þess að ég gleymdi að skrifa Herrera
Karl Gardars says
https://mobile.twitter.com/UnitedPeoplesTV/status/853920328464166912/video/1
Heiðar says
Frábær sigur en nóg um þann leik. Erfitt prógram framundan… aðeins tveir leikir eftir á Trafford (því betur ;)) en fimm útileikir þar á meðal gegn City, Spurs og Gunners. Nú er að nota jákvæðu orkuna úr þessum leik og keyra á restina.
Fellaini fyrirliði um daginn… Young gegn Chelsea…. en hver hefur sýnt mestu ástríðuna í leikjunum í vetur? Herrera, engin spurning. Fyrirliðaefni klárlega.
Heiðar says
Annar punktur sem mig langar að nefna.
Jesse Lingard hefur verið hálfgerður Nicky Butt nútímans í Man.Utd. Daðrar við aðalliðið en oftar en ekki varamaður. Núna með vorinu hefur hann verið einn allra bjartasti punkturinn í misjöfnu United liði. Á sama tíma er einn besti leikmaður síðasta tímabils A. Marital heillum horfinn. Rashford var frábær í gær og hann og Lingard virtust ná mjög vel saman í tveggja manna framherjalínu. Er það ef til vill eitthvað sem byggja má á?
Rauðhaus says
Geðveikur leikur hjá okkur. Þarna sýndi José Mourinho það sem hefur alla tíð verið hans helsti styrkleiki, að lesa í leik andstæðingsins og algjörlega „nullify-a“ hann með því að beita réttri taktík. Enginn stjóri er betri en José í þessu.