Manchester United fer í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tæpt var það, skrautlegt og dramatískt en það hafðist! Mótherjinn í Stokkhólmi verður Ajax frá Amsterdam sem tapaði fyrir Lyon í kvöld en vann viðureignina samanlagt 5-4.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var:
Varamenn:
De Gea, Jones, Smalling (89′), Carrick (77′), Mata, Martial, Rooney (86′).
Liðið hjá Celta Vigo var þannig skipað:
Bekkur: Villar, Fontas, Diaz, Bongonda, Beauvue, Jozabed, Gomez.
Leikurinn
Celta Vigo mætti mun sterkar til leiks en Manchester United. Þeir reyndu mikið að sækja upp hægri kantinn og fundu þar fyrir taugaveiklaða Blind og Darmian. Sérstaklega var Aspas hættulegur strax í byrjun.
Eftir rétt um 10 mínútna leik kom Paul Pogba með magnaða takta á miðjunni þegar hann hélt boltanum á loftinni og trukkaði í gegnum alla miðju Celta eins og hún væri ekki þarna. Í kjölfarið stakk hann fallegum bolta innfyrir á Rashford sem náði skoti sem Álvarez í marki Celta varði vel.
Það var eins og þetta eina atvik sneri leiknum. Manchester United tók öll völdin á vellinum og spilaði af krafti og sjálfstrausti á meðan leikmenn Celta Vigo virkuðu óstyrkir. Þessi góði kafli náði hámarki þegar Rashford sendi gull af fyrirgjöf beint á kollinn á Fellaini sem lúrði á fjærstönginni og skallaði boltann í markið. Frábært mark og vel gert hjá Rashford og Fellaini. Eftir þetta vildi maður sjá liðið láta kné fylgja kviði og byggja ofan á þessa sterku frammistöðu.
En í staðinn gerðist það sem við höfum svo oft séð í vetur, Manchester United hélt aðeins áfram af krafti, Lingard átti m.a. flotta háa sendingu inn fyrir vörn Vigo á Mkhitaryan sem skaut hátt yfir, en eftir smá stund missti liðið dampinn og Celta Vigo komst meira og meira inn í leikinn.
Blind virkaði gríðarlega óöruggur í leiknum og fékk klaufalegt spjald eftir hálftíma. Þá mátti greinilega sjá að Mourinho var orðinn verulega pirraður á spilamennskunni. Celta Vigo átti svo restina af hálfleiknum og fengu meðal annars prýðis skallatækifæri í lokin sem fór sem betur fer framhjá.
Seinni hálfleikur byrjaði ekkert betur. Aspas og hægri bakvörðurinn Mallo héldu áfram að hrella vörn United, Mallo komst upp að endamörkum og átti þrusufyrirgjöf sem Romero þurfti að gera mjög vel í að verja í burtu.
Í raun átti Celta Vigo allan seinni hálfleikinn. Liðið fékk sín færi til að gera eitthvað, boltar sem fóru framhjá úr ágætis færum eða Romero gerði vel í að verja. Manchester United virkaði áfram stressað, átti erfitt með að halda boltanum og spila en varðist samt heldur engan veginn nógu vel. Bailly var reyndar góður og þurfti oft að dekka fyrir Blind sem átti slæman dag.
Þegar United vann boltann og reyndi að sækja gekk það oft illa vegna þess hve fáir leikmenn tóku þátt í skyndisóknunum. Mkhitaryan stóð sig kannski ágætlega í að bera boltann upp en hafði svo engan til að gefa á og þurfti að hægja á sér og bíða eftir einhverjum. Marcus Rashford var langbesti leikmaður Manchester United sóknarlega og skapaði besta tækifæri United í seinni hálfleik upp á eigin spýtur þegar hann sólaði tvo varnarmenn Celta glæsilega og komst einn gegn Álvarez markmanni en hann átti annan góðan dag í markinu og varði vel.
Bæði miðað við sögu tímabilsins og spilamennskuna í þessum leik þá hefur það líklega ekki komið mörgum stuðningsmönnum Manchester United á óvart þegar Celta Vigo jafnaði. Það gerðist á 85. mínútu og var alltof einfalt. Celta tók h0rnspyrnu upp kantinn, þar kom fyrirgjöf, skalli og mark. Gegn liði sem skorar nokkuð stóran hluta af sínum mörkum eftir föst leikatriði er ekki góð hugmynd að skilja miðvörðinn þeirra eftir svona frían.
