Það kom loksins að því. Manchester United tapaði knattspyrnuleik í deildinni. Enn og aftur er það í London en liðið hefur tapað þar fyrir Chelsea í bæði deild og bikar í ár.
Ofan á allt saman þá var þetta fyrsta tap Mourinho fyrir Wenger á ferlinum. Wenger getur því sest sásttur í helgan stein eftir tímabilið.
Það kom fáum á óvart að Mourinho gerði mikið af breytingum, átta talsins, fyrir leikinn. Hann hafði gefið út eftir jafnteflið við Swansea City síðustu helgi að öll einbeiting liðsins væri nú á Evrópudeildinni. Wayne Rooney kom því inn í liðið ásamt meiðslapésunum Chris Smalling og Phil Jones. Síðan byrjaði Axel Tuanzebe sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann lék í stöðu hægri bakvarðar þó hann sé hafsent að upplagi.
Eric Bailly fékk verðskuldað frí en Chris Smalling og Phil Jones eru báðir komnir úr meiðslum. Svo byrjaði Axel Tuanzebe sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Þó hann sé að upplagi hafsent þá var hann í stöðu hægri bakvarðar í dag. Byrjunarliðið var eftir farandi.
Varamannabekkur: Sergio Romero, Eric Bailly, Daley Blind, Paul Pogba, Jesse Lingard, Scott McTominay og Marcus Rashford.
Arsenal stillir upp í 3-4-3 leikkerfi: Cech. Holding-Koscielny-Monreal. Oxlade-Chamberlain-Ramsey-Xhaka-Gibbs. Özil-Welbeck-Sanchez.
Fyrri hálfleikur
Það var nokkuð ljóst að United ætlaði að liggja til baka og nýta hraðann í Anthony Martial og sækja hratt á Arsenal. Gekk það ágætlega til að byrja með en Arsenal tóku völdin hægt og rólega.
Varnarlega voru United fínir en þeir leyfðu Arsenal að ýta sér alltof neðarlega og voru Henrikh Mkhitaryan og Juan Mata nánast orðnir bakverðir þegar þeir eltu vængbakverði Arsenal á meðan Tuanzebe og Matteo Darmian eltu Alexis Sanchez og Mesut Özil eins og skugginn. Ander Herrera hljóp svo á við þrjá leikmenn inn á miðjunni, N’Golo Kante hver segi ég nú bara.
Annars var hálfleikurinn ekki mjög mikið fyrir augað. Liðin voru svipað mikið með boltann þó manni hafi liðið eins og Arsenal væri miklu meira með hann. Wayne Rooney og Martial fengu bestu færi United en Petr Cech varði vel. Hinum megin varði David De Gea frábærlega frá Aaron Ramsey en hann var ítrekað að hlaupa á blindu hliðina á vörnina hjá United en skapaði það mikinn usla.
Þrátt fyrir að vera með völdin þá nýtti Arsenal þau ekki í fyrri hálfleik og var staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Arsenal refsaði United í síðari hálfleik fyrir að vera jafn aftarlega og raun bar vitni en Arsenal komst í 2-0 eftir 10 mínútur. Fyrst lét Granit Xhaka vaða af löngu færi, fór boltinn í bakið á Herrera og í stórum boga yfir De Gea. Strax í kjölfarið skoraði Danny Welbeck (auðvitað) með skalla eftir fyrirgjöf frá Chamberlain. Hvernig Smalling tókst að týna Welbeck í teignum er efni í lögreglurannsókn.
Mourinho brást við þessu með því að setja Jesse Lingard inn á fyrir Mkhitaryan. Stuttu síðar kom Marcus Rashford inn á fyrir Herrera. Liðið brást hins vegar engan veginn við og voru Arsenal menn mun líklegri til að bæta við heldur en United að jafna. Lokatölur 2-0.
Scott McTominay fékk þó sínar fyrstu mínútur fyrir félagið þegar lítið var eftir af leiknum. Mourinho getur allavega notað sömu afsökun og Van Gaal notaði, hann er að gefa ungum leikmönnum sénsinn … svona þannig séð allavega.
