Maggi, Halldór, Tryggvi Páll settust niður og ræddu jafntefli Manchester-liðanna í gær, dagskránna framundan og æsispennandi undanúrslitaviðureign okkar manna við Celta Vigo.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 34.þáttur
Auðunn says
Ég get sagt ykkur að ef United vinnur evrópukeppnina þá fara þeir beint í riðlakeppni meistaradeildarinnar.
Liðið sem endar í fjórða sæti í deildinni þarf að fara í undankeppnina.
Kjartan says
Góður punktur með leikjaálagið, hvernig stendur á því að Zlatan og Pogba séu næstum búnir að spila 100 leiki í vetur á milli sín?
Þurfti hinn 35 ára gamli Zlatan að spila 40min á móti Northampton? Þurfti Zlatan að spila +180min á móti Zorya? Sama má segja um Pogba, það hafa komið tækifæri þar sem vel hefði verið hægt að hvíla hann.
Halldór Marteins says
Já, sigurvegarinn í EL fer beint í riðlakeppnina ef liðið sem vinnur CL vinnur sér inn þátttökurétt í riðlakeppni CL í deildarkeppninni heimafyrir.
Sem er mjög líklegt að gerist.
EL sigurvegarinn fer hins vegar í umspilið ef CL sigurvegarinn þarf aukasætið í riðlakeppninni.
EL sigur toppar því 4. sætið, af ýmsum ástæðum.