Í kjölfarið upphófst mikill hasar. Wayne Rooney kom strax inn á og það var varla búið að klára að endursýna markið þegar allt virtist ætla að leysast upp í heljarinnar slagsmál. Í kjölfarið á þeim fengu Eric Bailly og markaskorarinn frá Celta, miðvörðurinn Facundo Roncaglia, báðir rautt spjald. Í endursýningum mátti sjá að eftir leikbrot lenti nokkrum leikmönnum saman þar sem þeir rifust. John Guidetti sagði greinilega eitthvað miður fallegt því bæði Eric Bailly og Antonio Valencia brjáluðust á sama augnabliki og fóru í Guidetti. Bailly kom aðeins við hann en Valencia hrinti honum og Svíinn henti sér niður. Í kjölfar þess kom Roncaglia og lagði hendur á Bailly.
Þetta er ekki gott. Besti varnarmaður Manchester United í banni í úrslitaleiknum. Væri fróðlegt að vita hvað hinn arfaleiðinlegi Guidetti sagði við Bailly og Valencia til að kalla fram svona sterk viðbrögð en þetta var sannarlega ekki til fyrirmyndar hjá þeim.
Sex mínútur af uppbótartíma voru lengi að líða. Herrera skoraði mark en það var réttilega dæmt af vegna þess að Pogba braut af sér í aðdraganda marksins. Celta Vigo fékk svo dauðafæri til að skora sigurmark með síðustu snertingu leiksins en Guidetti klúðraði því, sem var afskaplega skemmtilegt að sjá eftir það sem á undan gekk.
Fjúkk!
Kallið mig bara Pollýönnu en ég get tekið nokkra mjög bjarta punkta úr þessum leik:
- Manchester United er að fara í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni!
- Minn maður, Marouane Fellaini, skoraði markið sem kom liðinu þangað. Þetta er reyndar ekkert nýtt fyrir hann. Hann hefur nú skorað í undanúrslitum deildarbikarsins, FA bikarsins og Evrópudeildarinnar fyrir Manchester United. Hann hefur líka tekið þátt í 3 úrslitaleikjum með Manchester United og unnið þá alla. Hann á fjóra leiki á hlutlausum velli fyrir United, allt sigrar. Hann skoraði í kvöld 100. mark Manchester United á tímabilinu og það var bara ansi vel gert.
- Marcus bloody Rashford. Hvílíkir hæfileikar, hvílíkt efni! Það sem þessi gutti getur orðið góður fótboltamaður.
- Sergio Romero gat ekkert gert í markinu en var þess utan traustur og varði jafnvel mjög vel. Það eru ekki mörg lið í heiminum sem eiga betri varamarkmann. Fær hann að spila úrslitaleikinn líka?
- Eric Bailly var frábær fyrir utan rauða spjaldið.
- Það er alveg ákveðinn karakter og seigla í að klára þetta þó. Að spila heilt yfir illa en ná þessu samt. Auðvitað er það ekkert nóg fyrir lið eins og Manchester United en það er þó eitthvað, sérstaklega ef það er hægt að byggja ofan á það. En algjörlega gagnslaust til lengdar ef það er ekkert annað að frétta.
En það má alveg taka marga neikvæða punkta úr leiknum líka.
- Liðið spilar enn of varfærnislega. Það var allt undir í þessum leik. Var liðið of stressað þess vegna? Maður gæti trúað því ef þetta hefði ekki gerst of oft í vetur.
- Mér fannst Paul Pogba alveg eiga fínan leik. En hann sýndi það þarna snemma í fyrri hálfleik að hann getur tekið leikinn í sínar hendur og gert eitthvað sem breytir leiknum. Hann getur smitað út frá sér og leitt liðið í átt að betri spilamennsku. Ég vil sjá hann gera meira af því. Stundum beinlínis verður hann að gera það. Auðvitað getur hann ekkert gert þetta einn. En það var ástæða fyrir því að Manchester United eyddi svona miklum pening í hann, hann getur þetta.
- Ég fíla Blind en maður minn sem hann var stressaður í kvöld. Tveir bestu miðverðir liðsins verða ekki með í úrslitaleiknum, hvernig á Mourinho að leysa úr því?
- Spilamennskan verður að batna. Liðið verður að geta haldið boltanum og spilað honum. Verður að geta leyst úr stöðum og tekið yfir leiki. Það bara þarf að gerast.
