Maggi, Halldór, Tryggvi og Björn Friðgeir settust niður og ræddu sigurinn gegn Ajax í Evrópudeildinni. Einnig var farið yfir mat ritstjórnar á leikmannahópnum sem sést hér fyrir neðan og farið yfir slúður síðustu daga.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 37.þáttur
Björn Friðgeir says
Allir blaðamenn sem fylgjast með United eru nú að koma með þær fréttir að United sé að setja áhugann Griezmann á ís, og sett framherjakaup í forgang! Eins og United hafi loksins áttað sig á meiðslum Zlatan daginn sem Atlético er sett i kaupbann?
Halldór Marteins says
Auðvitað komnar ýmsar kenningar um ástæðuna fyrir því að félagið fer með þetta í fréttirnar. United gæti verið að kovera sig fyrir því að Griezmann vilji ekki endilega fara núna og skilja Atletico eftir Griezmannlausan og ekki í stöðu til að styrkja sig. Eða þetta gæti verið einhver sálfræðitaktík í samningaviðræðum við Atletico.
Þetta gæti auðvitað líka verið nákvæmlega eins og það er orðað, tímasetningin er þó ansi spes tilviljun ef það er tilfellið.
ellioman says
Þessar fréttir eru að gera mig hálf þunglyndan. Var í huganum byrjaður að hlakka til þess að kaupa 2017/2018 Griezmann treyju. Á samt erfitt með að trúa því að United hafi ætlað sér á næsta tímabili að treysta bara á 35/36 ára gamlan Zlatan og að meiðslin hans hafi kollvarpað sumarplaninu þeirra að kaupa Griezmann sem 10ju…
Afneitunin er sterk í mínum líkama og því neita ég að trúa þessu akkurat núna. Sjáum til hversu lengi ég næ að streitast á móti…
Hannes says
Takk fyrir þrusufínt podcast. Sammála með Martial. Hann er náttúrulega bara 21 ára svo finnst hann eigi að fá 1-2 tímabil í viðbót að sanna sig.
Auðunn says
Áhugaverðar pælingar allt saman, ég er svona 80-90% sammála ritstjórn hvað varðar mat á leikmannahópnum.
Er alls ekki svo sannfærður um að Mourinho hafi jafn mikinn áhuga á Griezmann og margir vilja meina, ég hef lúmskan grun um að hann hafi frekar og meiri áhuga á öðrum leikmönnum og þar vill ég nefna Bale.
Finnst Griezmann bara ekki passa inn í lið United, hann er alls ekki þessi pjúra senter og því sé ég ekki hvar hann ætti að spila. EN maður gæti haft rangt fyrir sér í þessum pælingum.
Eins held ég að Mourinho hafi ekki eins mikinn áhuga á Lukaku og margir telja, hann gæti verið á listanum sem plan B eða C.
Lukaku er góður leikmaður, sterkur og öflugur, hefur klárlega sína kosti en hann er samt ekki jafn góður sem pjúra senter og t.d Kane, Aguero, Costa og Cavani að mínu mati þótt hann hafi átt mjög gott tímabil núna.
United á að mínu mati ekki að sætta sig við neitt minna en svona nöfn í þessa stöðu og því er ég ekkert yfir mig spenntur fyrir Lukaku, hann er bara mjög góður þar sem hann er og ég held að hans vegna þá væri best að hann yrði þar áfram.
Ef Everton nær að halda sínum bestu mönnum og bæta 3-4 góðum leikmönnum sem passa vel inn í hugmyndir Koeman þá gæti þetta lið vel keppt um fjórða sætið og jafnvel grísað á að ná því innan nokkra ára, því tel ég best fyrir Lukaku að vera þar áfram.
United á hinsvegar að eltast við stærri fiska eins og t.d Neymar eða Kylian Mbappe.
Er meira að segja spenntari fyrir mönnum eins og Icardi eða Alexandre Lacazette svo einhverjir séu nefndir til sögunnar.
Nýjustu fréttir herma að United sé að ganga frá kaupum á Victor Lindelof sem minnkar líkurnar á komu Michael Keane, hef ekki séð til Lindelof og get því ekki tjáð mig um hann en treysti Mourinho fullkomlega þegar kemur að kaupum á varnarmönnum, hann gerir nánast aldrei slæm kaup þegar kemur að þeirri stöðu á vellinum.
En eins og svo oft áður eru tugir leikmanna orðaðir við Man.Utd og ekkert 100% fyrr en klúbburinn er búinn að staðfesta komu leikmann, stuðningsmenn United hafa heldur betur reynsluna af því.
Þetta verður afskaplega spennandi sumar og ómögulegt að segja til um hvað Mourinho er að pæla, hann gæti verið að pæla í allt öðrum leikmönnum en maður heldur þótt ég hafi tilfinningu fyrir því að klúbburinn geri amk ein risa og óvænt kaup á einhverjum hágæða-stjörnu leikmanni.
Halldór Marteins says
Skemmtilegar pælingar, Auðunn :) er mikið til sammála. Held þó að Lukaku gætu reynst lunkin kaup en er alveg á því að þá þyrfti hann að stíga upp um level til að réttlæta kaupin. Held bara að hann gæti gert það undir stjórn Mourinho.
