José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju.
Það var ansi áhugavert að byrjunarlið Burnley innihélt fleiri uppalda leikmenn frá Manchester United en okkar lið. Það voru að sjálfsögðu markvörðurinn Tom Heaton, miðvörðurinn Michael Keane og kantmaðurinn Robbie Brady.
Manchester United hóf þennan leik mjög vel. Pogba og Martial voru að mínu mati mjög flottir og það leit út fyrir að Martial hefði ákveðið að stíga upp og sýna okkur það sem stuðningsmenn United og vissulega Mourinho vitum að hann getur gert. Burnley spiluð 4-4-2 og með hægan Joey Barton í tveggja manna miðju sem var engan veginn að ganga upp hjá þeim því að United miðjan gjörsamlega valtaði yfr í leiknum. Það var svo á 21. mínútu sem Martial hóf skyndisókn og með honum var Herrera. Herrera fékk boltann frá Martial og stakk honum svo inná franska landsliðsmanninn sem skoraði framhjá Heaton í markinu og Manchester United komið með 0:1 forystu sem var innilega verðskulduð. Frakkinn varð fyrsti leikmaður United til að skora á Turf Moor síðan Lou Macari á sínum tíma.
http://gty.im/671888080
Eftir markið héldu yfirburðir United áfram og Burnley komust aldrei almennilega í færi. Á 39. mínútu bætti fyrirliðinn Rooney við marki eftir að ná frákasti eftir tilraun Martial. Manchester United leiddi því 0:2 í hálfleik sem var ekki minna en United átti skilið.
http://gty.im/671888128
Leikmenn Burnley sýndu meiri baráttu í seinni hálfleiknum og komst aðeins meira harka í leikinn af þeirra hálfu. United vörnin með Bailly í fararbroddi var algjörlega samtengd í dag og átu upp alla sóknartilburði heimamanna í leiknum. Mourinho gerði þrjár breytingar í seinni hálfleik. Marcus Rashford kom inn fyrir Lingard, Henrikh Mkhitaryan kom inn fyrir Martial og Michael Carrick leysti Paul Pogba af hólmi en sá síðastnefndi fékk smá krampa og var kippt af velli. Jóhann Berg kom inná í leiknum en hann er að stíga uppúr meiðslum. Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og fagmannlegur 0:2 sigur staðreynd.
Maður leiksins var Eric Bailly
http://gty.im/671933188
Liðin sem hófu leikinn
Bekkur: Romero, Fosu-Mensah, Tuanzebe, Shaw, Carrick (Pogba), Mkhitaryan (Martial), Rashford (Lingard).
Burnley
Byrjunarlið: Heaton. Lowton, Keane, Mee, Ward. Boyd, Hendrick, Barton, Brady. Barnes, Gray.
Bekkur: Pope, Flanagan, Agyei, Jóhann Berg, Tarkowski, Defour, Westwood.
silli says
Þetta lítur vel út í hálfleik.
Geggjað að sjá menn koma inn og negla þetta.
Rooney er greinilega í svakalegu formi – þvílíkir sprettir hjá kallinum.
Helgi P says
Nú bara halda áfram og keyra yfir þá í seinni
Turninn Pallister says
Gott enn sem komið er, spurning hvort að ferillinn hjá Rooney fái Öskubusku-endi. Ég allavega vona það, hann á bara gott skilið fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina.
Runar P. says
Hvað sagði ég á Fimmtudaginn??? LFC tapar stigum á móti Palace!
Drauma sunnudagur, auðveldur sigur okkar mann, City spilaði 120mín bikarleik og LFC tapaði.. Þetta er allt að gerast og 3. sætið er okkar!
Magnús Þór says
@Runar P. City spilaði 120 mínútna bikarleik og tapaði í þokkabót.
Runar P. says
Já ég veit.. Vil auðvita að Arsenal vinni bikarinn, því þá halda þeir Wenger lengur.. en ég er bara ekki viss um að þeir geti unnið Chelsky og hann verði því látinn hætta og Simone fenginn í staðinn.
Fínt að hafa Arsenal keppa um 5-7 sætið næstu árin
Frikki13 says
Pogba gegn Barton var einhvad mesta mismatch sem ég hef síðan Bale lék sér að Salgado fyrir 6 árum