Að því sögðu þá er um að gera að fara að peppa sig í úrslitaleikinn. Þetta lið hjá Ajax er gríðarspennandi og það þarf að spila vel til að sigra það. Liðið hefur nú 13 daga til að finna taktískar lausnir, æfa og mótivera sig fyrir þennan leik.
sölvi says
er einhver með stream á leikinn í góðum gæðum ?
Andri says
http://livetv.sx/en/
Þarft að nota annaðhvort Sopcast eða Acestream. Góð gæði hjá Rússunum 😊
Bjarni says
Erum við að spila rússneska rúllettu í þessum leik? Sé það í textalýsingu að þeir eru að fá hættuleg færi. Greinilega gefa allt í leikinn en við verðum að setja inn annað mark til að róa aðeins taugarnar mínar. Óvíst hvernig báðir leikirnir enda.
Óli says
Leiðin sem liðið hefur farið í þessari útsláttarkeppni er eiginlega kómísk: St. Etienne, Rostov, Anderlecth, Celta. Held við getum ekki kvartað yfir slæmum dráttum næstu árin :)
Turninn Pallister says
Æj, æj, æj… :(
Karl Gardars says
Almáttugur. Þetta þurfti ekki að fara svona. Værukærir bjálfar.
Turninn Pallister says
Jæja, við mörðum þetta, en Mourinho getur samt ekki verið alltof sáttur. Rautt spjald á okkar besta miðvörð sem að þýðir að hann þarf að treysta á meiðslapésana Knoll eða Tott í úrslitaleiknum. En það kannski skiptir ekki öllu, aðalmálið að við erum komnir í úrslitaleikinn.
Ingvar says
Skammarleg frammistaða og skammarlegt leikskipulag í svona stórum og mikilvægum leik á heimavelli!! Komnir í úrslit samt en er strax orðinn kvíðinn hvernig hann á eftir að leggja upp leikinn, stórhættulegt að gera það svona á móti Ajax.
Auðunn says
Fagna því að liðið sé komið í úrslit en guð minn góður þessi spilamennska.
32% með boltann heima gegn Celta Vigo og liðið á hælunum á löngum tímum.
Þessi fótbolti sem Mourinho er að bjóða upp á er ekki hægt lengur.
Algjörlega hræðilegt og til skammar fyrir dýrasta fótboltalið í heimi.
Jónas Björn says
Vina liðin Real madrid og Manutd komnir í sitthvoran úrslita leikinn. Þetta er erfitt ár fyrir liverpool og barcelona að horfa upp á þetta
Hjalti says
Hvað í andskotanum sagði Guidetti? Bæði Valencia og Bailly trylltust bara med det samme
Hjörtur says
Drullu heppnir að komast í úrslitaleikinn, að mínu mati átti Celta að vinna þennan leik, voru miklu betri aðilinn, en það var með þá eins og er búið að vera hjá Utd í vetur, að þeir gátu (til allra lukku) enganvegin klárað færin sýn. Ekki sá ég aðdragandan að þessu rauða spjaldi nema þegar Bailly gaf Celta manni einn á lúðurinn að ég sá best, sem er náttúrlega ófyrirgefanlegt því maður gerir ekki svona, og allra síst þegar mikilvægasti leikur tímabilsins er í augsýn, sem ég er ansi hræddur um að Utd þurfi að sýna betri tilþrif heldur en í þesum leik. Góðar stundir.
Hannes says
Sammála Pallister. Þetta var ekki fallegasti leikurinn en þetta hafðist. Stockholm here we come.
Vandamálið var að strax eftir markið ákváðum við að liggja aftarlega og verjast – sem að bauð upp á mikla pressu frá Celta. Náðum að stoppa þá af við teiginn en þeir voru skeinuhættir í föstum leikatriðum og fyrirgjöfum. Verðum klárlega að bæta það fyrir Ajax.
Karl Gardars says
Frábært að vera komin í úrslitaleikinn en það sem ég get ekki þetta síendurtekna kæruleysi sem kemur yfirleitt í bakið á liðinu og sýnir sig best í öllum þessum sorglegu jafnteflis leikjum.
Seinni hálfleikur var hundleiðinlegur.
Að missa Bailly í bann er hörmung og ég velti fyrir mér hvað þeir gera með Valencia. Fær hann bann líka frá aganefnd?
Ég segi svona vandræði tilkomin vegna andskotans þvælu um að halda naumu forskoti í stað þess að ganga frá leikjunum og slátra andstæðingnum. Þetta er forkastanleg og metnaðarlaus taktík sem er auk þess ömurlegt að horfa á.