Lindelöf er spennandi valkostur. Ungur, efnilegur, vel spilandi miðvörður. Hef þó á tilfinningunni að Keane gæti orðið valkostur líka. Miðað við verðin sem verið er að tala um þá ætti United að geta fengið Lindlöf og Keane á tæplega 50 millur, að mínu mati væri það flott styrking á hópnum fyrir þennan pening.
Og hvað Griezmann varðar, held að hann verði ekki keyptur nema það sé skýrt plan um hvernig á að nota hann. Og ég held hann hafi átt að koma þetta sumar ef áfrýjun Atletico hefði gengið eftir en sé annars hugsaður sem kaup á næsta ári
Auðunn says
Mourinho vill hafa þessa Drogba týpu innan liðsins og þar fittar Lukaku inn.
Það gæti meira en vel verið að hann sé skotmark nr 1 hjá Mourinho þegar kemur að framherja þótt hann sé ekki alveg fyrsti kostur hjá mér í dag, finnst vanta eitthvað uppá hjá honum en kannski tækist Mourinho að kreista það út úr honum.
Lukaku er týpískur leikmaður frá Belgíu sem svo margir héldu ekki vatni yfir fyrir nokkrum árum. Menn töluðu um Belgíska landsliðið sem mest spennandi landslið í heimi og lið sem myndi vinna stórmót á komandi árum.
Svo fjaraði þetta hálfpartinn út því meira en helmingurinn af þessum mönnum voru ofmetnir, ekki nærri því eins góðir í fótbolta né andlega sterkir eins og sást þegar útí alvöruna var komið.
Mjög gott lið en aldrei eins gott og menn töluðu um að það yrði þótt það sé reyndar ekki of seint ennþá.
Karl Gardars says
Takk fyrir fínt hlaðvarp.
Lukaku sem aðal striker í United treyju er hreinlega ekki nógu sexy. Hann er óumdeilanlega mjög góður leikmaður en það er bara eitthvað off við þetta allt saman.
Svona andstæða við Zlatan í United treyju eða Cantona….
Pillinn says
Þegar ég skoðaði listann, grænn, gulur, rauður, þá held ég að ég sé oftast sammála því sem þar er. Finnst reyndar eins og Shaw eigi að geta verið grænn og Romero held ég að geti líka verið grænn, það er hann getur verið fastamaður í meistaraliði held ég. Chris Samlling finnst mér svo jafn gulur og Phil Jones eiginlega, báðir samt leikmenn sem er ekki hægt að treysta á og því er líklega rétt að losna bara við þá.
Þá sem ég vill svo fá þá eru það Lindelof eða Keane, ég hef ekki séð neitt sem ég man eftir með Lindelof en Keane er alveg solid varnarmaður. Þarna treysti ég bara því sem Mourinho vill helst. Auðvitað ef ég ætti að ráða þá væri Varane draumurinn en sé bara ekki Real losa sig við hann.
Svo annaðhvort Bale eða James (við vitum að Bale passar í ensku deildina) og Perisic. Einnig væri gott að fá Matic þarna inn á miðjuna og við það held ég að með hann og Herrera á miðjunni myndi losna vel um Pogba og hann gæti átt stjörnu tímabil.
Væri alveg til í Griezmann en sýnist á öllu að hann komi ekki núna vegna félagaskiptabannsins hjá Atletico Madrid.
Þannig að í draumadeildinni í hausnum á mér myndi Varane, Matic, Perisic, Bale (James) og Griezmann allir koma, sjáum hvað verður :)
Bjarni says
Griezman út úr myndinni. Vonandi er veriđ ađ vinna bakviđ tjöldin á fullu þannig ađ viđ fáum af og til góđar fréttir. Þarf ađ ræđa eitthvađ Ronaldo meira greinilegt ađ utd uppeldiđ hefur gert honum gott 😃
Auðunn says
Virðist ekki mikið vera að gerast hjá United á leikmannamarkaðinum svona útá-við þótt við vitum að það er hellings vinna sem á sér stað á bakvið tjöldin.
Mikið búinn að vera spá í hvaða falir leikmenn séu líklegir til að koma í sumar og verð bara að segja alveg eins og er að ég hef ekki hugmynd um það þegar þetta er skrifað.
Líklegir eru Ivan Perisic og Lindelof, það eru ekki aðrir mjög líklegir eins og er.
Spurning hvort José ætti ekki að bæta James Rodriguez og Renato Sanches á þann lista.
(Nýjustu kjaftasögurnar eru þær að Bayern séu tilbúnir að hlusta á tilboð í Renato, ef það er rétt þá myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar sinnum heldur klára þau kaup strax)
Ég yrði nú bara þokkalega sáttur með þau innkaup þótt ég telji að liðinu vanti tvo miðjumenn, bakvörð og framherja.
Veit ekki hvort Ivan Perisic geti spilað inn á miðri miðjunni, held reyndar að hann sé meiri kanntari.
Sveinbjorn says
Gott podcast. Hvenær kemur næsta?
Björn Friðgeir says
Erum að reyna að smala köttunum.