Scott McTominay is the 20th #mufc academy graduate to make his debut in the last three seasons.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) May 7, 2017
Scott McTominay's debut now means that #mufc have had more youth players appear in our first team since 1939 than bought players… #culture
— The MUFC Academy 🥇🔴⚪️⚫️🐝🍷 (@mrmujac) May 7, 2017
This Wayne Rooney performance has been a bit … Hebei China Fortune.
— Jack Pitt-Brooke (@JackPittBrooke) May 7, 2017
24’: Juan Mata creates a chance for Man Utd.
*50 minutes later*
74’: Jesse Lingard creates Man Utd’s next chance.
— Squawka (@Squawka) May 7, 2017
Punktar
- Þessi lyktur var alltof æfingaleiks-legur. Það virtist sem flestum væri í raun skítsama hvernig leikurinn færi. Ætli Mourinho hafi ekki náð að sannfæra hópinn um Celta Vigo leikurinn væri aðalatriðið.
- Eftir að hafa lent 2-0 undir þá sýndi United engan vilja til að komast aftur inn í leikinn.
- Nú þegar liðið hefur loksins tapað þá er kannski hægt að fara í leiki til að vinna þá frekar en til að ná jafntefli.
- Föstu leikatriði Manchester United eru gjörsamlega skelfileg. Þau ógna mótherjanum lítið sem ekki neitt og í dag fengu Arsenal um það bil 100 skyndisóknir í kjölfarið á hornspyrnum United. Vel þreytt að horfa á þetta.
- Wayne Rooney og Michal Carrick sem tveir af þremur miðjumönnum er eitthvað sem er ekki líklegt til árangurs. Hraðinn er enginn enda var Herrera að hlaupa á við þrjá stóran hluta leiksins.
- Axel Tuanzebe leit vel út þó liðið hafi verið lélegt. Vonandi að hann fái fleiri mínútur í næstu leikjum og mögulega í hafsent en hann hefur lítið sem ekkert spilað hægri bakvörð.
- United hefur ekki skorað mark á útivelli gegn Arsenal, Liverpool né Chelsea. Þetta er eitthvað sem Mourinho þarf að laga en ef til vill stillir hann liðunum sínum aðeins of varnarsinnað upp á útivelli.
Hjalti R says
Maður hefur nú alveg séð verri „B-lið“.
Eini maðurinn sem er eitthvað „B“ í hópnum er Tuanzebe, allir hinir eru frekar reyndir knattspyrnumenn
Runólfur Trausti says
Það var eiginlega punkturinn. Kaldhæðni skilar sér víst ekki alltaf á netinu.
Rúnar Þór says
Einn leiðinlegasti leikur tímabilsins. 20% hraði. bara labb og senda til baka eins og sunnudags bumbubolti. Enginn vilji og engar sóknir. Boring Boring shit
Karl Garðars says
Er Rooney ekki örugglega að fara í NFL deildina..? Hann á ennþá einhver field goals inni.
Rúnar Þór says
Hefðum átt að sækja á Arsenal. Sást aðeins í byrjun að það var vel hægt. Lélegt plan. 4 sætið farið… nú bara 1 séns. Hvað ef við klúðrum Europa League? NENNI EKKI GET EKKI annað season á fimmtudögum án CL :(
Auðunn says
Gott á Mourinho og hans ömurlegu taktík.
Það er ekki hægt að bjóða stuðningsmönnum United uppá svona rusl.
Ætla rétt að vona að hann lærir af þessu en stór efast því miður að svo verði.
Pillinn says
Mjög jákvætt við þennan leik er að einungis eru eftir 4 eða 5 leikir á tímabilinu og eftir það er Rooney farinn og ég vona að ég sjái hann aldrei aftur í Utd treyju. Þessi leikur hefði spilast öðruvísi ef hann hefði nýtt þetta færi með því að senda á Mata sem var í töluvert betra færi.
Hjöri says
Sá ekki leikinn en sé á skrifum hér að menn eru frekar óhressir með hann. Ég verð að vera svolítið óhress með hann líka að það hafi ekki verið lagt í þennan leik með sigur í huga, Liverpool tapar stigum og geta þess vegna tapað fleiri, svo mín skoðun að það sé jafn möguleiki að ná þessu meistaradeildarsæti í deildini eins og í Evrópukeppnini.
einar__ says
Drullufúlt að tapa en mér finnst það nokkuð ljóst að hvorugt þessara liða er að fara landa þessu fjórða sæti.