Tæpar 15 mín eftir og United byrjar að tefja 11 á móti fokking 11 á heimavelli vs Celta Vigo í Evrópukeppni skítaliða!!
Ég er drullusvekktur yfir þessari frammistöðu burtséð frá því að liðið sé komið áfram og fæ ekki séð annað en að Ajax leiki sér að okkur.
Fellaini og Herrera menn leiksins og sendingin hjá Rashford var bjútí.
DMS says
Þetta einvígi hefði átt að klárast í fyrri leik liðanna ef menn hefðu getað klárað færin sín. Alveg óþolandi þetta getuleysi liðsins í sókninni, alvöru lið refsa og nýta færin! Celta Vigo voru virkilega slakir í þeim leik og við refsuðum ekki fyrir það.
Uppleggið í þessum leik á Old Trafford var slakt og dýrt að missa Bailly, okkar besta miðvörð, í bann. En þetta Celta Vigo lið er samt alls ekki lélegt og það má alveg hrósa þeim fyrir að gefast ekki upp.
En við erum komnir í úrslitaleikinn og það skiptir öllu. Liðið þarf á styrkingu að halda og það verður fróðlegt að sjá hvað Móri gerir í glugganum í sumar. Sigur í Evrópudeild myndi gera þetta tímabil bærilegt, ósigur myndi þýða hrein og klár vonbrigði með fyrsta season Portúgalans miðað við væntingar í upphafi tímabils.
Runólfur Trausti says
Það er svo mikið sem var að í þessum leik. Það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir FA Cup sigurinn í fyrra og Deildarbikarinn í ár þá eru margir inn á vellinum ekki vanir að vinna stóra leiki – menn nánast skulfu allan seinni hálfleikinn og frammistaðan eftir því.
Það er gott og blessað að gagnrýna Mourinho en liðið vann fyrri leikinn og spilaði fínan bolta í kringum markið í kvöld. Hins vegar er þetta United lið áberandi lélegt í því að drepa leiki, sem hefur venjulega verið sérgrein hjá Mourinho. Þess vegna kom það mér á óvart að Carrick og jafnvel Juan Mata hafi ekki komið inná til að reyna halda boltanum og drepa allt tempó.
Það er líka nokkuð ljóst að leikmenn gera sér grein fyrir að þetta sé EINA leið félagsins inn í Meistaradeildian á næsta ári. Það eykur töluvert pressuna. Vonandi verða menn aðeins pressulausari í úrslitaleiknum en ég get ekki ákveðið hvort ungt lið Ajax mun fara á kostum eða stressi yfir sig.
Ég held að við getum allir giskað á að Guidetti sagði eitthvað sem byrjaði á N … hann gæti vel hafa bætt við einhverju um mæður eða jafnvel þrælahald – ég meina maðurinn lýtur út eins og Nýnasisti. Það bætti þó aðeins úr skák að sjá hann grátandi eftir leikinn. Þvílíkt gerpi.
Þó svo að UEFA sé aldrei að fara draga spjaldið til baka þá vona ég að United áfrýji eins og þeir geti og bakki Bailly þannig upp. Nú er bara að vona að Smalling og Jones eigi góðan dag í Stokkhólmi.
Þetta tal um United sem dýrasta lið í heimi fer yndislega í taugarnar á mér. Jú það er fullt af leikmönnum þarna sem kosta fullt af pening – en Mourinho er alls ekki búinn að kaupa alla þessa rándýru leikmenn. Hann keypti fjóra á meðan Van Gaal keypti einhverja átta. Það gleymist hins vegar alltaf í þessari umræðu að inná vellinum í kvöld t.d. voru tveir uppaldir United pjakkar. Í undanúrslitum í Evrópukeppni. Troðið því upp í dýrasta lið í heimi boruna á ykkur. Sé ekki annað lið á Englandi gera það von bráðar.
Svo þurfum við að fara ræða lokahóf Fellaini hópsins við tækifæri. Hann er að fara éta þetta Ajax lið upp til agna!
Cantona no 7 says
Til hamingju með úrsltaleikinn.
Vonandi vinnum við Ajax í Stokkhólmi.
G G M U
Björn Friðgeir says
Þrír uppaldir, Runólfur. Eins og Halldór sagði í podkastinu, við sendum Pogba bara í dýran háskóla á Ítalíu :D