Lokahóf Manchester United var haldið í gærkvöldi, að venju fyrir lok tímabilsins.
Unglingaliðsleikmaður ársins var valinn Angel Gomes. Kemur engum á óvart, er skærasta stjarnan í unglingaliðinu þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Lenti í meiðslum undir lok tímabilsins en ég þori að veðja að við sjáum hann í meistaraflokkshóp á næsta ári, í það minnsta einu sinni
https://twitter.com/ManUtd/status/865286071503921157
Varaliðsleikmaður ársins er Axel Tuanzebe sem hefur fengið verðskulduð tækifæri í aðalliðinu í síðustu leikjum.
Leikmaður ársins kosinn af leikmönnum var Antonio Valencia, hann hefur verið stöðugasti leikmaður liðsins í vetur og aldrei klikkað.
Mark ársins var auðvitað mark Henrikh Mkhitaryan (væri samt fyndið ef Evrópudeildin ynnist á 30 metra neglu frá, tja, Pogba?
https://twitter.com/ManUtd/status/865288130902999040
Og að lokum:
Leikmaður ársins 2016-17: Ander Herrera
Örlítið einkennilegt að sjá David de Gea afhenda Sir Matt Busby styttuna frekar en að taka á móti henni, en fyllilega verðskuldað. Herrera búinn að vera frábær á miðjunni í vetur, sjaldnast einhverjar flugeldasýningar en þessi trausti leikmaður sem við höfum verið að vonast eftir að léti sýna sig og kom loksins fram í vetur.
Svo er bara spurning hvort lesendur síðunnar séu sammála?
Björn Friðgeir says
Þar sem þetta var ekki ritstjórnarálitsgrein þá á eftirfarandi frekar heima í kommenti:
Eins góður og Ander er búinn að vera í vetur og það er mjög gott að einhver annar en Dave sé að standa sig þá hlakka ég til þegar verður hægt að velja leikmann ársins af því hann hefur verið með hálfgerða flugeldasýningu allt árið.
Og ég er þokkalega bjartsýnn um að það verði á næsta ári.
Runar says
Ég veit að Antonio Valencia hefur staðið sig nokkuð vel í ár, en góður venur minn sem er mikill LFC aðdáendi sagði við mig tímabilið 09-10 að þeim lengi sem Antonio Valencia mundi spila heill, þá mundum við ekki vinna enska titillinn…
Viti menn.. við töpuðum honum til Chelský vorið 2010, næsta tímabil var Antonio Valencia meira og minna slasaður og spilaði nánast ekkert og við unnum deildina næsta vor..
Tímabilið 11/12 slasaðist hann aftur og minnir að hann hafði byrjað að spila aftur síðasta þriðjung af tímabilinu og við rétt töpuðum titlinum vorið 12 til Shity
Mig minnir að mjög svipuð saga hafi endurtekið sig 12/13 nema þá náði hann ekki að koma til baka áður en við unnum deildina
Síðan þá hefur hann verið meira eða minna heill og við aldrei unnið deild…… (Just saying)
Grímur says
Finnst reyndar undarlegt að velja ekki Zlatan þrátt fyrir meiðsli. Hann sýndi bara svo mikla yfirburði meðan hann var heill.
Þetta Valencia komment er eitthvað það vitlausasta sem ég hef lesið. Held það hafi meira með brottför Ferguson að gera en heilsu/heilsuleysi Valencia að við höfum ekki unnið deildina í nokkur ár.
Auðunn says
Veit ekki með Valencia svo ég segi nú bara eins og er. Hann hefur jú klárlega sína kosti og ókosti eins og aðrir.
Hann er sterkur, fljótur og vinnusamur sem hefur ekki mikla þörf fyrir að vera í sviðsljósinu eða pósta selfie myndum af sér. Klárlega leikmaður sem vinnur bara vinnuna sína eins og sannur fagmaður.
Hann er stundum svolítið óviss í sínum aðgerðum, tekur oft á tíðum ansi langan tíma í að ákveða sig hvað hann ætlar að gera næst.
Er ekki góður krossari, annað hvort neglir hann boltanum fyrir markið eða sendir mjög lausan og of háan bolta sem auðvelt er að eiga við varnarlega fyrir andstæðinginn.
Ég held að hann hafi aldrei tekið rétt innkast síðan hann kom til United en kemst samt alltaf upp með það og hann talar nánast enga ensku þrátt fyrir að hafa búið á Englandi núna í 11 ár sem er mjög spes..
Það lýsir honum ágætlega, hann er svolítið spes týpa..
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Var á Old Trafford um daginn og sat nánast upp við völlinn. Valencia spilaði s.s. fyrri hálfleikinn beint fyrir framan okkur og hann lítur út eins og vaxtarræktar maður frekar en knattspyrnumaður ! Mér finnst að hann eigi að sleppa ræktinni í nokkra mánuði og æfa sig frekar í að nota vinstri fótinn !! Ef varnarmenn andstæðingana hafa smá hraða og líma sig á hægri fótinn á honum þá gerist harla lítið hjá kappanum. Hann er einn sá einfættasti leikmaður sem ég man eftir hjá ManUtd. En það allra furðulegasta er að hann á það til, svona ca 4 sinnum á leiktíð, að gefa flottar sendingar með vinstri fætinum ?? og þær eru oftast betri en hægrifótar sendingarnar ??
Halldór Marteins (@halldorm) says
Það er merkilegt hvað Valencia hefur náð að halda uppi fínni sóknarpressu fyrir mann sem hefur ekkert það mikla sóknargetu. Hann hefur oft þurft að sjá um allan hægri vænginn hjá United þar sem hægri kantmaðurinn er iðulega leikmaður sem vill fljóta inn að miðjum vellinum.
En mér finnst hann heilt yfir hafa vaxið mjög mikið í þessu hlutverki, sérstaklega í vetur. Búinn að vera flottur og stöðugur og er vel að þessum verðlaunum komið. Það segir mjög mikið að samherjar hans eru að verðlauna hann, þeir finna fyrir því hversu gott það er að spila með honum.
Vonandi heldur hann þessu áfram en það væri samt fínt að fá inn annan hægri bakvörð sem getur veitt honum samkeppni um stöðuna, í það minnsta verið varaskeifa fyrir hann.
Halldór Marteins (@halldorm) says
Og svo kemur það auðvitað minna en ekkert á óvart að Ander Herrera sé fan favorite. Hann er frábær karakter og hefur einnig vaxið mikið sem leikmaður hjá Mourinho. Hann fílar það svo mikið í botn að vera leikmaður Manchester United og spilar af mikilli ástríðu. Ég kaus hann einmitt í þessum kosningum, fyrir mér hefur hann verið einn af jákvæðustu punktum tímabilsins.