„Gott á Mourinho og hans ömurlegu taktík. Það er ekki hægt að bjóða stuðningsmönnum United uppá svona rusl.“
Please. Ég er alveg sammála þér að þetta er hundfúlt, en við skulum aðeins draga andann og sjá þetta í ljósi þess að Mourinho hefur tvær leiðir að meistaradeildarsætinu. Önnur er helvíti erfið og hin erfið en nokkuð árennileg.
*leið 1:* Vinna Arsenal útivelli, vinna Spurs á útivelli, vinna S’ton á útivelli og svo vinna Crystal Palace sem er í bullandi fallbáráttu.
*leið 2:* Vinna Celta Vigo á heimavelli (eða gera jafntefli), Vinna Ajax í úrslitaleik á ‘neutral’ velli og bikar í boði.
Lemstraður hópur, meiðsli og gríðarleg þreyta. Ég bara skil Mourinho fullkomlega að gera 8 breytingar á hópnum í dag og taka leið 2. Vonandi gengur það plan upp og þá verður hægt að styrkja hópinn og stefna almennilega baráttu næsta ári og breyta þessum helvítis jafnteflum í sigra.
P.s. Þetta var fyrsta tap Man. Utd. í deildinni í sjö mánuði.
Auðunn says
Það er ekkert að því að gera 8 breytingar, það hefur enginn kvartað undan því.
Þetta United var samt ekki það slakt að það á ekki að gera sótt gegn Arsenal.
Þarna var leikmaður sem var einn mest skapandi leikmaður þýsku deildarinnar á síðasta tímabili að spila sem bakvörður í fyrrihálfleik og þangað til United var komið 2-0 undir.
Þarna var maður eins og Mata sem var 2x valinn leikmaður tímabils með Chelsea og mjög skapandi leikmaður að spila líka sem bakvörður.
Fyrir utan þessa kappa voru leikmenn þarna eins og Carrick, Rooney, Herrera, Martial, Jones og Smalling.
Ekki beint byrjendur í faginu né tómir aumingjar.
Þeir máttu bara ekki sækja fram heldur spila á eigin vallarhelmingi, senda á De Gea sem sparkaði boltanum svo eitthvað út í loftið.
Ef United vogaði sér fram yfir miðju þá var ekki sótt á mörgum mönnum.
Dagsskipunin var að verjast verjast verjast og alls ekki sækja á fleiri en 4 mönnum.
Ég hef séð verr mannað United lið vinna sterkara Arsenal lið á útivelli.
Taktík Mourinho kemur í veg fyrir að United geti unnið svona leik.
Þannig var þetta líka gegn City og Liverpool en það var ekki United að þakka að þau lið nýttu ekki færin sín.
Hryllilegt í einu orði sagt.
Það var hátíð að horfa á United undir stjórn Van Gaal frekar en þetta helvíti.
Halldór Marteins says
Hahaha já, það var hátíð að horfa á United undir stjórn van Gaal. Þegar liðið vann færri leiki. Og skoraði færri mörk. Og átti miklu, miklu færri marktækifæri.
Alltílagi…
Óli says
Ég styð 100% við Mourinho en ég verð mjög svekktur ef meistaradeildarsætið næst ekki. Liverpool er alls ekki með gott lið (segi þetta af fullkomnu hlutleysi) og við ættum að hafa löngu náð þeim. Stigin á móti Swansea síðustu helgi voru dýr og í dag var einhvern veginn öllum sama.
Mourinho leggur greinilega áherslu á að vinna Evrópudeildina. Hann er í þessu til að vinna bikara en ekki að berjast um fjórða sætið. Engu að síður, ef þetta heppnast ekki þá verður það vægast sagt svekkjandi.
Auðunn says
Ég styð líka JM fyrst hann er stjóri United þó svo ég þoli ekki svona leikstíl eins og lagt var upp með í þessum leik gegn Arsenal.
Það er hinsvegar ekkert hægt að segja eða væla ef United fer með öll stigin heim eftir svona taktík.
Þetta er allt of neikvæð spilamennska fyrir lið eins og Man.Utd og stjórn liðsins mun ekki þola þetta til lengri tíma.
Maður verður bara að reyna að bíta á jaxlinn eitt tímabil í viðbót, hann fer ekki í sumar en spurning hvað gerist eftir næsta tímabil.
Held að stjórn United fari mjög fljótlega í þá vinnu að fá pochettino til að taka við af honum ef JM ætlar að halda þessari taktík áfram. Stuðningsmenn United munu ekki láta bjóða sér þetta í langan tíma.
Auðunn S says
Lélegasta Arsenal liðið síðustu 10 árin. Vantaði alveg skoffínið hann Fellaini inn á miðjuna til að leiða okkur til sigurs í leiknum.
Kjartan says
Auðunn fer kannski aðeins fram úr sér með Van Gaal kommenti en kemur þó með nokkra góða punkta. Miðað við fjármagnið og gæðin í leikmannahópnum þá er það algjörlega óásættanlegt að hafa ekki skorað á útivelli gegn topp sex liði á þessu tímabili. Þetta er einfaldlega ekki nógu gott og liðið getur endað neðar heldur en það gerði í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið til sín einkunnarhæstu menn Seria A, Bundesligunnar og Ligue 1. Vissulega getur Utd endað tímabilið með tveim titlum og bjargað sér þannig fyrir horn, en ég er mjög súr yfir því deildarformi liðsins.
Auðvitað er ekkert annað í stöðunni heldur en að styðja við Móra og sjá hvernig liðið verður á næsta ári, en þessi árangur í deildinni er langt frá því að vera ásættanlegur.
Rauðhaus says
Sammála síðasta ræðumanni, Kjartani.
Hvað sem segja má um LvG, verður þó aldrei af honum tekið að árangur hans gegn efstu liðunum var frábær. Þá var það þannig að við stjórnuðum leiknum og andstæðingurinn var að reyna að stoppa okkur. Aðdáendur eins og Auðunn eiga fullan rétt á því að vera mjög ósáttir við þá spilamennsku sem JM leggur upp með gegn þessum liðum.
Runólfur Trausti says
Árangur Van Gaal gegn „top 4“ á útivelli meðan hann stjórnaði liðinu er eftirfarandi:
2014/2015
Man City 0-1 tap
Arsenal 2-1 sigur
Tottenham 0-0 jafntefli
Liverpool 2-1 sigur
Chelsea 0-1 tap
Liðið gerði svo jafntefli á útivelli gegn: Sunderland, Burnley, WBA, Aston Villa, Stoke, West Ham og Hull City.
2015/2016
Arsenal 0-3 tap
Liverpool 1-0 sigur (þökk sé Fellaini)
Chelsea 1-1 jafntefli
City 1-0 sigur
Tottenham 0-3 tap
Sömuleiðis gerði United jafntefli við Newcastle, City, West Ham, Chelsea og Leicester á heimavelli. Liðið endaði með 66 stig í fyrra en það er stigi meira en það er með þegar það eru þrjár umferðir eftir af þessu tímabili.
Vissulega var Van Gaal með betri árangur en Mourinho en að tala um frábæran árangur er fásinna. United fór meðal annars og steinlá á Emirates og White Hart Lane á síðasta tímabili.
Ég ætla samt sem áður ekki að dæma Mourinho nema hann sé að spila jafn leiðinlega í svipuðum leikjum eftir 12 mánuði. Ef menn vilja útskýringu á af hverju þá geta þeir hlustað á það sem Gary Neville sagði í Monday Night Football í vikunni.
Kjartan says
Þótt ég sé ekki nógu sáttur með tímabilið undir stjórn Móra þá sé ég ekki tilganginn í því að bland LvG inn í umræðuna eða þess vegna Moyes, þeir eru farnir koma klúbbnum lítið sem ekkert við.
Ég hlustaði á Gary og Carra rífast um þetta og ég hélt að myndi aldrei segja þetta, ég var meira sammála þeim síðarnefnda. Man Utd var með í upphafi leiktíðar „lang“ dýrasta leikmannahóp í heimi og í sögu knattspyrnunar. Þess vegna er það gjörsamlega óásættanlegt að liðið skuli ekki vera að berjast um toppsætið í deildinni.
Ég mun auðvitað halda áfram að styðja stjórann okkar og er viss um að liðið muni spila betur á næstu leiktíð þegar Móri kominn með sína leikmenn.
http://www.football-observatory.com/IMG/sites/b5wp/2016/159/en/